Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2014, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2014, Blaðsíða 35
Garðrækt og sumarhús 7Helgarblað 16.–19. maí 2014 NÚ ER RÉTTI TÍMINN TIL AÐ LEITA TILBOÐA Lífgaðu upp á garðinn Að setja tjörn í garðinn er skemmtilegt verkefni A ð setja tjörn í garðinn er skemmtileg og tiltölulega auðveld leið til að lífga upp á umhverfið í kringum hús- ið. Það er jafnvel auðveldara en margur heldur og þarf ekki að kosta mjög mikið, sé miðað við hversu mikið falleg tjörn getur gert fyrir ásýnd garðsins. Tjarnir er hægt að gera á marga vegu. Mögulegt er að steypa tjörn en einfaldast og algengast er að kaupa tjarnarbakka úr plasti og grafa nið- ur, eða þá að grafa fyrir tjarnardúki. Seinni valkosturinn býður líka upp á meiri möguleika til að stjórna stærð og lögun tjarnarinnar. Hægt er að fá tjarnarbakka frá 10.000 krónum og upp úr og tjarnardúkar eru á svipuðu verði. Einnig er vinsælt að hafa gos- brunna eða dælur í tjörnunum sem líkja eftir lækjum og rennandi upp- sprettuvatni. Vinsælt er að hafa fiska í tjörn- um og eru koi-fiskar mjög vinsælir og henta vel fyrir garðtjarnir. Passa þarf þó að hafa tjörnina það djúpa að hún frjósi ekki til botns á veturna og þarf vatnið þá að vera um hálfur til einn metri á dýpt. Einnig er gott að hafa hitara í tjörninni til að fisk- unum líði betur yfir vetrartímann. Það er því um að gera að nýta sumarið í skemmtilegt verkefni og lífga upp á garðinn. n Garðtjörn Tjarnir er hægt að gera af öllum stærðum og gerðum. Á vaxtatré hafa verið ræktuð á Íslandi í langan tíma. Til eru heimildir um peru- og epla- tré allt aftur til ársins 1777. Árið 1899 voru gerðar til- raunir á Norðurlandi með síberísk eplatré sem lifðu í þó nokkurn tíma en uppskeran lét bíða eftir sér. Síð- an þá hafa fjölmörg ávaxtatré verið gróðursett hér á landi bæði í gróður- húsum sem og utandyra. Á Akranesi er til að mynda 38 ára gamalt eplatré utandyra, sem hefur gefið af sér allt að 800 eplum á einu ári. Við val á yrki þarf að huga vel að því hvar tréð á að vera. Á Facebook- síðu Ávaxtaklúbbs Garðyrkjufé- lags Íslands er að finna lista yfir þau eplayrki sem dafnað hafa hvað best. Huga þarf að því hvort eplið eigi að vera í potti á svölum, gróðurhúsi eða í garðinum. Síðan þarf að hugsa vel um skjól og hvernig sólin skín á tréð og auk þess hvernig plantan mun fá vatn. Þurfa mikla umhirðu Samkvæmt heimasíðunni plant- an.is þurfa ávaxtatré góðan jarðveg fyrstu árin. Eigi tréð að fara í jörð þarf holan að vera tvöfalt breiðari en rótarmassinn og einnig örlítið dýpri. Í botninn er svo settur nýr jarðveg- ur. Ræturnar þola illa beint sólarljós og því þarf að fara varlega, sé verið að gróðursetja í sólskini. Þegar tréð hefur verið gróðursett og farið að dafna vel þarf að huga að umhirðu þess. Ávaxtatré þarf að klippa reglu- lega, en mælt er með því að einhver vanur sé fenginn til þess eða þá að sótt séu námskeið um hvernig best sé að hugsa um tréð. Þrjár ræktunaraðferðir eru algeng astar. Til að planta þétt og nýta pláss eru trén klippt í hallandi snúru og eru þá kölluð snúrutré. Þannig fara trén að blómstra fyrr og gæði þeirra verða mikil. Önnur að- ferð felur í sér að trén eru ræktuð upp við veggi, til dæmis kirsuberja- tré. Þannig nýtur tréð sólar allan daginn og einnig hvert aldin. Þessi tré eru gjarna kölluð geislatré. Að lokum eru óformuð tré, sem fá að vaxa óbundin og frjáls. n Trjárækt sem ber ávöxt Rögnvaldur Már Helgason rognvaldur@dv.is n Ræktun ávaxtatrjáa á sér langa sögu á Íslandi n Þrjár góðar leiðir til að rækta tré Eplatré Á Akranesi er eplatré sem hefur gefið af sér allt að 800 eplum á ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.