Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2014, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2014, Blaðsíða 37
Helgarblað 16.–19. maí 2014 Fólk Viðtal 29 lifa mörgum lífum í gegnum sögurnar og svo að leika þennan harða töffara sem gat alltaf slegið frá sér.“ Skammaðist sín fyrir fátæktina Í raun var drykkjan á heimilinu aldrei neitt feimnismál. Ekki þannig að Ró- bert væri kannski að bera það á torg í skólanum hvað hann glímdi við heima, en hann gat alltaf rætt það við vini sína. „Ég man ekki eftir að hafa skammast mín sérstaklega fyrir það. Það var frekar að ég skammaðist mín fyrir fátæktina. Það var mikil stétta- skipting í samfélaginu þarna og þegar þú áttir lítið var erfitt að sjá hvað neyslan var mikil fyrir framan mig. Við vorum ekki rík og oft áttum við engan pening. Síminn var tekinn úr sam- bandi og svona.“ Til að eignast vasapeninga fór hann frá níu ára aldri niður í gúanó og gellaði. Þannig eignaðist hann pen- ing sem hann gat notað eins og hon- um sýndist, hvort sem það var í sæl- gæti eða dót. „Það varð til þess að ég ræktaði snemma með mér viðskipta- vit og sjálfsbjargarviðleitni. Ef fisk- salinn vildi ekki kaupa þetta á góðu verði vissi ég vel í hvaða hús ég ætti að fara. Ég man eftir því þegar ég keypti páskaegg í fyrsta skipti sem fjöl- skyldufaðir. Þá keypti ég fáránlega stór páskaegg. Það var arfur frá þeim tíma sem ég fékk alltaf minnstu gerð af eggjum. Þetta var algjört rugl,“ segir hann hlæjandi. „Einhver tíu ára inni í mér tók yfir.“ Horfði á menn deyja Í Vestmannaeyjum ólst hann upp í götu þar sem drykkja var vandamál á nokkrum heimilum. „Á milli okk- ar krakkanna ríkti skilningur fyrir því að stundum þurftum við að fá að vera annars staðar því mamma eða pabbi var fullur. Við vorum bara krakkar að redda okkur. Stundum voru foreldrar okkar að drekka saman og stundum lentu þeir saman í átökum við lögregluna. Við urðum vitni að því. Ég get ekki sett þá reynslu í orð því ég veit ekki hvaða tilfinningar hrærðust í mér við að upplifa það; ótti, óöryggi og líka ein- hver hrifning og spenna. Adrenalínið flæddi um líkamann. Þetta voru ægi- legir atburðir og ég fann fyrir barns- legri forvitni við að gægjast inn í heim hinna fullorðnu og sjá eitthvað sem ég átti ekki að sjá. Margt svoleiðis upplifði ég vegna þess að ég bjó í Vestmannaeyjum,“ segir Róbert og minnist þess þegar belgíski togarinn Pelagus strandaði árið 1982 og fjórir menn fórust, tveir belgískir sjómenn og tveir íslenskir björgunarsveitarmenn. Verið var að draga skipið vélarvana til hafnar í foráttubrimi þegar tog- vírinn slitnaði og skipið rak upp í hraunið á austanverðri Heimaey. Þar safnaðist saman björgunarsveit og línu var komið út í skipið. „Fréttin fór eins og eldur í sinu um eyjuna. Í stað þess að mæta í danstíma sem mamma hafði skráð mig í skrópaði ég og fór á vettvang. Ég horfði á menn deyja, ellefu ára gamall.“ Harmleikur í Eyjum „Menn voru að fara út í skip að bjarga áhöfninni og á sama tíma riðu ótrúleg brot yfir skip- ið sem dansaði til og frá eins og korktappi í briminu. Menn sópuðust burt í þessum stór- sjó og aðrir festust í trolli þar sem þeir döngluðu til og frá, látnir. Að verða vitni að þessu var skelfilegt og minningin fer aldrei úr huga mér. Við stóð- um þarna við hlið björgunar- sveitarmanna sem voru í tár- um og í faðmlögum á meðan þeir horfðu á félaga sína í þessum aðstæðum án þess að geta nokkuð að gert. Það situr alltaf í mér.“ Fleiri slys áttu eftir að hafa áhrif á Róbert. Eins og þegar Hellisey VE 503 sökk austur af Heimaey árið 1984. Einn áhafnarmeðlima, Guðlaugur Friðþórsson, framkvæmdi ótrúlegt þrekvirki þegar hann synti í köldum sjó um sex kílómetra leið og gekk síðan yfir úfið hraun til byggða. Komst hann einn lífs af frá slysinu. „Ég þekkti Guð- laug þá og hann er góður vinur minn í dag. Þetta slys snerti mig mjög mikið. Seinna var ég á sjó á Breka. Þar var ég með manni á hlera sem fór útbyrð- is þegar ég var í frítúr. Þetta voru allt miklir harmleikir sem snertu marga og sorgin var mikil. Seinna hef ég oft hugsað með mér hvað við erum snögg að afgreiða andlát út af neyslu og fljót að segja að hinn látni hafi verið ógæfumaður og drykkjuróni. Í mínum huga er það líka fólk sem hef- ur fallið frá borði og fengið á sig brot í lífsins ólgusjó.“ Pabbi varð útigangsmaður Róbert var þrettán ára þegar faðir hans hélt utan. Þá hafði ekkert sam- band verið á milli þeirra í dágóðan tíma en þeir höfðu nýlega rekist hvor á annan á Laugaveginum fyrir tilvilj- un. „Það var hræðilegt. Pabbi var úti- gangsmaður, einn af þessum mönn- um sem þú sérð í strætinu og ég skammaðist mín hræðilega. Hann spurði hvað væri að frétta og við átt- um smá spjall. Hann var mjög góð- ur og kærleiksríkur maður á vondum stað í lífinu. En skömmin var svo mik- il að ég gat ekki komist nógu hratt í burtu. Ef ég hefði séð hann án þess að hann sæi mig hefði ég kannski geng- ið fram hjá honum. Þetta var orðið þannig. Vonbrigðin voru of mörg og of mikil.“ Skömmu eftir skilnaðinn eignað- ist Róbert stjúpa sem gekk honum í föðurstað. Róbert upplifði sig því aldrei föðurlausan þótt faðir hans væri ekki til staðar. „En það var alltaf þetta gat. Það vantaði þennan gaur. Pabbi átti margar góðar hliðar.“ Þrátt fyrir allt áttu þeir góðar stundir saman og þær bestu á trill- unni. „Þegar ég fór með honum að veiða og við komum í land og þrifum trilluna. Pabbi var svona dútlari og mál- aði mikið af myndum. Ég á bæði mál- verk eftir hann og dagbækur sem sýna mér hvernig hann var. Eins og ég hafði hann rómantíska sýn á lífið, var ljóð- elskur og með listrænt element í sér. Hann málaði en ég nota tónlistina. Mér sýnist ég hafa fengið margt frá honum, eins og húmorinn.“ Alkóhólisti eins og pabbi Alkóhólismann erfði Róbert líka frá föður sínum. Átján ára byrjaði hann að drekka eins og fullorðinn maður. „Af því að ég var meðvitaður um að alkóhólismi lá í fjölskyldum hafði ég varann á og passaði mig á því að drekka ekki á daginn, aldrei daginn eftir fyllerí og svo framvegis. Allan minn drykkjuferil var ég svo í því að sannfæra sjálfan mig um að ég væri ekki með sjúkdóminn og í raun gef- ur íslenskt samfélag alkóhólistum mjög mikið svigrúm til að drekka eins og venjulegt fólk. En ég drakk alltaf meira og lengur en aðrir. Ég drakk áður en ég fór að sofa, sem var algjör- lega tilgangslaust. Síðasta árið sem ég drakk var ég farinn að drekka þannig að það olli mér áhyggjum. Ég vaknaði oft eftir að hafa sagt eitthvað eða gert eitthvað sem ég hefði annars ekki gert og reyndi að eyða hugsununum með því að segja eitthvað, þetta var nú meiri vitleysan … eða eitthvað. Verst var samt að muna ekki hvað ég gerði. Ég var oft í blakkáti og spurði mig af hverju það væri að koma fyrir mig. Einn daginn vaknaði ég upp og áttaði mig á því að þetta væri alkóhólismi. Fram að því hafði ég alltaf borið mig saman við pabba. Ég var með sama sjúkdóm en hann þótt birtingarmyndin væri önnur. Ég vissi að á endanum myndi ég missa stjórnina og steypast ofan í hyldýpið. En af því að ég var á bremsunni náði ég að hætta áður en ég var búinn að missa fjölskylduna, tökin á fjármálun- um eða brenna brýr að baki mér um allan bæ. Ég þakka pabba það.“ Sagan af Muhammed Ali Eitt af því sem vakti Róbert til um- hugsunar var þessi stöðuga ónota- kennd, óskilgreindur kvíði og ófull- nægja. „Það var eitthvað að en ég vissi ekki hvað. Ég var í góðu starfi, átti dá- samlega eiginkonu og góða fjölskyldu en það vantaði alltaf eitthvað. Það var eitthvað sem ég var ekki sáttur við sem ég gat ekki sett fingur á. Mig skorti tilgang.“ Að utan berast hlátrasköll barn- anna í Melaskóla inn. Sonur Róberts var úti að leita vinar síns en er kom- inn aftur heim og skömmu síðar kem- ur dóttir hans líka heim. Við ákveðum því að færa okkur um set og ræða bet- ur saman á skrifstofu hans við Austur- völl. Þar hittumst við aftur á 5. hæð- inni, fyrir ofan nefndasvið Alþingis. Róbert er kominn á undan mér og stendur úti á svölum í hrókasamræð- um við aðra í þingflokknum. Gengið er út á svalirnar af skrif- stofu Róberts. Þar kemur kannski ekki á óvart að sjá myndir af fjölskyldunni, náttúru Íslands og brandara eftir Hug- leik um ofdrykkju, ekki eins og að sjá eiginhandaráritun Muhammeds Ali. Róbert hitti hann við töskubeltið á JFK-flugvellinum árið 1989. „Ég tók í höndina á honum og mín hönd hvarf í hramminn á honum og ég hugsaði að ég myndi ekki vilja fá þetta framan í mig. Svo fór hann í stellingar og gerði sig líklegan og mér dauðbrá þegar hann reiddi fram hnefana. Annars sagði ég ekki neitt, nema hvað ég bað um eiginhandaráritun, tók í höndina á honum og sagði að hann væri besti bardagamaður okkar tíma. Hann var kominn með „Ég horfði á menn deyja“ „Ég varð ástfanginn af henni alveg upp á nýtt Á tindinum Síðasta vetur fóru þau hjónin saman á Mont Blanc og draumurinn er að fara á Aconcagua eða í Karakoram-dalinn í Pakistan. Róbert hefur aðeins eitt markmið og það er að verða aftur eins og hann var og geta það sem hann gat. Fjölskylduferð Róbert og Brynhildur eiga alls fimm börn. Hér eru þau við upphaf göngu um Vonar- skarð en þau Þorgerður, Óli og Lára, hafa öll farið í sína fyrstu margra daga göngu við sex ára aldur. Á sjó með stjúpa Róbert var ekki nema níu ára þegar hann fékk fyrst að fara á sjóinn með stjúpa sínum þótt hann hafi ekki hafið störf sem sjómaður fyrr en um tvítugt. M y n d S ig tr y g g u r A r i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.