Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2014, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2014, Blaðsíða 4
Helgarblað 16.–19. maí 20144 Fréttir N 28 2014 Listahátíð í Reykjavík 20% afsláttur á Listahátíð þegar keyptir eru miðar á 3 eða fleiri viðburði. Nánar í síma 561 2444 Öll dagskráin og miða sala á www.listahatid.is „Þetta er enn afar ruglingslegt“ Guðmundar- og Geirfinnsmálið dregið saman í efnismikilli umfjöllun BBC B BC fjallar á vef sínum með viðamiklum hætti um Guð- mundar- og Geirfinnsmálið. Á meðal viðmælenda eru þau Erla Bolladóttir og Guðjón Skarp- héðinsson, sakborningar í málinu. Málið varðar mannshvörf sem bæði áttu sér stað árið 1974. Viða- mikil rannsókn fór fram næstu árin en í febrúar árið 1980 voru þau Al- bert Klahn Skaftason, Erla Bolladótt- ir, Guðjón Skarphéðinsson, Krist- ján Viðar Viðarsson, Sævar Marinó Ciesielski og Tryggvi Rúnar Leifsson í Hæstarétti dæmd til fangelsisvistar vegna aðildar að dauða þeirra Guð- mundar og Geirfinns. Í umfjöllun BBC er meðal annars rætt við Gísla H. Guðjónsson, pró- fessor í réttarsálfræði, en hann hefur áður látið hafa eftir sér að Guð- mundar- og Geirfinnsmálið sé eins- dæmi á heimsvísu miða við önn- ur mál sem hann hefur unnið með. Í skýrslu starfshóps sem innanríkis- ráðuneytið skipaði um málið er það hafið yfir allan skynsamlegan vafa að framburður sakborninga í málinu hafi verið óáreiðanlegur. „Það eru engar sannanir en við getum heldur ekki sannað sakleysi okkar eða að hafa ekki verið þar. Þetta er enn afar ruglingslegt. Ég get enn- þá ekki munað hvernig, hvers vegna eða hvað gerðist. Ég get það ekki enn í dag. Ef þú myndir segja einhverj- um í einhvern tíma hvar hann hef- ur verið og hvað hann hefur gert þá getur þú snúið honum og hann hef- ur ekki valdið lengur til að segja nei,“ segir Guðjón Skarphéðins son meðal annars við BBC. n Skuldaniðurfellingar auglýstar í sjónvarpi n Teknar upp í íbúð í Bústaðahverfinu n Byrjað að vinna kynningarefni R íkisstjórn Sjálfstæðisflokks- ins og Framsóknarflokksins hefur látið gera sjónvarps- auglýsingar um skuldaniður- fellingar stjórnarinnnar. Þetta herma heimildir DV. Auglýs- ingin var tekin upp í íbúð í Bústaða- hverfinu í Reykjavík um liðna helgi. Í auglýsingunni munu vera teikn- aðar upp aðstæður sem eiga að endurspegla íslenskt heimili. Fjöl- skylda er sögð sitja við borð á heim- ili sínu, samkvæmt heimildum DV, og er líf hennar tengt við skuldaleið- réttingar stjórnarinnar. Fjármála- ráðuneytið sér um gerð auglýsingar- innar líkt og vinnslu frumvarpanna um skuldaniðurfellingarnar. Sjón- varpsauglýsingarnar eru vitanlega gerðar á kostnað skattgreiðenda enda um að ræða frumvörp sem ríkis stjórnin mælir fyrir. Frumvörpin um skuldaniðurfell- ingarnar hafa verið til umræðu á Al- þingi í vikunni og hefur á tíðum verið heitt í kolunum. Í einni af umræðun- um um frumvörpin bað formaður Vinstri grænna Vigdísi Hauksdóttur til dæmis vinsamlegast um að þegja. Vigdís hefur sakað stjórnarandstöð- una um að beita málþófi til að koma í veg fyrir að frumvörpin um skulda- niðurfellingarnar verði að lögum sem fyrst. Byrjað að vinna kynningarefni Tryggvi Þór Herbertsson, verkefnis- stjóri skuldaniðurfellinganna, segir augljóst að byrjað sé að vinna að kynningarefni um þær. Hann segist hafa komið að ákvarðanatöku um vinnu á kynningarefninu en get- ur ekki fullyrt hvort búið sé að taka upp auglýsinguna um skuldaleið- réttinguna. „Það er augljóst að það er búið að vinna kynningarefni til þess að kynna réttindi Íslendinga í sam- bandi við þessi lög. Þegar þetta er orðið að lögum þá getum við svar- að öllum spurningum um málið. […] Þetta er risaverkefni, það eru 70 til 80 manns sem koma að þessu, og ég er ekki að fylgjast með því í smáatriðum hvað hver og einn gerir. […] Þetta er ekki orðið að lögum ennþá og menn eru í lausu lofti hvernig þetta verður þar til lögin verða tilbúin.“ Af svari Tryggva Þórs að dæma þá mun kynningin á skuldaniðurfell- ingunum eðlilega litast af því hvort að frumvörpin um þær verða sam- þykktar á Alþingi eða ekki. Því má skilja orð Tryggva þannig að ef frum- vörpin verða ekki að lögum þá muni almenningur á Íslandi ekki sjá kynn- ingarefnið sem unnið hefur verið um niðurfellingarnar, meðal annars um- rædda sjónvarpsauglýsingu. Ekki staðið við orðin Almenningur átti að byrja að geta sótt um skuldaleiðréttinguna þann 15. maí í vikunni sem nú er að líða. Ekki tókst hins vegar að standa við það loforð. Sigmundur Davíð Gunn- laugsson forsætisráðherra sagði í síð- ustu viku, í viðtali á sjónvarpsstöð- inni ÍNN, að hægt yrði að sækja um niðurfellinguna þann 15. maí. Tryggvi Þór Herbertsson sagði hins vegar í fjölmiðlum að það gæti dregist um nokkra daga að fólk gæti sótt um afskriftir lána sinna. Embætti ríkisskattstjóra, sem sér um fram- kvæmd skuldaniðurfellingarinnar, tók í sama streng og Tryggvi Þór. Þeir höfðu rétt fyrir sér en ekki Sigmund- ur Davíð. n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is „Það er augljóst að það er búið að vinna kynningarefni til þess að kynna réttindi Íslendinga í sambandi við þessi lög. Auglýsing um íslenskt heimili Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugs- sonar er byrjuð að vinna kynningarefni um skuldaniðurfellingar sínar, meðal annars sjónvarpsauglýsingu sem tekin var á heim- ili í Bústaðahverfinu. Mynd SIGtryGGur ArI Heimsathygli Guðjón Skarphéðinsson í viðtali við BBC vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins. Mynd BBC Hækkunin er mest í Eyjum Af átta stórum bæjum á lands- byggðinni hefur fasteignaverð hækkað langmest í Vestmanna- eyjum á síðustu fimm árum. Frá seinni hluta árs 2008 fram til fjórða ársfjórðungs 2013 hækk- aði verðið um rúmlega 60 pró- sent í Eyjum og Ísafjörður fylgdi á eftir með um það bil 35 pró- senta hækkun. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbanka Íslands um þróun fasteignaverðs á landinu. Þar kemur fram að á sama tíma hafi verð lækkað á tveimur stöð- um, í Árborg um 10,2 prósent og í Reykjanesbæ um 4,7 prósent. Í Hagsjá var nýlega greint frá því að fermetraverð í fjölbýli á Akureyri hafi verið um 70 pró- sent af verðinu í Reykjavík í lok árs 2013. Sofnaði á veitingastað Lög regl an á höfuðborg ar svæðinu fékk til kynn ingu um inn brot á veit inga hús í miðborginni rétt eftir þrjú aðfaranótt fimmtudags. Lögreglu, sem hraðaði sér á vett- vang, var tjáð að viðkomandi væri enn inni á staðnum. Þegar lög- regl an kom á staðinn fann hún ölvaðan ung an mann á staðnum sem var heldur ráðvilltur. Maður- inn hef ur lík lega sofnað ölv un ar- svefni meðan staður inn var op- inn og síðan verið skil inn eft ir er starfs fólk fór heim. Þegar hann vaknaði og fór að hreyfa sig þá fór öryggiskerfi veitingastaðar- ins í gang. Maðurinn var færður á lögreglustöð þar sem farið var yfir málin með honum og per sónu- upp lýs ing ar hans voru staðfest ar. Hann fékk svo að fara heim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.