Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2014, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2014, Blaðsíða 38
Helgarblað 16.–19. maí 201430 Fólk Viðtal byrjunareinkenni á þessum heilasjúk­ dómi sem hann hefur glímt við og var nánast hættur að tala.“ Fékk fund með Mandela Þar sem Óttarr Proppé er með sér­ svalir og er staddur erlendis stelumst við inn á skrifstofu til hans í leit að næði. Þar eru engar eiginhandar­ áritanir frá stórstjörnum uppi á vegg, bara uppblásin mörgæs í fullri stærð á gólfinu. Við setjumst út á svalir þar sem Róbert dregur upp sólgleraugun og segir frá því þegar hann hitti annan meistara, Nelson Mandela, árið 2000. Þá fór hann til Suður­Afríku með Jóhannesi Kr. Kristjánssyni og Inga R. Ingasyni. Róbert hafði fengið leyfi að­ stoðarmenntamálaráðherra Suður­ Afríku til þess að taka viðtal við Mand­ ela en þegar á hólminn var komið reyndist leyfið einskis virði og ekkert varð úr viðtalinu. Róbert fékk engu að síður fund með Mandela, þar sem Jóhannes átti við hann erindi. Hann ætlaði að biðja hann um að verða verndari forvarnarsamtaka í Evrópu. „Við ræddum við Mandela 40 mínútur áður en Jóhannes ætlaði að rétta hon­ um bréf. Mandela teygði sig eftir bréf­ inu og um leið sleppti Jóhannes óvart takinu svo það datt á gólfið. Þegar við ætluðum að beygja okkur eftir bréfinu stoppaði Mandela okkur af og gerði það sjálfur. Það var svolítið mál því hann var mjög stór og mjög gamall og þarna var mjög þröngt. Þar sem hann teygði sig eftir bréf­ inu við fætur okkar sagði hann sögu sem hófst á orðunum „in prison“ og fjallaði um það að í fangelsinu tók hann mánaðarlega líkamspróf og í hverjum mánuði kom fangavörð­ ur inn í klefa til hans með bréf með niðurstöðunum. Í hvert skipti teygði Mandela sig eftir bréfinu en um leið lét fangavörðurinn það falla á gólfið. „Þannig að ég er vanur að sækja svona bréf á gólfið,“ sagði hann. Að heyra hann segja þetta var eins og að fá hnefahögg í magann. Í þess­ um orðum lá fyrirgefning gagnvart öllu þessu fólki. Það sem ég lærði af því er að það getur ekkert komið fyrir mig sem gerir það að verkum að ég þurfi að bera kala til annars manns. Í því felst ótrúleg hamingja að geta fyrirgefið.“ Hveitibrauðsdagar á Vatnajökli Þar sem Róbert situr á stuttermaboln­ um veiti ég því eftirtekt að annar upp­ handleggurinn er flúraður. Myndin er af akkeri og póstnúmerinu í Eyjum, 900, sem er „ágætis áminning“ um það hvaðan hann kemur. Sonur hans teiknaði myndina og er með sams konar húðflúr, nema hvað þar stendur „seasick“. Alls á Róbert fimm börn. Tvö elstu börnin á hann með fyrrverandi eigin­ konu sinni, Sigrúnu Elsu Smáradóttur, tvö með eiginkonu sinni, Brynhildi Ólafsdóttur, og eina stjúpdóttur. Ró­ bert var átján ára þegar þau Sigrún Elsa rugluðu saman reytum en þau skildu fjórtán árum síðar. „Skilnaður er eitt af þessum áföllum í lífinu og með því erfiðara sem þú gengur í gegnum. En okkur hefur sem betur fer gengið vel að ala upp börnin okkar saman og styðja hvort annað þegar á reynir.“ Árið 2007 kvæntist hann síð­ an Brynhildi. Brúðkaupið fór fram í lítilli sveitakirkju fyrir vestan og brúð­ kaupsferðin var vélsleðaferð yfir Vatnajökul þar sem þau eyddu hveiti­ brauðsdögunum í skála Jöklarann­ sóknarfélagsins á Grímsvötnum. „Þar er eldfjall í miðjum jökli og jarðhitinn er mikill. Þarna eru þrír skálar, þar af einn sem er flottasta gufubað landsins. Þetta var dásamlegt, eins og að vera á norðurpólnum. Það var ekkert nema snjór allt í kring, endalaus ísslétta.“ Sváfu við gosið Síðan hafa þau farið í óteljandi ferðir hingað og þangað um landið og heim­ inn. Þegar gosið hófst á Fimmvörðu­ hálsi settust þau að á Mýrdalsjökli í fimm daga. „Við erum bæði náttúrufrík og það var magnað að fá tækifæri til þess að vera upp við eldfjall þegar það var að gjósa. Eina nóttina sváfum við á Útigönguhöfða í Þórsmörk þar sem við lágum og fylgdumst með gosinu og eldfossum sem runnu niður í sitthvort gilið við hlið okkar.“ Mont Blanc var stóra ævintýri síð­ asta vetrar en daginn eftir að þau komu niður af fjallinu dó Breti sem var á sömu leið. Þau hafa farið ansi víða. Áður hafði Róbert klifið Kilimanjaro. Og nú er Aconcagua á draumalist­ anum sem og Karakoram­dalurinn í Pakistan þar sem K2 er. „Ég hef enga þörf fyrir að fara á þessa tinda en mig langar að sjá þá. Árið 2011 fórum við í bak­ pokaferð um Arabíuskagann. Þá fór­ um við til Sameinuðu arabísku fursta­ dæmanna, Óman og Jemen, þar sem við vorum þremur vikum áður en mótmælendur voru skotnir á torginu og arabíska vorið teygði anga sína þangað.“ Horfðist í augu við hákarla Eyjan Socotra er á milli Arabíska hafs­ ins og Indlandshafs og tilheyrir Jemen. Þangað er flogið einu sinni í viku og árlega koma þangað um 2.000 ferða­ menn. „Þetta er einn af þeim stöðum í heiminum sem enn eru einangraðir. Þar er ekkert hótel heldur sofa ferða­ menn í tjöldum á ströndinni. Þar eru strendur eins langt og augað eygir og enginn á ferli.“ Auðvitað fóru þau þangað og not­ uðu tækifærið til þess að kafa nið­ ur að sokknu flutningaskipi. „Seinna sama kvöld hitti ég umhverfisráðherra Jemen sem sagðist aldrei fara þarna um því straumurinn gæti orðið svo þung­ ur auk þess sem mikið af árásargjörn­ um hákörlum væru oft á þessu svæði. Um leið sá ég fyrir mér mynd af Bryn­ hildi þar sem hún var að kafa inni í flak­ inu og skar sig á járni svo úr blæddi. Ég man að ég var að horfa á það hvernig blóðið flæddi út í hafið. Það var ágætt að hákarlarnir voru ekki þarna.“ Það kom ekki í veg fyrir að þau færu aftur niður, annars staðar við eyj­ una. „Þá sáum við hákarla. Þeir urðu varir við okkur og syntu burt. Þeir voru mjög flottir og engin árásarhneigð í þeim. Enda ráðast hákarlar ekki að fólki ef þú horfir í augun á þeim og ert ekki að busla eða með nein læti. Ein magnaðasta upplifun mín var í Indlandshafi þar sem ég náði að kafa við hliðina á djöflaskötu sem var með fjögurra metra vænghaf. Það var ótrú­ lega konunglegt dýr. Þegar þú sérð örn fljúga í íslenskri náttúru sérðu að hann óttast ekkert. Það var það sama þarna. Það var algjör geggjun að sjá það.“ Á enn margt óuppgert Eflaust gætum við setið hér í allan dag og sagt sögur af ævintýralegum svaðil­ förum þeirra hjóna. Þær virðast enda­ lausar. En það var ekki fyrr en núna um daginn sem Róbert komst virki­ lega í hann krappan. Við fallið fékk hann högg og vankaðist í smá stund. „Ef ég hefði ekki vaknað upp hefði andlát mitt ekki verið sársaukafullt. Ég hefði ekki fundið fyrir því. Ég væri bara dáinn. Ungur ákvað ég að lífið væri þroskasaga. Dalai Lama segir að ef þú hefur gert eitthvað jákvætt fyrir ein­ hvern þá hafir þú lifað góðu lífi. Ég hef reynt að lifa eftir því en það er ekki þar með sagt að ég geti kvittað fyrir mig og kvatt, að ég sé tilbúinn til þess. Áður myndi ég vilja skilja eitthvað eftir mig. Það eru sögur sem ég á eftir að segja. Ég vil gefa eitthvað af mér og leggja mitt af mörkum í þessa þroskasögu. Svo er ýmislegt enn óuppgert, eins og þetta með pabba minn.“ Þar sem Róbert lá á snjónum var hann meira og minna með skýra hugs­ un þar til björgunarsveitin kom á vett­ vang og hann fékk morfín í æð, rétt áður en honum var velt á börurnar. Hann sá til dæmis alveg höndina á sér þar sem hún var kolskökk en lagði ekki í að fara úr vettlingunum. „Mér var líka kalt,“ útskýrir hann. „Ég byrjaði eigin­ lega strax að skjálfa. Það skipti engu máli hversu vel ég var klæddur.“ Tíu kíló af blóði og bólgum Skömmu eftir komuna á spítalann var Róbert svæfður og færður á gjörgæslu þar sem honum var tjaslað saman. Höndin var til dæmis brotin á fimm stöðum og farin úr liði, svo hún lá við hlið handleggsins. „Það þurfti tvær fullvaxta manneskjur til að beita alefli við að toga hana aftur fram og smella henni í liðinn.“ Hann réttir fram höndina til að sýna mér örin. „Eitt stærsta beinið í höndinni, bátsbeinið, fór svo illa í sundur að tveir sentímetrar voru á milli brotanna. Liðbönd voru rifin og stóra taugin sem kemur niður úr upp­ handleggnum var búin að færast til hliðar. Tónlist er stór hluti af lífi mínu og ég spila á alls konar hljóðfæri, píanó, munnhörpu og gítar. Ég hafði áhyggj­ ur af því að ég gæti kannski aldrei spil­ að aftur, en ég get það,“ segir Róbert sem er þó ekki farinn að geta beitt höndinni fyllilega. Þremur dögum eftir slysið var hann búinn að þyngjast um tíu kíló og var orðinn útþaninn af blóði, bólgum og vökva. Núna er hann aftur á móti orðinn átta kílóum léttari en hann var áður. „Þetta rennur bara af þér þegar þú gerir ekki neitt. Það tók tvær vikur.“ Haldið sofandi í fermingunni Róbert var haldið sofandi í tæpan sólar hring. Á meðan verið var að meta hvort ætti að vekja hann eða gera á honum aðgerð vegna innvortis blæð­ inga var verið að ferma dóttur hans. „Brynhildur flakkaði á milli okkar, en ég var ekki í lífshættu svo þetta gekk sinn gang. Mér fannst aðallega leiðin­ legt að missa af veislunni.“ Foreldrar þeirra og systkini reynd­ ust vel og sáu um heimilið og börnin svo Brynhildur gæti verið sem mest hjá honum. „Hún hefur verið minn klettur í þessu ferli. Ég varð ástfanginn af henni alveg upp á nýtt þegar ég sá hana í þessum ham. Hún var algjör lykilpersóna í mínu bataferli.“ Framan af var Róbert í algjörri óvissu um hvað hann þyrfti að vera lengi á spítalanum og hvernig þetta færi. „Ég er mjög glaður með allt sem hefur komið til baka.“ Það er líka heilmikið. Róbert er far­ inn að syngja og spila á gítar. Hann er meira að segja farinn að hjóla og í fyrradag hjólaði hann alla leið út í Nauthólsvík og til baka. „Ég finn al­ veg að lungun eru ekki búin að jafna sig. En framfarirnar eru miklar mið­ að við að það eru fjórar vikur síðan ég var að stíga fyrstu skrefin upp úr rúm­ inu. Þá gekk ég tíu metra og var gjör­ samlega búinn á því, með taugakippi í andlitinu af áreynslu. Ég finn enn fyrir því hvað það fer mikill kraftur og þrek í þessar aðgerðir. Eftir fjögurra tíma út­ stáelsi þarf ég að leggja mig. En ég er alltaf að fá lengri tíma.“ Eins og úlfurinn í Rauðhettu Síðustu nætur hefur hann meira að segja geta sofið eðlilega. „Þegar rifbein­ in brotna myndast svo mikill þrýsting­ ur að þú getur ekki legið láréttur fyrstu vikurnar. Það er svo mikill þungi í lík­ amanum og mikill burður í grindinni. Þú finnur það þegar hún laskast. Þú finnur líka fyrir því að þú notar allan líkamann þegar þú lyftir vatns­ könnu eða opnar dyr. Allt sem þér hef­ ur fundist sjálfsagt fram til þessa verður erfitt og óþægilegt. Mér hefur liðið eins og ég sé úlfurinn í Rauðhettu eftir að hann var fylltur af grjóti. Þegar ég skipti um stellingu er eins og steinar séu að velta til inni í mér og það verkjar.“ Nú er markmiðið aðeins eitt og það er alveg skýrt. „Ég var í góðri þjálfun þegar þetta gerðist. Á síðustu árum hef ég sett mér alls konar markmið, að hlaupa maraþon, að hlaupa Lauga­ veginn og alls konar rugl sem er í raun tilgangslaust. Í dag er ég með markmið sem er ekkert bull og ég mun æfa dag­ lega þar til ég hef náð því að verða aftur eins og ég var og get það sem ég gat.“ Þakkar hlýhug Vandinn er helst sá að hann má ekki fara fram úr sér. Og á ekki gott með að sitja aðgerðalaus. Til að stytta sér stundir hefur hann lagst í lestur á Game of Thrones, sem var fínt þar til Þráinn Bertelsson kom í heimsókn og sagði honum hvernig serían endar. „Ég bað um Nýtt Líf­seríurnar í skaða­ bætur,“ segir Róbert hlæjandi. Útsýnið af svölunum nær yfir Austur völl og yfir á Alþingishúsið. Pólitíkin er aldrei fjarri þegar þing­ menn eiga í hlut. Það þarf kannski engan að undra að pólitíkus sem hefur nýlegið legið á spítala sé hugsi yfir stöðunni. Róberti leggur þunga áherslu á að það þurfi að koma nýj­ um spítala í gagnið. „Við höfum talað um nýjan spítala eins og hann sé hálf­ gerður baggi á okkur. En hann get­ ur skipt sköpum þegar það kemur að því að halda í það dýrmætasta sem við eigum, heilsuna. Þetta getur verið spurning um líf eða dauða. Spítalinn er kominn á ystu nöf. Við þurfum að velta því fyrir okkur hvort við séum að veita eins góða þjónustu og við gætum, og hvort þjónustan muni versna til muna ef ekkert verð­ ur að gert. Við erum á hættulegum stað og gætum farið að missa mennt­ að fólk úr landi, tæki fara að bila og það kemur að því að við þurfum að senda fólk í dýrari úrræði og jafnvel til útlanda.“ Í þessu samhengi er hann ekki að hugsa um sjálfan sig, enda á góðum batavegi og stefnan tekin á Taílands­ ferð með haustinu. Þegar hann talar út frá sinni reynslu er hann fyrst og fremst þakklátur, öllum þeim sem hafa komið að batanum, og fyrir hlý­ huginn sem honum hefur verið sýnd­ ur, kveðjurnar, heimsóknirnar og heillaóskir, jafnvel frá ókunnugum. „Mér finnst það mjög fallegt og þakka fyrir mig,“ segir hann og kveður bros­ andi. n „Ég mun æfa daglega þar til ég hef náð því að verða aftur eins og ég var „Ég vildi ekki játa óöryggi mitt fyrir neinum Þakklátur fyrir batann Fyrir mánuði síðan steig Róbert sín fyrstu skref eftir slysið. Hann gekk þá tíu metra og gafst svo upp. Nú er hann smám saman að vinna í því að byggja upp þol og er kominn aftur á hjólið. Alla jafna nær hann að vaka svona fjóra tíma í senn. Mynd SigTRygguR ARi Á spítalanum Róbert sagði frá slysinu í samtali við DV. Nokkrum mínútum seinna var hann svæfður og haldið sofandi fram á næsta dag. Hér er hann í viðtali við Kastljós viku eftir slysið þar sem hann greindi frá alvarleika þess. Mynd SkjÁSkoT AF VEF RÚV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.