Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2014, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2014, Blaðsíða 52
Helgarblað 16.–19. maí 201444 Menning Vegabréf Sigmundar Mér hefur fundist New Orleans vera sú borga Bandaríkjanna sem liggur einna næst mínu skapi. Daglega þrútnar hún og svitnar í sköpun sinni og nautn, en getur þess á milli bosmað eins og básúna á á Bombay- svölunum feitu. Ég var að gera sjónvarpsmynd um Suðurríkin sæl; tónlistina þar, menninguna, lífsstílinn og sérstöðu fólksins í neðanverðu kirkjubeltinu fræga. Ásamt kvik- myndatökumanninum mínum góða hafði ég flengst um þvera og endilanga borgina og fangað ógleymanleg augnablik, en svo hallaði degi að kveldi, svo sem gengur. Einsog blandan a tarna sé ekki illskeytt fórum við lík- amlega þreyttir en andlega örv- aðir á vettvang þeirrar mestu gleði sem hægt er að stefna í einn og sama punkt undir svartamyrkur; franska hverfið í bænum, þá alræmdu dásemd. Og markmiðið var samt kannski ekki mikið merki- legra en malt- aður bjór eða viskí. Þremur tím- um seinna langaði okkur báða jafn mikið á beddann. Syfjaðir; já, heim á hótel. Og af því Íslendingar stytta sér ávallt og alstaðar leiðina heim í háttinn tókum við strunsið gegnum mellu- hverfið illvígt. Þúfnalegir í göngulaginu og giska saklausir af slæmsku heimsins. Það kom eitthvert fát á fölar ilj- arnar þegar slagsmál brutust út við enda eins af húsasundun- um við götuna. Lá við nærri að við misstum báðir þvag og hentumst því hornrétt inn á næsta bar. Hann var myrkvaður, en auðheyrilega ölvaður. Og lyktaði allur af væmnu reykelsi, ellegar öðru. Þarna beruðu sig þroskaðar konur á einhverri hillu handan við barborðið. Líklega konur á fertugsaldri sem voru ekki lengur í efstu deild bransans. Við litum hvor á annan eins og bjálfar, nógu glataðir til að panta okkur drykk sem kostaði okkur fingurna og hnefann. Svo kom til mín kona úr hópn- um. Ég vissi auðvitað ekki hvað- an á mig stóð veðrið. En smám saman fannst mér hún vera nær mér en aðstæður leyfðu. Og þar kom að hún talaði íslensku; kvaðst hafa farið í förðunarnám til fyrirheitna landsins, en ekki staðist prófin. Endaði loks hér eftir barneignir og barsmíðar einhvers lúða sem flúði til Kúbu, sem vitaskuld væri á að giska öfugsnúið. Hún kvaðst vera af Knudsætt þegar ég spurði hana úr frekari spjörum, en ég væri auðvitað af Ófeigs- fjarðarætt; það hefði hún lesið. Við skildum við hana á barnum – og mér fannst sárt að heyra hana þvertaka fyrir að veita mér viðtal við sig í íslensku sjón- varpi. En í heila menginu skyldi ég hana vel; maður gasprar ekki á torgum um allt sem miður fer í lífinu … ja, kannski sumt, en aldrei alveg allt. Hitt lifir enn í huganum, löngu seinna, hátt og nokkuð skýrt, að alstaðar hittir maður fólkið sitt. Við skildum við hana á barnum R áðstefnan TEDxReykjavík verður haldin þann 17. maí í Hörpu. Markmið ráðstefn- unnar er að miðla góðum hugmyndum og veita öðr- um innblástur. Óhætt er að segja að vettvangur- inn hafi slegið í gegn. Þar mætast menning, fræði, vísindi og listir og þar geta Íslendingar komið hug- myndum sínum á framfæri um allan heim. TEDx-viðburðir eru haldnir víða um heim og byggja á hugmyndinni um að frjáls þekking og þekkingarleit leiði til betri lífs- gæða og hafi góð áhrif á menningu og samfélag. Geimfatnaður, þunglyndi og tölvuhakk Á ráðstefnunni nú á laugardag er óhætt að segja að það kenni margra grasa. Rætt verður um framtíðar- fatnað manna í geimnum, um sköp- unarkraftinn, jákvæða sálfræði og lögreglustörf á Facebook sem hlot- ið hafa alþjóðlegar viðurkenningar og eftirtekt. Þá verður sjónum beint að þunglyndi, núvitund og jákvæðri sálfræði, tölvuhakki og rómantísk- um og máttugum áhrifum þess að njóta listar, hugkveikjum og mann- legum mætti og úthaldi. Fyrirlesar- ar eru jafn ólíkir og þeir eru margir. Arkitekt, menntaskólanemi, kvik- myndagerðarmaður, prófessorar, handboltakappi og rannsóknarlög- reglumaður. Straumhvörf hjá lögreglunni Rannsóknarlögreglumaðurinn er Þórir Ingvars son, „Facebook-lögga“. Hann mun koma fram og tala um sam fé lags miðlanotk un lög regl unn- ar á höfuðborg ar svæðinu og hvaða áhrif hún get ur haft á sam skipti lög- reglu við al menn ing sem og skynj un fólks á lög reglunni. Þórir hefur starfað sem lögreglu- þjónn frá árinu 2000 og sérhæfði sig fljótt í rannsókn á kynferðisglæpum en skipti um vettvang árið 2011. Þá byrjaði Þórir ásamt sam- starfsmönnum sínum að því verk- efni að staðsetja þjónustu lög- reglunnar á samskiptavefjum, svo sem Facebook og Twitter. Verkefnið hefur hlotið mikla eft- irtekt, bæði á Íslandi og utan land- steinanna og fengið viðurkenningar. Lögreglan hreppti til að mynda vef- verðlaun Nexpo í mars 2013. Til- vist lögreglunnar á Facebook hefur valdið ákveðnum straumhvörfum í starfi lögreglunnar. Eykur traust Bæði fær lögreglan mikið af ábendingum frá almenningi í gegnum samskiptavefji, Þórir tel- ur reyndar þær ná tæpum helm- ingi allra ábendinga. Þá gefast lög- reglunni tækifæri til þess að nálgast almenning og sýna á sér mannlegri hliðar. „Lögreglustarfið er fyrst og fremst þjónustustarf, við þjónum almenningi. Þetta er gefandi starf og þeir sem starfa við það gera það oft af hugsjón, okkur er flestum fátt mannlegt óviðkomandi. Þá er lög- reglustarfið mun fjölbreyttara en fólk hefur hugmynd um, en það er allt að breytast með veru okkar á Facebook. Við færumst nær fólki. Þótt við tökumst oft á við mjög alvar- leg viðfangsefni þá finnst mér gott viðhorf að við horfum á jákvæðar hliðar þess að koma að gagni,“ segir Þórir og talar þá af reynslu. „Við erum að nota tæknina til þess að opna á samtal milli lög- reglunnar og almennings. Það er mjög mikilvægt að eiga í þessu sam- tali. Fólk vill vita af okkur í nærum- hverfinu, það vill geta tengst okk- ur, sent okkur ábendingar og sýna af sér samfélagslega ábyrgð. Face- book og Twitter auðvelda okkur það og auðvelda okkur líka að hafa störf okkar gagnsæ sem eykur traust á störfum lögreglunnar, því auð vitað þurfum við oft að taka stjórnina í erfiðum aðstæðum.“ Maraþontíst í uppsiglingu Þórir nefnir að nú nálgist árlegt maraþontíst lögreglunnar. „Mara- þontístið er skemmtilegt uppá- tæki þar sem við tístum um öll okk- ar störf á sólarhring. Þannig fær almenningur mjög mikla innsýn í störf okkar.“ Þetta uppátæki hefur vakið svo mikla eftirtekt utan landsteinanna að Þórir og félagar hafa haldið fyrir- lestra um verkefnið öðrum lög- reglusveitum til leiðbeiningar. „Já, það er gott að fá viðurkenningu fyrir vel unnin störf, auðvitað höfðum við sjálfir einhverjar fyrirmyndir í upphafi en vegna smæðar landsins hefur verkefnið ákveðna sérstöðu.“ Sköpunarkraftur nýtist öllum Guðrún Ingi björg Þor geirs dótt ir, lækna nemi við Há skóla Íslands, sem (tvisvar) hlaut Gullpenn ann í ritgerðasamkeppni MR í júní 2013 kem ur fram og mun að tala um sköp un og hvers vegna lista menn eða rit höf und ar finna sig knúna til að skapa og þann misskilning að aðeins fáir búi yfir raunverulegum sköpunarkrafti. Sköpunarkraftur sé hluti af lífi okkar allra og með því að virkja hann getum við öll notið hans. Hún er yngsti mælandi á mæl- endaskrá í ár. Ræðir um baráttuvilja Þá stígur fram Pétur Kr. Guðmunds- son kvikmyndagerðarmaður. Hann er 27 ára og frumsýndi nýlega kvik- myndina Heild, þar sem náttúra Ís- lands er í aðalhlutverki. Baráttuviljinn er megininntak ræðu Péturs en fyrir rúmum þrem- ur árum féll Pétur fram af kletti í Austur ríki og lamaðist fyrir neðan mitti. Læknar sögðu honum að hann myndi aldrei stíga í fæturna á ný. Með viljann að vopni hefur hon- um hins vegar tekist að stíga í fæt- urna með því að klæðast spelkum og notar hjólastólinn aðeins heima við. Hann er hvergi nærri hættur í bataferlinu og berst fyrir framför- um í þágu lamaðra um allan heim og vinnur að þróun nýs stoðtækis með Össuri. Pétur mun gefa innsýn í hvernig það er að vera sagt að maður muni aldrei geta staðið upp það sem eft- ir er. Hann mun fjalla um barátt- una fyrir auknum framförum í þágu mænuskaddaðra og um þá stað- reynd að hjólastóllinn er enn þann dag í dag eina lausnin sem notuð er við mænuskaða. n Þekkingarleit til betra lífs n TEDxReykjavík vindur upp á sig n Menning, fræði, vísindi og listir mætast Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Vann bug á streitu Ásdís deilir persónulegri reynslu og upplifun af fræðum sem hjálpuðu henni á erfiðum tíma. Mynd SiGtRyGGuR ARi Þórir ingvarsson Þórir er „Facebook-lögga“ . Mynd SiGtRyGGuR ARi Fleiri mælendur á TEDx Ásdís Olsen og núvitund Ásdís Olsen ræðir um reynslu sína af núvit- und og hvernig hún gat notað fræðin til að hjálpa sér þegar streita og kvíði þjáðu hana á erfiðum tímapunkti í lífi hennar. Ásdís mun kenna hlustendum hvernig á að nota núvit- und til að auka á hamingju og farsæld. Ásdís hefur þurft að hafa fyrir því að ná sátt og vellíðan í eigin skinni og sagði frá því í viðtali við DV. „Fyrir nokkrum árum fékk ég kvíðakast upp úr þurru og hélt ég væri bara að deyja. Núna þakka ég guði fyrir að hafa upplifað þetta, því þetta varð til þess að ég þurfti að skoða minn gang. Það varð til þess að bæta líf mitt og líðan svo ótrúlega mikið.“ Hún tókst á við kvíðann með hugrænni atferlismeðferð og núvitund. „Ég lærði hugræna atferlismeðferð sem gengur út á að endurforrita þetta kerfi sem stýrir okkur – viðhorf okkar og hugarfar. Mér þóttu það merkileg tíðindi að hægt væri að breyta hugarfari sínu. Þótt ég hafi átt gott líf og það hafi gengið vel og oftast verið gaman, þá kynntist ég nýrri vellíðan, sátt og ham- ingju sem ég þekkti ekki áður. Núvitundin, eða „mindfulness“, sem ég lærði að tileinka mér hefur gjörsamlega breytt lífi mínu.“ Karl Aspelund og geimfatnaður Karl Aspelund, lektor í hönnun við Rhode Island-háskólann, mun ræða um hönnun á geimfatnaði. Hann svarar einfaldri spurningu (og þó): Hverju eigum við að klæðast í stjarnflaug á leið út úr sólkerfi okkar? Hann vill beina sjónum fólks að því að þörf sé á því að undirbúa vel búsetu manna í geimnum og telur tæplega öld í að líf okkar manna taki gagngerum breytingum utan jarðar. Hann bendir á ýmis forvitnileg atriði í þessu sambandi, til að mynda að öll klæði þurfi að vera endurvinnanleg og í lokaðri hringrás. Allt útlit sé fyrir að efniviðurinn verði pólýester. Ólafur Stefánsson og hugkveikjur Ólaf ur Stef áns son hand knattleiks-þjálf ari mun tala um hug kveikj ur, viðbragðsflýti og nú vit und. Fleiri mælendur eru á mælendaskrá, áhugasamir geta kannað dagskrána á: tedxreykjavik.is/ Guðrún ingi björg Þor geirs dótt ir Yngst allra mælenda á ráðstefnunni í ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.