Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2014, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2014, Page 4
Helgarblað 16.–19. maí 20144 Fréttir N 28 2014 Listahátíð í Reykjavík 20% afsláttur á Listahátíð þegar keyptir eru miðar á 3 eða fleiri viðburði. Nánar í síma 561 2444 Öll dagskráin og miða sala á www.listahatid.is „Þetta er enn afar ruglingslegt“ Guðmundar- og Geirfinnsmálið dregið saman í efnismikilli umfjöllun BBC B BC fjallar á vef sínum með viðamiklum hætti um Guð- mundar- og Geirfinnsmálið. Á meðal viðmælenda eru þau Erla Bolladóttir og Guðjón Skarp- héðinsson, sakborningar í málinu. Málið varðar mannshvörf sem bæði áttu sér stað árið 1974. Viða- mikil rannsókn fór fram næstu árin en í febrúar árið 1980 voru þau Al- bert Klahn Skaftason, Erla Bolladótt- ir, Guðjón Skarphéðinsson, Krist- ján Viðar Viðarsson, Sævar Marinó Ciesielski og Tryggvi Rúnar Leifsson í Hæstarétti dæmd til fangelsisvistar vegna aðildar að dauða þeirra Guð- mundar og Geirfinns. Í umfjöllun BBC er meðal annars rætt við Gísla H. Guðjónsson, pró- fessor í réttarsálfræði, en hann hefur áður látið hafa eftir sér að Guð- mundar- og Geirfinnsmálið sé eins- dæmi á heimsvísu miða við önn- ur mál sem hann hefur unnið með. Í skýrslu starfshóps sem innanríkis- ráðuneytið skipaði um málið er það hafið yfir allan skynsamlegan vafa að framburður sakborninga í málinu hafi verið óáreiðanlegur. „Það eru engar sannanir en við getum heldur ekki sannað sakleysi okkar eða að hafa ekki verið þar. Þetta er enn afar ruglingslegt. Ég get enn- þá ekki munað hvernig, hvers vegna eða hvað gerðist. Ég get það ekki enn í dag. Ef þú myndir segja einhverj- um í einhvern tíma hvar hann hef- ur verið og hvað hann hefur gert þá getur þú snúið honum og hann hef- ur ekki valdið lengur til að segja nei,“ segir Guðjón Skarphéðins son meðal annars við BBC. n Skuldaniðurfellingar auglýstar í sjónvarpi n Teknar upp í íbúð í Bústaðahverfinu n Byrjað að vinna kynningarefni R íkisstjórn Sjálfstæðisflokks- ins og Framsóknarflokksins hefur látið gera sjónvarps- auglýsingar um skuldaniður- fellingar stjórnarinnnar. Þetta herma heimildir DV. Auglýs- ingin var tekin upp í íbúð í Bústaða- hverfinu í Reykjavík um liðna helgi. Í auglýsingunni munu vera teikn- aðar upp aðstæður sem eiga að endurspegla íslenskt heimili. Fjöl- skylda er sögð sitja við borð á heim- ili sínu, samkvæmt heimildum DV, og er líf hennar tengt við skuldaleið- réttingar stjórnarinnar. Fjármála- ráðuneytið sér um gerð auglýsingar- innar líkt og vinnslu frumvarpanna um skuldaniðurfellingarnar. Sjón- varpsauglýsingarnar eru vitanlega gerðar á kostnað skattgreiðenda enda um að ræða frumvörp sem ríkis stjórnin mælir fyrir. Frumvörpin um skuldaniðurfell- ingarnar hafa verið til umræðu á Al- þingi í vikunni og hefur á tíðum verið heitt í kolunum. Í einni af umræðun- um um frumvörpin bað formaður Vinstri grænna Vigdísi Hauksdóttur til dæmis vinsamlegast um að þegja. Vigdís hefur sakað stjórnarandstöð- una um að beita málþófi til að koma í veg fyrir að frumvörpin um skulda- niðurfellingarnar verði að lögum sem fyrst. Byrjað að vinna kynningarefni Tryggvi Þór Herbertsson, verkefnis- stjóri skuldaniðurfellinganna, segir augljóst að byrjað sé að vinna að kynningarefni um þær. Hann segist hafa komið að ákvarðanatöku um vinnu á kynningarefninu en get- ur ekki fullyrt hvort búið sé að taka upp auglýsinguna um skuldaleið- réttinguna. „Það er augljóst að það er búið að vinna kynningarefni til þess að kynna réttindi Íslendinga í sam- bandi við þessi lög. Þegar þetta er orðið að lögum þá getum við svar- að öllum spurningum um málið. […] Þetta er risaverkefni, það eru 70 til 80 manns sem koma að þessu, og ég er ekki að fylgjast með því í smáatriðum hvað hver og einn gerir. […] Þetta er ekki orðið að lögum ennþá og menn eru í lausu lofti hvernig þetta verður þar til lögin verða tilbúin.“ Af svari Tryggva Þórs að dæma þá mun kynningin á skuldaniðurfell- ingunum eðlilega litast af því hvort að frumvörpin um þær verða sam- þykktar á Alþingi eða ekki. Því má skilja orð Tryggva þannig að ef frum- vörpin verða ekki að lögum þá muni almenningur á Íslandi ekki sjá kynn- ingarefnið sem unnið hefur verið um niðurfellingarnar, meðal annars um- rædda sjónvarpsauglýsingu. Ekki staðið við orðin Almenningur átti að byrja að geta sótt um skuldaleiðréttinguna þann 15. maí í vikunni sem nú er að líða. Ekki tókst hins vegar að standa við það loforð. Sigmundur Davíð Gunn- laugsson forsætisráðherra sagði í síð- ustu viku, í viðtali á sjónvarpsstöð- inni ÍNN, að hægt yrði að sækja um niðurfellinguna þann 15. maí. Tryggvi Þór Herbertsson sagði hins vegar í fjölmiðlum að það gæti dregist um nokkra daga að fólk gæti sótt um afskriftir lána sinna. Embætti ríkisskattstjóra, sem sér um fram- kvæmd skuldaniðurfellingarinnar, tók í sama streng og Tryggvi Þór. Þeir höfðu rétt fyrir sér en ekki Sigmund- ur Davíð. n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is „Það er augljóst að það er búið að vinna kynningarefni til þess að kynna réttindi Íslendinga í sambandi við þessi lög. Auglýsing um íslenskt heimili Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugs- sonar er byrjuð að vinna kynningarefni um skuldaniðurfellingar sínar, meðal annars sjónvarpsauglýsingu sem tekin var á heim- ili í Bústaðahverfinu. Mynd SIGtryGGur ArI Heimsathygli Guðjón Skarphéðinsson í viðtali við BBC vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins. Mynd BBC Hækkunin er mest í Eyjum Af átta stórum bæjum á lands- byggðinni hefur fasteignaverð hækkað langmest í Vestmanna- eyjum á síðustu fimm árum. Frá seinni hluta árs 2008 fram til fjórða ársfjórðungs 2013 hækk- aði verðið um rúmlega 60 pró- sent í Eyjum og Ísafjörður fylgdi á eftir með um það bil 35 pró- senta hækkun. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbanka Íslands um þróun fasteignaverðs á landinu. Þar kemur fram að á sama tíma hafi verð lækkað á tveimur stöð- um, í Árborg um 10,2 prósent og í Reykjanesbæ um 4,7 prósent. Í Hagsjá var nýlega greint frá því að fermetraverð í fjölbýli á Akureyri hafi verið um 70 pró- sent af verðinu í Reykjavík í lok árs 2013. Sofnaði á veitingastað Lög regl an á höfuðborg ar svæðinu fékk til kynn ingu um inn brot á veit inga hús í miðborginni rétt eftir þrjú aðfaranótt fimmtudags. Lögreglu, sem hraðaði sér á vett- vang, var tjáð að viðkomandi væri enn inni á staðnum. Þegar lög- regl an kom á staðinn fann hún ölvaðan ung an mann á staðnum sem var heldur ráðvilltur. Maður- inn hef ur lík lega sofnað ölv un ar- svefni meðan staður inn var op- inn og síðan verið skil inn eft ir er starfs fólk fór heim. Þegar hann vaknaði og fór að hreyfa sig þá fór öryggiskerfi veitingastaðar- ins í gang. Maðurinn var færður á lögreglustöð þar sem farið var yfir málin með honum og per sónu- upp lýs ing ar hans voru staðfest ar. Hann fékk svo að fara heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.