Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2014, Page 2
Vikublað 10.–12. júní 20142 Fréttir
„Vestið hans
XL skaL brenna“
n Fundargerðabók Hells Angels n Tekið á agavandamálum
Í
fundargerðabókum Hells Angels
á Íslandi frá árunum 2011–2012
kemur fram ýmislegt sem tengist
uppgangi samtakanna. Líkt og
DV hefur greint frá héldu Hells
Angels- meðlimir ítarlega fundar-
gerðabók um daglegt starf samtak-
anna. Það sem er skrásett í bækurnar
er þó ekki tæmandi fyrir starfsemi
samtakanna þar sem einnig var fund-
að undir berum himni til að tryggja
að enginn vissi af því hvað færi fram
á fundum. Þar voru rædd mál sem
ekki þótti rétt að skrásetja sérstak-
lega. Fundargerðabókin sýnir upp-
gangstíma samtakanna á árunum
2010–2012, það er frá því áður en
MC Iceland varð að Vítisenglum
(2011), og fram til ársins 2012 þegar
Einar Ingi Marteinsson var settur af
sem formaður og sat í gæsluvarð-
haldi. Þá fór verulega að halla und-
an fæti meðal Vítisengla, samtökin
urðu minna áberandi en þau höfðu
verið. Á uppgangsárunum ferðuð-
ust meðlimir víða og heimsóttu aðra
klúbba auk þess sem þeir fylgdust
grannt með „áhangendaklúbbum“
eða „hangarounds“ og tóku inn nýja
meðlimi eftir umsóknarferli.
Ráku bar og pössuðu
að menn væru edrú
Þrátt fyrir að samtökin hafi rekið
bar að Móhellu (félagsheimili þeirra
í Hafnarfirði), ferðast mikið til að
sækja skemmtanir, viðburði og fundi
Hells Angels í útlöndum var meðlim-
um sem glímdu við áfengis- eða fíkni-
efnavanda sýnt mikið aðhald og þeir
gjarnan teknir fyrir á fundum. Þetta
sést glögglega í fundargerðabókun-
um. Meðlimir voru þá kallaðir upp og
farið yfir málin. Þeim var tilkynnt að
agabrot og slæm hegðun væri óboð-
leg. Í mars 2011 segir til dæmis: „X
myntur [sic] á að vera edrú og hann
ætlar að vera áfram.“ Á sama fundi
er hegðun annars meðlims tekin fyr-
ir, en sá hafði valdið talsverðum usla
þó ekki sé sérstaklega tekið fram að
það tengist öðru en hegðunarvanda-
málum. „Gummi risaeðla kemur ekki
meir upp í hús vegna þess að hann er
búin [sic] að koma sér illa fyrir á flest-
um stöðum,“ segir í fundargerðabók-
inni en það var ekki
öll von úti því þar
segir einnig: „En
hann er að laga sig
til.“
Skemmtanir
samtakanna skiptu
máli og að menn
létu sjá sig. Þar
segir til dæmis um einn meðlim.
„Arnar: Síðasta laugardag fór hann
úr miðju partýi [sic] Óskar talar við
Arnar um hans hegðun.“ Barinn
er ítrekað ræddur á fundum ýmist
vegna slæmrar stöðu hans eða batn-
andi stöðu. Margir virtust ekki hafa
greitt skuldir sínar á barnum, stálust
í hann eða létu ganga á eftir sér varð-
andi greiðslu. Slíkt var ekki liðið og
eru meðlimir ítrekað beðnir um að
gera upp skuldir sínar.
Einelti mátti ekki líðast
En agavandamálin voru fleiri og
flóknari. Prospectar, það eru einstak-
lingar sem ekki voru orðnir Hells
Angels- meðlimir en voru að vinna
sig upp og undirbúa sig fyrir full-
gildingu, sáu um að vakta húsnæði
Hells Angels á Móhellu í Hafnarfirði.
Einar Ingi Marteinsson, Einar Boom,
fyrrverandi formaður samtakanna,
tók það upp á fundi hinn 10. nóvem-
ber 2011 að „prospectar“ þyrftu að
endurskoða hegðun sína, en þeir
Hells angels
Dagbækurnar
– 2. hluti –
Úti í kuldanum
Ef meðlimir hegðuðu
sér ekki eftir settum
reglum voru þeir
settir út í kuldann.
höfðu verið að stelast út af vaktinni.
Þar segir: „Að prospectar eigi ekki
að skjótast af vaktinni til að fá sér að
ríða eða hvað sem menn gera. Það á
einungis þegar member þarf aðstoð.“
Á sama fundi er það ítrekað að einelti
eigi ekki að líðast innan samtakanna
eða gagnvart samtökum sem tengdust
Hells Angels. Einar Boom tekur þetta
sérstaklega fyrir og segir: „Einelti. Við
þurfum að vera vakandi yfir því.“
Keyptu legstein
Augljóst er að mikil samkennd ríkti í
hópnum og hugsuðu meðlimir um
samherja sína. Sem dæmi má nefna
að eftir andlát eins meðlimsins fóru
félagarnir af stað í að kaupa legstein
fyrir hann. Fóru þeir að leita að leg-
steini á góðu verði og hugðust láta
grafa í steininn stutt skilaboð: „Hvíl í
friði, bróðir.“ Viðkom-
andi meðlimur hafði
áður glímt við erfið-
leika sem augljóst er í
eldri færslum fundar-
gerðabókarinnar.
„No contact“
Þegar meðlimir gerðust brotlegir
við reglur, skrifaðar og óskrifaðar,
klúbbsins voru hörð viðurlög við
því og þeir settir út í kuldann. Sem
dæmi má nefna að í nóvember 2011
er rætt um meðlim sem hafði verið
mjög áberandi í starfi Hells Angels og
ef marka má fundargerðabókina var
hann háttsettur og gegndi miklum
skyldum. Skyndilega er viðkomandi
„no contact“ sem þýðir að meðlim-
ir áttu ekki að nálgast hann eða ræða
við hann. Í fundargerðinni segir:
„Einar XL out. No Contact og einginn
[sic] skal hafa samband við hann
hvorki við né support clubs. Sækja bíl
og allt sem hann skuldar láta Boom
fá það. Svar (yfirlýsingar) tilbúna [sic]
fyrir blöðin ef skildi [sic] fara þannig
ef skildi [sic] koma frétt um þetta mál.
Vestið hans XL skal brenna.“
Nánar verður fjallað um fundar-
gerðabækur Hells Angels á næst-
unni. n
Í umfjöllunum DV undanfarin ár hefur
margoft komið fram að í samtökum
á borð við Hells Angels, Outlaws og
Mongols safnist oft saman hópur
ungra karla sem eru utanveltu og á
jaðri samfélagsins. Í slíkum samtökum
leita þeir eftir virðingu sem þeir fá ekki
annars staðar. Þeir ganga oft gegn
gildum og viðmiðum samfélagsins,
en tekst að verða leiðtogar innan
slíkra samtaka þar sem óttablandin virðing er borin fyrir þeim bæði innan og utan
samtakanna. Almennt er þó litið á það sem svo að það sé bæði alvarlegur og flókinn
hlutur þegar samtök sem þessi ná að festa sig í sessi og því líkt við „krabbamein“ í
samfélaginu sem eitri út frá sér. Íslensk rannsókn sem gerð var við Háskóla Íslands
sýndi vel að hvar sem slík samtök næðu fótfestu fylgdi í kjölfarið slóð afbrota. Black
Pistons, Hells Angels og MC Mongols tilheyra svokölluðu „eina prósentinu“, en það
er hugtak sem er notað yfir þau samtök véhjólamanna sem fara ekki að lögum og
reglum – hin 99 prósent vélhjólaklúbbanna geri það hins vegar. Árið 2012 voru 89
meðlimir í íslenskum vélhjólagengjum sem voru undir sérstöku eftirliti hjá íslenskum
lögregluyfirvöldum. Eftirlit er enn mikið með slíkum samtökum, en líkt og DV greindi
frá í helgarblaði sínu telur lögreglan að Hells Angels hafi til dæmis verið í leiðtoga-
krísu eftir að Einar Ingi Marteinsson yfirgaf samtökin 2012 en telja að þau gætu reynt
að sækja í sig veðrið á komandi mánuðum.
Óttablandin virðing
Eiga undir högg að sækja og leita að virðingu
No contact Ekki mátti ræða við Einar XL
frekar og brenna átti vesti hans.
Íkveikja við
Hádegismóa
Slökkviliðið á höfuðborgar-
svæðinu var kallað út aðfaranótt
mánudags til að slökkva eld við
göngugötu í Hádegismóum, þar
sem skrifstofur Morgunblaðsins
eru meðal annars til húsa. Hafði
verið kveikt í dekki og lagði tals-
verðan, svartan reyk frá því.
Sömu nótt var óskað eftir aðstoð
slökkviliðsins á Laugaveginum en
þar logaði í gervihvítabirni fyrir
utan ferðamannaverslun. Hafði
eldurinn náð í klæðningu hússins
en eldurinn var kæfður áður en
kom til verulegs tjóns. Hvíta-
björninn skemmdist þó nokkuð.
Umturnaðist
á Laugavegi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
hafði í nógu að snúast á hvíta-
sunnudag og aðfaranótt mánu-
dags. Þegar klukkan var gengin
ellefu að kvöldi sunnudags var
tilkynnt um þjófnað úr herbergi á
gistiheimili við Laugaveg en búið
var að stela erlendum gjaldeyri.
Á þriðja tímanum aðfaranótt
mánudags voru afskipti höfð af
manni á heimili sínu í austurborg
Reykjavíkur. Sá var grunaður um
ræktun fíkniefna og hann vistað-
ur í fangageymslu lögreglu vegna
rannsóknar málsins.
Á fimmta tímanum var mað-
ur handtekinn á Laugavegi.
Þegar lögregla hugðist aðstoða
manninn við að komast til síns
heima missti hann stjórn á sér
hann og neitaði að auki að gefa
upp persónuupplýsingar og var
vistaður í fangageymslu í kjöl-
farið.