Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2014, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2014, Side 4
Vikublað 10.–12. júní 20144 Fréttir Ríkið borgar Tryggva 11 þúsund á tímann n Gert ráð fyrir einni og hálfri milljón á mánuði n Ráðinn án auglýsingar T ryggvi Þór Herbertsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og doktor í hagfræði, fær allt að níu milljónum króna fyrir störf sín sem verkefnisstjóri höfuðstólslækkunar íbúðalána á þessu ári. Staðan var ekki auglýst en samningurinn við Tryggva gildir í hálft ár, frá lokum janúar og fram til 31. júlí. Í verksamningi milli Tryggva og verkefnisstjórnar skuldaniður- fellinga, sem starfar á vegum fjár- mála- og efnahagsráðuneytisins, er tilgreint að áætlað vinnuframlag Tryggva Þórs verði að jafnaði 135 vinnustundir á mánuði og að tíma- gjaldið sé 11.250 krónur auk virðis- aukaskatts. Óánægja í ráðuneytinu Þetta kemur fram í svari við fyrir- spurn sem DV sendi fjármálaráðu- neytinu. Mánaðarlaunin sem verk- efnisstjórn skuldaniðurfellinga gerði ráð fyrir nema um það bil einni og hálfri milljón. Þetta er tals- vert hærra kaup en almennt tíðkast meðal þeirra sem starfa hjá hinu opinbera, jafnvel sérfræðinga sem hlotið hafa sambærilega menntun og Tryggvi Þór. Hann er með dokt- orspróf í hagfræði frá Árósaháskóla og hefur starfað sem prófessor við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Samkvæmt heimildum DV er nokkur óánægja á meðal starfs- manna fjármálaráðuneytisins vegna kjaranna sem Tryggvi Þór nýtur. Einn af viðmælendum blaðsins sagði verksamninginn lykta af því að verið væri að hygla gömlum flokksfélaga. Skemmst er að minnast þess þegar Árni Mathiesen, fyrrverandi fjármála- ráðherra, varði samtals 13,2 millj- ónum af skattfé í skýrslugerð Hannesar Hólmsteins Gissurar- sonar stjórnmálafræðiprófessors um áhrif skattabreytinga á Íslandi. Þessi fjárútlát voru gagnrýnd harð- lega eftir hrun þegar kröfur um faglega stjórnsýslu voru sem há- værastar. Lék hlutverk í bankahruninu Athygli vakti þegar Tryggvi Þór var valinn sérstaklega og gerður að verk efnisstjóra skuldaniðurfellinga án auglýsingar. Sem kunnugt er var Tryggvi leikandi í bankahruninu og fer skýrsla rannsóknarnefndar Al- þingis um hrun fjármálakerfisins ekki mjúkum höndum um hann. Tryggvi var efnahagsráðgjafi Geirs H. Haarde, en í skýrslunni sakar meðal annars Björgvin G. Sigurðs- son, fyrrverandi viðskiptaráðherra, Tryggva um að hafa leynt sig mikil- vægum upplýsingum í aðdraganda hrunsins. Í heimildamyndinni Inside Job, um alþjóðlega fjármálahrunið, var skýrsla sem Tryggvi Þór vann með bandaríska hagfræðingnum Frederic Mishkin fyrir Viðskiptaráð Íslands árið 2006 notuð sem eins konar skólabókardæmi um gagn- rýnisleysi og meðvirkni háskóla- fólks með fjármálaöflunum. Í skýrsl- unni var íslensku fjármálakerfi gefið heilbrigðis vottorð og fengu höf- undarnir sem nemur 15 milljónum íslenskra króna fyrir hana. n Jóhann Páll Jóhannsson johannp@dv.is „Þetta er talsvert hærra kaup en almennt tíðkast meðal þeirra sem starfa hjá hinu opinbera. Í góðum málum Tryggvi var ráðinn verkefnisstjóri skuldaniðurfellinga án auglýsingar og fær allt að einni og hálfri milljón á mánuði í laun. Ber ábyrgð á ráðningunni Verkefnisstjórn um framkvæmd höfuðstólslækkunar heyrir undir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra. Mynd Sigtryggur Ari Örmagnaðist á Hvanna- dalshnúk Björgunarfélagið á Höfn og Björgunarsveitin Kári í Öræfum voru kölluð út á sjötta tímanum á laugardag þegar beiðni barst um aðstoð á Hvannadalshnúk vegna göngumanns er veiktist á leið niður af tindinum. Maðurinn var ásamt gönguhópi í um 1.800 metra hæð. Björgunarmenn fóru á Hnúkinn á sleðum auk þess sem fjórir göngumenn fóru frá Sandfelli. Þyrlan kom á slysstað og flutti manninn á sjúkrahús í Reykjavík. Ástand mannsins er stöðugt en læknir var í göngu- hópnum og sinnti honum þar til aðstoð barst. Göngumaðurinn er þaulvanur fjallamaður. Hann var útskrifaður af sjúkrahúsi daginn eftir óhappið. „Skotin fara langt yfir markið“ Árni Þór ekki sammála Birni Val um geir Haarde B jörn Valur Gíslason, varafor- maður VG, er oft hnyttinn, en því er ekki að leyna að á stund- um fara skotin langt yfir mark- ið,“ skrifaði Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna, á Face- book-síðu sína þar sem hann deil- ir skrifum Björns Vals Gíslasonar úr Vinstri grænum um Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Björn Valur hafði varað við mál- flutningi Aldo Musacchio, prófess- ors við Harvard Business School, sem hvatti til þess á morgunverðarfundi Norsk-íslenska viðskiptaráðsins á Nordic Hótel í síðustu viku að Íslandi tæki sér Hong Kong og Singapúr til fyrir myndar og stefndi að því að verða alþjóðleg fjármálamiðstöð. Björn Valur birti skrifin á vefnum Herðubreið þar sem hann vitnaði í orð Halldórs Ásgrímssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, á Viðskiptaþingi árið 2005 þar sem hann sagðist eiga þann draum að í framtíðinni yrði Ísland þekkt um víða veröld sem alþjóðleg fjármálamiðstöð. Björn Valur benti á að Geir H. Ha- arde hefði sagt síðar að af hans hálfu hefðu verið stigin skref í áttina að því að uppfylla draum Halldórs. „Það verður seint sagt um Geir ræfilinn Ha- arde að hann hafi verið farsæll stjórn- málamaður,“ skrifaði Björn. Árni Þór sagði sjálfur á Facebook að það sé sjálfsagt og eðlilegt í lýðræðis- legu samfélagi að menn takist á um pólitísk markmið og leiðir. „En eins og í boltanum er meiri bragur að því að fara í boltann en ekki í manninn. Sjálfum finnst mér þessi umfjöllun um Geir Haarde ómakleg. Vissulega er ég á öndverðum pólitískum meiði við Geir Haarde, en ég hygg að flestir sem þekkja til hans og kynnast hon- um viti, að þar fer vandaður og heiðar- legur einstaklingur sem tilefnislaust er að hnýta í þótt menn deili á pólit íska afstöðu hans....Geir Haarde var ekki gerð refsing. Við svo búið verðum við sem samfélag að geta haldið áfram, sýnt hvert öðru virðingu og verið rausnarleg.“ Ennþá er von á hita Flestir fengu sinn skerf af hlýind- um og sól um liðna helgi og þyrst- ir eflaust í meira. Þeir þurfa ekki að örvænta því gert er ráð fyrir ágætis hita í vikunni, samkvæmt textaspá Veðurstofu Íslands. Í dag, þriðjudag, má gera ráð fyrir andvara, skýjuðu eða skýjuðu með köflum og stöku skúrum. Hiti nær engu að síð- ur tíu til átján stigum að degin- um, en verður allvíða svalara við ströndina, einkum við landið austanvert. Á miðvikudag má gera ráð fyrir norðaustanátt, átta til þrettán metr- um á sekúndu, og dálítilli rigningu austast. Annars hægur vindur og bjart með köflum, en allvíða þoku- loft við norðurströndina. Gert er ráð fyrir átta til átján stiga hita, hlýj- ast suðvestanlands. Á fimmtudag verður austlæg átt, fimm til þrettán metrar á sek- úndu, hvassast við suðurströndina. Bjart að mestu um landið norðan- vert, dálitlar skúrir í öðrum lands- hlutum. Hiti átta til átján stig en hlýjast verður í innsveitum. Björn Valur gíslason Kallaði Geir H. Haarde „ræfil“ á bloggi sínu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.