Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2014, Side 8
Vikublað 10.–12. júní 20148 Fréttir
Margt óuppgert í sögu
Framsóknarflokksins
n Útlendingahatur, ofsóknir og níð gegn minnihlutahópum n Sigmundur Davíð illa að sér í sögu flokksins
S
igmundur Davíð Gunnlaugs-
son forsætisráðherra telur að
Framsóknarflokkurinn hafi
frá upphafi verið í fararbroddi
mannréttindabaráttunnar
á Íslandi. Þessu hefur hann tvívegis
haldið fram í tengslum við umdeilda
kosningabaráttu flokksins í Reykjavík.
Í aðdraganda sveitarstjórnarkosn-
inga birti Sigmundur yfirlýsingu þar
sem hann varði málflutning Framsókn-
ar og flugvallarvina til höfuðs múslim-
um. „Það er sama til hvaða hóps er litið,
einkum ef litið er til þeirra sem hafa átt
undir högg að sækja eða hafa þurft að
berjast fyrir jöfnum réttindum, hvað
eftir annað hefur Framsókn staðið fyrir
úrbótum sem markað hafa tímamót.“
Í viðtali við Bylgjuna fyrir helgi sagði
hann svo Framsóknarflokkinn hafa
verið „leiðandi í mannréttindabaráttu
í nánast heila öld“.
Í ljósi þess að Sigmundur kýs að
draga sögu Framsóknarflokksins inn
í umræðu um útlendingaandúð og
mismunun er viðeigandi að rifja upp
fortíð flokksins. Þegar litið er yfir hana
má ljóst vera að söguskýring forsætis-
ráðherra stenst ekki skoðun. Leitun
er að þeim minnihlutahópum sem
Framsóknarflokkurinn hefur átt frum-
kvæði að því að hjálpa. Þá hafa hópar
á borð við gyðinga, hælisleitendur og
mótmælendur orðið harkalega fyrir
barðinu á forystufólki í flokknum síð-
ustu ár og áratugi.
Réttindi hælisleitenda brotin
Framsóknarflokkurinn hefur ekki
staðið vörð um réttindi hælisleitenda.
Flokkurinn sat í ríkisstjórn Íslands
þegar útlendingalöggjöf Íslands var
smíðuð og samþykkt á Alþingi. Líkt
og DV fjallaði ítarlega um á dögunum
grundvölluðust lögin að miklu leyti á
ótta við hryðjuverkamenn og viðleitni
til að halda Íslandi lokuðu. „Kjarni
útlendingastefnunnar hefur alltaf ver-
ið sá að takmarka flæði útlendinga til
landsins,“ fullyrti Eiríkur Bergmann
Einarsson, dósent í stjórnmálafræði
við Háskólann á Bifröst, í samtali við
DV. Í skjóli útlendingalöggjafarinnar
hafa verið framin mannréttindabrot
á hælisleitendum árum saman líkt og
flutt hafa verið hundruð frétta um.
Í tólf ára valdatíð Sjálfstæðisflokks-
ins og Framsóknarflokksins var rekin
hörð útlendingastefna og lítt skeytt
um þau réttindi aðkomufólks sem Ís-
land hefur skuldbundið sig að þjóða-
rétti til að tryggja. Enn í dag birtist
útlendingastefnan í ólöglegum brott-
vísunum, tvístrun fjölskyldna og al-
gjöru skeytingarleysi gagnvart fólki
sem hingað leitar í von um betra líf.
Þingmenn gegn minnihlutahópi
Á aðeins örfáum árum hafa hrannast
upp óheppileg ummæli um hælisleit-
endur frá forystufólki í Framsóknar-
flokknum. Vigdís Hauksdóttir var gerð
að formanni fjárlaganefndar í umboði
flokksins aðeins nokkrum mánuðum
eftir að hún hvatti til þess að vissir
hælisleitendur yrðu látnir bera ökkla-
bönd. Sigurður Ingi Jóhannsson, nú-
verandi landbúnaðar-, sjávarútvegs-
og umhverfisráðherra, varði forstjóra
Útlendingastofnunar af hörku eftir
að hún dylgjaði um hælisleitendur
og meintan flóttamannatúrisma í
fjölmiðlum án þess að nefna eitt ein-
asta dæmi máli sínu til stuðnings.
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður
Framsóknarflokksins, hefur fullyrt í
umræðum á Alþingi að margir hælis-
leitendur séu ósamvinnuþýðir og að
það þurfi sérstakt eftirlit með þeim.
Ráðherra í samstarfsflokki Fram-
sóknarflokksins er til lögreglu-
rannsóknar vegna gruns um hegn-
ingarlagabrot gegn nígerískum
hælisleitanda og hafa margir þing-
menn Framsóknarflokksins stokkið
henni til varnar. Einn þeirra, vara-
þingmaðurinn Sigurjón Norberg
Kjærnested, hvatti til þess í umræðum
á Alþingi að hælisleitendur yrðu svipt-
ir réttinum til friðhelgi einkalífs.
Formaður breska Sjálfstæðis-
flokksins (UKIP), Nigel Farage, hefur
þurft að standa fyrir hreinsunum úr
flokknum vegna ósmekklegra um-
mæla flokksfélaga. Þetta hefur þótt
forsenda þess að flokkurinn sé hús-
um hæfur í stjórnmálaumræðu þar í
landi. Á Íslandi er ekki að sjá að ofan-
greind ummæli framsóknarþing-
manna og framsóknarráðherra hafi
valdið neinni óánægju í flokknum.
Enginn í Framsóknarflokknum hefur
hvatt til þess opinberlega að Vigdís
Hauksdóttir biðjist afsökunar á um-
mælum sínum. Enginn hefur krafist
þess að formaður flokksins lýsi því
yfir að málflutningur þingmanna í
garð hælisleitenda gangi í berhögg við
stefnu flokksins.
Árið 2011 varð Sigmundur Davíð
þó fyrir harkalegri gagnrýni vegna
málflutnings á Alþingi er sneri að
útlendingum. Aðalfundur fulltrúa-
ráðs Framsóknarfélaganna í Kópa-
vogi, samþykkti hinn 26. maí það ár
ályktun þar sem málflutningi Sig-
mundar um málefni útlendinga var
afdráttarlaust hafnað. Í ályktuninni
kom meðal annars fram að fyrir-
spurnir og orðræða sem tengdi saman
glæpi og útlendinga og sjúkdóma og
útlendinga væru „til þess fallnar að
auka á fordóma í samfélaginu og draga
úr umburðarlyndi og samhug“. Þá var-
aði fundurinn við því að alið væri á
þjóðernislegri umræðu og úlfúð í garð
fólks af erlendum uppruna.
Tilefnið var meðal annars fyrir-
spurn Sigmundar á Alþingi þar sem
spurt var sérstaklega um hlut fólks
af erlendum uppruna í afbrotum og
skipulagðri glæpastarfsemi á Íslandi.
Samkvæmt heimildum DV eru nokkr-
ir þeirra sem tóku þátt í gerð ályktun-
arinnar nú hættir í Framsóknarflokkn-
um vegna þess sem þeir litu á sem
þjóðrembu. Jóhannes Þór Skúlason,
aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs,
ræddi um þetta tímabil í viðtali við DV
fyrr í vetur. „Á flokksþinginu 2011 var
skipt um kúrs, eins og frægt er orðið
með fánahyllingu og glímasýningu
og svo framvegis. Þá varð uppi fótur
og fit, því þá var alveg kúvent yfir í þá
stefnu sem er við lýði núna, að hags-
munum Íslands væri betur borgið
utan ESB,“ sagði hann og bætti því við
að um þetta leyti hefði fjöldi fólks yfir-
gefið flokkinn.
Gyðingum haldið úti
Þegar horft er lengra aftur í tímann
má finna alvarlegri dæmi. Fram-
sóknarflokkurinn stóð ekki vörð um
gyðinga þegar þeir þurftu á hjálp að
halda. Hermann Jónasson, formaður
Framsóknarflokksins, var forsætisráð-
herra Íslands á árunum 1934 til 1942.
Á þessu tímabili var á bilinu 10 til 20
gyðingum vísað úr landi þótt yfirvöld-
um mætti vera ljóst að neyð þeirra var
gríðarleg. Séu þeir sem skrifuðu ís-
lenskum stjórnvöldum, og fengu synj-
un eða ekkert svar, taldir með er talan
mun hærri.
Árið 1938 barst íslenskum stjórn-
völdum beiðni frá Austurríki. Þar
hafði sextugur maður fengið leyfi til
að yfirgefa þrælkunarbúðir ef hann
fengi landvist annars staðar og hugð-
ist ferðast til Bandaríkjanna með
stuttri viðkomu á Íslandi. Hermann
Jónasson synjaði manninum um
landvistarleyfi þrátt fyrir vitneskju um
aðstæður hans.
Sama ár gerði hópur fólks tilraun til
að bjarga austurrískum gyðingabörn-
um frá ofsóknum með því að veita
þeim hæli á Íslandi og taka þau að sér.
Þrír mánuðir liðu áður en Hermann
hafnaði beiðninni, en þá ákvörðun
tók hann upp á sitt einsdæmi. Aðrir
flokkar höfðu lýst sig fylgjandi málinu.
Þegar Katrín Thoroddsen, læknir
og ein þeirra sem vildi koma gyðinga-
barni til hjálpar, skrifaði frægan pistil
í Þjóðviljann undir titlinum „Mann-
úð bönnuð á Íslandi“ brást Tíminn,
málgagn Framsóknarflokksins, við
með því að saka hana um „árásir“ og
„einelti“. Enn þann dag í dag eru slík-
ar ásakanir algengustu svör fram-
sóknarmanna við gagnrýni. „Það er
með ólíkindum hvað menn leggj-
ast sumir lágt í tilraunum til að koma
höggi á pólitíska andstæðinga,“ sagði
Sigmundur nú síðast vegna gagnrýn-
innar sem Sveinbjörg Birna Svein-
björnsdóttir, oddviti Framsóknar og
flugvallarvina, hefur orðið fyrir vegna
málflutnings síns sem beinist gegn
moskum og múslimum.
Framsóknarflokkurinn axlaði
aldrei ábyrgð á þeim þjáningum
sem Hermann Jónasson kallaði yfir
gyðinga í aðdraganda seinni heims-
styrjaldarinnar og á meðan hún stóð
yfir. Líkt og blaðamaðurinn Atli Þór
Fanndal rifjar upp í grein sem ný-
lega birtist í tímaritinu Man bauðst
Halldóri Ásgrímssyni, þáverandi for-
sætisráðherra Framsóknarflokksins,
að biðjast afsökunar á atburðunum
fyrir Íslands hönd í Fréttablaðsvið-
tali árið 2005. Slíkt hafði forsætisráð-
herrann Anders Fogh Rasmussen gert
fyrir hönd Danmerkur en Halldór var
mótfallinn því. „Hverja eigum við að
biðja afsökunar?“ hafði þýski fjölmið-
illinn Deutsche Welle eftir Steingrími
Sævari Ólafssyni fréttamanni, sem þá
var aðstoðarmaður forsætisráðherra.
Jóhann Páll Jóhannsson
johannp@dv.is
Ekki velkomin Fjölda gyðingabarna var meinað um hæli á Íslandi vegna þvermóðsku
Hermanns Jónassonar forsætisráðherra.
Þjóðlegur formaður
Sigmundur Davíð hefur verið
gagnrýndur fyrir að ala á úlfúð
gagnvart því sem erlent er.
Einelti og árásir
Jónas og kyn-
þáttahyggjan
Hermann Jónasson gegndi embætti
forsætisráðherra á árunum 1934 til
1942 og svo aftur 1956 til 1958. Fram-
sóknarflokkurinn gerði stjórnartíð hans
aldrei upp, en hann sá sjálfur til þess að
gyðingabörnum var meinað um hæli
á Íslandi. Öll gagnrýni á Hermann var
stimpluð sem árásir og einelti.
Jónas Jónsson frá Hriflu er einn
þekktasti formaður og hugmynda-
fræðingur Framsóknarflokksins frá
upphafi. Jónas hafði sterkar skoðanir
á því hvers lags menning væri æskileg
og hver ekki. Þá aðhylltist hann
kynþáttahyggju, lagði áherslu á
ræktun íslenska kynþáttarins og hafði
andstyggð á blökkumönnum. Í einu af
bréfum hans líkir hann andstæðingum
framsóknarstefnunnar við „andlegan
blökkumannalýð“.