Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2014, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2014, Side 13
Fréttir 13Vikublað 10.–12. júní 2014 Þ egar upptökulið frá Hollywood kom hingað til lands til þess að taka upp kvikmyndina Flags of Our Fathers þá var haft sam- band við Tómas J. Knútsson, stofn- anda Bláa hersins og þaulreyndan kafara í Keflavík. Tommi hefur mikla reynslu sem kafari og þekkir umhverfið á Reykjanesi manna best en hann hikaði ekki þegar boðið kom og í gegnum það verkefni kynntist hann leikstjóra kvikmyndarinnar, sjálfum Clint Eastwood. „Þegar ég tók að mér að vera verkefnastjóri fyrir Clint Eastwood árið 2005, þegar hann kvikmynd- aði hérna suður með sjó Flags of Our Fathers, ræddum við stundum saman um umhverfismál. Hann hreifst svo mikið af því að ég skyldi gera upp gamlan hertrukk og gera út á það að þrífa upp rusl og drasl úr sjónum og á strandlengjunni. Hann vildi fá mig til Kaliforníu og ég gæti hæglega verið að alla daga að þrífa þar en ég afþakkaði gott boð og sagðist eiga mikið verk óunnið hér heima,“ segir Tommi en Eastwood vildi aðstoða Tomma í þessari baráttu. Hollywood-stjarnan styrkti Bláa herinn „Hann vildi hjálpa mér eins og hann gæti og þess vegna gaf hann Bláa hernum fjölda muna úr settinu hérna heima og hann var þess fullviss að ég gæti gert úr því eitthvað skemmtilegt safn af minn- ingabrotum frá veru hans hér í fjáröflunarskyni og ég er nú þegar búinn að gera upp herjeppa sem notaður var í myndinni og halda sýningu á Ljósanótt 2011 á þess- um munum. Draumurinn væri að einhverjir fjársterkir aðilar keyptu sýninguna og færðu Byggðasafni Reykjanesbæjar munina til varð- veislu.“ Setur inn myndir af sóðum á Facebook Spurður hvernig verkefni Blái her- inn takist á við verkefnið þessa dag- ana segir Tommi að það hafi aðal- lega verið vetrarverkefni sem felast í því að skrifa hvatningarbréf til þeirra sóða sem þurfa að taka sig á. „Það þarf að setja reglulega inn myndir á Facebook til að fá smá viðbrögð við sóðaskapnum. Svo er alltaf eitt og eitt verkefni að detta í hús þar sem fyrirtæki vilja láta Bláa herinn koma og taka til á lóðum sínum og svo framvegis. Svo er ég farinn að sitja ráðstefnur erlend- is hjá alveg frábærum alþjóðleg- um samtökum sem heita Let's do it World (letsdoitworld.org) og kraft- urinn í því yndislega fólki sem þar starfar af einlægni og í sjálfboða- vinnu er aðdáunarverður,“ segir Tommi sem vonast til þess að fólk úr samtökunum komi í heimsókn til Íslands í sumar. Náttúra Íslands stórbrotið sjónarspil „Náttúra Íslands er stórbrotið sjónar spil og þetta er einn af fal- legustu stöðum á jörðinni en ein- hverra hluta vegna kunnum við ekki að virða það og göngum illa um á mörgum stöðum,“ segir Tommi og bætir við að ef allir jarðarbúar lifðu eins og Íslendingar þá þyrftum við sjö til tíu jarðir. Ólöglegir ruslahaugar í náttúrunni En Blái herinn er ekki eina vopnið í vopnabúri „herforingjans“ eins og Tommi er gjarnan kallaður. Hann hefur komið á fót smáforriti sem heitir Trash Out, trashout.me, og gerir fólki kleift að taka myndir af ólöglegum ruslahaugum í náttúr- unni og senda í gagnagrunn sem allir geta fylgst með. „Þannig vonast ég til þess að áhugasamir aðilar sem vilja sjá eitthvað gert á sínum svæðum noti þetta og setji inn myndir. Ef þetta verður vinsælt mun verða til Ís- landskort með ruslahaugum sem allur heimurinn getur séð og hver vill slíka auglýsingu, Ísland hrein- asta land í heimi?“ spyr Tommi. Starf Tomma hefur vakið gríðar- lega mikla athygli úti um allan heim enda ekki á hverjum degi sem einn maður reynir að taka á sig svo stórt verkefni að hreinsa sjó og fjör- ur umhverfis heilt land eins og hér er raunin. Discovery fjallar um Bláa herinn Forsvarsmenn hinnar vinsælu sjónvarpsstöðvar Discovery Channel höfðu samband við Sport- köfunarskóla Íslands, skólann sem Tommi kom eitt sinn á fót en hefur skilið eftir í höndum annarra góðra einstaklinga. „Sjónvarpsstöðin var að forvitn- ast um metnaðarfullt hreinsunar- starf sem sportköfunarskólinn stóð fyrir í desember í fyrra, en þá fóru kennarar skólans í Silfru og tíndu upp alls kyns drasl. Aðallega var reynt að týna upp haglaskot- in sem vilja stundum detta úr blý- beltum kafaranna sem þeir nota í köfun þarna. Þetta auglýstu þau á heimasíðu sinni en við vinnum náið saman að slíkum verkefnum sem hafa með hreinsun í sjónum að gera. Ég stofnaði þennan skóla og þarna byrjaði Blái herinn sitt hreinsunarstarf, það er að segja neðansjávar. Þau í skólanum bentu Discovery Channel á það að ræða við mig um umhverfisverkefni mín og var ég bara mjög sáttur við að geta orðið þeim að liði.“ Koma á næstu vikum Tommi bíður spenntur eftir hópn- um frá Discovery Channel en forsvarsmenn stöðvarinnar áætla að gera stórt og gott innslag um baráttu Tomma fyrir umhverfinu. „Það er því miður af nógu að taka og ég hugsa að ég taki þetta bara alla leið og dragi ekkert und- an. Ef einhver vakning á að verða um alvarleika mengunar í sjónum verður að koma með versta stuðið, annars verður ekkert gert til að fá einhverju breytt til batnaðar.“ n „Clint Eastwood vildi fá mig til Kaliforníu“ n Hollywood-leikstjórinn frægi var hrifinn af verkum Bláa hersins þegar hann kom hingað til lands Atli Már Gylfason atli@dv.is „Það þarf að setja reglulega inn myndir á Facebook til að fá smá viðbrögð við sóðaskapnum. Herforinginn Tómas J. Knútsson, stofnandi Bláa hersins og vinur náttúrunnar númer eitt. MyND ÞLB Miklir vinir Clint Eastwood og Tommi eru miklir vinir. Eastwood vildi fá hann til Kaliforníu og bauð honum þangað þegar tökur stóðu yfir á Flags of Our Fathers hér á landi. MyND Úr eiNKASAFNi Göfugt verkefni Tommi og herinn hans blái hafa hreinsað upp yfir 1.080 tonn af rusli við strandlengju Íslands og í sjónum sjálfum. MyND Úr eiNKASAFNi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.