Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2014, Síða 14
Vikublað 10.–12. júní 201414 Fréttir Viðskipti
Ú
tgerðarfélagið Samherji fær
tæpan milljarð króna í arð frá
Síldarvinnslunni í Neskaup-
stað í ár vegna rekstrarársins
í fyrra. Heildararðgreiðslan
út úr Síldarvinnslunni nemur tveim-
ur milljörðum króna í ár vegna ársins
í fyrra. Þetta kemur fram í fréttatil-
kynningu á heimasíðu Síldarvinnsl-
unnar. Aðalfundur útgerðarinnar var
á föstudaginn og var arðgreiðslan
ákveðin þar.
Samherji á tæp 50 prósent í
Síldarvinnslunni, tæp 45 prósent
sjálft og svo lítinn hlut í gegnum
dótturfélagið Snæfugl ehf. Samherji
er langstærsti hluthafi útgerðarinn-
ar. Arðgreiðslur Síldarvinnslunnar
hafa verið háar síðastliðin ár. Í fyrra
greiddi fyrirtækið eigendum sín-
um 2,1 milljarð króna í arð vegna
rekstrarársins 2012, árið þar á und-
an var arðurinn milljarður og eins
arðgreiðslan árið 2010. Síðastliðin
fjögur ár nema arðgreiðslurnar út
úr Síldarvinnslunni því rúmum sex
milljörðum króna. Hlutdeild Sam-
herja í þessari upphæð er tæpir þrír
milljarðar króna.
5,6 milljarða hagnaður
Arðgreiðslan út úr fyrirtækinu byggir
á 5,6 milljarða hagnaði þess síðast-
liðin ár. Tekjur fyrirtækisins námu þá
rúmum 23 milljörðum króna. Í lok
síðasta árs voru eignir Síldarvinnsl-
unnar 45,3 milljarðar en á móti voru
skuldir fyrir rétt tæplega 21 milljarð-
ur. Eigið fé útgerðarinnar nemur því
rúmum 24 milljörðum króna.
Síldarvinnslan stundar bæði upp-
sjávarveiðar og bolfiskveiðar. Afla-
verðmæti uppsjávarskipa félagsins
nam tæpum 4,7 milljörðum á meðan
aflaverðmæti
bolfiskskipanna var tæplega 4
milljarðar króna. Þá rekur félagið líka
fiskimjölsverksmiðjur og fiskiðjuver
og var verðmæti framleiðslu þeirra
tveggja nærri 18,5 milljarðar króna.
Hækkandi arðgreiðslur
Arðgreiðslurnar sem Síldarvinnslan
hefur greitt til stærsta hluthafa síns,
Samherja, síðastliðin ár hafa átt þátt
í því að Samherji hefur getað greitt
sínum hluthöfum meiri arð. Þannig
setti Samherji met í greiðslu arðs til
hluthafa í fyrra þegar 14,7 milljón-
ir evra, tæplega 2,5 milljarðar króna,
voru greiddar út til hluthafa vegna
rekstrarársins 2012. Þorsteinn Már
Baldvinsson og Kristján Vilhelmsson
eru stærstu hluthafar Samherja.
Árið þar á undan, 2012 vegna
rekstrarársins 2011, hafði Samherji
greitt rúmlega 1.260 milljónir til
hluthafa sinna og tæplega 940 millj-
ónir króna árið 2011 vegna rekstrar-
ársins 2010.
Síðastliðin þrjú ár – arðgreiðslan
fyrir árið í ár liggur ekki fyrir – hafa
eigendur Samherja því greitt út tæp-
lega 4,7 milljarða króna í arð. Arð-
greiðslur bæði Samherja og Síldar-
vinnslunnar hafa því hækkað
umtalsvert síðastliðin ár.
Fékk 400 milljónir
Líkt og DV hefur greint frá þá held-
ur Eignarhaldsfélagið Steinn ehf.
utan um hlutabréf Þorsteins Más
Baldvinssonar í Samherja. Um er að
ræða þriðjungshlut í félaginu. Árið
2012 fékk félagið til dæmis greiddar
um 400 milljónir króna vegna hagn-
aðar Samherja árið á undan. Stærsta
eign félagsins, hlutabréfin í Sam-
herja, voru bókfærð á 2,8 milljarða
í lok þess árs og voru engar skuld-
ir á móti. Hlutabréfin eru hins vegar
miklu meira virði en það. Þorsteinn
Már hefur ekki tekið arð út úr fé-
laginu síðastliðin ár og situr það því
á miklum peningum.
Hinn stóri hluthafi Samherja,
Kristján Vilhelmsson, er ekki með
hlutabréf sín í einkahlutafélagi held-
ur eru þau skráð á hans eigið nafn.
Því er ekki hægt að sjá hversu mikið
hann hefur hagnast af þeim.
Af framangreindu sést vel hve
hagnaður þessara tveggja stóru og
burðugu útgerða hefur verið mikill
síðastliðin ár og rennur hagnaður
þeirra niður til þeirra sem byggt hafa
útgerðirnar upp. n
Samherji fær tæpan
milljarð króna í arð
Síldarvinnslan hefur greitt út rúma sex milljarða á fjórum árum
„Þannig setti Sam-
herji met í greiðslu
arðs til hluthafa í fyrra
þegar 14,7 milljónir evra,
tæplega 2,5 milljarðar
króna, voru greiddar út.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@dv.is
Samherji fær tæpan milljarð Rekstur Síldarvinnslunnar og Samherja hefur gengið ótrúlega vel síðastliðin ár og hafa arðgreiðslurnar
farið hækkandi. Þorsteinn Már Baldvinsson og Kristján Vilhelmsson í Samherja sjást hér. Mynd VIkudagur.IS
Svimandi arðgreiðslur Síðastliðin fjögur ár hefur Síldarvinnslan, sem Gunnþór Ingvason
stýrir, greitt rúma sex milljarða í arð út til hluthafa.
Skoðaði samvinnuna
Samkeppniseftirlitið taldi tilefni til að skoða málið
S
amkeppniseftirlitið taldi
vorið 2013 að tilefni væri til
að skoða samvinnu Síldar-
vinnslunnar, Samherja og
Gjögurs. Saman fara Samherji og
Gjögur með yfir þrjá fjórðu af hluta-
fé Síldarvinnslunnar, sem fyrir
helgi ákvað að greiða tveggja millj-
arða arð til hluthafa sinna. Ummæli
Samkeppniseftirlitsins um að taka
þessa samvinnu til skoðunar kom
fram í úrskurði um kaup Síldar-
vinnslunnar á útgerðinni Bergi-
Hugin í apríl í fyrra.
Í ársreikningi Gjögurs, og hlut-
hafaupplýsingum hjá Lánstrausti,
kemur einungis fram hver fari
með 44 prósenta hlut í Gjögri,
þau Ingi Jóhann Guðmundsson
og Anna Guðmundsdóttir, en ekki
hver fer með eftirstöðvarnar. DV
hafði samband við Inga Jóhann
til að spyrja út í eignarhaldið á út-
gerðinni en símasambandið virð-
ist hafa slitnað.
Í úrskurði Samkeppniseftirlits-
ins frá því í fyrra, þar sem kaup
Síldarvinnslunnar á Bergi- Hugin
voru heimiluð, segir að stofnun-
in hafi ekki heimild til að hlutast til
um að útgerðir fari ekki með bein-
um eða óbeinum hætti yfir kvóta-
þakið – hámarkshlutdeild útgerða
í aflaheimildum – en að hún hafi
samt séð tilefni til að skoða sam-
starfið. Orðrétt segir: „Jafnframt
hefur verið ákveðið að taka fram-
angreinda samvinnu Síldarvinnsl-
unnar, Samherja og Gjögurs til
rannsóknar með hliðsjón af bann-
ákvæði 10. gr. samkeppnislaga.
Samkeppniseftirlitið hefur hins
vegar ekki það hlutverk að lögum
að beita 13. gr. laga um stjórn fisk-
veiða til þess að koma í veg fyrir að
útgerðir komist með beinum eða
óbeinum hætti framhjá fyrirmæl-
um þeirra laga um kvótaþak.“
DV náði ekki í Pál Gunnar Páls-
son, forstjóra Samkeppniseftirlits-
ins, á mánudaginn til að spyrja
hann um stöðuna á þessari skoðun
á samvinnu útgerðanna. n
ingi@dv.is
Samvinna skoðuð
Samvinna Síldarvinnsl-
unnar og stærstu hluthafa
útgerðarinnar var tekin til
skoðunar af Samkeppn-
iseftirliti Gunnars Páls
Pálssonar í fyrra.
Mynd SaMkeppnISeFtIrlItIð
Hagnaðist um
4,5 milljarða
Eignarhaldsfélag Guðbjargar
Matthíasdóttur, útgerðarkonu
í Vestmannaeyjum, hagnaðist
um ríflega 4,5 milljarða króna
árið 2012. Félagið heitir Kristinn
ehf. og er einna þekktast fyrir að
hafa átt hlutabréf í Trygginga-
miðstöðinni sem seld voru til
FL Group árið 2007. Síðustu
mánuði hefur félagið keypt rót-
gróin fyrirtæki eins og prent-
smiðjuna Odda og Íslensk-Am-
eríska.
Í ársreikningi félagsins fyrir
árið 2012 kemur fram að félag-
ið hafi haft tekjur vegna ótil-
greindra fjármálagerninga fyrir
nærri 4,9 milljarða króna. Eig-
ið fé félagsins nemur nú rúm-
lega tíu milljörðum króna og er
það vægast sagt vel statt. Eignir
nema 18 milljörðum en skuldir
eru rétt tæplega átta. Ekki er því
skrítið að félagið hafi bolmagn til
fjárfestinga í íslensku atvinnulífi.
Félagið á til að mynda verð-
bréf, meðal annars ríkistryggð
markaðsverðbréf, fyrir rúmlega
14 milljarða króna. Þá greiddi
þetta félag Guðbjargar meðal
annars niður skuldir upp á rúm-
lega tvo milljarða króna á árinu
2012.
Kaup Guðbjargar á þessum
tveimur fyrirtækjum, Odda og
Íslensk-Ameríska, á síðasta rúma
hálfa árinu benda til þess að hún
hafi hug á færa sig í auknum
mæli inn á önnur svið rekstrar
en útgerðar. Hún er eigandi Ísfé-
lagsins í Vestmannaeyjum, auk
útgáfufélags Morgunblaðsins,
en hefur ekki tekið mikinn þátt
í annars konar rekstri á síðustu
árum heldur frekar haldið að sér
höndum.
HP Grandi
greiddi mest
Fiskistofa birti nýlega lista yfir
álagningu veiðigjalda fiskveiði-
ársins 2012/2013. Fiskifréttir birta
úttekt byggða á listanum á vef-
síðu sinni en þar kemur fram að
HB Grandi greiddi hæst veiði-
gjöld eins og við var að búast,
enda fyrirtækið með hæst hlutfall
aflaheimilda allra fyrirtækja.
1. HB Grandi - 1.956 milljónir
2. Samherji (ÚA meðtalið) - 1.237
milljónir
3. Síldarvinnslan - 808 milljónir
4. Ísfélag Vestmannaeyja - 807 milljónir
5. Brim - 728 milljónir
6. Vinnslustöðin - 704 milljónir
7. FISK Seafood - 698 milljónir
8. Skinney-Þinganes - 614 milljónir
9. Eskja - 472 milljónir
10. Rammi - 465 milljónir