Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2014, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2014, Síða 16
Vikublað 10.–12. júní 201416 Fréttir Erlent Afdrifaríkast að hætta í skólanum V ið komum okkur fyrir í setu­ stofu á annarri hæð á Hótel Sögu. Irina hefur nýlokið fyrirlestri við Háskóla Ís­ lands. Dagurinn hefur verið langur og þéttbókaður en það virð­ ist ekki koma að sök þegar hún setur sig í stellingar fyrir viðtalið. Að við­ tali loknu fer hún í móttöku heima hjá frú Vigdísi Finnbogadóttur og svo í kvöldverðarboð. Hún flýgur svo til Parísar eldsnemma næsta dag. Við komum okkur þægilega fyrir í Bændahöllinni og ég útskýri fyrir henni að dagblaðið heiti DV, en við séum ekki að fara í sjónvarpsviðtal, eða TV á ensku eins og hún taldi í fyrstu. Það er bara betra ef eitthvað er. Irina tók við stofnuninni árið 2009, en hún var endurkjörin í nóvem­ ber síðastliðnum til næstu fjögurra ára. Hún er fyrsta konan til að gegna stöðu aðalframkvæmdastjóra stofn­ unarinnar sem er ein stærsta stofnun Sameinuðu þjóðanna. Irina, sem er búlgörsk, sat áður á þingi fyrir sósíalista í heimalandi sínu og gegndi meðal annars embætti ut­ anríkisráðherra á árunum 1995– 1997. Hún varð sendiherra Búlgaríu gagnvart Frakklandi árið 2005 og hóf þá störf sín á vettvangi UNESCO sem fastafulltrúi og átti sæti í stjórn­ arnefnd UNESCO þar til hún tók við stöðu aðalframkvæmdastjóra. Íslensk tengsl mikil „Tengsl Íslands og UNESCO eru mikil,“ segir Irina og bendir á Reykja­ vík, sem er bókmenntaborg, Þingvelli og Surtsey sem eru á heimsminjaskrá, handritin og manntalið frá 1703. „Núna er Ísland í forystu fyrir sex ríki og raðtilnefningu á heimsminja­ skrá. Markmiðið er að setja staði sem tengjast menningu víkinga á heimsminjaskrána. Mér finnst það frábært framtak og mikilvægt,“ segir hún en samstarfs Íslands er við Dan­ mörku, Lettland, Noreg og Slésvík­ Holtsetaland. Alls á að koma níu stöðum inn á skrána sem allir tengjast fornminjum víkinga. „Þetta er mikil­ vægt framlag Íslendinga til UNESCO,“ segir hún en bendir á að þekking Ís­ lendinga hafi einnig komið sér vel á sviði UNESCO hvað varðar málefni hafsins, sérstaklega sjálfbærni auð­ linda. „Auðvitað myndum við vilja sjá meira af Íslandi á vettvangi UNESCO, en ríkið er nú þegar í góðum tengsl­ um við starfið. Þá má auðvitað ekki gleyma ómetanlegu framlagi Vigdísar Finnbogadóttur, velgjörðarsendi­ herra okkar, sem hefur verið mjög virkur þátttakandi,“ segir hún og seg­ ist hlakka mjög til að sjá stofnun Vig­ dísar Finnbogadóttur verða byggða. „Ég held að það muni hafa mikil og hvetjandi áhrif til framtíðar.“ Þurfa að fá að mennta sig Aðspurð hvert mikilvægasta verk­ efni stofnunarinnar sé er Irina fljót að svara. „Jafnrétti skiptir okkur miklu máli á vettvangi UNESCO. Þegar ég sjálf hugsa um það hvað það er sem skiptir mestu máli og til hvaða ráða við þurfum að taka á vettvangi Sameinuðu þjóðanna til að koma í veg fyrir fátækt í heiminum þá held ég að okkar helsta verkefni sé að mennta stúlkur. Allar rannsóknir benda til þess að menntun ungra kvenna hafi mikil áhrif á velferð þeirra til seinni tíma litið, en ekki að­ eins þeirra heldur allrar fjölskyldunn­ ar. Menntuð kona á auðveldara með að koma á legg heilbrigðri fjölskyldu, hún hugsar betur um umhverfi sitt og getur sótt sér þá þekkingu sem hún þarf til að vera virkur þátttakandi í hagkerfinu. Hún menntar börnin sín og hvetur til þátttöku í stjórnmálum. Menntun og jafnrétti hefur mikið að segja varðandi lífsgæði fyrir bæði kyn­ in,“ segir hún. Halda áfram námi „Við þurfum einnig að horfa til þess hvar vandamálin eru í heiminum á þessum vettvangi og hvers vegna. Rúmlega þrjátíu milljón stúlkur á grunnskólaaldri hafa enga menntun fengið. Við þurfum einnig að sjá til þess að stúlkur sem þó fara í grunn­ skóla fái tækifæri til að halda áfram að mennta sig. Margar gifta sig snemma og eignast börn mjög ungar. Ein af­ drifaríkasta ákvörðunin í lífi þessara kvenna er að hætta í skóla,“ segir hún en bendir á að fleiri spili inn í það hvers vegna stúlkur ná ekki betri fót­ festu innan menntakerfisins. „Það er margt sem spilar inn í. Stundum eru drengir frekar sendir til að sækja sér menntun en stúlkur vegna menn­ ingarvenja. Oft eru skólarnir svo ekki nægilega öruggir,“ segir Irina og vísar til Nígeríu þar sem Boko Haram­sam­ tökin hafa stundað árásir á skóla fyrir ungar konur og menn. Stúlkurnar eru oftar en ekki numdar á brott og seld­ ar í hjónabönd eða notaðar sem beita fyrir lausnargjald. Drengirnir verða oft fyrir misþyrmingum í árásunum og láta oftar en ekki lífið nái þeir ekki að forða sér. Staðan er því afleit hvernig sem á það er litið. 10 ára menntuð telpa „Ég held að ef við horfum til ríkis þar sem glímt er við mikla fátækt og erfið­ leika og við sjáum tíu ára telpu sem fær að njóta menntunar óáreitt þá séum við á réttri leið í átt að sjálfbærri þróun,“ segir hún um það hvern­ ig hægt sé að sjá mælanlegan árang­ ur á þessu sviði. Hún segist ekki telja að upp sé komin sú staða á heims­ vísu að drengir standi verr en ungar stúlkur þegar kemur að menntun þar sem þeir dragist aftur úr til dæmis á Vesturlöndum. „Ef ég horfi á tölurnar, þá eru það stúlkur sem standa verst á heimsvísu. Það þarf auðvitað að standa vörð um menntun drengja en staðreyndin er sú að tækifæri þeirra eru mun fleiri á þessu sviði og staða kvenna er mun viðkvæmari. En við þurfum öll að verja menntun, hver sem við erum og hvaðan sem við komum.“ Ólgusjór Það hafa verið erfið ár hjá stofnuninni frá 2011. Þegar Sameinuðu þjóðirnar gerðu Palestínu að aðildarríki árið 2011 hættu bandarísk stjórnvöld að greiða til UNESCO. Vísað var til laga sem banna bandarískum stjórnvöld­ um að styrkja stofnanir eða samtök sem Palestína á aðild að og þar með var skrúfað fyrir fjárveitingar. Styrk­ veitingar bandarískra stjórnvalda vógu þungt í starfi stofnunarinnar og voru um 22 prósent af heildarfjár­ magni hennar. Bregðast þurfti hratt við og hefja endurskipulagningu á öllu starfi stofnunarinnar; styrk­ veitingum frá henni sem og innra starfi. Fækka þurfti starfsmönnum umtalsvert vegna þessa, en þeir voru fyrir niðurskurðinn um 1.800 og eru nú rétt rúmlega 1.400. Fékk mikið lof Irina Bokova hefur fengið mikið lof fyrir það hvernig hún tók á málum stofnunarinnar. Lengi hafði verið rætt um að UNESCO þyrfti á endur­ skipulagningu að halda og stökki inn í nútímann. Þetta var ekki auðvelt tímabil segir Irina, en það hafðist. Það þýddi þó að stofnunin þurfti að draga seglin hratt saman og starfsmenn hennar að leggjast í allsherjar endur­ skipulagningu sem gat reynt talsvert á alla. „Þetta var flókið ferli sem reyndi mikið á alla. Við þurftum að skera niður varðandi daglegan rekstur stofnunarinnar, semja um starfs­ lok á samningum og taka ákvarðanir um að framlengja ekki suma þeirra. Við fluttum 150 starfsmenn til á milli stofnana eða innanhúss og sumir þurftu að sætta sig við lægri laun og breyttar stöður. Við skárum niður alls staðar þar sem hægt var að skera nið­ ur og þurftum að setja kraft í fjáröflun meðal aðildarríkja okkar og minna þau á að hafa trú á okkur og taka þátt í starfi okkar hvort sem það var með beinni þátttöku eða fjárframlögum,“ segir hún. Erfitt persónulega „Fyrir mig persónulega var þetta erfitt verkefni. Ég þurfti að fullvissa að­ ildarríki okkar um að við værum enn fær um að sinna starfi okkar á öllum sviðum en einnig halda markmiðum stofnunarinnar á lofti og missa ekki sjónar á þeim. Ég er mjög stolt af því að okkur skyldi takast það og okkur tókst að vera áfram í forystu verk­ efna okkar án þess að gefa nokkuð eftir,“ segir hún og minnist sérstak­ lega á menntaverkefni Sameinuðu þjóðanna sem undir stjórn UNESCO í samstarfi við Ban Ki­moon, aðal­ ritara Sameinuðu þjóðanna, hefur vakið mikla athygli og miklar vonir eru bundnar við. Næsti aðalritari? Irina Bokova hefur verið nefnd sem hugsanlegur arftaki Ban Ki­moon, sem aðalritari. Þegar blaðamaður spyr hana hvort hún sé farin að huga að framtíðinni er hún þó fljót að beina samtalinu annað. „Ég var endurkjör­ in aftur í fyrra og öll mín athygli er á UNESCO og störfum okkar þar,“ segir hún og brosir. n Irina Bokova, aðalframkvæmdastjóri UNESCO, Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, var stödd hér á landi í síðasta mánuði í boði utanríkisráð- herra og mennta- og menningarmálaráðherra Íslands. Irina hefur gengið í gegnum mikinn ólgusjó sem aðalframkvæmdastjóri UNESCO og var nýverið endurráðin til fjögurra ára. Hún segir mikilvægast að vinna gegn fátækt með því að mennta ungar stúlkur og vill varðveita menningarlegan fjölbreytileika á heimsvísu. Hún ræddi við Ástu Sigrúnu Magnúsdóttur um samstarf Íslands og UNESCO, umhleypinga í starfi stofnunarinnar og mikilvægi þess að stuðla að jöfnuði og virðingu á heimsvísu. Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is „Öll mín athygli er á UNESCO og störfum okkar þar Ólgusjór Irina tók við starfinu árið 2009, en árið 2011 hættu Bandaríkin að styrkja starf stofn- unarinnar með fjárveitingum og þurfti hún því að skera niður um 22 prósent. MyNd Sigtryggur Ari „Menntun og jafnrétti hefur mikið að segja varðandi lífsgæði fyrir bæði kynin Hvað er UNESCO? Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (e. United Nations Educational, Scientific and Cultural Organization – UNESCO) var stofnuð 1945 og varð Ísland hluti af henni árið 1964 og á 50 ára aðildarafmæli í ár. UNESCO starfar á sjö málefnasviðum – á vettvangi menntunar þar sem lögð er áhersla á menntun fyrir alla og aukin gæði. Stofnunin lætur sig varða tjáningarfrelsið og frelsi blaða- manna til að taka þátt í að efla lýðræðið. Vernd menningar- og heimsminja þar sem heimsminjaskráin er þekktust. Baráttan gegn mismunun og fyrir jafnrétti þar sem barátta gegn ofbeldi og fyrir jöfnuði ber hæst. Á sviði þekkingarsamfélagsins er lögð áhersla á að nota miðla og upplýs- ingatækni til að tryggja opinn aðgang að upplýsingum og þekkingu til að stuðla að sjálfbærri þróun. Þá starfar UNESCO á sviði hafsins og jarðar að því að tryggja sjálfbærni og varðveislu. Síðast en ekki síst starfar hún á vettvangi vísindanna til að stuðla að samstarfi og stefnumótun aðildarríkja hennar varðandi tækniþróun og nýsköpun og er horft sérstaklega til Afríku og fátækustu ríkja heims.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.