Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2014, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2014, Qupperneq 17
Vikublað 10.–12. júní 2014 Fréttir Erlent 17 Hafna ekki stofnfrumum n Ræktun sérstaks svínastofns tímamót í stofnfrumurannsóknum n Gæti flýtt þróuninni E in helsta hindrun stofn- frumurannsókna hing- að til hefur verið að lífveran sem frumunni er komið fyr- ir í hafnar þeim. Stofnfrumu- rannsóknir hafa helst farið fram á svínum, músum og rottum en vís- indamenn segjast nú hafa ræktað sérstakan stofn svína sem hafni ekki stofnfrumunum. Þetta geri það að verkum að greinin og rannsókn- ir tengdar henni gætu þróast mun hraðar. Mikilvægt skref Stofnfrumur eru frumur sem eru í raun óskrifað blað. Þær geta fjölg- að sér og þróast í sérhæfðari hlut- verk. Komið þannig í stað dauðra eða veikra frumna. Stofnfrumur hafa þann einstaka hæfileika að geta fjölgað sér hratt yfir langt tímabil án þess að sérhæfa sig og því er auð- velt að rækta þær í miklu magni á tilraunastofum. „Þegar viðtakandi hafnar ígræðslu eða innsetningu stofnfrumna skapar það gríðarlega hindrun,“ segir R. Michael Roberts, prófessor í dýralíffræði og vísindum við Animal Life Sciences-miðstöð- ina. Í samtali við Sciense Daily seg- ir Roberts, sem hefur ásamt sam- starfsmönnum sínum rannsakað stofnfrumur um langt skeið, að þessi nýi stofn gæti haft mikla þýðingu. „Með því að fá það staðfest að þessi svín muni ekki hafna stofnfrumum getum við þróað greinina mun hrað- ar þar sem mikill tími og fjármunir geta farið í vaskinn ef viðfangsefnið tekur ekki við frumunum.“ Hannaði svín Það var vísindamaðurinn Randall Prather sem ræktaði svínin en hann hannaði genamengi þeirra þannig að ónæmiskerfið geti tekið ígræðslum án þess að hafna þeim. Þar sem gena- mengi svína er um 98 prósent það sama og genamengi manna er um merkilegan áfanga að ræða. „Margir vísindamenn kjósa að framkvæma til- raunir á svínum þar sem líffærakerfi þeirra er líkara því mennska en hjá öðrum dýrum. Til dæmis en hjá mús- um og rottum,“ segir Prather. „Lík- amlega eru svín mun nærri mönnum í stærð en önnur dýr sem hafa verið notuð í slíkum tilraunum. Þá bregð- ast þau við heilsuógn með svipuð- um hætti, sem þýðir að rannsóknir á svínum eru líklegri til þess að bera árangur. Roberts tekur í sama streng. „Nú þegar við vitum að mennskar stofnfrumur munu taka við sér í þess- um svínum hafa opnast dyr í þessum málum, nýjar og spennandi rann- sóknir vísindamanna um allan heim. Vonandi þýðir þetta að við séum komin einu skrefi nær raunveruleg- um lækningum og meðferðum við alvarlegum sjúkdómum.“ Lækningar handan við hornið Margar rannsóknir með stofn- frumum hafa verið framkvæmdar á undanförnum árum sem lofa góðu. Má nefna rannsókn dr. Darren Yuen og dr. Richard Gilbert sem sýndu fram á árið 2010 að með hjálp stofn- frumna var hægt að bæta virkni hjarta og nýra hjá rottum með sjúkdóma í þessum líffærum. Árið 2013 birtu þeir niðurstöður rannsókna þar sem þeir höfðu fundið út að nóg var að ein- angra sérstakt hormón úr frumunum og sprauta því í tilraunadýrin til að fá sömu jákvæðu áhrif. Þá hafa rann- sóknir á stofnfrumum einnig hjálp- að mikið til við að skilja eðli krabba- meins, hvernig það þróast og dreifir sér um líkamann, sem aftur gefur vís- indamönnum aukið tækifæri til þess að skilja meinið og þróa lækningu. n Ásgeir Jónsson asgeir@dv.is V ísindamenn við Háskólann í Bresku-Kólumbíu vilja hætta eða takmarka veiðar verulega í úthöfunum (e. high seas). Ástæðuna segja þeir að fiskur hreinsi svo mikið magn koltvísýrings úr haf- inu að það sé meira virði en að veiða hann til manneldis. Rannsókn á vegum skólans sýndi að fiskar og sjávarlífverur hreinsi um 1,5 milljarða tonna af koltvísýr- ingi úr hafinu á hverju ári en súrnun sjávar vegna aukinnar mengunar er ein helsta ógnin sem hafið stend- ur frammi fyrir. Rashid Sumaila, yfir maður sjávarútvegsrannsókna við skólann, segir virði þessarar „hreinsunarþjónustu“ vera tæplega 17.000 milljarðar á ári í Bandaríkj- unum. Til samanburðar eru tekjur af úthafsveiðum í Bandaríkjunum um 1.800 milljarðar árlega. „Lönd alls staðar í heiminum berjast nú við að finna sparsamar leiðir til þess að draga úr losun koltvísýrings,“ segir Rashid í samtali við Science Daily. „Við höfum komist að því að úthöfin eru að sinna þessu mikilvæga starfi frítt.“ Skilgreining úthafs er það hafsvæði sem er utan 200.000 mílna lögsögu nokkurs lands og er því í raun sameiginlegt svæði allra landa. „Að halda fiskistofnum í úthöfunum er okkur meira virði en að veiða þá. Ef við töpum lífmassan- um í úthöfunum þurfum við að finna aðra leið til þess að losna við koltví- sýring og með mun meiri tilkostnaði. Rannsóknin var studd af Global Ocean Commision og var fram- kvæmd af Rashid auk Alex Rodgers sem starfar við Somerville-háskól- ann í Oxford. n asgeir@dv.is Fiskur mikilvægari sem hreinsitæki Vísindamenn vilja stöðva veiðar í úthöfunum Veiðar í úthöfum Eru margfalt minna virði en hreinsunin sem fiskar og aðrar lífverur standa fyrir á hverju ári. Sérstök svín Randall Prather hefur ræktað stofn svína sem hafna ekki stofnfrumum og því gæti stofnfrumurannsóknum fleygt hraðar fram. Mikilvægar rannsóknir Stofnfrumurannsóknir gætu opnað mikla möguleika í meðferð hinna ýmsu sjúkdóma. RúmGott · Smiðjuvegi 2 (við hliðina á Bónus) · Kópavogi · Sími 544 2121 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-16 · www.rumgott.is · ÚTSALA · ÚTSALA · FAGLEG RÁÐGJÖF OG FRÍ LEGUGREINING Komdu í heimsókn, prófaðu legugreininguna, og fáðu faglega ráðgjöf um val á heilsudýnum, án skuldbindinga! Svæðaskipt heilsurúm 90 x 200 cm Verð frá 69.900.- Svæðaskipt heilsurúm 160x200 cm Verð frá 139.200.- Sérsmíðum heilsurúm í öllum stærðum. Dýnur og botna. VIÐ FRAMLEIÐUM ÞITT RÚM EFTIR ÞÍNUM ÞÖRFUM Framleiðum dýnur og rúm fyrir hótel og gistiheimili 30-50% AFSLÁT TUR 50% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM ETHANOL ÖRNUM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.