Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2014, Side 22
22 Umræða Vikublað 10.–12. júní 2014
Á jaðrinum Umsjón: Henry Þór Baldursson
Vinsæl
ummæli
við fréttir DV í vikunni
Hugmynd um breytingar á kosningalögum
Svavar Gestsson
Höfundur var
heilbrigðisráðherra 1980-1983
Kjallari
„Aðalgallinn við
núverandi kerfi er
reyndar sá að heilu lands-
hlutarnir fá jafnvel ekki
þingmann. Það er galli
sem við sáum ekki fyrir.
N
ú eru liðin 15 ár frá því
að kosningalögunum
var breytt síðast. Það er
komin skýr reynsla á notk
un þeirra. Þau hafa náð að
tryggja nokkurn veginn jafnvægi
milli flokka. Það var líka tilgangur
inn. Í rauninni er svo góð sátt um
kjördæmakerfið að engin mark
tæk breytingartillaga hefur kom
ið fram. Það að gera landið að einu
kjördæmi sem margir nefna næst
ekki vegna þess að það verður ekki
meirihluti fyrir því á Alþingi. Óá
nægjan með kosningakerfið frá 1999
stafar kannski helst af því að þar
er ekki svigrúm fyrir persónukjör.
Besta leiðin til að tryggja persónu
kjör væri sú að taka upp einmenn
ingskjördæmi. En um þá leið er
engin og verður engin sátt.
Aðalgallinn við núverandi kerfi
er reyndar sá að heilu landshlutarn
ir fá jafnvel ekki þingmann. Það er
galli sem við sáum ekki fyrir þegar
kosningalögunum var breytt síðast.
Er það hugsanlegt að koma á kosn
ingakerfi sem stuðlar að skýrara
persónu kjöri annars vegar og um
leið að stuðla að því að lands
hlutarnir hafi sína þingmenn án
þess að raska jöfnuði milli flokka?
Svarið er já. Það er hægt með því að
taka upp danska kosningakerfið sem
hefur verið við lýði í meira en hálfa
öld – og það er svo haganlega gert að
engar tillögur eru um að breyta því.
Hvernig gætum við tekið upp hlið
stætt kerfi? Það gæti gerst svona:
Skýrara persónukjör og
minna flokksvald
Hluti þingmanna væri kosinn í ein
menningskjördæmum til dæmis
25–30 þingmenn. Helst ekki færri en
helmingur allra þingmanna. Þing
sætum væri úthlutað til þeirra fram
bjóðenda, ekki flokka, sem fengju
flest atkvæði og þingsætum deilt
út með D‘hondt eins og nú er gert.
Markmið þessa áfanga er að tryggt
verði að allir landshlutar eigi þing
mann og að persónukjör ráði að
minnsta kosti helmingi þingmanna.
Þetta markmiðsákvæði um búsetu
þingmanna mætti jafnvel setja í
stjórnarskrána. Þarna mætti raða á
lista í stafrófsröð nafna, eða ákveða
að flokkurinn sem býður fram við
komandi, geti ráðið því nafni sem
efst er á listanum, en að öðru leyti
verði nafnalistinn óraðaður. Við
þennan áfanga yrði hins vegar aug
ljóslega misvægi milli flokka og
landsvæða sem verður þá að leið
rétta í næsta áfanga.
Allir landshlutar
eigi fulltrúa á Alþingi
Annar þáttur úthlutunar væru upp
bótarþingsæti sem væru bundin
við kjördæmi og því úthlutað eftir
svæðum til flokka. Það mætti hugsa
sér að núverandi kjördæmi væru
slík kjördæmasvæði. 15–20 þing
sætum væri til dæmis úthlutað til
jöfnunar milli flokka eftir úrslitum i
kjördæmunum einum og án tillits til
landsúrslita.
Jafnvægi milli flokka
Þriðji þátturinn væri síðan út
hlutun til flokka á landsvísu til þess
að stuðla að jöfnun milli flokka
eins og nú er gert. Hér væri um að
ræða 10–15 þingsæti. Hugsanlegt
væri að þessi þingsæti gætu orðið
færri, jafnvel að sett yrði ákvæði
í kosningalögin um að þingsæt
um ætti að ekki að úthluta lengur
en til þess að fullt jafnvægi næðist.
Þannig væri heildartala þingmanna
mismunandi, kannski 63 eitt árið,
annað 59, en varla færri.
Með þessum breytingum
næst fernt:
1 Enginn landshluti verður án þingmanns eins og nú getur
hent.
2 Kjósendur kjósa helming þingmanna persónukjöri.
3 Flokksvald innkar.
4 Kerfið stuðlar engu að síður að jafnvægi milli flokka.
Núna er það svo að langflestir þing
menn eða 25 eiga heima í Reykjavík,
15 í hinu gamla Reykjaneskjördæmi
eða alls 40. Það eru þrír þingmenn á
Vestfjörðum og einn á Austurfjörð
um svo dæmi séu tekin. Þrír sýnist
mér á Vesturlandi. Tveir í Norður
landi vestra. Í núverandi kerfi gætu
allir þingmenn átt heima í Reykja
vík. Það er ástæða til að staldra við
þetta.
Í danska kerfinu er þingsæt
unum skipt í tvo flokka. Það eru
í fyrsta lagi 135 „kredsmandater“
kjördæmasæti og svo 40 uppbótar
sæti (sjá : wahlrecht.de/ausland/
daenemark.html og heimasíðu
danska þjóðþingsins folketinget.
dk). Í dæmunum hér að ofan var
gengið lengra í að fækka kjördæma
sætum hlutfallslega en í danska
kerfinu og því eru uppbótarsæti alls
fleiri en væri miðað við danska kerf
ið. Ákvörðun um slíkt er hins vegar
pólitískt samkomulagsatriði sem
þarf ekki að ráða til lykta fyrr en fyrir
liggur hvernig samkomulagið yrði
sem meirihluti Alþingis gengi út frá
við afgreiðslu málsins.
Þetta er sett fram sem hugmynd
til umhugsunar; kjördæmamálið
kemst á dagskrá á nýjan leik áður en
langt um líður. n
Höfundur sat í tveimur stjórnarskrárnefnd-
um sem gerðu tillögur sem samþykktar voru
áAlþingi og í þjóðaratkvæðagreiðslum um
breytingu á kjördæmaskipan 1983 og 1999.
Alþingi „Núna er það svo að
langflestir þingmenn eða 25 eiga
heima í Reykjavík, 15 í hinu gamla
Reykjaneskjördæmi eða alls 40.“
Mynd SiGtryGGUr Ari
„Ef þú vilt standa
vörð um norræna
menningu, mættu
þá á kvæðamannafund hjá
Iðunni eða dansaðu með
þjóðdansafélaginu, taktu
slátur, farðu í víkingaslag og
berðu niðursetning (djók).
Það er allt gott og gilt. En
maður varðveitir ekki sína
eigin menningu með því að
hefta menningu annarra.“
Svavar Knútur gerði gys að
hugmyndum Jarls Gunnars
Ólafssonar um nauðsyn þess
að standa vörð um „norræna menningu“.
„Það er ekki hægt
annað en að dást
að hugrekki og
þreki Sturlu í baráttunni við
banka og kerfið, aldrei vol
eða víl áfram skal haldið
og barið á bankakerfinu.
Ég votta þessum manni
virðingu mína og aðdáun.“
Sigurlaugur Þorsteinsson
sendi Sturlu Jónssyni bar-
áttukveðjur en hann hefur
kært fulltrúa sýslumannsins í Reykjavík
vegna nauðungarsölu.
„Mér finnst þetta
ekki beint góð
viðbrögð hjá
stætóbílstjóranum en Guð
veit hvað hann hefur kannski
mátt þola á sínum vinnuferli,
allskonar dónaskap og
yfirgang og jafnvel á þessum
sama degi. Kannski fékk
hann bara nóg.“
Ajna Pidzo kom strætis-
vagnastjóra, sem hellti sér yfir
farþega, til varnar.
„Erum við
Íslendingar svo
miklir aumingjar
að ein mosku bygging fyrir
500 manna söfnuð stefni
„menningararfleifð“ og
samfélagsgildum okkar í
hættu? Þá er nú lítið varið í
þetta blessaða þjóðerni …“
Eldur Ísidór deildi ekki áhyggj-
um Írisar Lind Verudóttur,
frambjóðanda Framsóknar-
flokksins í Kópavogi, af þeirri hættu sem
hún telur stafa af mosku í Reykjavík.
55
44
28
68
Könnun
Hver er sýning ársins
að þínu mati?
n Stóru börnin
n Ragnheiður
n Gullna hliðið
n Furðulegt háttalag hunds um nótt
n Eldraunin
74 AtKVÆÐi
9,5%
21,6%
17,6%
35,1%
16,2%