Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2014, Page 24
Vikublað 10.–12. júní 201424 Neytendur
Drekkum 6 sundlaugar
af dýrum bjór árlega
n Verðhækkun áfengis og tóbaks síðustu ár n Bjórdós hækkað um 88%
A
ðeins koníak hefur hækkað
meira í verði en bjór síðan
árið 2007 samkvæmt út-
tekt DV á söluverði áfeng-
is hjá ÁTVR. Allt áfengi
og tóbak hefur hækkað umtalsvert
umfram almennt verðlag á sama
tímabili. Ítrekaðar hækkanir ríkisins
á bæði áfengis- og tóbaksgjöldum
á undangengnum árum hafa þar
ýmislegt að segja. Þrátt fyrir þetta
drekka Íslendingar enn sem nemur
rúmlega fimm og hálfri Laugardals-
laug af bjór á ári hverju.
Dýrari en hann ætti að vera
DV óskaði eftir upplýsingum um
verðþróun algengra áfengistegunda
í Vínbúðunum. Athyglisvert er að
rýna í þær tölur en þar má meðal
annars sjá að 1. janúar 2007 kost-
aði ein dós af 5% hálfslítra bjór í
Vínbúðum 204 krónur. 1. janúar
2014 var verðið komið í 364 krón-
ur. Verðið hefur hækkað um 78,4
prósent á meðan vísitala neyslu-
verðs hefur hækkað um 55,8 pró-
sent á sama tíma. Bjórdósin hefur
því hækkað um 46 krónur umfram
almennt verðlag. Hefði bjórverð
fylgt verðlagi ætti dósin að kosta 318
krónur í dag. Að nafnvirði er kippan
960 krónum dýrari en hún var árið
2007 en 276 krónum dýrari að raun-
virði.
Milljónir lítra
Þótt sala á bjór hafi dregist saman
um tæp 9 prósent frá árinu 2008
þá drukku Íslendingar 14,4 millj-
ónir lítra af bjór á síðasta ári sam-
kvæmt ársskýrslu ÁTVR. Samkvæmt
upplýsingum sem fengust í Laugar-
dalslaug tekur útilaugin 2,6 millj-
ónir lítra. Íslendingar drekka því
sem nemur fimm og hálfri Laugar-
dalslaug af bjór á ári. Heldur hefur
þó dregið úr bjórdrykkju Íslendinga
síðan 2008 þegar ÁTVR seldi 15,9
milljónir lítra.
Koníak hækkar grimmt
Mest hefur hækkunin orðið á 700
millilítra flösku af 40 prósenta
koníaki. Flaskan hefur hækkað um
88 prósent á tímabilinu, kostaði
4.890 krónur árið 2007 en var komin
í 9.199 í byrjun þessa árs. Hefði kon-
íaksflaskan fylgt verðlagi ætti hún
að kosta 7.618 krónur og hefur því
hækkað um 1.581 krónu umfram al-
mennt verðlag.
Flaska af rauðvíni hefur á þess-
um tíma hækkað um 76,9 prósent,
heldur meira en þriggja lítra kútur
af því rauða sem hefur hækkað um
57,5 prósent. Vodkaflaskan hefur
hækkað um 67 prósent eins og sjá
má á meðfylgjandi töflu.
Spurð um þessar hækkanir bend-
ir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, að-
stoðarforstjóri ÁTVR, á að þar á
bæ sé áfengi keypt af innlendum
birgjum og eru áfengisgjöld partur
af innkaupsverðinu. Ofan á það bæt-
ist smásöluálagning ÁTVR og virðis-
aukaskattur samkvæmt lögum.
Hundruð prósenta hækkun tóbaks
Eins og fram kom í umfjöllun um nef-
tóbak í síðasta helgarblaði DV hefur
heildsöluverð á kílóinu af neftóbaki
hækkað um 326 prósent á þessu
tímabili. Til samanburðar er athygl-
isvert að heildsöluverð á kartoni af
sígarettum hefur „aðeins“ hækkað
um hundrað prósent. Kartonið kost-
aði 4.731 krónu 2007 en kostar í dag í
heildsölu 9.471. n
Verðhækkun frá 2007 til 2014
Vara 1. janúar 2007 1. janúar 2014 Hækkun í %
Rauðvín 750 ml 13,5% 1.130 1.999 76,9
Rauðvín 3 lítra kútur 13,5% 3.490 5.499 57,5
Bjór 500 ml 5 % 204 364 78,4
Vodka 700 ml 37,5% 3.190 5.329 67
Koníak 700 ml 40% 4.890 9.199 88
Neftóbak 20x50 gr dósir 6.860 29.243 326
Vindlingar karton 4.731 9.471 100
Vísitöluhækkun á sama tímabili: 55,8
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is
Milljónir lítra Íslendingar drukku 14,4
milljónir lítra af bjór á síðasta ári. Verð á
hálfslítra bjór í Vínbúðum hefur hækkað
um 78 prósent síðan 2007. MynD SHutterStocK
N
eytendastofa hefur komist
að þeirri niðurstöðu að
Sparnaður hafi brotið
gegn góðum viðskipta-
háttum gagnvart neytendum og
samkeppnisaðilanum Allianz með
villandi og ósanngjarnri markaðs-
setningu. Allianz kvartaði undan
framgöngu Sparnaðar í nóvember
2012 og var kvörtunin í níu liðum.
Í samanburðarauglýsingu sem
Sparnaður notaðist við í síma-
sölu og hafði í einhverjum tilvik-
um sent neytendum í tölvupósti
var borin saman viðbótarlífeyris-
trygging sem þýsku tryggingafé-
lögin Bayern og Allianz bjóða hér
á landi. Allianz kvartaði sem fyrr
segir yfir níu ósönnum fullyrðing-
um og villandi framsetningu á
mismun á kostnaði við þjón-
ustu. Fullyrðingarnar sneru með-
al annars að þýskri ríkis ábyrgð og
að öryggi og styrkur Bayern væri
meiri en Allianz. Þá taldi Allianz
einnig að framsetning Sparnaðar
á samanburði iðgjaldakostnaðar,
upphafskostnaðar og hagnaðar-
hlutdeildar væri villandi. Neyt-
endastofa komst að þeirri niður-
stöðu að Sparnaður hefði í sjö
tilvikum af þeim níu, sem kvart-
að var yfir, brotið gegn lögum um
eftirlit með viðskiptaháttum og
markaðssetningu. Ýmist gagnvart
neytendum þar sem þeim væru
veittar villandi upplýsingar eða
gagnvart Allianz þar sem fram-
setning væri ósanngjörn og til
þess fallin að hafa áhrif á eftir-
spurn. n
mikael@dv.is
Braut gegn góðum viðskiptaháttum
Allianz kvartaði yfir ósannindum og villandi framsetningu Sparnaðar
Sparnaður brotlegur Ingólfur H. Ingólfsson er stjórnarformaður Sparnaðar sem Neyt-
endastofa segir að hafi brotið gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu.
Sparaðu
gagnanotkun
iPhone
Í dag er farsímaþjónusta víðast
hvar orðin þannig að gagnamagn
er orðin ein dýrasta vara sem fjar-
skiptafyrirtæki hér á landi bjóða
upp á. Því er um að gera að nýta
sér allt sem dregur úr óþarfa
notkun þess. Snjallsímar á borð
við iPhone 5s nota mjög mikið
gagnamagn og jafnvel þó að sím-
inn sé í vasanum eru oft gögn að
fara til og frá símanum, sem getur
saxað á gagnamagnið.
Það eru nokkrir hlutir sem
hægt er að gera til að lágmarka
óþarfa notkun á gagnamagni og
hér verður farið yfir nokkur slík
sem gætu kannski minnkað notk-
unina eitthvað og þannig sparað
notandanum.
notaðu þráðlausa
netið óspart
Flest höfum við aðgang að þráð-
lausu neti heima hjá okkur og á
vinnustaðnum. Það er best að
hafa alltaf kveikt á Wi-Fi-still-
ingunni í símanum,
þar sem það eyð-
ir ekki mikilli
orku og það
getur heldur
betur borgað
sig að nota það
frekar en net-
kerfi símafyrir-
tækjanna. Einnig er
hægt að ná í forrit í í App Store
sem sýna hvar hægt er að tengj-
ast ókeypis þráðlausu neti í ná-
grenninu, þar má til dæmis má
nefna appið Free Wi-Fi Finder,
sem hægt er að ná í ókeypis.
neyddu símann til að nýta
það betur
Mörg forrit í snjallsíma senda
gögn í og úr símanum í tíma og
ótíma og engu skiptir hvort við-
komandi sé heima á þráðlausa
netinu eða úti í bæ á 4g. Til dæm-
is býður iPhone upp á þá still-
ingu að vista allar myndir sem
teknar eru í iCloud-þjónustuna
og það getur notað mikið gagna-
magn. En forrit bjóða oft upp á
þann möguleika að sækja eða
senda gögn bara ef símtækið er
tengt þráðlausu neti. iOS 7 býður
einnig upp á þann möguleika að
þröngva forritum til að nota að-
eins Wi-Fi-tengingu. Til að virkja
það er farið inn í Settings, Cellular
options og undir valmöguleik-
anum Use Cellular Network
Data For er hægt að velja hvaða
tengingu forrit eiga að nota.
Fylgstu með notkuninni
Það er gott að fylgjast með hvaða
forrit það eru sem eru að soga
til sín mesta gagnamagnið. Það
eru mörg forrit til fyrir iphone
sem fylgjast með gagnamagns-
notkuninni en forritið Onavo
Count er mjög þægilegt í notk-
un og veitir góða yfirsýn. Onavo
þróaði einnig forritið Extend sem
beinlínis sparar gagnamagn með
því að þjappa gögnum og hlaða
myndum á hagkvæmari hátt.