Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2014, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2014, Side 25
Vikublað 10.–12. júní 2014 Neytendur 25 Brutu lög um neytendalán Reyndu með orðhengilshætti að sneiða fram hjá lögum sem Alþingi setti í fyrra N eytendastofa hefur ákveðið að beita stjórnvaldssektum gegn smálánafyrirtækjum á Íslandi fyrir að fara ekki eftir lögum um neytendalán. Neytendastofa tók til skoðunar lánasamninga fyrirtækjanna og komst að þeirri niðurstöðu að þeir stæðust ekki lög um neytenda- lán þar sem svokölluð ÁHK-tala var hærri en 50 prósent. ÁHK, ár- leg hlutfallstala kostnaðar, er all- ur kostnaður af láninu gefinn upp í einni prósentutölu. Þessi tala má samkvæmt lögum um neytendalán ekki vera hærri en 50 prósent að við- bættum stýrivöxtum. Samkvæmt tilkynningu Neyt- endastofu tóku smálánafyrirtækin ekki kostnað við svokallaða flýti- þjónustu með í reikninginn, en þegar það er gert snarhækkar ár- leg hlutfallstala kostnaðar hjá öll- um lánveitendunum umtalsvert. Hjá Múla, Hraðpeningum og 1909 fór talan upp í 2036,6 prósent og hjá Kredia og Smálánum fór hún upp í 3,214 prósent. Í fyrra setti Alþingi ný lög sem setja átti smálánafyrirtækjum skorður. Með tilkomu þessara nýju laga mátti ÁHK ekki fara yfir 50 pró- sent á lánasamningum sem eru til skemmri tíma en þriggja mánaða. Fyrirtækin komust hjá því að fara eftir þessum lögum með því að byrja að rukka fyrir svokallaða flýti- þjónustu. Fyrirtækin gera þá láns- hæfismat á lántakanum, sem get- ur borgað aukalega vilji hann að lánshæfismatið sé afgreitt á einni klukkustund. Í svörum fyrirtækjanna við rann- sókn Neytendastofu kom fram að þau telji kostnað við flýtiþjónustuna ekki falla undir heildarlántöku- kostnað þar sem lántakendur geti valið hvort þeir nýti sér hana eða ekki. Neytendastofa tók þessa skýr- ingu ekki gilda þar sem lánveitandi á að framkvæma lánshæfismat þótt hann rukki fyrir það sérstaklega. Kostnaður við gerð lánshæfismats telst hluti af heildarlántökukostn- aði og á hann að vera innifalinn í út- reikningi á ÁHK. Neytendalán ehf. sem rekur smá- lánafyrirtækin Múla, Hraðpeninga og 1909 var sektað um 750.000 krón- ur og var fyrirtækið Kredia ehf., sem rekur Kredia og Smálán, sektað um 250.000 krónur fyrir hvort félag. n jonsteinar@dv.is Tóku ekki allan kostnað með í reikninginn Smálánafyrirtækin sögðu að kostnaður við lánshæfismat teldist ekki til heildarkostnaðar. Neyt- endastofa tók þær skýringar ekki gildar. Borgar viðbótar- trygging sig? Mörg fyrirtæki bjóða upp á svo- kallaða viðbótartryggingu þegar vörur eða þjónusta er keypt. Slík trygging á að duga lengur en lögbundin neytendatrygging og virkar í mörgum tilfellum svipað og kaskótrygging. Til dæmis er tækið tryggt fyrir óhöppum eins og falli eða vatnsskemmdum og í raun öllu tjóni sem hefur áhrif á notkun eða virkni tækisins. Hátt hlutfall af vöruverði Vinsælt er að bjóða slíkar tryggingar þegar raftæki eru keypt, til dæmis tölvubúnaður, myndavélar og farsímar og einnig stærri tæki á borð við ísskápa og þvottavélar. Kostnaður við slíka tryggingu er mismunandi, en sem dæmi má nefna að samkvæmt vefsíðu ónefndrar raftækjaversl- unar í Reykjavík kostar slík ábyrgð í flestum tilfellum að minnsta kosti 18.000 krónur eða allt að 10 prósentum af andvirði tækisins. Það er þó hugsanlegt að það borgi sig ekki að taka viðbótar- tryggingu þar sem ekki er alveg útséð hvort það komi betur út þegar öllu er á botninn hvolft. Hefðbundin neytendatrygging dekkar bilun í tækjum sem rekja má til verksmiðjugalla og gildir hún í tvö ár en getur verið allt að fimm árum í vissum tilvikum. Fáðu ráðgjöf Það er betra að leita til þjónustu- fulltrúa hjá því tryggingafyrirtæki sem heimilið er tryggt hjá og kanna hvort tryggingarnar dekki sams konar skaða. Þó ber að hafa í huga að tryggingafélög reikna oft afföll af tækinu og það getur haft áhrif á þá upphæð sem fæst greidd út. En á móti kemur að innbúskaskó tryggir allt innbúið en ekki bara eitt tæki. Erfitt að átta sig á kostum og göllum Neytendastofa tók árið 2006 þátt í samnorrænu verkefni þar sem slíkar tryggingar voru skoðað- ar ofan í kjölinn. Þar kemur fram að viðbótartryggingar eru oftast boðnar þegar greiða á fyrir vör- una og að slíkt geri kaupandan- um erfitt um vik að vega og meta hvort tryggingin veiti honum raunverulega vernd sem hann er ekki þegar aðnjótandi gegnum heimilistryggingar. Þetta er því nokkuð sem kaupandi þarf að vega og meta og það gæti borg- að sig að kanna málið vel og vera undirbúinn þegar sölumaðurinn býður viðbótartryggingu. N ú eru flestir komnir með snjallsíma í hendur og er framboð af slíkum tækjum sífellt að aukast. Neytendum stendur til boða að kaupa síma frá fjölmörgum framleiðendum og er verðbilið mjög breitt, eða allt frá 20.000 krónum og upp úr. DV ákvað að kanna hvaða snjall- síma væri hagstæðast að kaupa í dag og var verðþakið sett í 40.000 krónur. Það eru fjölmargir símar í boði og hér verða skoðaðir þeir fimm bestu, miðað við hvaða kosti og galla þeir hafa. Huawei bestur í þessum flokki Í úttekt blaðsins kom Huawei Ascend G700 vel út og myndi vera sá sími sem hagstæðast er að kaupa í dag, séu eiginleikar síma á þessu verðbili bornir saman. G700 síminn skartar stórum fimm tommu skjá með góðri upplausn, fjögurra kjarna örgjörva, 8 megapixla myndavél og miklu vinnsluminni. Einnig býður hann upp á möguleikann á að nota tvö sim-kort, sem getur verið góður kostur og skilað sér í sparnaði fyrir notandann. Það eina sem gæti ver- ið galli fyrir þennan síma er að kín- verska vörumerkið Huawei er ekki mjög þekkt hérlendis, en hefur verið að sækja í sig veðrið um allan heim. Í rauninni er vélbúnaður símans mjög góður miðað við verðið. Lumia eru góðir fyrir verðið Sá sími sem væri næstbesti kostur í þessum verðflokki myndi vera Nokia Lumia 630, sem kom á mark- að núna í vor. Lumia 630 síminn er búinn fjögurra kjarna örgjörva, 4,5“ skjá og nýjasta Windows-stýri- kerfinu, en á móti kemur að sím- inn hefur aðeins 512MB innra minni, sem gæti valdið því að sím- inn keyri ekki öll forrit mjög hratt og getur skert endingartímann þar sem hann styður kannski ekki forrit sem gefin verða út síðar og krefjast meira vinnsluminnis. Verðið kemur einnig á óvart en hann kostar víðast hvar rétt um 30.000 krónur. Bestu ódýru snjallsímarnir Þriðji besti síminn í þessum verð- flokki er Nokia Lumia 625. Hann er aðeins dýrari en nýi 630 síminn og kom út fyrir tæpu ári síðan. Hann er með örlítið stærri skjá en 630 sím- inn, 4,7 tommur, en skerpan er að- eins minni. Símarnir eru með sams konar örgjörva og jafn mikil vinslu- minni, 512MB en batteríið er aðeins betra í þessum heldur en 630 sím- anum. Galaxy Ace 3 ágætur en heldur dýr Síminn sem var valinn fjórði besti kosturinn er Samsung Galaxy Ace 3. Þessi sími kom á markað fyrir tæpu ári og er því kannski ekki vænlegur upp á endingartíma. Síminn er bú- inn tvíkjarna örgjörva og 1GB vinnsl- uminni, sem er í lægri kantinum miðað við nýja síma í dag. Skjárinn er ekki mjög stór, sem gæti reyndar hentað sumum. Verðið er frekar hátt ef vélbúnaður er borinn saman við hina símana í könnuninni. Misjafnar þarfir Niðurstaðan í þessari úttekt er sú að Huawei Ascend er góður kostur ef þú vilt fá tiltölulega hraðan síma með stórum skjá með hárri upp- lausn. Sem dæmi má nefna að hann kostar nánast það sama og Galaxy Ace 3 síminn, sem er minni og ekki eins öflugur. En það er mis- jafnt hverjar þarfir notandans eru og sumum hentar kannski ekki stór skjár og svo framvegis. Nokia n Huawei Ascend G700 bestu kaupin undir 40.000 n Nokia Lumia góður Jón Steinar Sandholt jonsteinar@dv.is Lumia-símarnir eru líka spennandi kostur og verðið er hagstætt en hafa ber í huga að Windows Phone-stýri- kerfið er frekar ungt og því er for- ritaverslunin ekki nærri því eins stór og sú sem Android-símar hafa aðgang að. n „G700-sím- inn skartar stórum fimm tomma skjá með góðri upplausn Nokia Lumia 625 Algengt verð: 36.900 Kostir n FM Útvarp n 4,7“ skjár Gallar n Bara 512MB vinnsluminni n Ekki jafn mörg forrit í boði n Ekki Full HD upptaka Samsung Galaxy Ace 3 Algengt verð: 39.900 Kostir n Ágætis skjáupplausn n Stórt merki í snjallsímum Gallar n 5MP myndavél n 4“ skjár n Frekar dýr miðað við vélbúnað n Ekki Full HD upptaka Huawei Ascend G700 Algengt verð: 39.900 Kostir n 5“ skjár n Góð skjáupplausn n Fjögurra kjarna örgjörvi n 8MP myndavél n 2GB Vinnsluminni n 2 Sim kort n FM ÚTvarp Gallar n Ekki mjög þekkt merki Nokia Lumia 630 Algengt verð: 29.900 Kostir n 4,5“ skjár n Fjögurra kjarna örgjörvi Gallar n Bara 512MB vinnsluminni n Enginn birtuskynjari n Ekki full HD upptaka 1 2 3 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.