Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2014, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2014, Blaðsíða 28
28 Lífsstíll Vikublað 10.–12. júní 2014 Nýr og fallegur Transit Connect n Mjög lipur og góður akstursbíll n Ánægjulegar eyðslutölur B rimborg kynnti á dögunum nýjan og mikið breyttan Ford Transit Connect. Þetta er lítill sendill eða „minivan“ sem býður upp á mikla möguleika. Hægt er að fá hann í tveimur lengdum, með eða án glugga aftur í, og einnig er hann fáanlegur með sætum aftur í og þá sem fjögurra-, fimm- og sjö manna fjölskyldubíl. Bíllinn er í grunninn byggður á Ford Focus og fæst bæði með bensín og dísilvél. Ford Transit Connect hefur verið valinn sendibíll ársins árið 2014. Gott pláss Það fyrsta sem maður verður var við þegar sest er undir stýri á þess- um bíl er gríðarlega gott höfuðrými sem og reyndar pláss almennt ef frá er talið miðjusæti í sendilút- gáfu hans, en þar getur enginn setið. Það er auðvelt að ganga um hann og allar hurðir opnast vel. Mikið er um geymsluhólf af ýmsu tagi sem bæði ætti að koma sér vel fyrir verktaka sem og fjölskyldu- fólk. Tæknilega séð kom það pínu undarlega fyrir sjónir að ekki er í honum Bluetooth en USB og MP3 tengi eru á sínum stað. Stórgalli á stýrishjóli er svo stjórnbúnaður við útvarp, sem alla jafna er vel innan handar í Ford-fólksbílum. Í Transit Connect þarf einkar fima fingur við hækkun og lækkun á útvarpi og þrátt fyrir ítrekaðar æfingar við þennan rofa þá bara virkar hann ekki sem skyldi. Lipur í akstri Þegar í umferðina er komið minnir bíllinn mikið á Focus og aksturinn með öllu laus við sendilskeim sem oft fylgir bílum í þessum flokki. Transit Connect er fáanlegur með 1,6TDCi dísilvél (sem var í þess- um bíl) með Start-Stop spartækni. Hægt er að fá dísilvélina í tveimur útgáfum, 75 hestafla og svo 95 hest- afla. Báðar uppfylla þau skilyrði sem þarf til að fá frítt í stæði í mið- bæ Reykjavíkur í 90 mínútur í senn. Þá er bíllinn einnig fáanlegur með hinni frábæru EcoBoost-bensín- vél. Allar útgáfur dísilbílanna eru með fimm gíra kassa en bensínút- gáfan er með 6 gíra kassa. Seinna meir verður bíllinn svo í boði með 1,6 lítra bensínvél og sjálfskiptingu sem ætti að vera kjörbúnaður fyrir hinn almenna strumpastrætó. Eldsneytisnotkun í lágmarki Það sem mest kom á óvart í akstri þessa bíls var ánægjulega lítil eyðsla. Þessi útgáfa sem hér var ekið er gefin upp með 4,4 lítra eyðslu í blönduðum akstri. Við reynsluakstur fór bíllinn aldrei fram úr þeim tölum og í heildar- akstri var hann meira að segja dá- lítið undir þeim. Verðmiðinn Hér er annar jákvæðasti kostur þessa bíls ásamt útliti hans en það er verðið. Bíllinn fæst frá 2.990 þús. króna sem verður að teljast mjög gott verð fyrir bíl í þessum flokki og þetta vel búinn. Auka- hluti má fá í hann eins og allflesta bíla í dag en girnilegastur þar er samlitun á stuðurum. Stuðarar bílsins ná nefnilega ótrúlega hátt upp á framenda hans og eru, eins og speglar og hliðarplöst, úr svörtu plasti sem veðrast auðveldlega og verður mjög fljótt afskaplega ljótt – sé því ekki vel við haldið. Heilt yfir og þrátt fyrir nokkrar aðfinnsl- ur er þetta eigulegur, sparneytinn og góður bíll sem fæst á mjög góðu verði. n Ford Transit Connect ✘ Kostir: Gott verð og lítil eyðsla ✔ Gallar: Plast á stuðurum, rofar á stýri og miðjusæti Umboðsaðili: Brimborg Bíll: Ford Transit Connect Eyðsla: 4,4 l/100 (blandaður akstur) Hestöfl: 75 Gírar/þrep: 5 gíra beinskiptur Árekstrarpróf: 78% Verð: frá 2.990 þús. Björgvin Ólafsson bilar@dv.is Bílar Vel heppnað útlit Nýja Connect-útgáfan af Ford Transit er mjög vel heppnuð í útliti enda langfallegasti bíllinn í þessum flokki á markaðnum í dag. Myndir BÓ Lítil eyðsla Dísil-vélin í þessum bíl notar einungis 4,4 lítra í blönduðum akstri. Boðið er upp á tvær gerðir af dísil-vélum ásamt því að hann fæst með hinni margverðlaunuðu eins lítra EcoBoost-bensínvél. Gott aðgengi Hægt er að opna allar hurðir bílsins vel og því auðvelt að koma fyrir þeim hlutum sem koma þarf í hann. Mikið plast Óþarflega mikið svart plast er í grunnútgáfu bílsins. Það verður fljótt grátt og ljótt, ef bílnum er ekki haldið við. Skráður 3 manna Bíllinn er skráður þriggja manna en vonlaust er að ætla sér að sitja í miðjusæti bílsins. Endasæti hægra megin er hægt að leggja alveg niður og með opnanlegri lúgu aftur í bílinn má með því koma lengri hlutum í hann. Heimsmet í vatnaakstri Um síðustu helgi var sett all- óvenjulegt heimsmet á Íslandi. Heimsmetið setti torfærumeist- arinn Guðbjörn Grímsson er hann fleytti 1.600 hestafla Ford- knúinni torfærubifreið sinni yfir ána á torfærusvæði Hellumanna. Þetta er í fyrsta skipti sem hraði er mældur á þessum 300 metra kafla sem Guðbjörn fleytti bíl sín- um yfir og sýndu mælingar lög- reglu að hann hefði verið á 87 kílómetra hraða ofan á vatninu. Myndbönd af þessum viðburði hafa hlotið gríðarmikla athygli á samskiptavefjum og Guðbjörn sjálfur segist enn eiga nóg inni hjá Fordinum sínum til að bæta metið að ári. Yfir 600 hestafla Challi Einn af vinsælustu Muscle Car- bílum í Bandaríkjunum hefur lengst af verið Dodge Challenger. Gullaldarár hans voru upp úr 1970 en rétt eins og keppinautar hans kom hann á ný á markað í byrjun þessarar aldar. Chrysler- verksmiðjurnar hafa nú form- lega sett 2015-útgáfu af Dodge Challenger SRT á markað en hann mun verða sá öflugasti sem farið hefur frá þeim með þessu nafni. Þó svo að enn liggi ekki fyrir allar upplýsingar um búnað bílsins þá hefur það verið staðfest að hann mun verða yfir 600 hest- öfl frá verksmiðju. Verðið að skýrast Nú fer biðinni alveg að ljúka fyrir þá sem vilja tryggja sér eintak af 2015-árgerð af hinum nýja Ford Mustang. Bíllinn var, eins og frægt er, frumsýndur á 50 ára af- mæli Mustangsins hinn 27. apríl síðastliðinn og samkvæmt þeim upplýsingum sem nú eru komn- ar fram mun grunnútgáfa hans verða verðlögð frá ríflega tuttugu og fjögur þúsund dollurum. Það gerir um 2,7 milljónir úti fyrir standard 3,7 lítra beinskiptan bíl. Eftir að Bjarni Ben. og Eim- skip hafa fengið sína þóknun má að sjálfsögðu rúmlega tvöfalda þessa tölu til að finna út rétt verð á honum hér heima.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.