Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2014, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2014, Blaðsíða 30
Vikublað 10.–12. júní 201430 Sport 1 Wayne Rooney heill Meiðsli hafa plagað þenn­an frábæra fótboltamann á hverju stórmótinu á fætur öðru undanfarin ár. Nú hefur hann engar afsakanir. Rooney gæti gert gæfumuninn hjá Englandi, sem mætir til leiks með spennandi lið. Á góðum degi er unun að horfa á Rooney spila fyrir England. 2 Þjóðsöngur Brasilíu Það verður mögnuð upplifun að hlusta á hátt í 50 þúsund áhorfendur syngja með brasilíska þjóðsöngnum í opnunarleiknum gegn Króötum á fimmtudaginn. Af því mómenti má enginn missa. 3 Ítalir og hitinn Ítalir spila alla sína leiki nyrst í Brasi­líu, þar sem hitinn verður í kringum þrjátíu gráður. Það verð­ ur spennandi að sjá hvernig leik­ mönnum reiðir af við slíkar aðstæð­ ur. Stendur hinn 35 ára gamli Pirlo undir væntingum í 30 stiga hita og raka? 4 Chile Þótt Chile verði í riðli með Hollendingum, Spán­verjum og Áströlum geta þeir hæglega orðið það lið í keppn­ inni sem mest kemur á óvart. Lið með Alexis Sanchez og Eduardo Vargas í sókninni, og Arturo Vidal á miðjunni, getur gert hverjum sem er skráveifu. Chile vann England 2–0 á Wembley í nóvember og verða frá­ bærir á að horfa. 5 Messi og Ronaldo Leik­mennirnir eru báðir á há­tindi ferils síns og eru tveir bestu leikmenn heims. Nú mæta þeir á stóra sviðið og þurfa að standa undir væntingum. Þeir þurfa að sýna hvers vegna þeir eru taldir þeir bestu í heimi. 6 Hvernig vegna Klins-mann? Landon Donovan hefur verið aðal maðurinn í bandaríska landsliðinu undanfar­ in ár. Jürgen Klinsmann ákvað að skilja Donovan eftir heima og hefur fyrir það verið gagnrýndur harka­ lega. Hann mun þurfa að taka á öllu sínu til að sanna að hann hafi haft rétt fyrir sér. 7 Gullkynslóð Belga Mik­ils er vænst af Belgum á mótinu enda eru þeir með frábæran leikmannahóp og í auð­ veldasta riðlinum á HM. Belgar eru í riðli með Alsír, Rússum og Suður­ Kóreu. Þetta er mótið þar sem þess er vænst að Belgar springi út. Spurn­ ingin er hins vegar hvort þeir spr­ ingi frekar á limminu. Standast þeir pressuna? 8 Íslendingur spilar Aron Jóhannsson er fyrsti ís­lenski knattspyrnumaður­ inn sem kemst á HM. Hann verður kannski ekki í byrjunarliðinu í fyrsta leik en er líklegur til að koma nokk­ uð við sögu. Bandaríkjamenn mæta Portúgal, Gana og Þýskalandi í G­ riðli. Aron mætir því Ronaldo. 9 Sergio Aguero Aguero er alltaf frábær þegar hann spilar með Argentínu. Agu­ ero er úthvíldur, enda spilaði hann lítið í vor, og ætti að mæta í 100 pró­ sent formi til Brasilíu. Þar spilar hann við hitastig sem hann er van­ ur og með frábæra miðjumenn með sér. Aguero gæti hirt gullskóinn. 10 Fred Sumir hafa veðjað á að Fred, leikmaður Flu­minense, muni fara á kost­ um í Brasilíu og muni berjast við Aguero og fleiri um gullskóinn. Ef hann stendur sig vel gæti svo farið að stóru liðin muni slást um hann eftir keppnina. Með Neymar í liði gæti Fred orðið magnaður á heima­ velli. 11 Spánverjar á sögu-spjöldin? Ef Spánverjum tekst að verja heimsmeist­ aratitilinn verður það í fyrsta sinn í sögunni sem sama þjóðin vinnur fjögur stórmót í röð (unnu EM 2008, HM 2010 og EM 2012). Hafa þeir yfir burðina sem þeir höfðu á síð­ asta HM, eða er leikmannahópurinn orðinn of gamall? 12 Taumlaus gleði Brasilíu­menn kunna svo sannar­lega að halda hátíðir. Um risavaxinn íþróttaviðburð er að ræða og Brasilíumenn munu án vafa leika á als oddi, innan vallar en ekki síður utan. Gulklæddir dansandi heima­ menn munu vafalaust gera HM að ógleymanlegum viðburði. 13 Suarez mætir Englandi Knattspyrnumaðurinn frá­bæri Luis Suarez verður vafalítið í sviðsljósinu þegar Úrúgvæ og England eigast við í riðlakeppn­ inni. Um verður að ræða lykil­ leik í riðlinum, þar sem allt verður undir. Ímyndið ykkur viðbrögð­ in á Englandi ef Suarez fiskar ódýrt víti og skorar sigurmarkið sjálfur! Á hann afturkvæmt til Liverpool? Ljóst má vera að varnarmenn Englands munu eiga fullt í fangi. 14 Við ofurefli að etja Ástr­alir hafa stundum átt betri leikmenn en einmitt núna. En til Brasilíu eru þeir mættir og í engan smáriðil. Þeir mæta Chile, Hollandi og Spáni. Spurningin er ekki hvort Áströlum tekst að komast upp úr riðlinum, heldur hvort þeim tekst að krækja í stig. Ef þig vantar eitthvert „lítið“ lið til að halda með á næstu vikum, þá veitir Áströlum ekki af stuðningnum. 15 Trommurnar Búðu þig undir dynjandi trommu­slátt í hvert sinn sem Bras­ ilíumenn sækja. Það er einkenn­ ismerki á heimaleikjum þeirra. Sambatakturinn verður sleginn linnulaust, það máttu bóka. 16 Lallana og Sterling Adam Lallana og Raheem Sterling eru ungir en stór­ efnilegir enskir leikmenn sem hafa ef til vill burði til að skjóta Englendingum langt í keppninni. Þetta eru kannski ekki þekktustu nöfnin (fyrir fólk sem horfir á fót­ bolta á fjögurra ára fresti) en þetta eru leikmenn sem vert er að fylgjast náið með. 17 Ekvador, Sviss eða Hondúras? Frakkar vinna örugglega E­riðilinn á HM en baráttan um annað sætið gæti orðið afar hörð. Ekvador, Sviss og jafnvel Hondúras geta blandað sér í baráttuna. Hondúras og Ekvador mætast í annarri umferð. Sá leikur gæti ráðið úrslitum – eða því sem næst. 18 Balotelli Ítalinn Mario Balotelli hefur burði til að verða hetja Ítala á HM. Hann getur, þegar þannig liggur á honum, leikið frábæra knattspyrnu og gert stórkostlega hluti. Hann er einn þeirra leikmanna sem gæti 30 ástæður til að horfa á hM n Veislan hefst í Brasilíu á fimmtudag n Allir bestu fótboltamenn í heimi, nema Zlatan n Hverjir koma á óvart? n Hverjir valda vonbrigðum? Baldur Guðmundsson baldur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.