Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2014, Qupperneq 30
Vikublað 10.–12. júní 201430 Sport
1 Wayne Rooney heill Meiðsli hafa plagað þennan frábæra fótboltamann
á hverju stórmótinu á fætur öðru
undanfarin ár. Nú hefur hann
engar afsakanir. Rooney gæti gert
gæfumuninn hjá Englandi, sem
mætir til leiks með spennandi lið.
Á góðum degi er unun að horfa á
Rooney spila fyrir England.
2 Þjóðsöngur Brasilíu Það verður mögnuð upplifun að hlusta á hátt í 50 þúsund
áhorfendur syngja með brasilíska
þjóðsöngnum í opnunarleiknum
gegn Króötum á fimmtudaginn. Af
því mómenti má enginn missa.
3 Ítalir og hitinn Ítalir spila alla sína leiki nyrst í Brasilíu, þar sem hitinn verður
í kringum þrjátíu gráður. Það verð
ur spennandi að sjá hvernig leik
mönnum reiðir af við slíkar aðstæð
ur. Stendur hinn 35 ára gamli Pirlo
undir væntingum í 30 stiga hita og
raka?
4 Chile Þótt Chile verði í riðli með Hollendingum, Spánverjum og Áströlum geta
þeir hæglega orðið það lið í keppn
inni sem mest kemur á óvart. Lið
með Alexis Sanchez og Eduardo
Vargas í sókninni, og Arturo Vidal á
miðjunni, getur gert hverjum sem er
skráveifu. Chile vann England 2–0 á
Wembley í nóvember og verða frá
bærir á að horfa.
5 Messi og Ronaldo Leikmennirnir eru báðir á hátindi ferils síns og eru tveir
bestu leikmenn heims. Nú mæta
þeir á stóra sviðið og þurfa að standa
undir væntingum. Þeir þurfa að
sýna hvers vegna þeir eru taldir þeir
bestu í heimi.
6 Hvernig vegna Klins-mann? Landon Donovan hefur verið aðal maðurinn
í bandaríska landsliðinu undanfar
in ár. Jürgen Klinsmann ákvað að
skilja Donovan eftir heima og hefur
fyrir það verið gagnrýndur harka
lega. Hann mun þurfa að taka á öllu
sínu til að sanna að hann hafi haft
rétt fyrir sér.
7 Gullkynslóð Belga Mikils er vænst af Belgum á mótinu enda eru þeir með
frábæran leikmannahóp og í auð
veldasta riðlinum á HM. Belgar eru
í riðli með Alsír, Rússum og Suður
Kóreu. Þetta er mótið þar sem þess
er vænst að Belgar springi út. Spurn
ingin er hins vegar hvort þeir spr
ingi frekar á limminu. Standast þeir
pressuna?
8 Íslendingur spilar Aron Jóhannsson er fyrsti íslenski knattspyrnumaður
inn sem kemst á HM. Hann verður
kannski ekki í byrjunarliðinu í fyrsta
leik en er líklegur til að koma nokk
uð við sögu. Bandaríkjamenn mæta
Portúgal, Gana og Þýskalandi í G
riðli. Aron mætir því Ronaldo.
9 Sergio Aguero Aguero er alltaf frábær þegar hann spilar með Argentínu. Agu
ero er úthvíldur, enda spilaði hann
lítið í vor, og ætti að mæta í 100 pró
sent formi til Brasilíu. Þar spilar
hann við hitastig sem hann er van
ur og með frábæra miðjumenn með
sér. Aguero gæti hirt gullskóinn.
10 Fred Sumir hafa veðjað á að Fred, leikmaður Fluminense, muni fara á kost
um í Brasilíu og muni berjast við
Aguero og fleiri um gullskóinn. Ef
hann stendur sig vel gæti svo farið
að stóru liðin muni slást um hann
eftir keppnina. Með Neymar í liði
gæti Fred orðið magnaður á heima
velli.
11 Spánverjar á sögu-spjöldin? Ef Spánverjum tekst að verja heimsmeist
aratitilinn verður það í fyrsta sinn
í sögunni sem sama þjóðin vinnur
fjögur stórmót í röð (unnu EM 2008,
HM 2010 og EM 2012). Hafa þeir
yfir burðina sem þeir höfðu á síð
asta HM, eða er leikmannahópurinn
orðinn of gamall?
12 Taumlaus gleði Brasilíumenn kunna svo sannarlega að halda hátíðir. Um
risavaxinn íþróttaviðburð er að ræða
og Brasilíumenn munu án vafa leika
á als oddi, innan vallar en ekki síður
utan. Gulklæddir dansandi heima
menn munu vafalaust gera HM að
ógleymanlegum viðburði.
13 Suarez mætir Englandi Knattspyrnumaðurinn frábæri Luis Suarez verður
vafalítið í sviðsljósinu þegar Úrúgvæ
og England eigast við í riðlakeppn
inni. Um verður að ræða lykil
leik í riðlinum, þar sem allt verður
undir. Ímyndið ykkur viðbrögð
in á Englandi ef Suarez fiskar ódýrt
víti og skorar sigurmarkið sjálfur! Á
hann afturkvæmt til Liverpool? Ljóst
má vera að varnarmenn Englands
munu eiga fullt í fangi.
14 Við ofurefli að etja Ástralir hafa stundum átt betri leikmenn en einmitt núna.
En til Brasilíu eru þeir mættir og í
engan smáriðil. Þeir mæta Chile,
Hollandi og Spáni. Spurningin er
ekki hvort Áströlum tekst að komast
upp úr riðlinum, heldur hvort þeim
tekst að krækja í stig. Ef þig vantar
eitthvert „lítið“ lið til að halda með
á næstu vikum, þá veitir Áströlum
ekki af stuðningnum.
15 Trommurnar Búðu þig undir dynjandi trommuslátt í hvert sinn sem Bras
ilíumenn sækja. Það er einkenn
ismerki á heimaleikjum þeirra.
Sambatakturinn verður sleginn
linnulaust, það máttu bóka.
16 Lallana og Sterling Adam Lallana og Raheem Sterling eru ungir en stór
efnilegir enskir leikmenn sem
hafa ef til vill burði til að skjóta
Englendingum langt í keppninni.
Þetta eru kannski ekki þekktustu
nöfnin (fyrir fólk sem horfir á fót
bolta á fjögurra ára fresti) en þetta
eru leikmenn sem vert er að fylgjast
náið með.
17 Ekvador, Sviss eða Hondúras? Frakkar vinna örugglega Eriðilinn á HM
en baráttan um annað sætið gæti
orðið afar hörð. Ekvador, Sviss og
jafnvel Hondúras geta blandað sér
í baráttuna. Hondúras og Ekvador
mætast í annarri umferð. Sá leikur
gæti ráðið úrslitum – eða því sem
næst.
18 Balotelli Ítalinn Mario Balotelli hefur burði til að verða hetja Ítala á HM.
Hann getur, þegar þannig liggur á
honum, leikið frábæra knattspyrnu
og gert stórkostlega hluti. Hann er
einn þeirra leikmanna sem gæti
30 ástæður til að horfa á hM
n Veislan hefst í Brasilíu á fimmtudag n Allir bestu fótboltamenn í heimi, nema Zlatan n Hverjir koma á óvart? n Hverjir valda vonbrigðum?
Baldur Guðmundsson
baldur@dv.is