Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2014, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2014, Blaðsíða 38
Vikublað 10.–12. júní 201438 Fólk Bræður með súpuvagn Bræðurnir Gabríel Þór Bjarna- son og Benjamín Ágúst Gíslasyn- ir opnuðu um helgina súpuvagn í miðbænum. Bræðurnir hafa tek- ið sér langan tíma í að finna hina fullkomnu kjötsúpuuppskrift og ætla að standa vaktina á daginn og næturnar við að selja þyrst- um miðborgargestum kjötsúpu. Bræðurnir prófuðu súpuna á gestum í teiti hjá sjónvarpsmann- inum Auðuni Blöndal þar síðustu helgi og létu gestir vel af súpunni. Vinsæl Gestir skemmtu sér vel á opn- uninni. Þ ær hafa verið skotnar í þessu, Hollywood- dívurnar,“ segir Sigrún Lilja Guðjóns- dóttir, stofnandi tískumerk- isins Gyðja Collection. Merkið stofnaði Sigrún árið 2007. Gyðja Collection er fylgihlutalína en það framleiðir að mestu fylgihluti, þ.e.a.s. töskur og úr. Einnig eru skór og ilmvötn eitt það helsta hjá Gyðja Collection. Sigrún Gyða opnaði nú nýverið verslun í Bæjarlind í nafni merkis- ins sem er glæsileg á að líta. Á staðn- um er bæði verslun, sýningarrými og skrifstofur. „Það er mikið í þetta lagt. Þetta er listarými sem fyllir mann innblæstri.“ Sigrún segist hafa gengið út frá því að hafa búðina sem persónulegasta og fékk hjálp frá sín- um nánustu við að koma henni upp. Til að mynda smíðaði eiginmaður hennar borðin í búðinni. „Það er rosalega mikil sál á staðnum.“ Það var mikið fjör í opnunarteiti búðarinnar og engu til sparað. Gest- ir gæddu sér á makkarónum merkt- um Gyðjumerkinu meðan þeir dill- uðu sér við tóna Dj. Önnu Brá sem sá um stemninguna. „Þetta heppnaðist rosalega vel,“ segir Sigrún um opn- unarteitið. Sigrún segir margar þekktar Hollywood-stjörnur hafa verslað við sig og notað fylgihluti frá Gyðju. Til að mynda eigi söngkonan Nicole Scherzinger þrjú úr frá merkinu, að sögn Sigrúnar. Úrin eru úr ís- lensku laxaroði og er 24 karata gyll- ing. „Þetta er bæði úr og skartgripur í leiðinni.“ Að sögn Sigrúnar er Nicole ekki sú eina sem heillast hefur af vörunum. „Eva Longoria og Anna Hathaway eiga líka skó og töskur frá merkinu,“ segir hún ánægð með við- skiptahópinn. n Hollywood-dívurnar „skotnar“ í Gyðju Sigrún Lilja selur stjörnunum fylgihluti Salka Margrét Sigurðardóttir salka@dv.is Glæsilegar Edda, Rebekka, Solla, Andrea og Rakel. Smart Alexandra í fötum frá Gyðju . Búðin í Bæjarlind Sigrún, ásamt Elísabetu og Sesselju. Góð mæting Heiðrúnu, Þórunni og Önnu leist vel á. Gyðja Sigrún stofnandi Gyðju Collection ásamt Sollu. H araldur F. Gíslason, Pollapönk- ari og leikskólakennari, virð- ist vera orðinn dauðleiður á Hannesi Hólmsteini Gissurar- syni stjórnmálafræðiprófessor. „Þegar að fólk hættir að deila greinum og velta fyrir sér hvað náungi sem kall- ar sig Hannes Hólmsteinn Gissurar- son segir, þá erum við að komast upp úr hjólförunum,“ skrifar hann á Face- book og bætir við: „Er andstæðan við að „græða á daginn og grilla á kvöldin“ að „vinna á daginn og svæfa á kvöldin“?“ Þar vitnar hann í þekkt- an frasa Hannesar frá því á útrásar- árunum. Hannes hélt erindi á málþingi um karlmennsku sem haldið var í Háskóla íslands um daginn. Þar hélt Hannes því fram að í nútímanum væri erfiðara að vera karl en kona. Fór hann mjög óhefðbundna leið í skýringum sínum og vitnaði í gögn um lífslíkur, sjálfs- víg, glæpi og stríðsrekstur máli sínu til stuðnings. Fullyrti hann að launa- munur kynjanna væri „tölfræðileg tál- sýn“ og að samvera kvenna með ný- fæddum börnum væri ígildi launa. Í viðtali við Vísi sagði Kristín Ástgeirs- dóttir, framkvæmdastýra hjá Jafn- réttisstofu, að margir ráðstefnugest- ir hefðu verið hneykslaðir á því að Hannes hefði verið einn af fyrirlesur- unum á ráðstefnunni. Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingkona, gagnrýndi Hannes harð- lega í pistli á Eyjunni, ekki síst hug- myndir hans um að leggja niður kynjafræðikennslu. „Kynjafræðirann- sóknir á Vesturlöndum hafa haft ómetanlega þýðingu fyrir aukinn skilning almennings á kynbundnu misrétti,“ skrifar hún og bætir því við að það sæmi ekki háskólaprófessor að ráðast á aðrar fræðigreinar en þær sem hann sjálfur sinnir. „Ekkert frekar en það sæmir háskólaprófessor í opin berri stöðu að misfara með heim- ildir og hugverk annarra,“ segir Ólína og vísar til þess að Hæstiréttur dæmdi Hannes fyrir ritstuld við ritun ævisögu Halldórs Laxness árið 2008. Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, átaldi Hannes í bréfi og gerði kröfu um að vinnubrögðin sem hann viðhafði yrðu ekki endurtekin í framtíðinni. n Pollapönkari pirraður á Hannesi „Vinna á daginn og svæfa á kvöldin“? Mynd SiGtryGGur Ari upp úr hjólförunum Haraldur hvetur Íslendinga til að hætta að velta því fyrir sér því sem Hannes Hólmsteinn hefur að segja. Mynd GunnAr GunnArSSon Með kærustunni á sveitaballi Það var aldeilis fjör í Hreðavatns- skála á laugardaginn þegar hljómsveitin Skítamórall hélt þar sveitaball af bestu gerð. Margir gerðu sér ferð í sveitina til þess að skemmta sér og þeirra á meðal var íþróttaálfurinn sjálfur Magn- ús Scheving, sem var í miklu stuði á ballinu með kærustunni sinni, Hrefnu Björk Sverrisdóttur. Maggi var í stuði á ballinu og sló á létta strengi með öðrum ball- gestum: meðal annars leyfði hann stelpuhóp að lyfta honum upp fyrir myndatöku og hafði gaman af. Skemmtir sér á Balí Tónlistarmaðurinn Ólafur Arn- alds nýtur nú lífsins á Balí. Frá þessu var sagt í nýjasta tölublaði Séð og heyrt. Ólafur segist hafa fengið skyndilega hugdettu um að skella sér til Balí en þar á hann vini sem eru að byggja sér hús þar. Ólafur var á leið heim til Ís- lands en reif miðann og skellti sér frekar í ferðamannaparadísina þar sem hann iðkar jóga og fer á brimbretti. Þetta hefur eflaust verið kærkomin hvíld fyrir tón- listarmanninn sem hefur verið á tónleikaferðalögum víða um heiminn undanfarið. Ólafur vann líka Bafta- verðlaunin í apríl síð- astliðnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.