Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1969, Qupperneq 9
Verzlunarskýrslur 1968
7
lenzka mynt á sölugengi, en útfiutningstölur eru aftur á móti miðaðar
við kaupgengi.
Innfliitningsskýrsliunar eru gerðar eftir tollskýrslum innflytjenda,
sem Hagstofan fær samrit af. Skýrslutöku skipa og flugvéla, sem fluttar
eru til landsins, er þó öðru vísi háttað. Skýrslu um slíkan innflutning fær
Hagstofan yfirleitt ekki frá tollyfirvöldunum, licldur beint frá hlutað-
eigandi innflytjendum. Upplýsa þeir, hver sé byggingarkostnaður eða
kaupverð hvers skips eða flugvélar. Þar við leggst áætlaður lieimflutn-
ingskostnaður og kernur þá fram verðmætið, sem lekið er i verzlunar-
skýrslur. Skipainnflutningurinn hefur frá og með árinu 1949 yfirleitl
verið tekinn á skýrslu hálfsárslega, þ. e. með innflutningi júnímánaðar
og desembermánaðar, og sömu reglu hefur verið fylgt um flugvélainn-
flutninginn. Þó var innflulningur flugvéla og skipa i júlí—nóvember 1968
Iátinn fylgja nóvember-innflutningi. í desember 1968 var enginn slíkur
innflutningur. — í kaflanum um innfluttar vörur síðar i innganginum
er gerð nánari grein fyrir innflutningi flugvéla og skipa 1968. — Útflutt
skip hafa að jafnaði verið tekin á skýrslu hálfsárslega. í kaflanum um
útfluttar vörur síðar í innganginum er gerð grein fyrir sölu skipa úr
landi 1968.
Útflutningurinn er í verzlunarskýrslum talinn á söluverði afurða
með umbúðum, fluttra um borð í skip (fob) á þeirri höfn, er þær fyrst
fara frá. Er hér yfirleitt miðað við verðið samkvæmt sölureikningi útflylj-
anda. Sé um að ræða greiðslu umboðslauna til erlends aðila og það heimil-
að í útflutningsleyfinu, er upphæð þeirra dregin frá, lil þess að hreint fob-
verð komi fram. — Fob-verð vöru, sem seld er úr landi með cif-skilmálum,
er fundið með því að draga frá cif-verðmætinu flutningskostnað og trygg-
ingu, ásamt umboðslaunum, el' nokkur eru. — Nettóverðið til útflytjand-
ans er fob-verðið samkvæmt verzlunarskýrslum að frádregnum gjöldum á
útflutningi. Til maibyrjunar 1968 voru ákvæði um útflulningsgjöld af
sjávarafurðum í lög'um nr. 4/1966, sjá þó einnig lög nr. 40/1966 um
sérstakt síldargjald. Með lögum nr. 53 2. maí 1968, um breyting á lög-
um nr. 4/1966, breyttust útflutningsgjöld af sjávarafurðum. Gjald af
freðfiski, skreið, hertum þorskhausum, verkuðum saltfiski, saltfiskflök-
um, saltbitum, frystum hrognum og' frystum rækjum hélzt 530 kr. á
tonn, en ef gjaldið næmi meiru en sem svarar 3,5% af fob-verði var
heimilað að fella niður þann hluta þess, er væri umfram þessi mörk.
Gjald af fob-verði síldarlýsis, síldarmjöls og síldarsoðkjarna hélzt 8%,
en g'jald af fob-verði saltsíldar hækkaði úr 6% í 10%. Að öðru leyti
vísast til nefndra laga. —- Engin gjöld eru á útfluttum landbúnaðaraf-
urðum og iðnaðarvörum.
Við ákvörðun á útflutningsverðmæti ísfisks í verzlunarskýrslum
gilda sérstakar reglur, sem gerð er grein fyrir í kaflanum um útfluttar
vörur síðar í inngangi þessum.
Allmikið er um það, að útflutningsverðmæti sé áætlað í skýrslunum,
þ. e. að reiknað sé með því verðmæti, sem tilgreint er í útflutningsleyfi