Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1969, Qupperneq 10
8
Verzlunarskýrslur 1968
útflutningsdeildar viðskiptamálaráðuneytisins. Fer svo, þegar látið er
uppi af hálfu útflytjanda, að varan sé flutt út óseld. Eru ekki tök á að
lagfæra þetta siðar, og er hér uni að ræða ónákvæmni, sem getur mun-
að miklu.
Það segir sig sjálft, að i verzlunarskýrslur koma aðeins vörur, sem
afgreiddar eru af tollyfirvöldum á venjulegan hátt. Kaup íslenzkra skipa
og flugvéla erlendis á vörum til eigin nota koma að sjálfsögðu ekki i
verzlunarskýrslum, og ef slíkar vörur eru fluttar inn í landið, koma þær
ekki á skýrslu, nema að svo miklu leyti scm þær kunna að vera teknar
til tollmeðferðar.
Þyngd útfluttrar vöru hefur ávallt verið tekin nettó i verzlunar-
skýrslur. Innfluttar vörur voru taldar nettó fram að 1951, en frá og með
því ári voru þær taldar brúttó, þ. e. mcð ytri umbúðum. Ástæða þessarar
hreytingar var aðallega sú, að illa gekk að l'á neltóþyngdina upp gefna
í tollskýrsluin, þar sem hún skipli ekki máli við tollafgreiðslu. Hins
vegar var hrúttóþyngd yfirleitt tilgreind í tollskýrslu, vegna þess að vöru-
magnstollur var miðaður við hana. Með nýjum tollskrárlögum, sem komu
til framkvæmda 1. maí 1963, var vörumagnstollur felldur niður á öllum
vörum, nema á salti og eldsneyti, þar sem þýðingarlaus vörumagnstollur
var látinn haldast óbreyttur, og á kartöflur og á lýstar og framkallaðar
kvikmyndafilmur var lagður vörumagnstollur í stað verðtolls. — Vegna
ýmissa anninarka á að miða innflutning við brúttóþyngd, var ákveðið að
reikna Jnjngd lians nettó frá og' með 1. maí 1963, er nýja tollskráin kom
til framkvæmda. í því sambandi cr rétt að geta þess, að í verzlunarskýrsl-
um flestra landa er innl'Iutningur miðaður við nettóþyngd.
Fanngjaldataxtar breyttust á árinu vegna gengisbreytingar 11. nóv.
1968. Flutningsgjald á vörum, sem koma til landsins i heilum förmum
eða farmhlutum (kol, salt, benzín og brennsluolíur, almennt timbur og
tilbúinn áburður) hækkuðu þegar um saina hundraðshluta og erlenda
gjaldeyrisgengið hækkaði (54,4%). Stykkjavörufarmgjöld Eimskipafé-
lags Islands hækkuðu hins vegar um 33% þegar við gengisbreytingu, sam-
kvæmt ákvörðun verðlagseftirlits.
Gjaldeyrisgengi. Hinn 11. nóvember 1968 tilkynnti bankastjórn
Seðlabankans, að hún að fengnu samþykki ríkisstjórnarinnar (sbr. 1. gr.
laga nr. 20/1962) hefði ákveðið nýtt stofngengi islenzkrar krónu, er
kæmi til framkvæmda morguninn eftir. Hið nýja stofngengi er 88 ís-
lenzkar kr. hver bandarískur dollar, í stað 57 kr., er ákveðið var 24.
nóv. 1967, sjá bls. 8* í inngangi Verzlunarskýrslna 1967 og bls. 197 í
desemberblaði Hagtíðinda 1967. Hækkun dollargengis var samkvæmt
þessu 54,4%, og lækkun á gengi íslenzkrar krónu 35,2%. Þegar 12. nóv.
1968 voru gefin lit lög, samþykkt af Alþingi nóttina áður, um ráðstaf-
anir vegna gengisbreytingarinnar (nr. 74/1968). — I grein á bls. 222 í
desemberblaði Hagtíðinda 1968 er skýrt nánar frá gengisbreytingu þess-
ari og efni nefndra laga. Visast til þess. Hér skal bins vegar gerð grein