Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1969, Side 42
40*
Verzlunarskýrslur 196(1
landi eru afgreiddar i Reykjavík og oft ekki tilkynntar Hagstofunni sem
útflutningur frá viðkomandi afskipunarhöfn.
Tafla VI sýnir verðmæti innflutnings í pósti. Mjög lítið er um út-
flulning í pósli og því nær eingöngu frá Reykjavík. — Póstbögglar, sem
sendir eru að gjöf, hvort heldur hingað til lands eða hdðan frá einstakling-
um, eru ekki teknir með í verzlunarskýrslur.
I töflu VI kemur fram, að cif-verðmæti vara, sem fóru um toll-
vörugeymsluna í Reykjavik 1968, var 222,8 millj. kr. Tollvörugeymslan
h.f., sem fékk heimild ráðherra til að reka almenna tollvörugeymslu í
Reykjavík (sbr. lög nr. 47/1960 og reglugerð nr. 56/1961), hóf starfsemi
i ágúst 1964. Aðalhlutverk hennar er að skapa innflytjendum aðstöðu
til að fá, að vissu marki, einstakar vörusendingar tollafgreiddar smám
saman eftir hentugleikum. Að sjálfsögðu eru það aðallega tiltölulega
fyrirferðarlitlar vörur, og vörur með háum tolli, sem færðar eru í toll-
vörugeymslu. — Það skal tekið fram, að Hagstofan telur allar vörur i
vörusendingu fluttar inn, þegar þær eru færðar í lollvörugeymslu eftir
komu þeirra til landsins í farmrými skips eða l'Iugvélar, eða í pósti, —
en ckki þegar einstakir hlutar vörusendingar eru cndanlega tollafgreiddir
og afhentir innflytjanda.
7. Tollarnir.
Customs duties.
Hér skal gerð grein fyrir þeim gjöldum, sem voru á innfluttum
vörum á árinu 1968.
Með lögum nr. 7 10. apríl 1968, um breyting á vegalögum, nr. 71/1963,
var hið sérstaka innflutningsgjald af benzini hækkað úr kr. 3,67 í kr.
4,67 á litra. Gjald af hjólbörðum og gúmmislöngum var með sömu lögum
hækkað úr 9 kr. í 36 kr. á kg.
Gjald af fob-vcröi bifreiöa, sem ríkisstjórninni er heimilt að inn-
heimta samkvæmt 16. gr. efnahagsmálalaga, nr. 4/1960, hélzt óbreytt á
árinu, sbr. reglugerð nr. 171 12. des. 1967, sem sctt var í kjölfar gengis-
brcytingar í nóvember 1967. Samkvæmt henni er gjald af gjaldskyldum
bifreiðum öðrum en jeppum 90%, en 30% á jeppum og 25% á bifhjólum.
Undanþegnar þessu gjaldi cru bifreiðar 3 tonn eða meira að burðarmagni,
almenningsbifreiðar, sjúkra-, bruna- og snjóbifreiðar, svo og bifreiðar,
sem eru hvort tveggja lögreglu- og sjúkrabifreiðar. Sérreglur gilda um
fob-gjald af leigubifreiðum til mannflutninga og af atvinnusendiferða-
bifreiðum. Gjald á hvorum tveggja er 30% en þó 65%, ef akstur þeirra
er aukastarf viðkomandi eigenda.
Með lögum nr. 3 15. febr. 1968, um breyting á tollskrárlögum nr.
7/1963, voru lækkaöir tollar á um 150 vöruliðum i tollskránni, og var þar
um að ræða mjög verulega lækkun tolls á mörgum vörum. í fyrsta lagi
voru allir tollar 110% og 125% í tollskránni (snyrtivörur, vissar hrein-