Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1986, Page 9
Verslunarskýrslur 1985
7*
Innflutningstölur verslunarskýrslna eru afleiðing umreiknings í íslenska mynt
á sölugengi, en útflutningstölur eru miðaðar við kaupgengi, sjá nánar aftast í
þessum kafla.
Innflutningsskýrslurnar eru gerðar eftir tollskýrslum innflytjenda, sem Hag-
stofan fær samrit af. Hvað varðar innflutning skipa og flugvéla, fær Hagstofan —
auk tollskýrslna — jafnframt upplýsingar beint frá hlutaðeigandi innflytjendum
skipa og flugvéla. Upplýsa þeir, hver sé smíðakostnaður eða kaupverð hvers
skips eða flugvélar. Þar við leggst áætlaður heimflutningskostnaður og kemur þá
fram verðmætið, sem tekið er í verslunarskýrslur. Skipainnflutningurinn var frá
og með árinu 1949 og til ársins 1984 tekinn á skýrslu hálfsárslega, þ. e. með
innflutningi júnímánaðar og desembermánaðar, nema þegar sérstök ástæða var
til annars, í sambandi við gengisbreytingar. Sömu reglu var fylgt um flugvélainn-
flutninginn. Frá og með árinu 1985 er innflutningur skipa og flugvéla tekinn á
skýrslu ársfjórðungslega, þ. e. með skýrslum fyrir mars, júní, september og
desember. — I kaflanum um innfluttar vörur síðar í innganginum er gerð nánari
grein fyrir innflutningi flugvéla og skipa 1985. — Útflutt skip og flugvélar hafa
að jafnaði verið tekin á skýrslu hálfsárslega en ársfjórðungslega frá og með árinu
1985. í kaflanum um útfluttar vörur síðar í innganginum er gerð grein fyrir sölu
skipa og flugvéla úr landi 1985.
Útflutningurinn er í verslunarskýrslum talinn á söluverði afurða með umbúð-
um, fluttra um borð í skip {fob) á þeirri höfn, er þær fyrst fara frá. Er hér yfirleitt
miðað við verðið samkvæmt sölureikningi útflytjanda. Sé um að ræða greiðslu
umboðslauna til erlends aðila og það heimilað í útflutningsleyfinu, er upphæð
þeirra dregin frá, til þess að hreint fob-verð komi fram. — Fob-verð vöru, sem
seld er úr landi með cif-skilmálum, er fundið með því að draga frá cif-
verðmætinu flutningskostnað og tryggingu, ásamt umboðslaunum, ef nokkur
eru. — Nettóverðið til útflytjandans er fob-verðið samkvæmt verslunarskýrslum
að frádregnum gjöldum á útflutningi. Gjöld lögð á fob-verð útfluttra sjávar-
afurða héldust að mestu óbreytt 1985: 5,5% almennt útflutningsgjald (á saltfiski
var gjaldið lækkað í 4% 1984 en hækkaði aftur í 5,5% 1985), 3,25% gjald á
söltuðum grásleppuhrognum og 1% „fulivinnslugjald“ á lagmeti. — Engin gjöld
eru á útfluttum landbúnaðarafurðum og iðnaðarvörum.
Við ákvörðun á útflutningsverðmæti ísfisks í verslunarskýrslum gilda sérstakar
reglur, sem gerð er grein fyrir í kaflanum um útfluttar vörur síðar í inngangi
þessum.
Nokkuð er um það, að útflutningsverðmœti sé áœtlað í skýrslunum, einkum
þegar vara er seld í umboðssölu eða á uppboðsmarkaði. Hér er fyrst og fremst
um sölu á ferskum fiski að ræða. Þótt reynt sé að leiðrétta þetta eftir á getur
þetta valdið ónákvæmni, einkum um tímasetningu útflutningsins.
Það segir sig sjálft, að í verslunarskýrslur koma aðeins vörur, sem afgreiddar
eru af tollyfirvöldum á venjulegan hátt. Kaup íslenskra skipa og flugvéla
erlendis á vörum til eigin nota koma að sjálfsögðu ekki í verslunarskýrslum, og
ef slíkar vörur eru fluttar inn í landið, koma þær ekki á skýrslu, nema að svo
miklu leyti sem þær kunna að vera teknar til tollmeðferðar.
Þyngd útfluttrar vöru hefur ávallt verið tekin nettó í verslunarskýrslur.
Innfluttar vörur voru taldar nettó fram að 1951, en frá og með því ári voru þær
taldar brúttó, þ. e. með ytri umbúðum. Vegna ýmissa annmarka á að miða
innflutning við brúttóþyngd, var ákveðið að reikna þyngd hans nettó frá og með
1. maí 1963, er ný tollskrá kom til framkvæmda.