Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1986, Side 10
8*
Verslunarskýrslur 1985
Farmgjöld. Sem fyrr voru almenn flutningsgjöld í millilandasiglingum skráð í
erlendum gjaldeyri og fylgdu sjálfkrafa breytilegu gengi erlendra gjaldmiðla.
Eins og frá er greint í Verslunarskýrslum 1984, lækkuðu farmgjaldataxtar
stykkjavöru í árslok 1983 en héldust óbreyttir á árinu 1984. Vegna taxtalækkun-
arinnar í árslok 1983 og vegna mikillar harðnandi samkeppni lækkuðu almenn
flutningsgjöld vegna stykkjavöru hins vegar verulega á árinu 1984. Þannig er
áætlað að meðalfarmgjöld í stykkjavöruflutningum hafi lækkað um tæp 20%
mælt í SDR frá ársmeðaltali 1983 til meðaltals 1984. Þessarar þróunar gætti enn
fyrstu mánuði ársins 1985. Farmgjaldataxtar stykkjavöru voru hins vegar
hækkaðir um 8% í apríl 1985 og aftur um 8% í júní. Þrátt fyrir þessar hækkanir á
töxtum, lækkuðu greidd meðalfarmgjöld fyrir stykkjavöruflutninga um rúm 4%
frá meðaltali ársins 1984 til meðaltals ársins 1985, mælt í SDR. Taxtar vegna
útflutnings, annars en þess sem samið er um sérstaklega, breyttust í samræmi við
áðurnefndar breytingar vegna innflutnings. Taxtar vegna stórflutninga, bæði í
inn- og útflutningi, héldust að mestu leyti óbreyttir í erlendri mynt milli áranna
1984 og 1985. — Hér hefur verið getið um helstu breytingar á farmgjöldum sem
urðu hjá Eimskipafélagi fslands á árinu 1985 og stuðst við upplýsingar þess. Hjá
öðrum skipafélögum í millilandasiglingum er þróunin talin hafa verið í stórum
dráttum svipuð og hér kemur fram.
Gengi krónunnar. Framvinda gengismála á alþjóðavettvangi á árinu 1985
einkenndist mest af lækkun á gengi Bandaríkjadollars gagnvart öðrum myntum.
Gengi dollars var mjög hátt í ársbyrjun og hækkaði enn fyrstu tvo mánuði ársins.
Dollaragengið var í hámarki í lok febrúar, en síðan fór það lækkandi. Frá 25.
febrúar til ársloka 1985 lækkaði gengi dollars um 28% gagnvart þýsku marki, um
25% gagnvart sterlingspundi og um 23% gagnvart japönsku yeni.
Gengi íslensku krónunnar var allstöðugt á fyrsta fjórðungi ársins 1985 en var
eftir það látið síga með lækkandi gengi Bandaríkjadollars. Frá upphafi til loka
ársins 1985 hækkaði meðalverð erlends gjaldeyris, mælt á viðskiptavog, um
18,7% en það svarar til 15,8% lækkunar á meðalgengi krónunnar gagnvart
öðrum gjaldmiðlum. Meðalverð erlends gjaldeyris, mælt á viðskiptavog, var á
árinu 1985 28,1% hærra en árið áður. Þetta svarar til þess að gengi krónunnar
hafi til jafnaðar verið 21,9% lægra árið 1985 en árið 1984. Ofangreindar tölur
eru miðaðar við meðaltal kaupgengis og sölugengis, en óverulegur munur var á
breytingu kaup- og sölugengis frá meðaltali 1984 til 1985.
Eftirfarandi tafla sýnir skráð kaupgengi Seðlabankans á erlendum gjaldeyri
eins og það var að meðaltali á árinu 1985 og í árslok 1985 í kr. á einingu auk
hlutfallslegrar hækkunar gengisins frá fyrra ári: (the following table shows
buying rates ofseveral major currencies in terms of ISK, 1985 average in col. I,
end 1985 in col. 3 and percentage cltanges on the previous year in col. 2 and 4):