Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1986, Page 35
Verslunarskýrslur 1985
33*
og því var þessu breytt frá og með Verslunarskýrslum 1970. Þessi útflutningur er
nú í sérstökum lið í töflu VII.
Tafla VII sýnir verðmæti innflutnings í pósti. Mjög lítið er um útflutning í pósti
og því nær eingöngu frá Reykjavík. — Póstbögglar, sem sendir eru að gjöf, hvort
heldur hingað til lands eða héðan frá einstaklingum, eru ekki teknir með í
verslunarskýrslur.
í töflu VII kemur fram cif-verðmæti vara, sem fóru um tollvörugeymsluna í
Reykjavík. Tollvörugeymslan h.f., sem fékk heimild ráðherra til að reka
almenna tollvörugeymslu í Reykjavík (sbr. lög nr. 47/1960 og reglugerð nr. 56/
1961), hóf starfsemi í ágúst 1964. Aðalhlutverk hennar er að skapa innflytjend-
um aðstöðu til að fá, að vissu marki, einstakar vörusendingar tollafgreiddar
smám saman eftir hentugleikum. Að sjálfsögðu eru það aðallega tiltölulega
fyrirferðarlitlar vörur, og vörur með háum tolli, sem færðar eru í
tollvörugeymslu. — Það skal tekið fram, að Hagstofan telur allar vörur í
vörusendingu fluttar inn, þegar þær eru færðar í tollvörugeymslu eftir komu
þeirra til landsins í farmrými skips eða flugvélar, eða í pósti, — en ekki þegar
einstakir hlutar vörusendingar eru endanlega tollafgreiddir og afhentir innflytj-
anda. — Utan Reykjavíkur eru nú starfandi þrjár tollvörugeymslur: Almenna
tollvörugeymslan hf, Akureyri, frá júlí 1970, Tollvörugeymsla Suðurnesja hf,
Keflavík, frá júní 1976 og Tollvörugeymslan í Hafnarfirði hf frá júní 1984.
Vörur, sem fara um þær, eru teknar í innflutningsskýrslur á sama hátt og vörur,
sem fara um tollvörugeymslu í Reykjavík.
7. Tollar og önnur gjöld á innflutningi.
Customs duties etc.
Með lögum nr. 65 16. júlí 1975 var lagt 12% svokallað sérstakt vörugjald á
fjölmargar innfluttar vörur og á sömu innlendar vörur að svo miklu leyti sem
þær eru framleiddar innanlands. 1978 skiptist vörugjaldið í 2 gjaldflokka, sem
frá 1. mars 1983 eru 24% og 30%. Vörugjald á innfluttum vörum er reiknað af
tollverði þeirra. Hráefni, helstu rekstrarvörur og ýmsar brýnar neysluvörur eru
undanþegnar gjaldi þessu, en hins vegar er það t. d. yfirleitt tekið af
fjárfestingarvörum. Tekjur af sérstöku vörugjaldi renna óskiptar í ríkissjóð.
Samkvæmt ákvæði laga nr. 77/1980 er lagt vörugjald á sælgæti og gosdrykki.
Gjaldið rennur í ríkissjóð og nemur 7% af tollverði sælgætis og 17% af tollverði
gosdrykkja.
Með lögum nr. 83 18. maí 1978 (sbr. lög nr. 78/1980) var ákveðið, að
innheimta skyldi 3% jöfnunargjald í ríkissjóð af tollverði (cif-verði) innfluttrar
vöru, er tollar hefðu verið lækkaðir af eða felldir niður vegna aðildar íslands að
EFTA og vegna samnings íslands við EBE. Frá 1. janúar 1982 er að auki
innheimt svo nefnt jöfnunarálag á innflutt hús og húshluta og nemur það 12% af
tollverði.
Frá 1. júlí 1985 er innheimt fóðurgjald af innfluttu fóðri og hráefni í það,
annars vegar grunngjald 50% af tollverði, þó aldrei hærra en 4 000 kr. á tonn, og
hins vegar sérstakt fóðurgjald, 80% af tollverði.
Með lögum nr. 5/1982 var lagt svo nefnt tollafgreiðslugjald á innfluttar vörur.
Þetta gjald nemur 1% af tollverði. Undanþegnar gjaldinu eru tollfrjálsar vörur,
vörur sem fara um tollvörugeymslur og póstsendingar, sem afgreiddar eru án
aðflutningsskýrslu.
3