Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1986, Page 40
38!
Verslunarskýrslur 1985
Á árinu 1985 urðu nokkrar breytingar á gjöldum af innflutningi. Helstu
breytingar á tollum voru þær, að í september 1985 voru tollar á bílum lækkaðir
úr 90% í 70%. Þá voru með reglugerðum felld niður aðflutningsgjöld af gagna-
vinnsluvélum, farsímum og rannsóknartækjum.
Með lögum nr. 9/1985 voru felld úr gildi ákvæði laga um gjald af gas- og
brennsluolíum og tollar á sömu vörum voru felldir niður, hvort tveggja frá 1.
apríl 1985.
Söluskattur var í ársbyrjun 1985 hækkaður úr 23,5% í 24% og í 25% 1. júlí 1985.
Samkvæmt j-lið 4. gr. laga nr. 10/1960, skal söluskattur af vörum til eigin nota
eða neyslu innflytjenda leggjast á tollverð vöru að viðbættum aðflutningsgjöld-
um og 10% áætlaðri álagningu. Tekjur af þessu gjaldi námu 207 425 þús. kr.
1984 og 370 168 þús. kr. 1985 (hluti Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga innifalinn).
Samkvæmt upplýsingum Ríkisbókhaldsins voru tekjur af innfluttum vörum
sem hér segir, í þús. kr.:
1984 1985
Aöflutningsgjöld, almcnn') ................................... 2 608 910 2 958 614
Bcnsíngjald2) ........................................................ 675 658 855 567
Gúmmígjald;)............................................................ 1 176 1 217
lnnflutningsgjald á bifrciöum og bifhjólum............................ 111 106 131 588
Gjald af gas- og brennsluolíum ......................................... 3 741 1 503
Vörugjald .................................................... 1 109 458 1 322 557
Jöfnunargjald af innflutningi ........................................ 142 602 217 850
Gjald af fóðurblöndum og hrácfni í þær ................................ 29 512 91 081
4 6821163 5 579 977
Hér á eftir er cif-verðmœti innflutnings 1984 og 1985 skipt eftir tollhæð, bæði í
beinum tölum og hlutfallstölum. í yfirliti þessu er ekki tekið tillit til niðurfell-
ingar og endurgreiðslu tolls samkvæmt heimildum í 3. gr. tollskrárlaga, en þær
skipta þó nokkru máli. Þá er og innflutningur til virkjunarframkvæmda,
flugstöðvarbyggingar, til íslenska álfélagsins og íslenska járnblendifélagsins,
sem er tollfrjáls, ekki talinn vera með 0% toll, heldur er hann flokkaður til
þeirra tolltaxta, sem er á viðkomandi tollskrárnúmerum. Þessir vankantar rýra
nokkuð upplýsingagildi yfirlitsins hér á eftir.
Frá ársbyrjun 1980 hefur innflutningur á svo nefndum verndarvörum frá
EFTA/EBE-löndum verið tollfrjáls. í yfirlitinu hér á eftir er heildarverðmæti
þessa innflutnings tilfært fyrir hvort áranna, 1984 og 1985. Vörur þær, er hér um
ræðir, eru allar með einhvern verðtoll, þegar þær eru fluttar inn frá löndum utan
við EFTA/EBE-svæðin. í hverjum verðtollstaxtaflokki hér á eftir eru annars
vegar vörur, sem eru með sama verðtolli hvaðan sem þær koma, og hins vegar
vörur, sem eru aðeins með verðtolli, þegar þær eru fluttar inn frá löndum utan
EFTA/EBE-svæða.
1) Innifalin í aðflutningsgjöldum cru: 5% hluti Jöfnunarsjóðs svcitarfclaga (1984 100 00U þús. kr.. 1985 147 500 þús. kr.).
jöfnunarálag á hús og húshluti (1984 20 932 þús. kr.. 1985 6 968 þús. kr.). tollafgreiðslugjald (1984 78 754 þús. kr.. 1985 104 455
þús. kr.). byggingariðnaðargjald til Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins (1984 5 104 þús. kr.. 1985 6 302 þús. kr.). aðflutnings-
gjöld af sjónvarpstækjum (1984 43 451 þús. kr.. 1985 35 597 þús. kr.).
2) Tekjur markaðar vegamálum.