Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2011, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2011, Qupperneq 8
8 | Fréttir 6. júlí Miðvikudagur Fær ekki bætur eftir að hafa aðstoðað samstarfskonu eftir vinnuslys: Vill ekki búa þar sem enginn hjálpar Þórarinn Björn Steinsson fær ekki bætur vegna meiðsla sem hann varð fyrir þegar hann, ásamt öðr­ um manni, hífði 620 kílóa stálbita af samstarfskonu sinni eftir að hann féll yfir fætur hennar. „Ég fæ engar bætur. Sjóvá og Norðurál voru sýkn­ uð af öllum kröfum,“ segir Þórarinn sem fór fram á fyrir dómi að Norður­ ál og Sjóvá viðurkenndu skaðabóta­ skyldu vegna bakmeiðsla sem hann hlaut við slysið. Þegar þeir lyftu stál­ bitanum brast eitthvað í baki hans en eftir margra ára sjúkraþjálfun og fjölmargar innlagnir á sjúkrahús þarf hann enn að reiða sig á verkja­ lyf og svefntöflur. Hann hefur ver­ ið metinn 75 prósent öryrki og er óvinnufær. „Ég sit uppi með ónýtt bak, stanslausa verki, óvinnufær og er á endurhæfingarlífeyri sem er næsta stig á undan örorku,“ segir Þórarinn. Dómurinn var honum mikið áfall og kom honum mjög á óvart. Hann segist ekki útiloka að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Það sé þó dýrt. „Það kostar hins veg­ ar svakalega peninga að berjast við þetta kerfi. Konan mín er atvinnu­ laus og við eigum fjögur börn svo ástandið er erfitt hjá okkur í augna­ blikinu. Þessar bætur sem ég fæ eru ekkert til að hrópa húrra fyrir.“ Bæði Norðurál og Sjóvá voru sýknuð á þeim forsendum að það væri ekki utanaðkomandi atburður sem hefði valdið þessum meiðslum, heldur hefði það verið hans eigin ákvörðun að koma konunni til hjálp­ ar. „Dómurinn segir í rauninni að þetta sé mér að kenna. Mér finnst þessi dómur senda þau skilaboð, bæði til starfsmanna fyrirtækisins og til annarra í landinu, að ef þú kemur að slysi þá eigir þú bara að líta fram hjá því og labba í burtu. Ég sé hins vegar ekki eftir neinu og myndi hik­ laust gera þetta aftur. Ég vil ekki búa í samfélagi þar sem fólk kemur ekki náunganum til hjálpar.“  Þrátt fyrir að fjárfestirinn Hannes Smárason skilji eftir sig nokkur tækni­ lega gjaldþrota félög á Íslandi, líkt og DV greindi frá fyrir helgi, og að minnsta kosti fjögur gjaldþrota félög í Bretlandi, heldur hann eftir rúmlega þriggja milljarða króna arðgreiðslu sem hann fékk út úr almennings­ hlutafélaginu FL Group árið 2007. Arðgreiðslan var vegna rekstrar­ ársins 2006 en þá var Hannes forstjóri og einn stærsti hluthafi FL Group. Hannes fékk milljarðana greidda til hollensks eignarhaldsfélags síns, Oddaflugs B.V., líkt og kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, en heildararðgreiðslur út úr FL Group tl hluthafa það árið námu tæpum 15 milljörðum króna. Þetta var næst­ hæsta arðgreiðslan út úr íslensku fyr­ irtæki á árunum fyrir íslenska efna­ hagshrunið, sú hæsta var tæplega 25 milljarða króna arðgreiðsla Kaup­ þings árið 2006 vegna rekstrarársins 2005. Bókfærður hagnaður Oddaflugs, félagsins sem átti hlutabréf Hannesar í FL Group, árið 2006 nam rúmlega 13 milljörðum króna á árinu og var með­ al annars tilkominn vegna sölu Hann­ esar á bréfum félagsins í FL Group til Oddaflugs B.V. í Hollandi. Þetta kem­ ur fram í ársreikningi félagsins fyr­ ir árið 2006. Oddaflug ehf. átti tæp­ lega 20 prósenta hlut í FL Group sem seldur var til Oddaflugs B.V. Um þessa sölu segir í ársreikningi Oddaflugs árið 2006: „Félagið seldi öll hlutabréf sín í FL Group hf. á árinu 2006 til dótt­ urfélagsins Oddaflug B.V. í Hollandi.“ Arðgreiðslan færðist til Hollands Viðskiptin með hlutabréf Hannesar í FL Group fóru fram í blálok árs 2006, samkvæmt fréttum í fjölmiðlum frá þeim tíma. Hannes seldi bréfin í FL Group til Hollands á genginu 25,2. Vegna þessarar sölu á bréfunum rétt fyrir lok reikningsársins var það ekki Oddaflug ehf. sem tók við arðinum af hlutabréfaeign Hannesar í FL Group fyrir árið 2006 heldur Oddaflug B.V. í Hollandi, líkt og kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þrátt fyrir þessa tæplega 15 millj­ arða arðgreiðslu út úr FL Group árið 2006 var, af þessum sökum, ekki gert ráð fyrir arðgreiðslu til eða út úr Odda­ flugi ehf. vegna ársins 2006. Um þetta segir í ársreikningnum: „Stjórn félags­ ins leggur til að ekki verði greiddur arður til hluthafa á árinu 2007 vegna ársins 2006.“ Undir ársreikninginn skrifaði Gunnar Sturluson lögmaður, stjórnarmaður í Oddaflugi og náinn samstarfsfélagi Hannesar. Arðgreiðslan til Hannesar Smára­ sonar vegna hlutabréfaeignarinnar í FL Group fór því til félags hans í Hol­ landi en ekki íslenska eignarhalds­ félagsins vegna þess að hann seldi bréfin í FL Group fyrir lok reiknings­ ársins 2007. Tugmilljarðatap Hannesar Öll eignarhaldsfélög Hannesar á Íslandi standa höllum fæti í dag enda töpuðu þau samtals fleiri tug­ um milljarða króna á árunum 2008 og 2009. EO eignarhaldsfélag, sem áður hét Oddaflug ehf., tapaði til að mynda 22,5 milljörðum króna árið 2008, samkvæmt nýlegum árs­ reikningi félagsins og Eignarhalds­ félagið Sveipur, sem hélt að hluta til utan um hlutabréfaeign Hannes­ ar í FL, tapaði rúmlega fimm millj­ örðum króna. EO eignarhaldsfélag skuldar tæpa tólf milljarða króna og er eigið fé neikvætt um sömu upphæð. Þetta er félagið sem seldi hlutabréfin í FL Group til Oddaflugs B.V. í Hollandi í árslok 2006 og þar af leiðandi félagið sem hefði átt að taka við arðinum vegna hlutabréfa­ eignarinnar í FL Group. Hannes bjó hins vegar þannig um hnútana að arðurinn færðist til félags sem hann átti í Hollandi. Hannes skilur því eftir himin­ háar skuldir í íslenskum eignar­ haldsfélögum, sem og að minnsta kosti fjögur gjaldþrota félög í Bret­ landi, en hann heldur eftir þriggja milljarða króna arðinum í félagi í Hollandi; arði sem hann tók meðal annars út úr íslensku almennings­ hlutafélagi í gegnum félaganet sem nú rambar á barmi gjaldþrots. „Félagið seldi öll hlutabréf sín í FL Group hf. á árinu 2006 til dótturfélagsins Oddaflug B.V. í Hollandi. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Heldur þriggja milljarða arðinum Flutti bréfin til Hollands Hannes Smárason flutti hlutabréf sín í FL Group til Hollands í árslok 2006 og fékk arð vegna hlutabréfaeignar FL í þarlendum félögum. Eignarhaldsfélög Hannesar er nú flest hver tæknilega gjald- þrota en hann heldur þessum þriggja milljarða arði. n Hannes Smárason fékk þrjá milljarða í arð vegna bréfanna í FL árið 2006 n Skilur eftir sig gjaldþrota félög á Íslandi og í Bretlandi n Heldur arðinum þrátt fyrir gjaldþrotin Gamli Landsbankinn sektaður: Brutu lög með yfirtökum Samkeppniseftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Landsbanki Ís­ lands hf., það er gamli Landsbank­ inn, hafi brotið gegn samkeppnis­ lögum með yfirtöku á nokkrum fyrirtækjum. Bankinn verður sekt­ aður um 40 milljónir króna. Í samkeppnislögum er lagt bann við því að samruni komi til fram­ kvæmda á meðan Samkeppnis­ eftirlitið fjallar um hann, nema til komi sérstakt leyfi eftirlitsins. Brot bankans fólst í því að taka yfir sex félög, sem áður voru í eigu Bergeyj­ ar eignarhaldsfélags ehf., og selja öll félögin, að einu undanskildu, til þriðja aðila. Þetta gerði Landsbank­ inn áður hann tilkynnti Samkeppn­ iseftirlitinu að hann hefði tekið yfir félögin og selt. Félögin eru: Bílaleiga Flugleiða ehf., Toyota á Íslandi hf., M. Kristinsson ehf., Pizza­Pizza ehf., Sólning Kópavogi ehf. og Bergey fasteignafélag ehf. Kröfu um varðhald hafnað: Byssumaður laus úr haldi Héraðsdómur Suðurlands hafn­ aði kröfu lögreglustjórans á Selfossi um gæsluvarðhald yfir manni sem handtekinn var aðfaranótt mánu­ dags eftir að hafa hleypt skotum af byssu á Stokkseyri. Jafnframt var hafnað kröfu um að maðurinn sætti geðrannsókn. Var hann því leystur úr haldi. Málið er í rannsókn og fer að henni lokinni til meðferðar hjá sak­ sóknara. Maðurinn var handtekinn á Stokkseyri rétt fyrir miðnætti þann 3. júlí eftir að hafa hleypt af úr skot­ vopni. Lögreglan á Selfossi var köll­ uð á vettvang og reyndist maður­ inn þá vera talsvert ölvaður og hafði skotið úr byssunni upp í loftið og í jörðina. Hann hafði í óbeinum hót­ unum við lögregluna en var færður á lögreglustöð. Að sögn lögreglu sakaði engan. Lögreglan sagði manninn ekki hafa ógnað fólki með skotvopninu. Ræktaði kannabis Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða fangelsi fyrir að rækta kannabis­ plöntur og aka undir áhrifum fíkniefna. Þann 15. febrúar í fyrra fann lögregla 46 kannabisplöntur við húsleit í leiguíbúð hans við Njarðvík­ urbraut í Reykjanesbæ. Rúmum mánuði síðar, þann 27. mars, var sami maður stöðvaður á Reykjanes­ braut fyrir akstur undir áhrifum kannabisefna. Auk þess var maðurinn ekki með ökuskírteini meðferðis. Maðurinn játaði brot sín skýlaust en dómurinn yfir honum er skilorðsbundinn til tveggja ára. Fær ekki bætur „Dómurinn segir í rauninni að þetta sé mér að kenna,“ segir Þórarinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.