Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2011, Side 10
10 | Fréttir 6. júlí Miðvikudagur
„Mér hafa borist þær upplýsingar að
Sigurður Þ. hafi nú þegar ráðið sig á
ÍNN til Ingva Hrafns. Við getum ekki
haft hann samtímis í vinnu, því Ingvi
tekur ruslið sem við rekum,“ segir
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri
Útvarps Sögu, í tölvupósti til lög-
fræðings síns um fyrrverandi starfs-
manns, Sigurðar Þ. Ragnarssonar.
Arnþrúður hefur sagt Sigurði, sem
oftast er kallaður Siggi stormur, upp
störfum.
Sigurður segir að uppsögnin hafi
verið óvænt, en hann frétti af henni
í tölvupósti frá Tryggva Agnarssyni,
lögmanni Arnþrúðar. Í tölvupóst-
inum kom fram að tekin hefði verið
sú ákvörðun að leggja niður frétta-
stofu stöðvarinnar en pósturinn var
sendur á bæði hann og Hauk Holm,
fyrrverandi fréttastjóra stöðvarinn-
ar, sem einnig var sagt upp störf-
um. Í tölvupóstinum kemur fram
að ástæðan sé sú að væntingar sem
stjórnendur stöðvarinnar höfðu um
fréttastofuna og vef stöðvarinnar
hefðu ekki gengið eftir.
Fyrst og fremst sár
Sigurður, sem staddur er í sumar-
fríi á Spáni, segist fyrst og fremst
vera undrandi og sár yfir framferði
Arnþrúðar. „Þetta kom bara eins
og þruma úr heiðskýru lofti,“ seg-
ir hann. Sigurður segir að samskipti
þeirra hafi gengið vel að undanförnu
og hann hafi ekki séð þetta fyrir. „Ég
veit ekki hvað hefur gerst hjá kon-
unni.“ Sigurður segist einnig vera sár
yfir því að Arnþrúður hafi ekki hringt
í hann sjálf. „Hún er það mikil gunga
að hún getur ekki hringt og rætt mál-
in. Hún veit alveg GSM-símanúm-
erið minn og hún veit alveg símann
minn á Spáni,“ segir hann.
Uppsögnina fékk hann í áður-
nefndum tölvupósti frá lögmanni
Arnþrúðar en sami tölvupóstur var
sendur á fréttastjóra stöðvarinnar,
Hauk Hólm. Var þeim því sagt upp
í sama tölvupósti. Haukur sendi á
sunnudag frá sér yfirlýsingu þar sem
hann fordæmdi frétt stöðvarinn-
ar um meintan barnaníðing í Vest-
mannaeyjum og virðist ekki vera
hlýtt á milli hans og fyrrverandi yfir-
manns hans.
Vinnur ekki aftur með Arnþrúði
Haukur Holm var aðeins búinn að
vera fjóra eða fimm daga í langþráðu
sumarfríi á Spáni, þegar hann fékk
uppsagnarbréfið frá lögmanni Arn-
þrúðar. Haukur var fréttastjóri stöðv-
arinnar og sá um fréttatíma auk vef-
síðu hennar. „Ég var búinn að vera
þarna í akkúrat ár og búinn að mæta
í vinnu sex á hverjum morgni alla
virka daga þannig að ég ákvað að
taka mér sumarfrí. Hún tók undir
það að ég skellti mér í frí því eins og
hún orðaði það orðrétt: „Þú ert bú-
inn að vinna eins og hestur.“ Þannig
að ég pantaði mér flugmiða og flaug
út,“ segir Haukur um dagana fyrir
uppsögnina. „Svo þegar ég var búinn
að vera hérna í innan við viku þá kíkti
ég á tölvupóstinn minn og sá þá bréf
frá lögmanni hennar þar sem hún
segir upp samningnum við mig og
Sigga storm í sama póstinum.“ Hauk-
ur segist ekki hafa heyrt orð frá Arn-
þrúði. „Nei, ekki eftir þessa reynslu,“
segir hann aðspurður hvort hann
gæti hugsað sér að vinna með Arn-
þrúði aftur.
Of fáir hlustuðu
Arnþrúður segir að uppsögnin hafa
verið í gegnum tölvupóst þar sem
bæði Sigurður og Haukur hafi verið í
útlöndum en ekki kom til greina að
segja þeim upp í gegnum síma. „Það
er ekki eins öruggt gagnvart því að
segja mönnum upp með lögformleg-
um hætti,“ segir hún aðspurð hvort
ekki hafi komið til greina að hringja
í þá.
„Við fengum Gallup-könnun fyr-
ir einhverjum vikum síðan og mér
brá svakalega þá, og Hauki líka. Mér
fannst fréttastofan koma mjög illa
út,“ segir hún um ástæðurnar á bak
við lokun fréttastofunnar. „Ég var
alltaf ánægð með þá, mér fannst þeir
alltaf fínir en svo kom þessi könn-
un,“ segir hún og bætir við að könn-
unin hafi komið á svipuðum tíma og
Haukur og Sigurður fóru í frí.
Haukur segir að hann viti ekki
hvaða væntingar Arnþrúður hafi haft
um fréttastofuna og bendir á að erf-
itt sé fyrir fréttastofu með eitt og hálft
stöðugildi að keppa við stærri frétta-
stofur.
„Ruslið“ af Útvarpi Sögu
Nokkrir af fyrrverandi starfsmönn-
um Útvarps Sögu starfa á sjónvarps-
stöðinni ÍNN. Vísar Arnþrúður til
þess í tölvupóstinum sem hún sendi
á lögmann sinn og Sigurð. Með-
al þessara starfsmanna er Sigurður
G. Tómasson, fyrrverandi dagskrár-
gerðarmaður á stöðinni, og nú Sig-
urður Þ. sem hefur ráðið sig til starfa
á sjónvarpsstöðinni eftir að hann
fékk uppsögnina á Útvarpi Sögu.
Ingvi Hrafn vildi ekki tjá sig við DV
þegar blaðamaður leitaði eftir við-
brögðum hans. Samkvæmt heim-
ildum DV er honum þó kunnugt um
ummælin sem Arnþrúður lét falla í
tölvupóstinum.
Arnþrúður kannaðist ekki við
tölvupóstinn þar sem hún lét um-
mælin falla en sagði þó að þetta væri
„innanhússmál“ og að hún tæki oft
svona til orða. „Ég minnist þess nú
ekkert sérstaklega. Það getur vel
verið að ég hafi orðað þetta svona,
ég skal ekkert um það segja. Ég tek
nú stundum svona til orða, ég segi
„bölvaðir ruslapokarnir“, ég geri það.
Þetta er nú innanhússmál dálítið og
er mjög vinsælt hérna á göngunum,“
segir hún.
„Ingvi tekur ruslið
sem við rekum“
Segir upp starfsmönnum með tölvupósti Arnþrúður sagði upp báðum starfsmönnum fréttastofu stöðvarinnar með einum og sama
tölvupóstinum.
n Fréttastofa Útvarps Sögu lögð niður n Tveimur starfsmönnum fréttastofunnar sagt upp störfum í tölvupósti
n Siggi stormur fyrst og fremst sár yfir uppsögninni n Arnþrúður kallar fyrrverandi starfsmenn stöðvarinnar rusl
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
„Hún er það mikil
gunga að hún getur
ekki hringt og rætt málin.
Starfaði fyrir Arnþrúði í tíu mánuði
Arnþrúður sagði útvarpskonunni Önnu
Kristine upp með tölvupósti þann 13.
september 2010
en Anna var
með útvarps-
þáttinn Milli
mjalta og messu
á sunnudags-
morgnum. Önnu
var sagt að hún
þyrfti að afboða
viðmælendur sína
því þátturinn yrði
ekki framar á dagskrá. Í tölvupóstinum
sagði meðal annars: „Menn vilja sjá
harðari fréttatengda umfjöllun á þessum
tíma eins og Bylgjan gerir og ég hef Anna
mín verið að tala þínu máli en varð alveg
undir í þessu þ.e.a.s. á þessum útsend-
ingartíma.“
Starfaði fyrir Arnþrúði í fjögur ár
Arnþrúður sagði Sigurði G. Tómassyni,
dagskrárgerðarmanni stöðvarinnar, upp
með SMS-skila-
boðum þann 19.
september í fyrra.
Þetta staðfesti
Sigurður G. í samtali
við DV. „Ég ætlaði
að mæta til vinnu
í fyrramálið en svo
fékk ég þetta SMS,“
sagði hann sama
kvöld og hann fékk
SMS-skilaboðin. „Ég var fastur starfsmaður
og taldi því að það þyrfti að segja mér upp
bréflega.“
Starfaði fyrir Arnþrúði í fjögur ár
með hléum
Arnþrúður rak hagfræðinginn Guðmund
Ólafsson sem verið
hafði fastagestur
í útvarpsþætti
Sigurðar G. árið
2009. Nokkrum
dögum fyrr hafði
Guðmundur gert
grín að stjórnendum
útvarpsstöðvarinnar.
Sigurður G. sagði þá
að ekkert samráð
hefði verið haft við sig vegna málsins. Arn-
þrúður sagði í viðtali við mbl.is um málið að
ekki væri hægt að líða ærumeiðandi ummæli
Guðmundar og að þáttur hans yrði sífellt
óvinsælli. Arnþrúður hringdi sjálf í Guðmund
til að tilkynna honum að hann væri ekki
lengur velkominn sem gestur á stöðinni.
Starfaði fyrir Arnþrúði í eitt ár
Haukur Holm fékk uppsagnarbréf í tölvu-
pósti frá lögmanni Arnþrúðar fjórum eða
fimm dögum eftir að
hann fór í sitt fyrsta
sumarfrí. Haukur
var fréttastjóri
stöðvarinnar og var
eini starfsmaður
fréttastofunnar í
fullu starfi. „Ég var
búinn að vera þarna
í akkúrat ár og búinn
að mæta í vinnu sex
á hverjum morgni alla virka daga þannig
að ég ákvað að taka mér sumarfrí,“ segir
Haukur um uppsögnina.
Starfaði fyrir Arnþrúði í tíu mánuði
Sigurður Þ. Ragnarsson sá um veður-
fréttir á Útvarpi Sögu og var í 50 prósenta
starfshlutfalli á
fréttastofu stöðvar-
innar allt þar til
hann var rekinn með
tölvupósti. „Þetta
kom bara eins og
þruma úr heiðskýru
lofti,“ segir hann um
uppsögnina en hann
segir að samstarfið
við Arnþrúði hafi
gengið vel fram á síðasta dag. Sigurður var
í sumarfríi á Spáni þegar hann fékk upp-
sagnarbréfið frá lögmanni Arnþrúðar.
Starfsmenn reknir með SMS-skilaboðum og tölvupósti:
Tekur á móti
„rusli“
Ingvi Hrafn hefur
nokkra fyrrverandi
starfsmenn Útvarps
Sögu í vinnu hjá sér.
Mynd nínA BjÖRK
HlÖðVeRSdÓTTiR