Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2011, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2011, Qupperneq 20
20 | Umræða 6. júlí 2011 Miðvikudagur „Sem betur fer var þetta bara hreint vatn og því fylgdu engar rottur.“ n Friðrik Weisshappel, veitingamaður á The Laundromat Café í Kaupmannahöfn, um flóðin sem fylgdu gríðarlegri rigningu þar í borg. – Fréttablaðið „Bjarni, þetta verður eins og þig dreymdi.“ n Guðjón Þórðarson, þjálfari BÍ/Bolungarvíkur, dró KR upp úr hattinum í undanúrslitum Valitors-bikarsins en fyrirliði KR er sonur hans, Bjarni. – Vísir „Fæ alltaf sveitta efri vör við að skoða Dolce & Gabb- ana varninginn í glugganum.“ n Tobba Marínós um að hún forðist útsölur í Sævar Karli eins og heitan eldinn. – DV.is „Ég var að minnsta kosti ekkert að draga djúpt andann.“ n Farþegi í vél Iceland Express um það þegar klósettvatn tók að streyma út á gang vélarinnar í flugtaki. – DV „Ég bara sló!“ n Ólöf Helga Brekkan, 82 ára gamall golfari, um það hvernig hún fór holu í höggi á golfvell- inum á Seltjarnarnesi. – DV Yfirgangur öfgamanna H luti andstæðinga Evrópu- sambandsins vill beita of- beldi og taka frá þjóðinni þann rétt að taka afstöðu til aðildar að Evrópusambandinu. Þessi hópur er undir forystu Ásmundar Einars Daðasonar þingmanns og öfgaarms Sjálfstæðisflokksins. Sum- part er þetta sama fólkið og talaði hátt um þann rétt kjósenda að taka afstöðu til samnings um greiðslu á Icesave-skuldum Landsbankans. Þá var þjóðaratkvæðagreiðsla lýðræðis- leg leið að niðurstöðu. En nú horfa málin þannig við að íslenskri þjóð er ekki treystandi til þess að taka afstöðu til aðildar að ríkjasambandinu. Ásmundur og fé- lagar vilja að hætt verði við aðildar- ferlið og umræðum slitið áður en til þess kemur að sýnilegt verði hvaða samningar bjóðast Íslendingum. Öfgaliðið vill sem sagt ekki lengur að hástig lýðræðisins fái að ráða því hvort Ísland verður innan eða utan ESB. Það vill kúga þjóðina. Fæstir Íslendingar hafa gert upp hug sinn hvað varðar aðildina. Fyr- ir því er sú eðlilega ástæða að eng- inn veit hvernig aðgöngumiðinn lít- ur út. Það er ekkert uppi á borðinu um það með hvaða hætti kjör Íslend- inga breytast ef til inngöngu kemur. Það er því þjóðernisremba að hafna því fyrirfram að Ísland gangi í ESB rétt eins og það er heimska að vilja skilyrðislítið ganga inn í ríkjasam- bandið. Og það er hreinn yfirgangur örfárra öfgamanna að vilja taka frá þjóðinni þann lýðræðislega rétt að kjósa beint um málið. Menn verða að vera sjálfum sér samkvæmir þeg- ar kemur að afstöðunni til þjóðar- atkvæðagreiðslu. Pólitískir afglapar vilja handvelja ofan í þjóðina þau mál sem hún má ráða. Íslendingar gera best í því að leyfa samninganefnd sinni að ljúka ferl- inu óáreittri. Síðan er nauðsynlegt að ítarleg umræða fari fram um þann samning sem verður í boði. Eftir að þjóðaratkvæðagreiðslan hefur farið fram verður þjóðin að sameinast um hina lýðræðislegu niðurstöðu. Þar skiptir engu hvort já eða nei verður ofan á. Úrskurðurinn verður að leiða til þess að Íslendingar sameinist um þá niðurstöðu sem næst. Þjóðin ræð- ur og vilji meirihlutans er heilagur. Leiðari Er fútt í finnsku leiðinni? „Hugvit að fordæmi Finna pakkað inn í íslenska samningareynslu, og kannski með ívafi af vestfirskri sjó- mannsþrjósku, er prýðisleið til að töfra fram góða niðurstöðu gagnvart ESB,“ segir Össur Skarphéðins- son utanríkisráðherra. Össur hefur mælt fyrir „finnsku leiðinni“ í samningum við Evrópusamband- ið. Í henni felst að semja um sérlausnir fyrir Íslendinga í sjávarútvegs- og land- búnaðarmálum með því að benda á sérstakar aðstæður í þeim málum hér á landi, í stað þess að fá sérstakar undanþágur. Finnar sömdu sérstaklega um landbúnaðar- mál sín við ESB. Spurningin Bókstaflega Reynir Traustason ritstjóri skrifar„Pólitískir afglapar vilja handvelja. Hrúturinn frá Mjóafirði n Þingmaðurinn Tryggvi Þór Herberts- son nýtur umtalsverðra vinsælda á Austfjörðum. Það kann að skýrast af því að þar liggja rætur hans en foreldrar Tryggva bjuggu á afskekktum bæ í Mjóafirði, gegnt Brekkuþorpi. Þaðan fluttu þau til Neskaupstaðar þer sem þing- maðurinn ólst upp. Þótti Tryggvi þá, líkt og nú, vera fylginn sér, kraftmikill og harður í horn að taka. Aðdáendur hans kölluðu hann því „Hrútinn“. Koss dauðans n Uppnám varð á Útvarpi Sögu skömmu eftir að sá geðþekki frétta- stjóri Haukur Holm fór í langþráð sum- arfrí. Arnþrúður Karlsdóttir útvarps- stjóri kvaddi sinn mann með kossi, að hans sögn, og þakkað honum fyrir óeigingjarnt starf sem fréttastjóri. Skömmu síðar fékk Haukur upp- sagnarbréf. Allt fór svo í háaloft þegar hann fordæmdi fréttaflutning stöðvar- innar og nafnbirtingu á meintum barnaníðingi. Kveðjustundin reyndist innihalda koss dauðans og nú ríkir kuldi milli hinna fornu vina. Andóf ráðherrans n Hermt er að Árni Páll Árnason leiði nú skipulagt andóf gegn formanni sínum, Jóhönnu Sigurðardóttur for- sætisráðherra. Þegar ráðherrann lýsti frati á kvótafrumvarp Jóns Bjarnasonar og Jóhönnu var stríðshanskanum kastað. Talið er að Árni Páll sé með andófi sínu að gæla við hugmyndina um að fara í for- mannsframboð í haust. Innan Samfylkingar er um það rætt að Árni vonist til að Jóhanna hverfi sjálfviljug af formannsstóli í haust og hann eigi þannig möguleika. Helsti hugmynda- fræðingur Árna er sagður vera Kristrún Heimisdóttir, aðstoðarmaður hans og einkavinur Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrverandi formanns. Olís og ljónið n Helstu eigendur og stjórnendur Olís, Gísli Baldur Garðarsson og Einar Benediktsson, hafa auðgast mjög á liðnum árum. Líkt og DV greindi frá á föstudaginn sýna ársreikningar olíufélagsins að þeir hafa tekið mörg hundruð milljónir króna út úr félaginu í formi arðs og launa á liðnum árum þrátt fyrir erfiða skuldastöðu. Gísli og Einar hafa líka notið þessarar velgengni sinnar til fullnustu og lifað hátt, meðal annars hafa þeir keypt sér búgarð í sveitum Suður-Afríku, þaðan sem þeir fara á villidýraveiðar. Sagan segir að meðal þeirra dýra sem þeir hafi fellt þar í landi sé ljón sem þeir greiddu tugi milljóna króna fyrir að fá að skjóta. Sandkorn TRYggVagÖTu 11, 101 REYKjaVÍK Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is Umsjón innblaðs: Ásgeir jónsson, asgeir@dv.is DV á netinu: dv.is Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010, Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050. Smáauglýsingar: 512 7004. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Íslenska þjóðin er eins og veðrið. Enginn veit hvað verður á morg-un. Stærstur hluti íslenskrar þjóð- ar varð fyrir hnjaski í bankahruninu haustið 2008. Sumir misstu meira að segja allt og eru þrælar skulda sem ekki eru með eignir að baki. Fyrst eftir hrun voru flestir sammála því að um væri að kenna hópi útrásar- víkinga og stjórnmálamönnum sem sömdu leikreglurnar sem leiddu til hrunsins. En nú er komið á daginn að mati meirihluta þjóðarinnar að þetta er allt saman ein stór lygi. Í fyrsta lagi gerði Geir Haarde, fyrr-verandi forsætisráðherra, ekk-ert það sem verðskuldar skoðun. Þvert á móti er það mannvonska í bland við pólitíska heimsku að draga hann fyrir landsdóm með það fyrir augum að skera úr um sekt eða sakleysi. Yfirgnæfandi meirihluti Ís- lendinga lætur uppi þessa skoðun í könnun. Og sjálfur hefur Geir marg- faldast í vörn sinni. „Maybe I should have have“ hefur vikið fyrir „Yes, I did“. Nú upplýsir nú Geir að hann og nánustu meðreiðarmenn hafi ekki rústað þjóðarhag heldur þvert á móti bjargað honum með sjótum og fum- lausum viðbrögðum haustið 2008. Seðlabankastjórinn Davíð Odds-son sem stýrði banka sínum styrkri hönd í gjaldþrot er á sama hátt og Geir blásaklaus. Hann er reyndar hetja sem náði að lág- marka tjón vegna „óreiðumanna“. Davíð hafði að vísu orðið fyrir því óhappi að færa óreiðumönnunum ríkisbanka á silfurfati en það skoðast sem minniháttar yfirsjón. Aðalat- riðið er að í hruni Seðlabankans er fólgin þjóðargæfa. Málið er aðeins of flókið til að útskýra það í einum pistli. Aðalatriðið er að Davíð er sak- laus og stór hluti sjálfstæðismanna er tilbúinn að kjósa hann aftur til æðsta embættis flokksins og helst þjóðarinnar. Hann er saklaus eins og nýfallin mjöll á jóladag. Og þannig má telja upp stjórn-málamennina einn af öðrum. Sakleysinginn Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir flaug um heiminn á einkaþotu til að leiðrétta þann út- breidda og leiða misskilning að allt væri að fara í kaldakol á Íslandi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, skoraði á erlenda hagfræðinga, sem töldu Ísland vera í háska, að leita sér endurmenntunar. Allt þetta fólk sá fyrir að hrunið var blekking ein. Nú er einmitt komið á dag-inn að allt var þetta ímyndun. Það varð aldrei neitt hrun. Geir, Davíð, Ingibjörg og Þorgerður höfðu alltaf rétt fyrir sér. Þau björg- uðu þjóðarhag með visku sinni og áræði. Og þeir borgarar sem telja sig vera í fjárhagslegri nauð eru þjakaðir af ímyndun. Það er allt í himnalagi eins og allir þeir vita sem vorkenna bjargvættinum Geir. Gjaldþrota borgarar ættu að prófa að klípa sig í handlegginn og athuga hvort þeir vakna ekki af íslensku martröðinni. Svarthöfði Hetjur Íslands

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.