Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2011, Blaðsíða 2
2 | Fréttir 25. júlí 2011 Mánudagur
Á
annan tug fasteigna sem eru
í niðurníðslu í miðborginni
eru í eigu eignarhaldsfélaga
eða fjármálastofnana. Þegar
hafa verið lagðar dagsektir á
eiganda einnar fasteignar en
eigendur annarra gætu átt yfir höfði
sér slíkar sektir. Frestur eigenda til
að skila inn áætlun um áform sín er í
mörgum tilvikum að renna út og geta
þeir átt von á dagsektum ef Reykja-
víkurborg metur það sem svo að fyrir-
ætlanir eigenda séu ekki fullnægjandi.
Sum þessara eignarhaldsfélaga hafa
ekki ráðið við skuldsetningu vegna
kaupa á fasteignunum og er beðið
eftir að nauðungarsölumeðferð ljúki.
Reykjavíkurborg mun þá þurfa að hafa
samband við nýja eigendur til að kom-
ast að því hverjar fyrirætlanir þeirra
eru. Í byrjun ágúst verður næsti fundur
skipulagsráðs haldinn og má búast við
að þar muni koma fram meiri upplýs-
ingar um framgang þessara mála. Þá
mun koma betur í ljós hvort eigendur
verði beittir dagsektum eða hvort þeir
hafi gripið til fullnægjandi aðgerða að
mati borgarinnar til að komast undan
sektum.
Kaupa, rífa og byggja meira
Algengt var á árunum fyrir hrun að
fjárfestar keyptu hús í miðbænum
með áætlanir um að rífa þau. Í sum-
um tilvikum var leyfilegt að auka við
byggingarmagn á lóðunum en algengt
var að sækja þyrfti um leyfi fyrir slíku.
Í sumum tilvikum gekk þetta upp en
sjaldnast fékkst leyfi hjá borginni fyrir
slíkum breytingum. Ef ekki fékkst leyfi
til að byggja meira á lóð kom í ljós að
fjárfestingin borgaði sig ekki þar sem
verðmiðinn var hár og miðaðist við að
hægt væri að reisa nýjar og stærri fast-
eignir á lóðunum.
Breyttur tíðarandi
„Við höfum það á tilfinningunni að
það sé að breytast að menn séu í upp-
kaupum á eignum í þeim tilgangi að
fá að rífa þær í til að byggja eitthvað
meira en er heimilað,“ segir Helga
Björk Laxdal, yfirlögfræðingur skipu-
lags- og byggingarsviðs Reykjavíkur-
borgar. Að hennar mati virðist sem
meiri áhugi sé nú fyrir því að gera
upp eldri hús í stað þess að rífa þau
og byggja ný. „Við erum mjög bjart-
sýn. Þetta hefur verið erfitt tímabil
varðandi mörg mál í miðborginni eft-
ir hrun. Okkur sýnist við vera að horfa
fram á töluverðar breytingar og eðli-
legri væntingar varðandi uppbygg-
ingu í miðborginni,“ segir Helga um
hvernig litið sé á þróun þessara mála
innan borgarinnar.
Skipulags- og byggingarsvið
Reykjavíkurborgar tók saman úttekt í
maí þar sem gerð var grein fyrir þeim
fasteignum sem væru í hvað verstu
ástandi og mest var kvartað undan.
Húsin sem fjallað er um hér á opn-
unni eru þó ekki nema hluti þeirra,
að sögn Helgu. Um er að ræða úttekt
sem var unnin fyrir skipulagsráð þar
sem menn höfðu áhyggju af ástandi
mála. Þessi hús eru svokallaður fyrsti
áfangi og er annar áfangi í vinnslu.
Hann mun væntanlega líta dagsins
ljós í ágúst þegar skipulagsráð kemur
saman á ný.
Í uppboðsmeðferð
„Á meðan eignir eru í nauðungar-
sölumeðferð er ekkert annað hægt
að gera en að bíða þar til niðurstaða
liggur fyrir,“ segir Helga en borgin get-
ur lítið gert þar til ljóst er hver er eig-
andi þeirra húsa sem vandræði stafa
af. Mun fleiri hús eru í nauðungar-
sölumeðferð en búist var við innan
stjórnkerfis Reykjavíkurborgar og þarf
„Hefur verið erfitt
tímabil varðandi
mörg mál í miðborginni.
Miðbærinn í klóm
eignarhaldsfélaga
n Eigendur niðurníddra húsa eiga von á dagsektum n Mörg hús á leið í hendur bankanna n Nauðungar
sölumeðferð veldur bið á framgangi mála n Niðurrif getur ekki hafist fyrr en byggingaráætlanir liggja fyrir
Skólavörðustígur 40
Byggt: 1905 og 1925. Eigandi: Samtímalist ehf. Staða: Tillaga að dagsektum vegna ástands.
Hverfisgata 28
Byggt: 1905. Eigandi: Landsbankinn,
áður í eigu Festar ehf.
Hverfisgata 32
Byggt: 1904, 1910. Eigandi: Festar ehf.
Staða: Beðið eftir greinargerð eiganda.
Hverfisgata 34
Byggt: 1910. Eigandi: Festar ehf.
Staða: Beðið eftir greinargerð eiganda.
H
úsið að Tryggvagötu var metið
ónýtt og var samþykkt bygg-
ingarleyfisumsókn árið 2010
vegna nýbyggingar á lóðinni og
niðurrif á fyrirliggjandi húsi. Við þá af-
greiðslu var skilyrði sett um að niðurrif
yrði ekki heimilað sérstaklega heldur
innifalið í endanlegu byggingarleyfi.
Leyfið yrði svo ekki gefið út nema fyrir
lægi dagsett tímaáætlun um bygging-
arhraða á lóðinni. Málið hefur verið
í biðstöðu þar sem slíkar áætlanir
og sérteikningar hafa ekki legið fyrir.
Skipulags- og byggingarsvið Reykja-
víkurborgar lagði fram tillögu um að
byggingarfulltrúinn í Reykjavík myndi
krefja eigendur um nákvæma tíma-
áætlun. Ef hún verður ekki lögð fyrir
verður væntanlega lögð fram tillaga
um að beita eigendur dagsektum.
H
úsið og lóðin að Hverfisgötu 28
var í eigu Festa, líkt og Hverfis-
gata 32–34. Hverfisgata 28 fór í
nauðungarsölumeðferð og er
í dag formlega í eigu Landsbankans.
Flytja átti húsið að Bergstaðastræti en
eftir að það brann og skemmdist mikið
hefur lítið gerst. Búið var að ákveða
að húsið yrði fært. Ljóst þykir að húsið
verður ekki fært fyrr en vitað er hvað
kemur í stað þess, óvíst er hvenær sú
ákvörðun liggur fyrir.
Hverfisgata 32–34 er enn í eigu
Festa en félagið er í dag í samninga-
viðræðum við Landsbankann um fjár-
hagslega endurskipulagningu skulda.
Samningaviðræðurnar hafa staðið yfir
í um tvö ár og ekki liggur fyrir hvernig
þeim mun ljúka. Samkvæmt aðal-
eiganda og stjórnarformanni Festa,
Benedikt Sigurðssyni, veltur fjárhags-
leg staða félagsins á því hvað verði
leyft að byggja á reitunum. Festar
keyptu reitina af Reykjavíkurborg
árið 2007 og var allan tímann gert
ráð fyrir að rífa húsin sem þar standa.
Erfiðlega hefur gengið að fá skipulags-
ráð til að samþykkja tillögur um hvað
skuli byggja í stað þeirra húsa sem
nú standa á reitunum. Ráðgert var, af
hálfu eigenda Festa, að byggja hús-
næði sem færi meðal annars undir
verslanir og hótelrekstur.
Sífellt verið að ráðast inn í húsið:
Vonandi rifið á árinuStöðugar samningaviðræður við bankann:Húsin bíða eftir að vera rifin
Guðni Rúnar Gíslason
blaðamaður skrifar gudni@dv.is
Úttekt
Bakhlið Reykjavíkur
Bakhlið húsa við Hverfisgötu sem
bíða eftir að verða rifin. Ekki er
hægt að rífa húsin fyrr en eigendur
fá samþykkta áætlun um hvað
taki við að niðurrifi loknu.