Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2011, Page 8
8 | Fréttir 25. júlí 2011 Mánudagur
Allt á einum stað!
Bílaverkstæði | Dekkjaverkstæði | Smurstöð | Varahlutir
Þú færð fría olíusíu ef þú lætur
smyrja bílinn hjá okkur
Komdu með bílinn til okkar og
þú færð fría ástandsskoðun
n Birna Einarsdóttir fagnaði fimmtugsafmæli á Ítalíu n Giftist óvænt manninum sínum
og kom öllum á óvart n Var búinn að lofa veislu árið 2007 ef hún sigraðist á krabbameini
Birna gifti sig
óvænt á Ítalíu
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Ís-
landsbanka, hélt upp á fimmtugsaf-
mæli sitt í Toscana á Ítalíu í liðinni
viku og fór veislan fram á sveitabæ
skammt frá borginni Lucca.
Í samtali við DV segir Birna að eftir
að hún greindist með brjóstakrabba-
mein árið 2007 hafi hún heitið nán-
ustu vinum og ættingjum því að þeim
yrði boðið í fimmtugsafmæli hennar á
Ítalíu árið 2011 ef hún myndi lifa af og
sigra í baráttu sinni við krabbameinið.
Saman í 15 ár
„Ég ákvað því að halda upp á afmæl-
ið mitt á Ítalíu með nánustu vinum
og ættingjum. Síðan ákvað ég nú
bara að skella mér í giftingu í leið-
inni,“ segir Birna. Sá heppni heit-
ir James Hine og er hann skoskur.
Þau hafa verið saman í 15 ár og segir
Birna að þau hafi kynnst þegar hún
stundaði MBA-nám við Háskólann í
Edinborg árið 1996 og eiga þau ell-
efu ára gamla dóttur sem heitir Ellen
Melkorka.
Þau hafi hins vegar formlega gift
sig í Edinborg áður en þau héldu
til Ítalíu þar sem þau hafi óttast að
skriffinnska Ítala yrði þeim ofviða.
Því hafi það komið afmælisgestum
mjög á óvart þegar þau tilkynntu
um brúðkaup sitt. „Allt í einu spil-
aði plötusnúðurinn brúðarmarsinn
og vinkona okkar sá um ákveðna at-
höfn sem hafði verið skipulögð,“ seg-
ir Birna. Þetta hafi verið óskaplega
skemmtileg veisla en um 40 til 50
gestir mættu í veisluna, bæði frá Ís-
landi og Skotlandi.
Kom öllum á óvart
„Ég var svo heppin að fá að vera
viðstödd afmæli Birnu sem óvænt
breyttist í brúðkaup, okkur öllum til
mikillar gleði. Þetta var alveg yndis-
leg stund, mjög tilfinningarík, veðr-
ið gott og þetta tókst því alveg ótrú-
lega vel hjá okkur,“ segir Anna Guðný
Aradóttir, vinkona Birnu í samtali
við DV. Athöfnin fór fram á gömlum
sveitabæ og var veislan haldin úti í
garði. Birna og James gengu niður
tröppur ásamt Ellen Melkorku, dótt-
ur sinni og þá hljómaði brúðarmars-
inn. „Allir litu upp og skildu ekkert í
því hvað væri í gangi. Svo uppgötv-
aði fólk að um óvænt brúðkaup væri
að ræða. Það var því mikið klapp-
að, mikið grátið og auðvitað hlegið
og faðmast,“ segir hún. Veislan hafi
síðan staðið fram eftir nóttu líkt og
í flestum brúðkaupum Íslendinga.
Birna er væntanleg til Íslands í dag
eftir að hafa dvalið í Skotlandi og á
Ítalíu í tíu daga.
Annas Sigmundsson
blaðamaður skrifar as@dv.is
„Þetta var alveg
yndisleg stund,
mjög tilfinningarík.
Óvænt brúðkaup Birna Einarsdóttir, bankastjóri
Íslandsbanka, og James Hine komu öllum á óvart
þegar þau tilkynntu óvænt um brúðkaup sitt á Ítalíu
þegar Birna hélt upp á fimmtugsafmæli sitt. Með
þeim á myndinni er Ellen Melkorka, dóttir þeirra.
Slapp ótrú-
lega vel
Fólksbifreið fór út af Suðurlandsvegi
til móts við Rauðafell undir Eyja-
fjöllum um klukkan fjögur í gærdag.
Afleiðingarnar
urðu þær að öku-
maðurinn, sem
var einn í bíln-
um, var fluttur
með sjúkrabíl á
Landsspítalann
í Fossvegi. Hann
þykir hafa slopp-
ið ótrúlega vel og
er ekki alvarlega slasaður. Hann var
í bílbelti. Bifreiðin fór ríflega þrjár
veltur, að því er lögreglan á Hvols-
velli segir, og hafnaði ofan í skurði.
Bifreiðin er gjörónýt.
Umferðin gekk annars nokkuð
vel um helgina. Að sögn lögregl-
unnar á Blönduósi gekk allt eins og í
sögu, þrátt fyrir margar bæjarhátíðir
og stóra ferðahelgi.
Eldingu laust
í flugvél
Eldingu laust niður í flugvél á vegum
Icelandair, rétt áður en hún lenti á
Charles de Gaulle-flugvelli í París
á laugardaginn. Upplýsingafulltrúi
flugfélagsins, Guðjón Arngrímsson,
sagði við fréttastofu RÚV á laugar-
daginn að aldrei hafi verið hætta á
ferðum, enda séu flugvélar félags-
ins hannaðar til þess að standa af sér
þrumuveður. Við skoðun á vélinni
kom fram smávægileg bilun á radar-
kerfi vélarinnar. Gert var við vélina í
París og var henni flogið heim á leið
aðfaranótt sunnudags.
Fjölmennt í
druslugöngu
Fjölmennt var í Druslugöngunni í
Reykjavík á laugardaginn þar sem
fólk kom saman til að vekja athygli á
því að það eru gerendur í kynferðis-
brotamálum sem bera ábyrgð á brot-
um sínum, ekki þolendur. Druslu-
gangan (e. Slut Walk) var fyrst farin í
Toronto í Kanada í kjölfar umdeildra
ummæla lögreglustjórans í borginni,
Michael Sanguinetti, sem sagði að
konur þyrftu að forðast það að klæða
sig „eins og druslur“ til að verða ekki
fórnarlömb nauðgara.
Yfirlýst markmið göngunnar í
Reykjavík var líkt og hjá fyrirmynd-
unum víða um heim að uppræta
þá fordóma sem endurspeglast
í áherslu á klæðaburð og ástand
þolenda kynferðisofbeldis. Þátttak-
endur báru margir harðorð mót-
mælaspjöld á borð við „Ríkið er besti
vinur nauðgara“ og önnur sem ætlað
var að vekja fólk til umhugsunar eins
og það sem á stóð: „Þetta er kjóll,
EKKI já.“