Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2011, Síða 12
12 | Fréttir 25. júlí 2011 Mánudagur
A
nders Behring Breivik
er fæddur í febrúar
árið 1979. Faðir hans
starfaði sem hagfræð-
ingur fyrir norska
sendiráðið í Lundúnum og
síðar í París. Móðir hans starf-
aði sem hjúkrunarkona. Brei-
vik eyddi fyrsta ári ævi sinnar
í Lundúnum en foreldrar hans
skildu árið 1980. Hann fluttist
því næst með móður sinni til
vesturhluta Osló þar sem hann
ólst upp. Hann gekk meðal
annars í sama grunnskóla og
Hákon krónprins af Noregi,
Smestad-grunnskólann, og
fór síðan í unglingadeild í Ris-
gagnfræðiskólanum. Kunn-
ingjar Breivik segja hann hafa
verið góðan nemanda sem
var þó nokkuð einrænn. Hann
ávann sér þó virðingu sam-
nemenda sinna fyrir að koma
öðrum til hjálpar, til að mynda
þegar fórnarlömb eineltis urðu
fyrir barðinu á fantaskap eldri
og stærri nemenda.
Áhugi á pólitík
Faðir Breivik býr nú í Suður-
Frakklandi þar sem hann hef-
ur sest í helgan stein. Hann
sagði í viðtali við Verdens gang
að hann hafi ekki talað við
son sinn í mörg ár, sennilega
ekki síðan Breivik var 15 eða
16 ára. „Hann var hinn vænsti
piltur þegar hann var ung-
ur, en nokkuð einrænn. Hann
hafði engan áhuga á stjórn-
málum þegar ég þekkti hann,“
sagði hinn eldri Breivik, sem
sagðist ekki hafa talað við son
sinn síðan árið 1995 en þá sleit
Anders öllum samskiptum við
föður sinn. „Þá ætlaði hann til
Bandaríkjanna en ég veit ekki
hvort hann lét verða af því.“
Nágrannar Breivik hafa sagt
lögreglu að þeir muni eftir því
að hann hafi byrjað að klæða
sig öðruvísi á þessum árum.
Hann hafi byrjað að klæðast
hermannafötum í felulitum,
þó það geti í raun ekki talist
óalgengt meðal táninga. Hann
fékk einnig áhuga á tölvuleikj-
um og spilaði mikið af slík-
um leikjum sem gengu út á
að drepa sem flesta. Frægast-
ur þessara leikja er sennilega
Doom, sem er fyrstu persónu
tölvuleikur þar sem markmið-
ið er að drepa fólk með hinum
ýmsu vopnum. Breivik gekk
í norska herinn eins og aðrir
ungir menn, en herskylda er í
Noregi fyrir alla karlmenn. Þar
lærði hann að fara með vopn.
„Eins og að
hafa hitt
Hitler“
Síðla árs 1997,
þegar Breivik
var 18 ára, gekk
hann til liðs við ungliðahreyf-
ingu Framsóknarflokksins í
Noregi. Þar var hann meðal
annars varaformaður Vestur-
Oslódeildar hreyfingarinn-
ar árið 2002 og formaður frá
2002 til 2004. Hann gekk til liðs
við Framsóknarflokkinn sjálf-
an árið 1999 og var meðlimur
flokksins til ársins 2006 en ári
síðar sagði hann sig einnig úr
ungliðahreyfingunni. Breivik
mun ekki hafa hugnast stefna
Framsóknarflokksins í innflytj-
endamálum og taldi flokkinn
hafa svikið lit með því að ganga
til liðs við fjölmenningarstefnu
„marxista“, en hann rökstuddi
árás sína á ungmennin í Útey
með svipuðum ásökunum í
garð Verkamannaflokksins.
Joran Kallemyr er borgar-
fulltrúi Framsóknarflokks-
ins í Osló og starfaði hann
með Breivik innan flokks-
ins um nokkurra ára skeið.
Hann sagði í viðtali við Ver-
dens gang að hann líkti þeirri
reynslu við að hafa „hitt Hitler
áður en síðari heimsstyrjöldin
hófst.“ Kallemyr sagðist ekki
hafa haft mikil kynni af Breivik,
en að hann hefði verið róleg-
ur og auðmjúkur náungi. „Ég
tók eftir því að hann var ekki
sammála mér í innflytjenda-
málum, en ég tók ekki eftir að
skoðanir hans væru öfgafullar.
Ég veit að hann mætti á fund í
vesturhluta Osló árið 2002. Það
mættu bara
„Hann var hinn
vænsti piltur
þegar hann var
ungur, en nokkuð
einrænn.
ófreskjan
í eyjunni
n Anders Behring Breivik hefur játað á sig ein mannskæðustu fjöldamorð síðari tíma en
hann myrti minnst 93 síðastliðinn föstudag n Breivik vildi berjast gegn „menningarlegum
marxistum“ og hafði andúð á fjölmenningarstefnu n Var mörg ár að skipuleggja voðaverkin
H
ér fyrir neðan má lesa nokkrar færslur
úr dagbókum Anders Behring Breivik
sem hann sendi með 1.500 blað-
síðna „Sjálfstæðisyfirlýsingu Evrópu“
til meðlima í stjórnmálaflokknum Sönnum
Finnum rétt eftir sprenginguna. Síðasta færsl-
an vekur þónokkurn óhug enda skrifuð rétt
eftir sprenginguna og áður en Breivik hélt til
Úteyjar og hóf skothríðina.
Ágúst 2010:
Ég er að undirbúa mig fyrir bílferð til Prag þar
sem ég ætla að komast í tengsl við vopnasala
í þeim tilgangi að komast yfir riffil, Glock-
skammbyssu, handsprengjur og AP-skotfæri
(handsprengjur og skotfæri eru bónus). Prag
er fræg fyrir að vera einhver mikilvægasti
staður í Evrópu fyrir flutning ólöglegra fíkni-
efna og vopna.
Dagur fimm í Prag:
Ég fer að verða örvæntingarfullur. Þetta er
fyrsta alvöru hindrunin í aðgerðinni minni.
Ég hef orðið fyrir svo miklum von-
brigðum með sjálfan mig. Ég hef
áttað mig á því að Prag er langt
frá því að vera draumastaður-
inn þegar kemur að vopna-
kaupum.
September 2010:
Ég hef nú sent frá mér umsókn
um Ruger Mini 14 hálfsjálf-
virkan riffil (5.56). Það er
„hernaðarlegasti“ riffill sem
leyfður er í Noregi. Á um-
sóknareyðublaðið skrifaði ég:
„Dýraveiðar“. Það hefði verið
freistandi að skrifa bara sann-
leikann; „Lífláta tegund A og B
menningar marxista/fjölmenn-
ingarsvikara.“ Til þess eins að sjá viðbrögð
þeirra:P
Það hefur verið ákveðið að aðgerðin verði
framkvæmd í haust, 2011. Þrátt fyrir það, get
ég ekki útskýrt hvers vegna, á þessum tíma.
Fé mitt er að klárast, og ég á minna en 15.000
evrur eftir og til viðbótar við það 30.000 evru
varasjóð á tíu mismunandi kreditkortum.
Líkami minn er á þessum tímapunkti
meira eða minna fullkominn og ég er ham-
ingjusamari en ég hef nokkru sinni verið.
Baráttuviljinn minn er í sögulegu hámarki og
ég er almennt ánægður með það hvernig hlut-
irnir eru að þróast. Ég gæti tekið upp á því að
búa til hugmyndafræðilegt myndband um
Frímúrararegluna á YouTube í vetur. Ég hef
ágætis tíma þangað til efnin berast.
Mánudagur, 13. júní, 2011:
Ég bjó til tilraunaeintak í dag og keyrði á mjög
afskekktan stað. Ég kveikti í og færði mig úr
augsýn og beið. Þetta voru ábyggilega lengstu
tíu sekúndur sem ég hef upplifað...
BÚM! Sprengingin heppnaðist:-) Ég keyrði
snarlega í burtu til þess að forðast mögulega
og óæskilega athygli frá fólki í nágrenninu. Ég
þyrfti að koma aftur nokkrum klukkustund-
um síðar til þess að skoða sprengjuholuna, til
að sjá hvort báðar einingarnar hafi sprungið.
Föstudagur, 22. júlí, 2011:
Gamli málshátturinn: „Ef þú vilt að eitthvað
sé gert, gerðu það þá sjálfur“ á betur við nú
en nokkru sinni. Fleiri en einn „kokkur“ þýðir
ekki að þú vinnir tvöfalt hraðar. Að mörgu
leyti; gætir þú gert þetta allt sjálfur, það tekur
bara aðeins meiri tíma. OG, án þess að taka
óþarfa áhættu. Niðurstaðan er tvímælalaus.
Ég hef trú á því að þetta verði mín síðasta
færsla. Núna er föstudagurinn 22. júlí, 12.51.
jonbjarki@dv.is
„Ég hef trú á því að þetta
verði mín síðasta færsla“
Björn Teitsson
bjorn@dv.is
Úttekt Dagbókarfærslur Breiviks:
Morðinginn Breivik
Vill opin réttarhöld.