Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2011, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2011, Page 14
14 | Fréttir 25. júlí 2011 Mánudagur „Ég eins og allir Íslending- ar er sleginn djúpum harmi yfir þessum skelfilega atburði sem er af slíkri stærðargráðu að menn eru ekki ennþá bún- ir að taka þetta inn,“ segir Öss- ur Skarphéðinsson utanríkis- ráðherra um hryðjuverkin í Noregi. „Norðmenn eru okk- ar nánasta frændþjóð og það gerir það örugglega að verkum að Íslendingar eru enn slegn- ari fyrir vikið. Þeir hafa alltaf staðið þétt við bakið á okkur og okkar skylda að gera það núna, þó ekki sé með öðru en að sýna þeim okkar dýpstu samhygð.“ Norðurlönd sameinast Aðspurður hver viðbrögð ís- lenskra stjórnvalda við þess- um atburðum séu segir Öss- ur: „Ráðherrarnir hafa verið í miklu sambandi sín á milli frá því að þessi atburður gerðist. Forsætisráðherrann hefur ver- ið í sambandi við mig, innan- ríkisráðherra og fjármálaráð- herra. Ég hef heyrt tvisvar á dag í Ögmundi innanríkisráð- herra og ég veit að menn hafa líka rætt við þau yfirvöld hér á landi sem sjá um viðbúnað – ríkislögreglustjóra.“ Aðspurður hvaða áhrif hann telji voðaverkin hafa á Norðurlöndum segir Öss- ur: „Það er of snemmt að fara að draga djúpar ályktanir ennþá þegar allir eru slegnir og norska þjóðin harmi lostin. Það má að minnsta kosti segja að það skipti máli að menn hér á landi eins og annars staðar reyni að vinna að því að út- rýma fordómum og ala á um- burðarlyndi. Þá skiptir miklu máli að reyna að útrýma þeim neikvæðu tilfinningum sem sumir virðast bera til fólks af erlendum uppruna eða með trúarskoðanir sem eru fram- andi okkur. Ég ímynda mér að það sé eitt af því sem að Norð- urlöndin öll munu sameinast um í sínum löndum. Má ekki draga úr um- burðarlyndi Össur segir erfitt að hafa hend- ur í hári manna sem skipu- leggja hryðjuverk af slíkri nákvæmni og með svo mik- illi leynd. „Ef það er rétt sem margt bendir til að hryðju- verkamaðurinn hafi undirbú- ið þetta með sjálfum sér í tvö ár og forðast að hafa samband við aðra, þá er það skólabókar- dæmi úr hryðjuverkafræðum um menn sem mjög erfitt er að hafa upp á áður en þeir fremja glæpinn.“ Hann segir ljóst að maður- inn hafi með aðgerðum sín- um ætlað sér að knýja norsk stjórnvöld til þess að draga úr umburðarlyndi sínu. „Þeir sem fremja svona glæp og lýsa því yfir að það sé gert til þess að mótmæla tilteknum hópi manna sem koma úr öðrum löndum eru að reyna að knýja stjórnvöld til þess að draga úr umburðarlyndi sínu gagn- vart viðkomandi hópi. Ekkert samfélag má láta neyða sig eða knýja til aðgerða vegna glæpa eða hryðjuverka.“ jonbjarki@dv.is n Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sleginn djúpum harmi Reynum að útrýma fordómum Harmi sleginn Össur segir of snemmt að álykta hvaða áhrif þetta muni hafa á Norðurlöndin. hann sprengdi þann 13. júní á afskekktum stað. Hann skrifaði í dagbók sína: „BÚM! Spreng- ingin heppnaðist!!!:) Ég var fljótur að aka í burtu til að sleppa við athygli þeirra sem bjuggu nálægt. Ég kom þó aft- ur nokkrum tímum síðar til að skoða holuna og hvort báð- ir hlutar sprengjunnar hefðu sprungið.“ Síðustu dagarnir fyrir voðaverkin Þann 2. júlí gróf Breivik upp kisturnar sem höfðu að geyma lögreglubúninginn og skot- vopnin. Hann lagði lokahönd á áætlanir sínar, en þær auð- kenndi hann sem áætlun A og áætlun B. Hann notaðist við Garmin GPS-staðsetningar- tæki til að finna bestu leiðina frá miðborg Osló til Tyrifjarðar þar sem hann gat tekið ferjuna til Úteyjar. Breivik fylgdist vel með ungliðahreyfingu Verka- mannaflokksins en hann vissi meðal annars að til stóð að Gro Harlem Brundtland, fyrrver- andi forsætisráðherra, kæmi til með að ávarpa sumarbúð- irnar um svipað leyti og hann lét til skarar skríða. Brundtland hafði einmitt ávarpað sam- komuna á fimmtudag, daginn áður en Breivik framdi fjölda- morðin. Stöndum saman „Ef einn maður getur sýnt svo mikið hatur, hugsið ykkur alla ástina sem við getum sýnt – er við stöndum saman.“ Þetta sagði Jens Stoltenberg, for- sætisráðherra Noregs, í minn- ingarathöfn í dómkirkjunni í Osló á sunnudag. Þarna vitn- aði Stoltenberg í orð ungrar stúlku sem var ein þeirra sem komst lífs af í einum hræði- legustu fjöldamorðum síðari tíma. Þegar þetta er skrifað er ljóst að 93 hafa fallið fyrir hendi Anders Behring Breivik, 32 ára Norðmanns. Sprengingin Breivik byrjaði á því að sprengja kröftuga sprengju sem hann hafði búið til úr miklu magni af áburði, en sprengjan sprakk í bílakjallara við Regjerings- kvartalet – sem er fjöldi bygg- inga sem hýsa átta ráðuneyti auk þess sem bygging Hæsta- réttar er í næsta nágrenni sem og skrifstofa dagblaðsins Ver- dens gang. Ekki færri en sjö manns féllu í sprengjuárásun- um en talið er að fórnarlömb- in kunni að vera fleiri þar sem ekki hefur tekist að leita að fólki þar sem eyðileggingin var sem mest. Að minnsta kosti 30 eru slasaðir. Sprengjan sprakk klukkan 15.22 að staðartíma og voru fyrstu lögreglu- og sjúkra- bílar mættir nokkrum mínút- um síðar. Breivik bjó sprengjuna til úr áburði en í maí á þessu ári hafði hann fest kaup á sex tonnum af áburði. Hann hafði flust búferlum frá Osló til smá- þorpsins Rena í Heiðmörk fyrir nokkrum mánuðum en þar var staðsett fyrirtækið Breivik Ge- ofarm, sem átti opinberlega að stunda grænmetisrækt. Breivik stofnaði fyrirtækið fyrir tveim- ur árum en fluttist ekki til Rena fyrr en í apríl eða maí á þessu ári. Ljóst er að grænmetisbú- skapurinn mun aðeins hafa verið yfirvarp, Breivik hélt fyr- irtækinu aðeins úti svo hann gæti orðið sér úti um mikið magn af áburði – án þess að yf- irvöld veittu því nokkra athygli. Ferðin til Úteyjar Breivik mun hafa fylgst með sprengingunni úr öruggri fjar- lægð en síðan lagði hann af stað til Úteyjar, eyju sem er stað- sett í Tyrifirði – fimmta stærsta stöðuvatni Noregs. Vatnið er í um 40 kílómetra fjarlægð frá Osló. Á Útey hefur um árabil verið haldið sumarnámskeið fyrir meðlimi ungliðahreyf- ingar Verkamannaflokksins. Námskeiðið hefur um ára- bil skipað sérstakan sess hjá Verkamannaflokknum, Jens Stoltenberg hefur til að mynda verið viðstaddur á námskeið- inu síðan árið 1982. Breivik tók ferjuna til Út- „Maður kom. „Ég er frá lögreglunni.“ Ég lá enn kyrr. Einhver hrópaði að hann yrði að sanna það. Ég man ekki alveg hvað hann sagði, en morðinginn byrjaði að skjóta. Hann hlóð byssuna. Skaut meira. Hann skaut þá sem voru í kringum mig. Ég lá áfram kyrr. Ég hugsaði: „Nú er þetta búið. Hann er hérna. Hann tekur mig. Nú dey ég. Prableen Kaur Óbærileg sorg Norðmenn eru allir sem einn harmi slegnir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.