Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2011, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2011, Page 18
18 | Umræða 25. júlí 2011 Mánudagur tryggvagötu 11, 101 reykjavík Útgáfufélag: Dv ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is Fréttastjóri: Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is Umsjón innblaðs: Ásgeir jónsson, asgeir@dv.is DV á netinu: dv.is Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010, Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050. Smáauglýsingar: 512 7004. Umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Hið algjöra óeðli Leiðari Reynir Traustason ritstjóri skrifar Bókstaflega Auðmaður í Afríku n Auðmaðurinn Róbert Melax, sem tiltölulega lítið hefur verið fjallað um eftir hrun, elur nú manninn í Suður- Afríku. Róbert er lyfjafræðingur að mennt og var annar af stofn- endum Lyfju árið 1996. Róbert hef- ur verið nokkuð umsvifamikill fjárfestir á liðn- um árum og átti meðal annars hlutabréf í Glitni og fjárfestingabankanum Saga Capital fyrir hrun. Róbert var sömuleiðis um tíma í stjórn Saga Capital þar sem hann átti rúmlega 10 prósenta hlut þegar mest lét. Geir í spænskri mynd n Spænskir sjónvarpsmenn frá ríkis- rekinni sjónvarpsstöð í Katalóníu voru staddir hér á landi í síðustu viku við upptökur á heimildamynd um Ísland sem sýnd verður þar í landi í haust. Heimildamyndin á að fjalla um ís- lenska efnahags- hrunið og endur- reisnina. Meðal viðtala sem Spánverjarnir tóku upp hér á landi var viðtal við Geir H. Ha- arde, fyrrverandi forsætisráðherra, en þar var Geir meðal annars spurð- ur út í íslenska efnahagshrunið og aðkomu sína að því. Myndin verður sýnd á Spáni í haust. Jón stóri var súla n Skólafélögum innheimtumanns- ins Jóns Hallgrímssonar, eða Jóns stóra eins og hann er kallaður, úr Breiðholtinu brá heldur betur í brún þegar myndir fóru að birtast af hon- um í fjölmiðlum fyrir nokkru. Jón var orðinn mjög breiður og mikill á þessum myndum – eiginlega hel- massaður eins og sagt er. Ástæðan fyrir undrun þeirra var sú að Jón var langt frá því að vera mikill um sig um þegar hann var yngri. Þvert á móti þótti hann vera renglulegur sláni og gekk því undir viðurnefninu Jón súla hjá þeim sem til þekktu. Ritsóðinn Friðbjörn n Friðbjörn Orri Ketilsson, ritstjóri amx. is, heldur því fram að Össur Skarp- héðinsson utanríkisráðherra „þykist“ hafa samúð með Norðmönnum vegna fjölda- morðanna. Kvittur hefur verið uppi um að Friðbjörn, sem er tengdur Guð- björgu Matthías- dóttur, athafna- konu í Vestmannaeyjum, hafi fengið fjárstyrki þaðan eða frá LÍÚ, samtök- um útgerðarmanna. Grímur Atlason, athafnamaður og fyrrverandi bæjar- stjóri, hvetur til þess að enginn skipti við Friðbjörn eða fyrirtæki hans. „ ...ég mun ekki versla við computer. is eða aðra sem þar auglýsa. Frið- björn Orri Ketilsson er ábyrgðarmað- ur þessa auma miðils. Hann ætti að skammast sín – hann er ritsóði!,“ segir Grímur. Sandkorn S varthöfði er einlægur aðdá- andi Björns Bjarnasonar, fyrr- verandi dómsmálaráðherra. Það er skoðun Svarthöfða og fjölda skoðanabræðra að alltof brátt hafi orðið um Björn í stjórnmál- um. Björn varð fórnarlamb samsær- is í eigin flokki þegar götustrákur úr Borgarnesi, Guðlaugur Þór Þórðar- son, náði samstöðu með Jóhann- esi Jónssyni í Bónus um aðförina. Og það tókst að fella þennan mikla sómamann sem var fæddur með silf- urskeið í munni og undirliggjandi leiðtogahæfileika. B jörn var ævinlega talsmaður aga í samfélaginu. Skilja mátti á honum að eðlilegt væri að stofna íslensk- an her til að berja niður uppreisnir og hrinda árás hryðjuverka- manna. En Björn fékk eng- an hljómgrunn. Hugmyndir hans um her voru and- vana fæddar. Afleið- ingin var sú að framið var eins konar valda- rán á Íslandi. Bús- áhaldabyltingin fékk að ganga fram án þess að neinn fengi rönd við reist. Örfáar löggur með hjálma voru nán- ast eins og leikmunir. Geir Haarde forsætisráð- herra og leiðtogi Björns var felldur með þeim afleiðingum að stjórnmálaferli Björns lauk. Síðan hefur hann eytt tíma sínum í að skrifa um Baugs- mennina sem felldu Ísland og hann sjálfan. B jörn hefur skilið eftir sig djúp spor í íslenskri stjórnmála- sögu. Hann tryggði flokkshest- um dómarasæti og gætti þess að sjálfstæðismenn væru við yfir- stjórn lögreglunnar. Með þessu hefur honum tekist að tryggja að sannkall- að réttlæti nái fram að ganga. Eitt- hvað fór þó úrskeiðis þegar Hæsti- réttur dæmdi vinkonu hans, Jónínu Benediktsdóttur, í óhag og samþykkti að hluti tölvupósta hennar hefði mátt koma fyrir almenningssjónir í dagblaði sem var í eigu Baugsmanna. En, Guði sé lof, þá birtust ekki opin- berlega rafpóstar sem gengu á milli Jónínu og Björns þegar ráðherrann var að kynna sér ýmis mál á hennar vegum í framhaldi funda þeirra þar sem lagt var á ráðin um siðvæðingu landsins. S varthöfði vill að Björn snúi aftur í stjórnmálin. Það er óbærilegt fyrir alla rétt- hugsandi menn að dóm- arar með 1. einkunn en haldn- ir alvarlegri vinstrivillu verði skipaðir. Augljóst er að þá mun okkur hnigna hratt. Þá er hætta á því að sanngjarnir þjón- ar réttvísinnar innan lögreglunnar hverfi af vettvangi lög- reglunnar. Í stað hins góða og upp- lýsandi fasisma myndi sósalismi andskotans taka við. Björn verður að koma aftur og taka Jónínu Ben og Styrmi Gunnarsson með sér. Þá fyrst á Ísland von. Snúðu aftur, Björn. Eða með öðrum orðum: Bjössi, come back. E inhver viðbjóðslegasti atburð- ur í seinni tíma sögu Norður- landanna átti sér stað á föstu- dag þegar öfgamaðurinn Anders Behring Breivik myrti með köldu blóði um eða yfir 100 manns í Noregi. Flest fórnarlamb- anna voru ungt fólk sem hefði átt að eiga langt líf fyrir höndum. En sökum þess að þau aðhylltust stefnu norska Verkamannaflokksins féllu þau fyrir hendi morðingja sem telur sig geta fært rök fyrir gjörðum sínum sem hann viðurkennir að séu grimmdar- leg en „samt sem áður nauðsynleg“, að sögn Geirs Lippestad, verjanda þessa versta fjöldamorðingja í sögu Noregs. Ef marka má fréttir af þankagangi Breivik hafði hann um árabil ræktað með sér hatur á leiðtogum og félögum í norska Verkamannaflokknum. Hon- um er lýst sem öfgamanni til hægri. Hatrið mun eiga rót sína í því að Brei- vik telji að flokkurinn hafi sýnt sjónar- miðum múslima skilning. Þetta varð svo á endanum til þess að vesalingur- inn lét til skarar skríða með sprengj- um og sjálfvirkum vopnum gegn varn- arlausu fólki. Og hann hafði ekki einu sinni kjark til þess að svipta sig lífi en vill þess í stað fá að réttlæta morðin fyr- ir umheiminum. Fjöldamorðin eru eins nærri okkur Íslendingum og hugsast getur. Norð- menn eru okkar nánasta vinaþjóð og saga þjóðanna hefur um aldir tvinnast saman. Alltaf þegar á hólminn er komið hafa þessir frændur okkar sýnt samhug í verki. Það nöturlega er að við héldum að svona atburðir gætu ekki gerst í okk- ar menningarheimi. Nú blasir annað við þótt varasamt sé að draga af þeim of víðtækar ályktanir. Þó er nauðsynlegt fyrir þjóðina að gaumgæfa hvort hatur á borð við þetta sé að búa um sig í sam- félaginu. Ákveðin öfl ala stöðugt á hatri gegn réttkjörnum stjórnvöldum í land- inu. Þau eru studd af sterkum fjármála- öflum í samfélaginu. Með því ósmekk- legra sem sést hefur frá þessu öfgafólki er árás á íslenska utanríkisráðherrann, Össur Skarphéðinsson, vegna samúð- arkveðju hans til Norðmanna. „Össur sendi samúðarkveðjur til Noregs og þóttist harmi sleginn. En ekki hvað eftir aðra eins árás sem kostaði fjölda fólks lífið og er með ógeðfelldari atburðum í sögu Norðurlanda. En bíðum við. Er þetta ekki sami Össur og sat ný- verið fundi með leiðtogum Hamas og Fatah, hryðjuverkasamtaka sem herja á Ísraelsríki, og lýsti yfir fullum stuðn- ingi við þá fyrir hönd íslensku þjóð- arinnar?“ Þessi ummæli er að finna á vefnum amx.is sem haldið er úti af róttækum hægrimönnum. Þarna er hiklaust sagt að ráðherrann þykist hafa samúð með Norðmönnum og sé stuðningsmaður hryðjuverkasamtaka. Leynipennar skrifa á vefinn en skráður ábyrgðarmaður er Friðbjörn Orri Ket- ilsson. Þessi málflutningur er viðbjóðs- legur. Fjöldamorðin í Noregi verða ekki skýrð eða túlkuð út frá stjórnmálaskoð- unum. Þau eru að öllum líkindum verk geðsjúklings sem ætlar að tengja þau stjórnmálum og réttlæta þannig níð- ingsverk sín. Fjöldamorðin í Noregi voru framin af manni sem er haldinn hinu algjöra óeðli. Hann réðst gegn sakleysingj- um og myrti. Breivik er knúinn áfram af óstöðvandi hatri sem hann hefur þróað með sér í samfélagi sem talið var að mestu heilbrigt. Öfgarnar lágu til grundvallar fjöldamorðinu. Á sama tíma og við stöndum þétt með Norð- mönnum í sorg þeirra hljótum við að reyna af fremsta megni að uppræta ill- gresi öfganna. Þar skiptir engu hvort óeðlið dafnar til vinstri eða hægri. Megi fjöldamorðin í Noregi verða einsdæmi í sögunni. Snúðu aftur, Björn Svarthöfði „Ég vil reyna að vera í felum þar til ég verð frjáls ferða minna.“ n Mouhamde Lo frá Máritaníu sem hefur farið huldu höfði hér á landi síðan 8. júlí þegar lögreglumenn hugðust sækja hann á gistiheimilið Fit og senda til Noregs. – DV „Ég trúi á sak- leysi hans.“ n Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielski, um föður sinn. – DV „Þegar ég var ungur maður þá vann ég nokkur ár á Kleppi þar sem ég kynnt- ist mörgum vænisjúkum manneskjum og stundum á Útvarpi Sögu fannst mér ég vera kominn á gamla staðinn aftur.“ n Haukur Holm fréttamaður um tímann sem hann starfaði á Útvarpi Sögu. – DV „Hann var baldinn þá eins og í dag.“ n Fréttamaðurinn Óli Tynes um bróður sinn Ingva Hrafn jónsson. – DV Er druslugangan komin til að vera? „Já, svo sannarlega. Eins lengi og þörf verður á henni, þá er hún komin til að vera,“ segir Anna Jóna Heimisdóttir, ein þeirra sem skipulagði Druslugönguna sem fram fór á laugardag. Fjölmargir gengu gegn kynferðis- legu ofbeldi. Spurningin „Öfgarnar lágu til grundvallar fjölda- morðinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.