Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2011, Page 20
20 | Fókus 25. júlí 2011 Mánudagur
S
veitarfélagið Skaga-
strönd stendur fyrir yfir-
litssýningu á verkum
Sveinbjörns H. Blöndal
í íþróttahúsinu á Skagaströnd.
Á sýningunni má sjá hluta af
verkum Sveinbjörns en hann
bjó stóran hluta ævi sinnar
á Skagaströnd. Sýningin var
opnuð síðastliðinn laugar-
dag og mun hún standa til 14.
ágúst næstkomandi.
Á sýningunni eru fimmtíu
og fjögur málverk auk nokk-
urra teikninga. Myndirnar
eru valdar með það að mark-
miði að sýna þróun hans sem
listamanns og mismunandi
litanotkun og efnistök. Sýn-
ingin var sett upp í samstarfi
við fjölskyldu Sveinbjörns en
fjölmargir einstaklingar, fyrir-
tæki, sveitarfélög og stofnanir
lánuðu myndir á sýninguna.
Sveinbjörn fæddist á Akur-
eyri 11. október 1932 en rétt
innan við tvítugt hélt hann
til Reykjavíkur þar sem hann
stundaði nám við Myndlista-
og handíðaskóla Íslands. Það-
an brautskráðist hann af list-
málunardeild. Ungur að aldri
hóf hann feril sinn með því að
teikna skopmyndir í dagblöð.
Frístundir notaði Sveinbjörn
til að mála og teikna en hélt
lengi vel verkum sínum lítt á
lofti þótt þeir sem þekktu hann
best fengju að sjá og njóta mál-
verka og skopmynda.
Fyrirmyndir í málverkin
voru oftast sóttar í íslenska
náttúru þar sem fagurker-
inn beitti litatækni sinni til
að kalla fram tilbrigði nátt-
úrunnar, birtuna og formin.
Sveinbjörn hélt sjálfur nokkr-
ar einkasýningar auk þess að
taka þátt samsýningum, bæði
hér á landi og erlendis.
Verk Sveinbjörns á Skagaströnd
n Yfirlitssýning á verkum Sveinbjörns H. Blöndal
Sótti innblástur víða
Sveinbjörn sótti sér innblástur víða
eins og sjá má á myndum hans.
Ítalska
sönghefðin
Valdís G. Gregory sópran-
söngkona og Guðríður St. Sig-
urðardóttir píanóleikari flytja
ítalska söngdagskrá á næstu
sumartónleikum Listasafns
Sigurjóns Ólafssonar, þriðju-
dagskvöldið 26. júlí klukk-
an 20.30. Efnisskrá þeirra er
ítalska sönghefðin, byggð
upp í kringum bel canto-tón-
skáldin Gioachino Rossini,
Vincenzo Bellini og Gaetano
Donizetti.
S
öngkonan Björk Guð-
mundsdóttir bætti á föstu-
dag við tónleikum sem
fram fara 31. október og 3.
nóvember. Miðar á áður auglýsta
tónleika seldust upp á ótrúlega
skömmum tíma en alls höfðu
verið planaðir sex tónleikar áður
en síðustu tveimur var bætt við á
föstudag. Miðasala á tónleikana
var opnuð á hádegi á föstudag
og voru aðeins 700 miðar laus-
ir á hvora tónleika. Björk hefur
því náð að selja í kringum 5.600
miða á tónleikana en miðað við
miðaverð þýðir það að miðar
hafi selst fyrir meira en 60 millj-
ónir króna. Það seldist upp á
nokkrum klukkutímum á fyrstu
sex tónleikana sem skipulagðir
höfðu verið og var því tvennum
bætt við.
Tónleikarnir fara fram í Silf-
urbergi í tónlistar- og ráðstefnu-
húsinu Hörpu en Björk hefur
aldrei áður kom fram í húsinu.
Hún hefur einnig lítið komið
fram hér á landi að undanförnu
en tónleikarnir verða haldnir í
kringum Iceland Airwaves-tón-
listarhátíðina. Björk vekur alls
staðar athygli þar sem hún spil-
ar en hún hélt nýverið tónleika
í Manchester í Bretlandi á tón-
leikahátíðinni Manchester Inter-
national Festival, en þar var fað-
ir hennar á meðal tónleikagesta.
Spilaði hún einmitt átta sinnum
fyrir fullu húsi þar líkt og hún ætl-
ar að gera hér í lok október.
Til marks um frægð Bjark-
ar var henni boðið að taka þátt
í bandarísku unglingasjón-
varpsþáttunum Glee. Hún tók
þó ekki vel í boð handritshöf-
unda þáttanna og sagði einfald-
lega nei takk. „Hún las handritið
en fannst það ekki passa laginu.
Ég sagði við hana að það væri
í góðu lagi og hún sagði okkur
að hafa samband við sig seinna
með hugsanlegt samstarf í huga,“
sagði Ryan Murphy við Holly-
wood Reporter.
n Kemur átta sinnum fram í Hörpu
Þ
etta er mjög spenn-
andi,“ segir Hilm-
ar Björnsson, sjón-
varpsstjóri Skjás
Golfs sem nú hefur
verið ráðinn dagskrárstjóri
Skjás eins. Hilmar er guð-
faðir íþróttastöðvarinnar
Stöðvar 2 Sports [áður Sýn]
og stýrði henni við góðan
orðstír áður en hann færði
sig yfir á Skjáinn. Hann fær-
ir sig nú frá íþróttunum yfir
í almenna sjónvarpsdagskrá.
„Ég hef mikinn metnað
fyrir sjónvarpi og hef alltaf
unnið í því. Þetta er áskorun
sem ég get ekki skorast und-
an. Ég hef alltaf unnið við
íþróttatengt sjónvarpsefni
en hef auðvitað alltaf fylgst
með góðu sjónvarpi, hvort
sem það eru íþróttir eða eitt-
hvað annað. Þetta snýst nátt-
úrlega bara um að hafa gott
efni á Skjánum,“ segir Hilm-
ar sem mun líklega kveðja
Skjá Golf í framhaldi af nýja
starfinu. En þó ekki strax.
„Það er búið að leggja
mikla vinnu í að koma stöð-
inni í loftið en þar erum við
að ljúka fyrsta ári. Það er
búið að vinna mikla undir-
búningsvinnu sem þarf ekki
að fara í aftur,“ segir Hilmar
sem ætlar ekki að breyta Skjá
einum í íþróttastöð.
„Nei, það eru aðrir í því
og sinna þeim markaði mjög
vel. Skjár einn er ung stöð
á áskriftarmarkaðinum en
með dyggan áskrifenda-
kjarna upp á 25.000 manns
sem er mjög sterkt. Við vit-
um hvað okkar markhóp-
ur vill og ætlum að stækka
þennan hóp enn frekar,“ seg-
ir hann.
Hilmar segist vera með
ákveðnar skoðanir á dag-
skránni en getur ekki farið
nánar út í það að svo stöddu.
„Ég er í raun ekki tekinn við
þannig að ég vil ekkert gefa
það út. Ég þarf að koma mér
inn í fjármálin og hvaða efni
við erum skuldbundin til að
sýna. Haustið er klárt sem og
veturinn þannig að ég þarf
bara að skoða á næstu vikum
hvað hægt er að gera,“ segir
Hilmar Björnsson, nýráðinn
dagskrárstjóri Skjás eins.
n Hilmar Björnsson ráðinn dagskrárstjóri Skjás eins n Spennandi verkefni sem
hann vildi ekki skorast undan n Ætlar ekki að breyta Skjá einum í íþróttasjónvarp
Nýtt starf Hilmar færir sig úr sportinu yfir í almenna dagskrárgerð. MYNd EggErt JóHaNNESSoN
Björk bætti við tónleikum
Vinsæl heima og erlendis
Björk er vinsæl nær hvar sem hún
kemur en miðar á tónleika með
henni hér á landi hafa selst fyrir
rúmar 60 milljónir króna.
„Hef alltaf fylgst
með góðu sjónvarpi“
Yoko Ono
á Airwaves
Yoko Ono mun koma fram
á tónlistarhátíðinni Iceland
Airwaves en tilkynnt var um
það á miðvikudag. Á sama
tíma var tilkynnt að erlendu
hljómsveitirnar Owen Pal-
lett, Glasser, Zun Zun Egui
og Other Lives myndu koma
fram á tónlistarhátíðinni sem
er án efa ein sú stærsta á Ís-
landi. Hátíðin fer fram dagana
12.–16. október næstkomandi
en þar munu margar fleiri ís-
lenskar og erlendar hljóm-
sveitir koma fram. Hátíðin
verður að vanda á nokkrum
mismunandi stöðum í bænum
en í fyrsta sinn verður hátíðin
haldin í Hörpu.
Meira en
20 þúsund
eintök seld
Helgi Björns og Reiðmenn vind-
anna hafa selt meira en 20 þús-
und eintök af plötunum sínum
þremur. Síðasta plata kom út í
byrjun mánaðarins og hefur hún
selst vel, að því er fram kemur í
tilkynningu frá Senu, útgefanda
plötunnar. Fyrri tvær plöturnar
komu út árið 2008 og 2010 og
voru þær báðar ásamt nýju plöt-
unni meðal 20 mest seldu platna
landsins í síðustu viku sam-
kvæmt Tónlistanum. Nýja plat-
an, Ég vil fara upp í sveit, trónir
á toppi listans, Þú komst í hlaðið
2010 er í sjöunda sæti og Ríðum
sem fjandinn er því nítjánda.