Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2014, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2014, Blaðsíða 10
Helgarblað 8.–11. ágúst 201410 Fréttir S amband Íslands og Rúss- lands er á krossgötum eftir að Bandaríkin og Evrópusam- bandið samþykktu hertar og víðtækar þvingunaraðgerðir gegn Rússum í síðustu viku. Aðgang- ur Rússa að evrópsku fjármagni verð- ur takmarkaður sem og útflutningur á hergögnum og tækni sem gagnast við olíuvinnslu og heimskautarann- sóknir. Rússar áforma að vinna allt að 60 milljónum tonna af olíu á heim- skautssvæðinu fyrir árið 2030 og eru stjórnvöld þar mjög háð innflutningi á hátæknivöru sem gagnast í heim- skautarannsóknum. Hingað til hafa Íslendingar og Norðmenn innleitt þvingunarað- gerðir Evrópusambandsins gegn Rússum að fullu. Telur Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, rétt að innleiða þessar nýju breytingar á næstu vikum þótt hann óttist að þær hafi ekki nægjanleg áhrif. Hann hefur að undanförnu kúvent stefnu fyrri stjórnvalda og forseta Íslands í viðhorfi til Rússlands og stuðningi við Úkraínu. Gunnar styður Úkraínu Gunnar Bragi hefur nú heimsótt Úkraínu þrívegis og í júlí bauð hann fram liðsinni Íslands við að kort- leggja tækifæri í virkjun jarðhita og efla endurnýjanlega orkugjafa sem og skrásetja fasteignir. Gunnar Bragi hefur jafnframt tekið harða af- stöðu gegn Rússum vegna afskipta þeirra í Austur-Úkraínu og hefur þar með stutt stefnu Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. „Ísland styður fyllilega lýðræðislega kjörna stjórn Úkraínu og harmar stuðning Rúss- lands við uppreisnaröfl í austurhluta landsins, ólöglega innlimun Rúss- lands á Krím og mannfall óbreyttra borgara af völdum átakanna. Ísland hvetur Rússland til þess að sýna í verki að það vilji stuðla að friðsam- legri lausn Úkraínumálsins,“ segir Gunnar Bragi. Þarna kveður við nýjan tón hjá Gunnari Braga því áður hafa Ís- lendingar lagt mikla áherslu á að auka samstarf við Rússland, einkum í orku- og norðurslóðamálum. Hann segir að pólitísk samskipti land- anna séu nú hins vegar í lágmarki. „Þvingunaraðgerðunum er ætlað að hafa meðal annars þau áhrif að Rúss- land vinni með öðrum þjóðum að friðsamlegri lausn Úkraínudeilunn- ar. Ekki hefur enn komið til áhrifa þess á norðurslóðasamstarfið,“ segir Gunnar Bragi. Vinaþjóðin Rússland Íslendingar greiddu götu Rússa að Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO). Aðild þeirra var samþykkt í des- ember 2011 að loknu samninga- ferli undir forystu Stefáns Hauks Jó- hannessonar. Skömmu áður höfðu Íslendingar undirritað samstarfs- samning við Rússa í jarðhita-, hita- veitu- og raforkumálum, sem og fisk- veiðum og flugstarfsemi. Í grein sem Össur Skarphéðinsson, þáverandi utanríkis ráðherra, skrifaði í Morgun- blaðið 9. desember sama ár við þetta tilefni lýsir hann viðhorfi sínu til Rússlands. „Aðgangur að tækni Vesturlanda getur gert atvinnulíf þeirra fjölbreytt- ara og flýtt ríkari nýtingu mikilla nátt- úrulegra auðlinda, ekki síst þeirra sem liggja á torsóttum svæðum handan norðurheimskautsbaugs – sumar undir hafsbotni. Þessi blanda, háþróuð tækni Vesturlanda, öflug verkþekking heima fyrir, einstakt for- skot Rússa á sumum sviðum ásamt miklum auðlindum, er lykill þeirra að því að verða öflugt efnahags- veldi og lyfta lífsgæðum rússnesks almennings á sama stig og gerist á Vesturlöndum. Endurgjald Vesturlanda fyrir samstarf af þessu tagi liggur í nýjum mörkuðum sem vaxandi velmegun Rússlands mun skapa, auknum stöð- ugleika í álfunni og minni líkum á átökum,“ skrifaði hann. Norðurslóðir aðskilið mál Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís- lands, hefur sömuleiðis verið einarð- ur stuðningsmaður samstarfs Íslands og Rússlands, einkum í málefnum norðurslóða, og hitt bæði Vladimír Pútín, Rússlandsforseta, og Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseta, til að ræða slíka möguleika. Hafði Pútín lýst áhuga sínum á að heimsækja Ís- land á þessu ári. Það var enn fremur skýr viljayfirlýsing Rússa um aukið samstarf við Íslendinga þegar Pútín skipaði Anton Vasiliev sem sendi- herra á Íslandi í mars, en hann var áður helsti embættismaður Rússa á sviði norðurslóðamála. Á norðurslóðaráðstefnu í mars tók Ólafur Ragnar upp hanskann fyr- ir rússnesk stjórnvöld sem lágu þá undir gagnrýni Norðmanna vegna afskipta af átökunum á Krímskaga. Ólafur Ragnar vildi aðskilja norður- slóðarmál ágreiningi ríkja. „Það þarf ekki að taka meira en klukkustund að eyðileggja samstarf á norðurslóð- um,“ var haft eftir honum á fundin- um. Stuttu áður hafði Ólafur Ragn- ar heimsótt vetrarólympíuleikanna í Sochi, þar sem hann lá undir ámæli fyrir að minnast ekki á mannréttinda- mál á óformlegum fundi með Pútín. Ráðstefna með Pútín Í viðtali við rússneska blaðið St. Peters burg Times í apríl sagði Ólaf- ur Ragnar að það hefði tekið langan tíma að ná áhuga Pútíns á samvinnu á norðurslóðum og í viðskiptum, en hann liti á St. Pétursborg sem höf- uðborg norðurslóða. „Við höfum enn áhuga á að flytja út fiskafurðir til Rússlands. Það er einnig stigmagn- andi áhugi innan Rússlands á ís- lensku kjöti og landbúnaðarafurðum úr gróðurhúsum.“ Björn Bjarnason, fyrrverandi ráð- herra og ritstjóri Evrópuvaktarinnar, skrifaði grein í síðustu viku þar sem hann segir þvingunaraðgerðir ESB og Bandaríkjanna hafa gert draumsýn Ólafs Ragnars að engu. En þó er ljóst að Ólafur Ragnar vinnur ennþá full- um þunga að framgangi þessa máls. Hefur forsetinn hitt sendiherra Rússa á Íslandi í þrígang frá því átök- in brutust út í Úkraínu en samt sem áður hefur samstarf í norðurslóðar- málum verið megin viðfangsefni þeirra viðræðna. Síðast hitti Ólafur Ragnar sendiherrann í júlí þar sem þeir ræddu samstarf vegna undir- búnings ráðstefnunnar Hringborð Norðurslóða, Arctic Circle, á Íslandi í október. Ólafur Ragnar og Pútín voru með- al helstu ráðstefnugesta sem sóttu „The Arctic – Territory of Dialogue“ í Yamalo-Nenets héraðinu í Norður- Rússlandi 24. og 25. september 2013. Samkvæmt upplýsingum frá forseta- embættinu hefur forsetanum aftur á móti ekki enn borist boð um að mæta á slíka ráðstefnu í Rússlandi á þessu ári eða því næsta og ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hvort hann muni þiggja slíkt boð ef það bærist. Lítil áhrif á viðskiptalífið Rússar brugðust illa við viðskipta- þvingunum Evrópusambandsins og samþykktu á fimmtudag að leggja al- hliða innflutningsbann á nautakjöt, svínakjöt, fisk, mjólk og mjólkurvör- ur. Í ákvörðun ríkisstjórnarinnar seg- ir að bannið nái til allra aðildarríkja Evrópusambandsins, Noregs, Kanada og Bandaríkjanna, en sér staka athygli vekur að Íslands er þar hvergi getið. Talið er að áhrif þvingana Evrópusambandsins annars vegar og Rússlands hins vegar verði lítil á viðskiptatengsl Íslands og Rúss- lands í hinu stóra samhengi, þrátt fyrir að útflutningur á makríl og öðr- um fiskafurðum til Rússlands hafi stóraukist síðustu ár. „Rússland er og hefur sögulega verið mikilvæg- ur markaður fyrir íslenskar vörur en á undanförnum árum hafa tvö til fjögur prósent af heildarútflutningi íslenskra fyrirtækja farið til Rúss- lands,“ segir Þorsteinn Víglunds- son, framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins. n „ Ísland styður fylli- lega lýðræðislega kjörna stjórn Úkraínu og harmar stuðning Rúss- lands við uppreisnaröfl í austurhluta landsins, ólöglega innlimun Rúss- lands á Krím. n Utanríkisráðherra styður aðgerðir gegn Rússum n Forseti skipuleggur ráðstefnu Ólafur og Pútín Forsetinn hefur áfram lagt áherslu á samstarf við Rússa í norðurslóðamálum þrátt fyrir alþjóðlegan diplómatískan þrýsting gegn þeim vegna ástands- ins í Úkraínu. MyNd ReuteRs Gunnar Bragi Styður þvingunaraðgerðir gegn Rússum og hefur fordæmt aðgerðir þeirra í Úkraínu á meðan Ólafur Ragnar hefur reynt að efla samskiptin. MyNd ReuteRs Gunnar og Ólafur á öndverðum meiði Róbert Hlynur Baldursson skrifar frá Brussel Gripið til aðgerða í Fjallabyggð Bæjarfélagið reynir að sporna við fíkniefnaneyslu „Bæjaryfirvöld vilja leita allra leiða til að sporna við þessari óheillavænlegu þróun og tryggja þar með íbúum sveitarfélagsins öruggt umhverfi. Af þessu tilefni skal bent á að virkasta aðhaldið felist í árvekni íbúanna sjálfra og ekki síst foreldra,“ segir í til- kynningu frá Fjallabyggð. DV fjallaði á dögunum um innbrotahrinu sem hefur staðið yfir á Ólafsfirði nú um nokkurt skeið. Bæjarbúar sögðu þá að þeir væru orðnir langþreyttir á aðgerðaleysi lögreglunnar og íhuguðu að taka lögin í eigin hendur. Fyrst og fremst er um að ræða fámennan hóp sem er sagður er vera djúpt leiddur í fíkniefnaneyslu. Fleiri en einn bæjarbúi hafði orð á því að yrði ekkert gert kæmi til barsmíða. Á fimmtudag var birt frétt á vef bæjarfélagsins þar sem greint var frá því að bæjaryfir- völd sæju fulla ástæðu til að grípa til aðgerða. Þar er fyrst og fremst lögð áhersla á nauðsyn þess að gera átak gegn fíkni- efnasölu í sveitarfélaginu til að girða fyrir að þar verði griða- staður fyrir neyslu og sölu vímu- efna. Því hafa bæjaryfirvöld ákveðið að koma á fót nokkurs konar nágrannavörslu með það að markmiði að fylgjast með fíkniefnaneyslu og sölu. Auk vörslunnar ætla bæjar- yfirvöld að fá sérfræðinga frá lögreglunni til að upplýsa íbúa um helstu einkenni vímu- efnaneyslu. Réðst á konu á göngustíg Lögreglumenn á eftirliti í aust- urbæ Kópavogs voru stöðv- aðir af konu, rétt eftir mið- nætti á miðvikudag, sem kvaðst skömmu áður hafa orðið fyrir líkamsárás þar sem hún gekk eftir göngustíg þar nærri. Í dag- bók lögreglunnar kemur fram að árásarmaðurinn hafi ver- ið farinn af vettvangi þegar lögreglu bar þar að en kon- an ætlaði að fara á slysadeild Landspítalans til aðhlynningar. Skömmu síðar stöðvuðu lög- reglumenn bifreið í Kópavogi en ökumaður hennar var grunaður um akstur undir áhrifum fíkni- efna. Ökumaðurinn var einnig eftirlýstur en gefin hafði verið út handtökuskipun á hendur hon- um vegna skýrslutöku í eldra máli og var hann því vistaður í fangageymslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.