Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2014, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2014, Blaðsíða 16
Helgarblað 8.–11. ágúst 201416 Fréttir S onur þeirra Evelyn Glory Joseph og Tonys Omos heit- ir Tarif og er orðinn hálfs árs gamall. Mæðginin hafa loksins fengið hæli á Ís- landi og búa á Suðurnesjum. Tony er hins vegar ennþá staddur á Ítal- íu. Þegar DV slær á þráðinn til hans hefur hann nýlokið Skype-spjalli við Evelyn og heilsað upp á Tarif litla. „Ég sakna þeirra og þetta er vont. Það er vont að fá ekki að vera með barninu mínu fyrstu mánuðina. Þetta er fyrsta og eina barnið mitt,“ segir Tony. Hann býr hjá félaga sín- um sem skaut yfir hann skjólshúsi og bíður eftir því að mál hans gegn Útlendingastofnun verði tekið fyrir á Íslandi. „Fæ ég að hitta barnið mitt? Hvað heldur þú?“ spyr hælisleit- andinn í örvæntingu sinni og gerir blaðamann kjaftstopp. Bíður fyrirtöku Mál Tonys Omos gegn Útlendinga- stofnun verður tekið fyrir í Héraðs- dómi Reykjavíkur í október, en Stefán Karl Kristjánsson, lögmað- ur Tonys, fór fram á að málinu yrði frestað þar til niðurstöður fengjust úr rannsókn lögreglu og ríkissak- sóknara á trúnaðarbrestinum gagn- vart Tony og Eve lyn. Ríkissaksóknari mun að öllum líkindum tilkynna um næstu skref þess máls um miðj- an ágúst. Báðir aðstoðarmenn ráð- herra eru með réttarstöðu grunaðs manns og hefur lögreglurannsókn- in nú þegar leitt í ljós að trúnaðar- upplýsingum um Tony og Evelyn var lekið út úr innanríkisráðuneytinu í nóvember. Lögregla telur að þetta hafi beinlínis verið gert til að sverta mannorð Tonys Omos. „Ég skil ekki ennþá hvers vegna ráðuneytið var að segja þessa hluti um mig,“ segir Tony. „Mansal er ólöglegt og ég hef aldrei komið ná- lægt neinu slíku.“ Hann segir ætt- menni sín í Nígeríu hafa haft veður af mansalsásökunum eftir að minn- isblaði innanríkisráðuneytisins var lekið til fjölmiðla. „Ég er hræddur um að ég yrði bara handtekinn strax ef ég færi aftur til Nígeríu, þetta er alvarlegur glæpur,“ segir Tony. „Bara á Íslandi“ Líkt og DV hefur áður greint frá get- ur það eitt að vera grunaður um glæp haft í för með sér áralanga fangelsis- vist í Nígeríu. Meira en helmingur fanga þar í landi hefur aldrei verið leiddur fyrir dómstóla að því er fram kemur í gögnum á vef Amne- sty International. Aðstæður í fang- elsum landsins eru hörmulegar en tæplega þúsund fangar týndu þar lífi á fyrri helmingi þessa árs. Þá tíðkast dauðarefsingar í Nígeríu. „Það er hræðilegt að vera bendl- aður við mansal. Það er eins og ein- hver hafi viljað eyðileggja líf mitt, en ég skil ekki hvers vegna,“ segir Tony um trúnaðarbrest innanríkisráðu- neytisins. Hann segist hvergi annars staðar í heiminum hafa verið sak- aður um slíka glæpi. „Það er bara á Íslandi sem svona lagað er sagt um mig. Þegar ég kom til Íslands var ég með mikinn farangur, enda ætlaði ég þá til Kanada. Lögreglan spurði hvar ég hefði fengið það sem ég var með og hélt kannski að ég hefði stolið ein- hverju. En ég hef aldrei skilið hvers vegna ég var sakaður um mansal.“ Ekki sætt áframhaldandi rannsókn Í tölvupósti sem fyrrverandi lögreglu- stjóri á Suðurnesjum sendi DV í júlí kemur fram að mansalsrannsókn- inni sem Tony Omos flæktist inn í sé lokið og málið bíði afgreiðslu hjá lög- fræðingum embættisins. Þegar inn- anríkisráðuneytið rökstuddi synjun sína á endurupptöku úrskurðar um að vísa Tony frá Íslandi var vísað sér- staklega til þess að hann hefði „ekki sætt áframhaldandi rannsókn lög- reglu vegna málanna á Suðurnesj- um“ og því væri „engin ástæða til að fresta réttaráhrifum vegna þeirra.“ Haft hefur verið eftir lögmanni Tonys að rannsóknin hafi ekki leitt til eins eða neins og málið sé fráleitt í alla staði. Hugurinn hjá barninu Tony gaf sig fram til lögreglu 13. des- ember en þá hafði hann verið í felum vegna yfirvofandi brottvísunar. Eve- lyn og Queen, systir Tonys, brotnuðu niður og grétu. Nokkrum dögum síð- ar var hann sendur fyrirvaralaust úr landi án þess að lögmaður hans væri upplýstur um það. Fyrst um sinn bjó Tony á götunni í Sviss, en svo fór hann til Ítalíu þar sem hún dús- ir enn. Rauði krossinn á Íslandi hefur varað sérstaklega við því að flótta- menn séu sendir til Ítalíu og vegna slæms aðbúnaðar hælisleitenda þar í landi. Ítalska ríkið hefur verið gagnrýnt harðlega fyrir að tryggja ekki hælisleitendum aðgang að heil- brigðisþjónustu og húsnæði sem samræmist evrópskum lágmarksvið- miðum. Tony er ekki með heilbrigðis- tryggingu. Hann er orðinn eirðar- laus og langþreyttur á því að bíða í óvissu. Hins vegar er hann þakklátur fyrir að hafa fengið húsaskjól hjá fé- laga sínum. „Ég hef ekkert að gera og ég er ekki með atvinnuréttindi. Ég sit bara og bíð,“ segir hælisleitandinn og bætir því við að stundum spili hann tölvuleiki til að drepa tímann. „Nú hugsa ég bara um barnið mitt, ég verð að fá að hitta það.“ n Jóhann Páll Jóhannsson johannp@dv.is Á Ítalíu Tony er staddur á Ítalíu. Vísað burt Tony Omos var handtekinn í desember og fluttur úr landi í skjóli nætur. Mynd Sigtryggur Ari Vill að Tarif hitti pabba sinn Ráðuneytið bað hana aldrei afsökunar „Við höfum það bara gott,“ segir Evelyn Glory Joseph í samtali við DV. „Já, við töl- um reglulega saman á Skype. Auðvitað, Tarif verður að fá að hitta pabba sinn.“ Sveinbarnið kom í heiminn á fæðingar- deild Landspítalans þann 3. febrúar. Strax sama dag fékk Tony að sjá soninn í gegnum tölvuskjá, en systir hans hefur hjálpað Evelyn að annast barnið. Innanríkisráðuneytið fullyrti á vef sínum fyrr í sumar að Evelyn væri eftirlýst. Lögreglan staðfesti við DV og RÚV að svo væri ekki. Lögmaður Evelyn upplýsti svo um að skjólstæðingi sínum þætti óþægilegt að sitja undir ósannindum og ráðuneytið væri hugs- anlega skaðabótaskylt. Í kjölfarið breytti ráðu- neytið tilkynningu sinni en bað Evelyn ekki afsökunar. Þetta er ekki eina skiptið sem ráðuneytið leikur hana grátt. Báðir aðstoðarmenn innanríkisráðherra eru grunaðir um að hafa lekið trúnaðarupplýsingum um Evelyn til fjölmiðla í fyrra, meðal annars upplýsingum um bakgrunn hennar og að hún væri fórnarlamb mansals. Þetta olli henni óþægindum enda kærði hún sig aldrei um að fjölmiðlar greindu frá þessu. Lögmaður Evelyn kærði háttsemi ráðuneytisins til ríkissaksóknara sem fór fram á lögreglurannsókn. Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur ítrekað verið staðin að ósannindum um málið, bæði í fjölmiðlum og á Alþingi, en brugðist við fréttaflutningi með því að kvarta undan „ljótum pólitískum leik“. „Fæ ég að hitta barnið mitt, hvað heldur þú?“ n Tony saknar Evelyn og Tarif, sonar síns n Mæðgin fengu hæli en Tony bíður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.