Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2014, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2014, Blaðsíða 6
Helgarblað 6.–9. desember 20136 Fréttir Í vikunni fjallaði DV um dóm sem Anna Eiríksdóttir, sóknarprestur vestur í Dölum, fékk síðastliðinn febrúar fyrir ítrekaðan fjárdrátt í starfi er hún var skrifstofustjóri Jarðvísindastofnunar hjá Raunvís­ indastofnun Háskólans. Hún var dæmd í fjögurra mánaða skilorðs­ bundið fangelsi. Í samtali við DV þá sagði Anna að dómurinn væri byggður á „fáránlegum sökum“ og gaf í skyn að réttarkerfið hefði brugðist henni. „Mér finnst þetta leitt gagnvart öllum, gagnvart kirkj­ unni, sóknarbörnum og öllum að þessi dómur og þetta mál skyldi fara í þennan farveg og ná svona langt. Ég hef djúpa samvisku fyrir því,“ sagði Anna í samtali við DV. Þessi orð Önnu stönguðust ber­ sýnilega á við útskýringu Þorvalds Víðissonar biskupsritara á hví hún var ekki leyst frá störfum þrátt fyrir að hafa ekki sagt frá að hún væri til rannsóknar lögreglu er hún sótti um prestakallið. Þorvaldur sagði í samtali við DV að ein ástæðna fyrir því að hún hafi ekki verið leyst frá störfum hafi verið að hún hafi sýnt iðrun vegna málsins. DV sendi Þorvaldi fyrirspurn og spurði meðal annars hvernig megi skýra þetta misræmi á orðum biskups og Önnu. „Það sem þú hefur eftir séra Önnu er ekki í takt við þann mál­ flutning sem hún hefur viðhaft við biskupsembættið,“ var svar Þor­ valdar. Hann hefur áður sagt DV að kirkjan líti málið grafalvarlegum augum og að Anna sé undir sér­ stöku eftirliti kirkjunnar. n Mótsagnakenndur sóknarprestur Sýndi að sögn iðrun hjá biskupi, en ekki í samtali við DV Anna Eiríksdóttir Misræmi er á orðum hennar um dóm sinn ýmist gagnvart DV annars vegar og biskupi hins vegar. Sumarið á Selfossi um helgina Stærsta bæjarhátíðin á Suður- landi fer fram um helgina Bæjarhátíðin Sumar á Selfossi verður haldin í ár líkt og fyrri ár og hófst hátíðin í gær, fimmtu­ dag, og mun hún standa fram á sunnudagskvöld. Mun þetta vera stærsta bæjarhátíð sem haldin er á Suðurlandi í sumar. Á hátíðinni geta gestir séð Sirkus Íslands leika listir sínar, en búið er að setja upp hátíðartjöld í bænum. Þá gefst fólki einnig tækifæri til að renna fyrir fisk í Ölfusá á sunnudeginum og mun Stangveiðifélag Selfoss grilla fyrir veiðimenn í hádeginu. Svo eru það engir aðrir en Helgi Björns og Reiðmenn vind­ anna sem halda uppi stuði á föstudagskvöldinu. Heiðra minningu góðrar vinkonu n Vilja koma á framfæri ævarandi þakklæti til björgunarsveitanna O kkur langar til að halda minningu Ástu á lofti, vinna að hennar hugðar­ efnum og styrkja jafn­ framt björgunarsveitirnar,“ segir Helga Hauksdóttir, ein stofn­ enda Ástusjóðs – minningarsjóðs um Ástu Stefánsdóttur sem fannst látin í Bleiksárgljúfri í Fljótshlíð þann 15. júlí síðastliðinn. Að sjóðn­ um standa vinkonur Ástu úr ýmsum áttum, en hún var vinmörg. Flestar þeirra sem standa að sjóðnum kynntust henni þó í Menntaskólan­ um við Hamrahlíð og lagadeild Há­ skóla Íslands. Helga er ein þeirra. „Við tókum meðal annars þátt í mál­ flutningskeppnum saman og starfi evrópskra laganema. Vinskapurinn hélst alla tíð. Hún var svo ótrúlega traust og góð vinkona,“ segir Helga um vinkonu sína sem féll frá aðeins 35 ára gömul. Vilja gefa dróna Ástusjóður var formlega stofnaður 25. júlí og er stjórn hans enn að þróa hugmyndir að verkefnum. Helga segir að á þessu stigi málsins sé í raun ekki búið að taka neinar fastar ákvarðanir um það hvaða verkefni sjóðurinn ræðst í, en ýmsar hug­ myndir hafa komið upp. Efst á blaði eru kaup á flygildum eða drónum sem opna björgunarsveitum nýja möguleika á því að leita að fólki úr lofti. Ef allt gengur að óskum er stefnt er að því að afhenda björg­ unarsveitinni Dagrenningu á Hvols­ velli og Flugbjörgunarsveitinni á Hellu slík tæki snemma í haust. „Þetta er allt gert í góðri samvinnu við björgunarsveitirnar og fjölskyldu Ástu,“ segir Helga. Aðrar tillögur að verkefnum sjóðsins næsta árið eru styrktartón­ leikar, málþing um lögfræðileg mál­ efni, minningarkort og umræða um aðgerðir til að sporna við slysum í náttúrunni Ævarandi þakklát björgunarsveitum Á heimasíðu sjóðsins kemur meðal annars fram hvaða málefni voru Ástu hugleikin og þar segir: „Hugðar efni Ástu innan lögfræðinnar voru um­ hverfisréttur, refsiréttur, réttarfar og mannréttindalöggjöf. Hún hafði brennandi áhuga á jafnréttis­ og menningarmálum. Gönguferðir og hollt líferni voru henni eðlislæg en hún greindist 25 ára með MS sjúk­ dóm sem vel tókst að meðhöndla – fyrir það var hún afar þakklát.“ Þá segir þar einnig að vinir og fjöl­ skylda Ástu vilji með sjóðnum koma á framfæri ævarandi þakklæti vegna starfa björgunarsveita og lögreglu eftir hvarf Ástu, en hennar var leitað í rúman mánuð áður en hún fannst látin. Bjó yfir miklum styrk Eins og áður sagði var Ásta vin­ mörg og átti breiðan vinahóp. Blaðamaður ræddi einnig við Ást­ björgu Rut Jónsdóttur, sem er í vina­ hópi Ástu úr menntaskóla og stjórn Ástusjóðs. Hún segir það hafa verið áberandi í minningargreinum um Ástu hvað allir lýstu henni á svipað­ an hátt. Segir Ástbjörg það endur­ spegla hvað hún var fylgin sér og hafi komið til dyranna eins og hún var klædd. „Hún var róleg og prívat­ manneskja, en hún var virkilega vin­ ur vina sinna og alltaf rosalega já­ kvæð,“ segir Ástbjörg. Helga tekur undir orð Ástbjargar. „Maður sá það í minningargreinunum hvað hún var ofboðslega sönn manneskja, fylgin sér og góður vinur.“ Helga var ein þeirra sem skrifaði fallega minn­ ingargrein um Ástu og sagði að þrátt fyrir rólegt yfirbragð þá hafi hún átt til mikinn styrk og ákveðni, sem kom vel í ljós þegar henni fannst gengið á rétt annarra. Sá styrkur kom henni einnig vel í baráttu hennar við MS­ sjúkdóminn. Hlaupa fyrir Ástu Helga og Ástbjörg eru í hópi nokkurra vinkvenna Ástu sem hafa skráð sig til þátttöku í Reykjavíkurmaraþoninu og ætla að hlaupa tíu kílómetra í minn­ ingu hennar og til styrktar sjóðnum. Þær gera nú ekki mikið úr hlaupa­ getu sinni en markmiðið er eingöngu að komast í mark. Hægt er að heita á þær inni á vefsíðunni hlaupastyrkur. is. „Okkur finnst gaman að geta gert þetta líka,“ segir Helga. n Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is Ástusjóður Fyrir þá sem vilja leggja sjóðnum lið er reikningsnúmer hans 301-13-302339 og kennitalan 630714-0440. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um Ástusjóð á heimasíðunni: astusjodur.is. „Maður sá það í minningargreinun- um hvað hún var ofboðs- lega sönn manneskja, fylgin sér og góður vinur. Vinkonur á góðri stundu Helga og Ásta kynntust í Menntaskól- anum í Hamrahlíð og fóru svo saman í lagadeildina í Háskóla Íslands. Mikill út- flutningur á Austfjörðum Austfirsk sjávarútvegsfyrirtæki fluttu úr sjávarafurðir fyrir 46 milljarða árið 2012. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skýrslunni Umsvif sjávarútvegs á Austfjörðum sem hagfræði­ neminn Ásgeir Friðrik Heimis­ son hefur unnið að í sumar fyrir Austurbrú. Síldarvinnslan vekur athygli á niðurstöðunum í frétta­ tilkynningu, en upphæðin nemur 7,3 prósentum af útflutningsverð­ mæti Íslendinga þetta árið. Fram kemur einnig að sjávarútvegs­ fyrirtækin á Austfjörðum hafi greitt 9 prósent af tekjuskatti fyrirtækja á Íslandi árið 2012.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.