Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2014, Page 52

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2014, Page 52
Helgarblað 8.–11. ágúst 201452 Fólk Farartæki fræga fólksins n Jay Leno á gufubíl n Rapparar sjúkir í Lamborghini Aventador Keyrir ekki sjálfur Justin Bieber er þekktur og dæmdur ökuníðingur en þessa dagana kýs hann að sitja aftur í Cadillac Escalade af árgerðinni 2015. Sérbúinn Benz-jeppi Glaumgosinn Dan Bilzerian elskar Benz-jeppa en þessi er glænýr og sérsmíðaður af gerðinni G63. Hvorki meira né minna en sexhjóla trukkur með drif á öllum hjólum. Dan var sjálfur í hernum á sínum tíma og elskar byssur og bíla. Nóg pláss Vöðvatröllið og fyrrverandi ríkis- stjórinn Arnold Schwarzenegger elskar Hummer. Gömlu gerðina sem þarf helst tvær akreinar. Sérsniðinn Aventador Söngvarinn Chris Brown er nýsloppinn úr fangelsi og fagnaði því með því að láta sérút- búa glænýjan Lamborghini Aventador. Elskar bíla Paris Hilton elskar bíla og sérstaklega sportbíla. Hún á þá í röðum og í öllum litum. Nýjasta viðbótin í safnið er McLaren 650S Spider. Það borgar sig ekki að kitla bensíngjöf- ina of mikið á þessum. Rapp = Aventador Það er varla hægt að kalla sig rappara í dag nema að eiga nýjan Lamborghini Aventador. Kanye West er þar engin undantekning. Lagði ólöglega Rapparinn Sean Kingston er í því að leggja ólöglega þessa dagana. Nýlega var Bentley-bifreið hans dregin á brott og nú var röðin komin að Lamborghini Aventador. Klikkar aldrei Mercedes fylgir alltaf ákveðinn klassi. Þetta veit Íslandsvinurinn Ron Perlman. Sons of Anarchy-stjarnan ekur um á E350. Sérsmíðað tryllitæki Rapparinn Ludacris elskar mótorhjól og þetta sérsmíðaða Kawasaki ZX-14 er í sérstöku uppáhaldi. Ludacris lét búa til hjólið fyrir tónlistarmynd en nafn hans er grafið í hjólið á nokkrum stöðum. Hógvær forstjóri Mark Zuckerberg stofnandi og forstjóri Facebook er lítið fyrir glamúr og sýningar. Hér sest hann í jogginggallanum í Honda Fit. Alba elskar Audi Leikkonan Jessica Alba heldur mikið upp á Audi. Sá nýjasti er af gerðinni A8 L. Svartur með dökk- um rúðum og svörtum felgum. Gamli á gufubíl Spjallþáttakóngurinn Jay Leno er fræg- ur fyrir bíladellu sína. Hann á þá í hundraða tali. Það eru þó fæstir bílasafnarar sem taka sunnudagsrúntinn á gufudrifnum bíl. Barbra Streisand á Instagram Söng- og leikkonan Barbra Streisand hefur fært sig enn nær tækniöld nútímans. Á miðviku- dag tilkynnti hún Twitter-not- endum að hún hefði ákveðið að fá sér Instagram-myndasíðu. Ekki er seinna vænna, en Barbra er orðin 72 ára og á glæstan feril að baki. Jómfrúarmyndin var mynd af henni og hundi hennar, Samönt- hu. „Halló Instagram, er Sam- antha mín ekki dásamleg?“ spyr hún veraldarvefinn og uppsker mörg svör. „Ég hef dáið og farið til himna! Samantha er fullkomnun alveg eins og þú,“ segir einn fylgj- andi hennar undir myndinni. Birti nær- buxnamynd á Instagram Það hefur eflaust farið framhjá fæstum að poppstirnið Miley Cyrus lítur mikið upp til bresku poppdrottningarinnar Madonnu. Hefur Miley iðulega reynt að líkja eftir hinni síðarnefndu í hegðun og klæðaburði og nú síðast með því að birta mynd af klofinu á sér á myndasíðunni Instagram. Fyrir skemmstu setti Madonna mynd af sér á nærbuxunum á Instagram en hefur nú fjarlægt hana. Ekki leið á löngu þar til Miley gerði slíkt hið sama en hún tók mynd af sér í nærbuxum með myndum af teiknimyndafígúr- unum Teenage Mutant Ninja Turtles, en að sögn söngkonunn- ar voru nærbuxurnar gjöf frá að- dáanda. Kom sér í form Leikarinn Chris Pratt sem fer með aðalhlutverkið í myndinni Guardians of the Galaxy, sem nú er til sýnis í kvimyndahús- um, kom sér í toppform fyrir tökur. Pratt missti hvorki meira né minna en 25 kíló fyrir hlut- verkið sem er ótrúlegt í ljósi þess hvað hann bætti miklum vöðvamassa á sig. Einkaþjálfari Pratts sagði í viðtölum nýverið að leikarinn hafi verið einstak- lega duglegur og að hann hafi þurft að halda aftur af honum megnið af ferlinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.