Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2014, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2014, Blaðsíða 56
Helgarblað 8.–11. ágúst 2014 61. tölublað 104. árgangur Leiðbeinandi verð 659 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Alveg án gríns? Saman á Krua n Guðlaugur Þór Þórðarson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, og Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, kræktu sér í bita á taílenska veitinga- staðnum Krua Thai á fimmtu- dag. Þingmennirnir góðkunnu eru saman í niðurskurðarhópi ríkisstjórnarinnar sem lagt hef- ur fram tillögur um samein- ingu stofnana og lækkun ríkis- útgjalda. Hópurinn fundar með reglulegum hætti, en ekki dugar að þingmenn mundi niður- skurðarhníf- inn á fastandi maga. Nálgast milljón n Sveinn Andri Sveinsson er sá hlaupari sem hefur safnað lang- hæstum áheitum í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslands- banka, sem fer fram á 23. ágúst næstkomandi. Sveinn safnar áheitum fyrir ungan dreng, Jó- hann Seif, sem þjáist af sjúkdómi af Dravet-rófi sem einkennist af flogum, svefnleysi og ójafnvægi. Sveinn Andri hefur nú safnað 873 þúsund krónum og heitir því að hlaupa heilt maraþon. Þrátt fyrir fjölmörg SMS-áheit þá koma stærstu upphæð- irnar frá lögmanns- stofum svo sem Mandat, Lagastoðum og Íslögum. „Alveg án rasisma“ n Halldór Jónsson verkfræðingur, sem reglulega er vitnaði í Stak- steinum Morgunblaðsins, telur varhugvert að stíga upp í flugvél þar sem sessunautur gæti mögu- lega verið ættaður frá Afríku og því mögulega með ebólu. „Hvaða augum líta aðrir farþegar svarta sessunauta í á leið til Íslands núna? Alveg án rasisma getur venjulegt farþegafólk spurt sig að því hvort það sé ekkert hrætt við slíkan sessu- naut sem er bersýni- lega ætt- aður frá Afríku?“ spyr Halldór á bloggi sínu. Trukkur tileinkaður ljótum andarungum Trukkur söngvarans Páls Óskars í Gleðigöngunni í ár er tilvísun í ævintýri sagnahöfundarins H.C. Andersen E ins og margir vita kannski fer hin árlega Gleðiganga fram á morgun, laugar- dag. Í ár verður, líkt og fyrri ár, haldin skrúðganga þar sem margir standa á svokölluðum trukkum, sem eru mikið skreyttir, oftast samkvæmt ákveðnu þema. Í ár verður þema trukksins sem söngvarinn Páll Óskar Hjálmtýsson verður á, tilvísun í ævintýri H.C. Andersen, Litla ljóta andarungann. „Sagan er um álftarunga sem klekst út í stokkandarhreiðri. Hann lítur öðruvísi út en hinir ungarnir, þykir ljótari en hinir fyrir vikið og má þola útskúfun, fúkyrði og jafn- vel ofbeldi í kjölfarið. Þegar hann loksins hittir svani í fyrsta sinn, gerir hann sér grein fyrir því að hann var aldrei andarungi fyrir það fyrsta – heldur svanur. Hann breiðir út fullskapaða risavængi sína og slæst í för með hinum svönunum,“ skrifar Páll Óskar á Facebook-síðu sína. Páll Óskar bendir á að H.C. Andersen hafi sjálfur verið samkynhneigður og að það sé auð- velt að lesa á milli línanna í boð- skap ævin týrisins um ljóta ungann sem breytist í svan. „Fyrir mér er þetta fallegasta hinsegin saga sem skrifuð hefur verið,“ bætir hann við og segir að trukkurinn í ár sé tileinkaður öllum ljótu andar- ungunum í samfélaginu. n Epal | Epal, Leifsstöð | Kastanía, Höfðatorgi | Meba, Kringlunni | Rhodium, Kringlunni | Meba-Rhodium, Smáralind | Gilbert úrsmiður, Laugavegi GÞ skartgripir, Bankastræti | Dýrfinna Torfa, Akranesi | Georg V. Hannah, Reykjanesbæ | Karl R.Guðmundsson, Selfossi | Gullsmiðir Sigtryggur og Pétur, Akureyri | Icelandair, Saga shop Vera Design By Guðbjartur og Íris Garðatorg 7 - Sími 783 6969 Fyrir ástina… Infinity armböndin og hálsmenin fást nú í gulli og rósagulli Í svanslíki Páll Óskar valdi sér búning við hæfi og verður í hálfgerðu svanslíki í göngunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.