Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2014, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2014, Blaðsíða 8
Vikublað 1.–3. júlí 20148 Fréttir Erfitt að fylgjast með bréfaskrifum fanga n Reglulega kvartað yfir símanotkun fanga að sögn fangelsismálastjóra P áll Winkel fangelsismála- stjóri segir erfitt að hafa eft- irlit með samskiptum fanga við umheiminn í svari við fyrirspurn DV. „Um hund- rað og áttatíu fangar eru í afplánun í fangelsum landsins og ekki er mögu- legt að fylgjast með tengingu fanga við öll heimilisföng en sé grunur um eða berist upplýsingar um að fangar sendi fórnarlömbum bréf er fylgst með því,“ svarar Páll aðspurður hvort fangi geti sent fórnarlambi sínu bréf. Hann segir það alls ekki vera óheyrt innan stofnunarinnar að kvartað sé yfir símanotkun fanga. Þrátt fyrir það eru símtöl ekki hljóðrituð. Hótanir úr fangelsi DV greindi frá því á dögunum að Sigurður Aron Snorri Gunnarsson, dæmdur kynferðisbrotamaður, sé í rannsókn hjá lögreglunni vegna hót- ana sem hann sendi meðan hann sat í fangelsi. Hann afplánar nú fangels- isdóm í fangelsinu á Akureyri. Sigurð- ur er sagður hafa sent skjáskot af sam- förum sínum við ungan karlmann til núverandi kærustu þess síðarnefnda. Auk þessa er Sigurður sagður hafa hótað unga karlmanninum bæði símleiðis sem og á internetinu. Sá segir að Sigurður hafi hótað að senda Outlaws-meðlimi á sig. Maðurinn hefur kært Sigurð fyrir misneytingu en Hæstiréttur staðfesti á dögunum átján mánaða fangelsisdóm á hend- ur Sigurði fyrir að hafa tælt ungling til kynmaka með gjöfum. Sigurður við- kenndi í samtali við DV að hafa sent nektarmyndirnar og sagði að hann hefði gert það í reiðikasti. Getur haft áhrif á reynslulausn „Við fáum annað slagið kvartanir vegna símanotkunar fanga,“ segir Páll Winkel. Að hans sögn hafi fangar þó almennt gott aðgengi að símum og símtöl séu ekki hljóðrituð. Hins vegar, ef grunur leiki á refsiverðum brotum, séu þau tafarlaust kærð til lögreglu. Ef fangi sé svo dæmdur fyrir slík brot geti það haft þó nokkur áhrif á fram- hald refsingar. „Brot getur komið í veg fyrir eða frestað reynslulausn, vistun á áfangaheimili og afplánun með rafrænu eftirliti,“ segir Páll. Að hans sögn eru ýmis úrræði fyrir fangelsis- yfirvöld komist upp um óeðlileg sam- skipti fanga við umheiminn. Sé fangi í opnu fangelsi er hann sendur í lokað fangelsi ef málið er kært til lögreglu. Auk þessa hafa fangelsisyfirvöld rétt á að takmarka bæði símanotkun og internetnotkun samkvæmt aga- viðurlögum. Páll segir dæmi um að það hafi verið gert. Ekkert eftirlit Ekkert eftirlit er með bréfaskriftum fanga samkvæmt Páli. Aðeins þau bréf sem berast föngum séu skoðuð og þá fyrst og fremst til að ganga úr skugga um að ekkert ólöglegt komi inn í sendingum svo sem fíkniefni eða vopn. Þetta þýðir að í raun kem- ur ekkert í veg fyrir að fangi sendi ein- hverjum utan fangelsis hótanir eða klámfengið efni í pósti. Hvað varðar óeðlileg símtöl þá getur sá sem fær símtölin óskað eftir að lokað sé á númerið. Baldur Freyr Einarsson, einn helsti leiðtogi trúarsamtakanna United Reykjavík, tók að sér að verja karl- manninn fyrir meintum hótunum Sigurðar. Hann sagði í samtali við DV að hann hafi ekki fengið frið frá Sig- urði síðan þá og hafi Sigurður ítrekað hringt í sig. „Ég er búinn að tala fjór- um sinnum við fangelsismálastofn- un út af þessu. Það var aldrei hægt að stoppa þetta, sem mér finnst skrítið,“ sagði Baldur Freyr. n Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is „Við fáum annað slagið kvartanir vegna símanotkunar fanga. Fangelsismálastjóri Páll Winkel segir að dæmi séu um að kvartað hafi verið vegna símhringinga fanga og í framhaldi af því hafi sá réttur verið tekinn af þeim. H ópur frækinna íslenskra og kanadískra kvenna ætlar að ferðast um á kanóum á Temagami-vatni, 500 kíló- metra norður af Toronto í Kanada í sumar. Konurnar stefna á að gera ferðalagið að hálfgerðu skynjun- arferðalagi og njóta þess að taka inn allt það sem ferðalagið hefur upp á að bjóða. Ferðin er óvenjuleg fyrir þær sakir að einn ferðalangurinn, Snæ- dís Rán Hjartardóttir, reiðir sig á hjálpartæki og aðstoðarfólk í sínu daglega lífi. Hún er hreyfihömluð og með samþætta sjón- og heyrnar- skerðingu. Um ferðalagið ætla kon- urnar að gera heimildamynd sem byggir á upplifun þeirra og sam- skiptum hópsins á ferðalaginu. Saman ganga þær út frá því að allt sé hægt með hugrekki, eldmóði og lausnamiðaðri samvinnu og því að láta hugmynd verða að veruleika. Verkefnið ber vinnuheitið Á sama báti og ætla konurnar sér að yfirstíga þær samfélagslegu hindr- anir sem Snædís mætir daglega og vonast þær til þess að með heim- ildamyndinni geti þær orðið öðr- um hvatning. Védís Ólafsdóttir, ein af ferðalöngunum, segir að undir- búningurinn gangi vel. Til þess að fjármagna ferðalagið hafa þær sett af stað söfnun hjá Karolina Fund sem hefur farið vel af stað, en betur má ef duga skal, segir Védís. Sérstakt sæti verður smíðað í kanóinn fyrir Snædísi og þá þarf kvikmyndagerðarkonan Halla Ólafsdóttir sem verður með í för að taka með sér sérstakar græjur til að allt gangi upp á siglingunni og hægt verði að taka upp efnið sem notað verður í heimildamyndina. „Þetta er spennandi og við fylgjumst spenntar með söfnuninni. Þetta er auðvitað allt eða ekkert,“ segir Vé- dís, en á Karolina Fund er hægt að styrkja þær. Nái þær söfnunartak- markinu fá þær alla upphæðina sem safnast, annars fá þær ekkert í sinn hlut. n astasigrun@dv.is Eldmóðurinn drífur kanóinn Fræknar konur segja samfélagslegum hindrunum stríð á hendur Á sama báti Védís og Snædís stefna á ferðalagið í ágúst. Með í för verða einnig þrjár aðrar konur í ævintýraleit. Sérsveitin fær nýjan bát Sérsveit ríkislögreglustjóra hef- ur tekið í notkun nýjan bát af gerðinni Humber, frá Bretlandi. Báturinn var fluttur inn af GG Sjósport sem mun þjónusta hann fyrir sérsveitina. Á vef ríkislög- reglustjóra kemur fram að bátur- inn leysi af hólmi 12 ára bát sveit- arinnar. „Báturinn mun nýtast vel í lögregluverkefni á landsvísu og köfurum sérsveitarinnar vel við æfingar og köfunarverkefni sem upp koma. Humber bátur- inn er harðbotna slöngubátur og því með mun betri sjóhæfni en sá eldri. Hann er vel búinn tækj- um og farnar verða eftirlitsferðir á honum í sumar út frá Reykja- víkurhöfn,“ segir á vef ríkislög- reglustjóra. Slasaðist á öxl Maður slasaðist á öxl þegar hann var á ferð á fjórhjóli efst á Búrfelli í Þjórsárdal á ellefta tímanum á mánudagsmorgun. Í tilkynn- ingu frá Landsbjörg kemur fram að björgunarsveitir af Suðurlandi hafi verið kallaðar til aðstoðar sem og sjúkraflutningalið frá Sel- fossi. Sjúkraflutningamenn fóru með björgunarsveitinni Eyvindi á Flúðum á slysstað þar sem hlúð var að manninum og honum komið í björgunarsveitarbíl sem sem flutti hann í sjúkrabíl. Ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um meiðsl mannsins. Fangi Lögreglan rannsakar nú bréfsendingar Sigurðar Arons Snorra Gunnarssonar. Nafngreindur í athugasemd Nafnlaus Facebook-notandi nafngreindi unga karlmanninn sem Sigurður Aron sendi nektarmyndir í athugasemd við frétt um málið á laugardag. Notandinn kallar sig Sannleikurinn sanni og var hann tafarlaust bannaður á DV.is. Á síðu hans hafa ástarbréf á milli karlmannsins og Sigurðar Arons verið birt. Má telja líklegt að sá notandi sé Sigurður Aron sjálfur undir dulnafni þar sem ekki margir hafi aðgang að ástarbréfunum. Fangelsisyfirvöld tjá sig ekki um mál einstakra fanga við fjölmiðla svo óvíst er hvort Sigurður Aron hafi aðgang að internetinu í dag. Sveik út vörur og ók dópuð Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tæplega tvítuga stúlku í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir fjársvik og umferðarlaga- brot. Ákæran gegn stúlkunni var í sex liðum. Hún var ákærð fyrir að hafa í þrjú skipti, á tímabilinu frá 13. október til 22. nóvember í fyrra, ekið undir áhrifum fíkni- efna. Ók hún undir áhrifum am- fetamíns, metamfetamíns og kannabisefna. Þá var hún ákærð fyrir að aka utan í bifreið og yf- irgefa vettvang. Loks var stúlk- an ákærð fyrir fjársvik með því að hafa í þrjú skipti svikið út veitingar og vörur í höfuð- borginni með því að framvísa greiðslukortum sem voru ekki í hennar eigu. Stúlkan játaði brot sín ský- laust. Auk þess að sæta mánað- arlöngu skilorðsbundnu fangelsi var stúlkunni gert að greiða 424 þúsund krónur í sakarkostnað. Þá var hún svipt ökuréttindum í fjögur ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.