Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2014, Blaðsíða 13
Vikublað 1.–3. júlí 2014 Fréttir 13
„Gríðarlegt álag að
vera einstætt foreldri“
n Geðlæknir hefur áhyggjur af þróun í geðheilbrigðismálum n Einangrun og framtaksleysi
V
algerður Baldursdóttir
geðlæknir hefur áhyggjur
af þróun mála í geðheil-
brigðismálum ungs fólks.
Versti óvinur þessa hóps sé
framtaksleysi og einangrun. Besta
lyfið er hins vegar virkni og þátt-
taka í samfélaginu í gegnum nám
eða vinnu. „Þessi vítahringur byrj-
ar oft í kringum tvítugsaldurinn og
hefur ungmennið þá gjarnan fallið
úr skóla. Oft hefur þetta unga fólk átt
erfitt lengi af ýmsum ástæðum, svo
sem vegna eineltis, námserfiðleika,
ýmissa vandamála í fjölskyldunni og
má þar nefna neyslu og önnur veik-
indi, áföll, atvinnuleysi, fátækt og
svo framvegis. Þetta unga fólk hefur
gjarnan bága sjálfsmynd og þjáist af
kvíða og þunglyndi, sem mjög erfitt
getur verið að komast út úr. Það fell-
ur í vítahring óvirkni, hefur enga
vinnusögu að gagni og kemst ekki út
í samfélagið aftur. Þetta er sami hóp-
ur og Finnar sögðu, eftir kreppuna
hjá þeim, viðkvæmastan fyrir því að
lenda á framfærslu hins opinbera
til langs tíma – og jafnvel alla ævi,“
segir Valgerður, en hún starfar sem
geðlæknir á geðheilsusviði Reykja-
lundar.
Ungir einstæðir foreldrar
Valgerður segir auðvitað mjög vara-
samt að benda á einn samfélagshóp,
eins og hann sé frekar en aðrir lík-
legur til að leita til hins opinbera um
framfærslu. Í aðstæðum ungra ein-
stæðra foreldra sé hins vegar hægt
að skoða vandann frá svo mörgum
sjónarhólum. „Við höfum sem sam-
félag aldrei viðurkennt hversu krefj-
andi það er að annast ung börn. Í
nágrannalöndum okkar er leitast við
að horfast í augu við að fjölskyldur
með ung börn eru einn viðkvæmasti
þjóðfélagshópurinn og okkur ber
að hlúa sérstaklega að þeim. Það er
stundum sagt, og að ég tel með réttu,
að sjá megi fyrir framtíð samfélags í
ljósi þess hvernig það annast börn-
in sín. En ungar einstæðar mæður,
og feður, sem hafa jafnvel átt erfið-
an uppvöxt og lent í ýmsum áföllum
yfir ævina, eru sérstaklega viðkvæm-
ur hópur og eiga skiljanlega oft við
að stríða bæði þunglyndi og kvíða.
Það er alveg ljóst að slíkur vandi er
alvarlegur og gerir marga sannar-
lega óvinnufæra,“ segir Valgerður.
Fátækragildra
Sé litið raunsætt á málið er auðvelt
að fá skilning og samúð með þeim
sem gætu ef til vill stundað vinnu
en geta ekki séð fyrir sér í þeim lág-
launastörfum sem möguleiki er
að fá, samkvæmt Valgerði. Í þeirri
stöðu geti því verið skárri kostur í
stöðunni að fá stuðning til fram-
færslu frá hinu opinbera, ýmist á
grunni félagslegs vanda, geðrask-
ana á borð við þunglyndi og kvíða
eða stoðkerfisvanda, svo dæmi séu
tekin. „Það er gríðarlegt álag að vera
einstætt foreldri. Ég tala nú ekki
um ef þú þarft að fara út á morgn-
ana í illa launaða vinnu og eiga samt
ekki til hnífs og skeiðar. Þá er freist-
andi kostur að vera heldur heima að
hugsa um börnin. En þessi kostur
felur í sér margar gildrur, ekki bara
fyrir einstaklinginn sjálfan og börn-
in sem eru að alast upp, heldur
líka fyrir samfélagið sem nýtur ekki
hæfileika og vinnukrafta viðkom-
andi. Fyrir einstaklinginn er þetta
fátækragildra, sem til lengdar bætir
hvorki sjálfsmynd, félagslega þátt-
töku né heldur heilsu viðkomandi,“
segir Valgerður.
Þurfa sérsniðin úrræði
Valgerður segir Íslendinga þurfa
að horfast í augu við vanda þessa
unga fólks og leggja sig fram við að
þróa úrræði sem geti aðstoðað þau
við að komast út í lífið. Hún seg-
ist upplifa að þunglyndi og kvíði
séu að setja unga fólkið í svipaða
stöðu og berklarnir á fyrri hluta síð-
ustu aldar, vinnandi á Reykjalundi
sem var á sínum tíma eitt fyrsta úr-
ræðið í atvinnuendurhæfingu hér á
landi fyrir berklasjúklinga. „Ég tel að
hér á landi sé þó nokkuð stór hópur
ungs fólks sem þarf sérsniðin úrræði
sem ná yfir lengri tíma en við höfum
upp á að bjóða í dag, til dæmis hér
á Reykjalundi. Við þurfum að hjálpa
þeim til að byggja upp jákvæðar
væntingar til framtíðarinnar, læra
að taka ábyrgð á eigin lífi og upplifa
ánægjuna við að standa á eigin fót-
um. Við þurfum að hjálpa þeim til
að finna hillu í lífinu, sem þau eru
sátt við. Þetta kallar á aukinn stuðn-
ing og sveigjanleika á öllum svið-
um velferðarsamfélagsins, það er fé-
lags- og heilbrigðiskerfisins, en ekki
síst menntakerfisins. Augljóslega
þarf atvinnulífið að fylgja með. Það
er klárlega til mikils að vinna,“ segir
Valgerður Baldursdóttir geðlæknir
að lokum. n
Áslaug Karen Jóhannsdóttir
aslaug@dv.is
A
lls var 17.121 Íslendingur
skráður með 75 prósent
örorkumat hjá Trygginga-
stofnun á síðasta ári. Geð-
raskanir voru algengasta fyrsta
orsök örorku, eða hjá tæplega 38
prósent einstaklinga. Til saman-
burðar var hlutfallið um 35 pró-
sent árið 2003. Stoðkerfissjúk-
dómar fylgdu fast á eftir og voru
önnur algengasta orsökin.
Í aldursflokknum „yngri en 30
ára“ voru 1.566 einstaklingar með
gilt örorkumat, 370 karlar og 696
konur. Geðraskanir voru orsök ör-
orku hjá 64 prósent einstaklinga í
þessum aldursflokki, 70 prósent
hjá körlum og 57 prósent hjá kon-
um. Þetta kemur fram í Ársskýrslu
Tryggingastofnunar 2013 sem
kom út í vikunni.
4,2 prósent af vergri
landsframleiðslu
Í ársskýrslunni kemur enn frem-
ur fram að tæplega 68.500 manns
fengu greiðslur frá Trygginga-
stofnun árið 2013 sem er fjölg-
un um 3.500 manns á milli ára.
Þetta þýðir að tæplega fimmti
hver Íslendingur fékk greiðslur í
einhverri mynd frá stofnuninni
á síðasta ári. Tekið skal fram að
þetta hlutfall hefur haldist nokk-
uð stöðugt á síðustu árum. Þess
má einnig geta að á árinu 2013
námu útgjöld lífeyristrygginga, fé-
lagslegrar aðstoðar og greiðslur til
foreldra langveikra eða alvarlega
fatlaðra barna, samtals um 75,89
milljörðum króna. Það samsvarar
um 4,2 prósent af vergri lands-
framleiðslu.
Samningum fjölgað
um 83 prósent
Tryggingastofnun hefur heimild
til að semja við atvinnurekendur
á almennum vinnumarkaði um að
ráða starfsfólk sem nýtur örorkulíf-
eyris, örorkustyrks eða endurhæf-
ingarlífeyris gegn endurgreiðslu
á hluta af launum og launatengd-
um gjöldum viðkomandi. Fjöldi
einstaklinga sem fær greiðslur á
grundvelli vinnusamninga ör-
yrkja hefur aukist jafnt og þétt
undanfarin ár. Árið 2010 fengu 358
einstaklingar greiðslur á þessum
grundvelli og hafði þeim fjölgað í
656 árið 2013, eða um 83 prósent.
Tæplega 60 prósent samninganna
eru vegna karla og um 40 prósent
vegna kvenna.
Geðraskanir oftast
orsök örorku
Fimmti hver fær greitt frá Tryggingastofnun
„Við höfum sem
samfélag aldrei
viðurkennt hversu krefj-
andi það er að annast
ung börn.
Mikið álag Valgerður segir Íslendinga
þurfa að horfast í augu við geðheil-
brigðisvanda ungs fólks í dag.
Valgerður
Baldursdóttir
Segir fjölskyldur
með ung börn vera
einn viðkvæmasta
þjóðfélagshópinn.