Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2014, Blaðsíða 18
Vikublað 1.–3. júlí 201418 Fréttir Erlent
Auðjöfur hafði úti-
gangsmenn að fífli
n Stórfurðuleg skemmtiatriði í Central Park n Of gott til að vera satt
K
ínverski auðjöfurinn Chen
Guangbiao hafði hundruð
heimilislausra New York-búa
að fífli í síðustu viku. Hann
birti, með pomp og prakt,
vikuna áður heilsíðuauglýsingar í víð-
lesnum dagblöðum, svo sem New
York Times og Wall Street Journal,
þar sem hann lofaði að gefa hverjum
og einum heimilislausum borgarbúa
fimm stjörnu máltíð.
Auk þess lofaði hann að gefa hverj-
um og einum þrjú hundruð dollara,
eða tæplega þrjátíu og fjögur þúsund
krónur, í gjöf. Eina skilyrði sem Chen
setti var að þiggjendur kæmu í veislu
hans í almenningsgarðinum fræga,
Central Park. Útigangsmenn hugs-
uðu sér gott til glóðarinnar og komu
sér fyrir í garðinum nóttina áður til að
missa ekki af vellystingunum. Lang-
flestir fóru úr þeirri veislu með tóman
maga og vasa.
Töfrabrögð og karaókí
Veislan var haldin á veitingastaðnum
Loeb Boathouse og komust langtum
færri að en vildu. Rýmið leyfði að-
eins ríflega tvö hundruð útigangs-
mönnum að fá sér sæti. Stuttu eftir að
þeir sem fengu aðgang höfðu komið
sér fyrir hófust skemmtiatriði, sem
voru vægast sagt sérkennileg. Fyrstir
á dagskrá voru kínverskir sjálfboða-
liðar klæddir í hermannabúninga frá
kínversku kommúnistabyltingunni.
Sjálfboðaliðarnir lofsungu Maó og
héldu á lofti myndum af Lei Feng,
hermanni sem lést í kínverska borg-
arastríðinu og hefur síðan þá verið
notaður í áróðursskyni. Því næst steig
Chen sjálfur á svið og söng We Are the
World í þar til gerða karaókívél. Chen
skemmti útigangsmönnum með
töfrabrögðum og tók að lokum á móti
skírteini upp á að hann væri „heims-
ins mesti góðgerðarmaður“.
„Ekki upp í nös á ketti“
Samkvæmt US News var þeim sem
fengu sæti á veitingastaðnum boðið
upp á þriggja rétta málsverð; túnfisk
í forrétt, nautalundir í aðalrétt og ber
með sýrðum rjóma í eftirrétt. Raun-
in var þó nokkuð öðruvísi samkvæmt
útigangsmönnum sjálfum. „Ég tók
insúlín í morgun þar sem ég hélt að
þetta yrði alvöru máltíð, en þetta var
ekki upp í nös á ketti. Það eina sem ég
fékk var örlítil kjötsneið. Ég fékk ekki
nóg til að vega upp á móti insúlíninu
svo ég þurfti að kaupa sælgæti svo ég
færi ekki í dá,“ sagði einn útigangs-
maður í samtali við VICE stuttu eftir
viðburðinn.
Misskilningur
Þegar nokkuð var liðið á veisluna
voru flestir utangarðsmenn orðnir
óþreyjufullir að fá fréttir af peninga-
gjöfinni sem þeim hafði verið lof-
að. Talskona Rescue Mission-gisti-
skýlisins, sem var tengiliður Chen
við heimilislausa, steig á svið og til-
kynnti að enginn myndi fá reiðufé.
Hún sagði að allt féð myndi renna
rakleiðis til gistiskýlisins. Að hennar
sögn höfðu orðið mistök í þýðingu á
skilaboðum Chen. „Herra Chen hefur
í staðinn samþykkt að gefa verkefninu
níutíu þúsund dollara. Okkur finnst
miður að mistúlkun hafi átt sér stað,“
sagði í fréttatilkynningu frá Rescue
Mission-gistiskýlinu sem dreift var til
fjölmiðla eftir veisluna.
Smalað á höfuðstöðvar
Stuttu eftir að talskonan tilkynnti úti-
gangsmönnum að þeir fengju engan
pening fór Chen aftur upp á svið og
sagði að hann ætlaði eftir allt að gefa
dollarana þrjú hundruð. Chen sagði
að allir gætu komið eftir skemmtana-
höldin í höfuðstöðvar Rescue Mission
og þar myndi hann úthluta fénu.
Rúmlega tvö hundruð manns var
því smalað í fjórar rútur sem keyrðu
útigangsmennina á áfangastað. Það
leið ekki á löngu þar til menn sáu að
maðkur var í mysunni því Chen mætti
aldrei líkt og hann hafði lofað.
Bálreiðir útigangsmenn
Meint velgjörð Chen snerist fljótlega
upp í mótmæli gegn honum. Svo fór
að sjálfur framkvæmdastjóri Rescue
Mission, Craig Mayes, steig út úr húsi
og ávarpaði viðstadda. „Þetta hefði
getað verið frábær viðburður og ég
held að þetta hafi verið það fram að
allra síðustu mínútum. Ég held að það
hafi einfaldlega eitthvað glatast í þýð-
ingu. Peningar Chen hjálpa gistiskýl-
inu okkar virkilega,“ sagði hann. Há-
vær fúkyrði yfirgnæfðu þó ávarpið. n
Umdeildur
„velgjörða-
maður“
Rekja má auð Chen Guangbiao að miklu
leyti til endurvinnslufyrirtækisins Ji-
angsu Huangpu sem hann stofnaði árið
2003. Fyrirtækið endurvinnur ýmsan
iðnaðarúrgang sem og byggingarefni,
sem nóg er af í Kína. Fyrirtækið er alfarið
í hans eigu en Forbes áætlar að auður
hans nemi fjögur hundruð milljónum
dollara. Hann hefur djúp tengsl innan
kínverska kommúnistaflokksins, en á
síðastliðnum árum hefur hann reynt að
skapa sér ímynd sem velgjörðamaður
og umhverfissinni. The Epoch Times
greindi frá því fyrr á þessu ári að Chen
hefði ítrekað ekki staðið við loforð um
gjafir eða styrki. Árið 2011 mölbraut
hann Mercedes-Benz bifreið til að vekja
athygli verkamanna á að nýta reiðhjól til
að draga úr hlýnun jarðar.
Hjálmar Friðriksson
hjalmar@dv.is
„Það eina
sem ég fékk
var örlítil kjötsneið
„Ég held að það hafi
einfaldlega eitt-
hvað glatast í þýðingu
Foxillur útigangsmaður Það fauk í útigangsmenn þegar kom í ljós að Chen myndi ekki
gefa pening líkt og hann hafði lofað.
Hermenn alþýðulýðveldisins Sjálfboðaliðar klæddu sig í hermannabúninga og
lofsungu Maó. Chen hefur sterkt tengslanet innan flokksins.
Skemmtir lýðnum Chen
söng lagið We are The World
frá árinu 1985. Myndir rEuTErS
Mamman
leitaði einnig
á netinu
Leanna Harris, móðir hins 22
mánaða Coopers, sem lést eftir
sjö tíma í heitum bíl þann 18. júní
síðastliðinn, leitaði á netinu að
upplýsingum um hversu langan
tíma þyrfti til að barn að létist í
heitum bíl.
Cooper var í för með föður
sínum í Atlanta-borg í Georgíu
þegar hann var skilinn eftir í bíln-
um, en faðir hans, Justin Ross
Harris, átti að fara með hann
í dagvistun áður en hann fór í
vinnuna. Það gerði hann ekki
og skildi Cooper eftir í bílnum
í sjö tíma á meðan hann var í
vinnunni. Í kjölfarið lést Cooper.
Harris hefur nú verið ákærður
fyrir morð en lögreglan telur að
hann hafi viljandi skilið barn sitt
eftir í bílnum. Meðal annars hef-
ur rannsókn lögreglu leitt í ljós
að Harris stoppaði á leiðinni í
vinnuna til að fá sér morgunmat.
Einnig opnaði hann bílinn í há-
degishléinu í vinnunni.
Þá hefur Harris viðurkennt að
hafa farið á netið og flett því upp
hvernig og hversu fljótt börn deyi
í heitum bílum.
Nú hefur lögreglan greint frá
því að eiginkona hans, Leanna,
hafi leitað að sams konar upp-
lýsingum á netinu fyrir dauða
Coopers, að því er Atlanta
Journal-Constitution greinir frá.
Lögreglan hefur hins vegar ekki
viljað gefa upp hvenær nákvæm-
lega umrædd leit var gerð, en
fyrir liggur að Harris var hand-
tekinn og ákærður fyrir morð og
fyrir grimmilega meðferð á barni
aðeins fimm klukkustundum eftir
að Cooper lést.
Leanna sagði í jarðarför son-
ar síns að hún stæði með manni
sínum og elskaði hann: „Hann er
yndislegur faðir.“ Hún hefur ekki
verið ákærð.
Skildi börnin
eftir og fór í ljós
Tuttugu og þriggja ára barnfóstra
í Portland í Bandaríkjunum hef-
ur verið ákærð fyrir að skilja tvö
börn í sinni umsjá, þriggja ára
og eins mánaðar, eftir í bíl sínum
meðan hún fór í ljós. Atvikið átti
sér stað þann 15. maí síðastliðinn
en hitinn umræddan dag fór í
32°C. Það var árvökull vegfarandi
sem tilkynnti málið til lögreglu,
en allir gluggar bifreiðarinnar
voru lokaðir. Að sögn lögreglu-
þjóns sem kom börnunum til
bjargar var mikill hiti inni í bif-
reiðinni og var eldra barnið til að
mynda gegnsósa af svita.