Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2014, Blaðsíða 4
Vikublað 1.–3. júlí 20144 Fréttir
Var að koma
til lendingar
Samkvæmt vakthafandi lækni á
gjörgæsludeild Landspítalans er
líðan mannsins sem slasaðist við
lendingu í fallhlíf á Helluflugvelli
um helgina, stöðug. Honum er
haldið sofandi í öndunarvél.
Lögreglan á Selfossi fer með
rannsókn málsins. Jón Hlöðver
Hrafnsson rannsóknarlögreglu
maður segir að rannsókn á slys
inu sé langt á veg komin en að
það eigi eftir að fara yfir ákveðna
þætti sem geta gefið frekari vís
bendingar um hvað hafi gerst.
Jón Hlöðver segir að maður
inn hafi ekki fallið úr mikilli hæð.
Hann hafi verið að koma inn til
lendingar á flugvellinum þegar
eitthvað kom upp á með þeim af
leiðingum að hann slasaðist. Jón
Hlöðver segir að maðurinn sé
vanur stökkvari.
Að sögn Jóns var maðurinn
með hópi fallhlífarstökkvara
sem hafa aðstöðu á vellinum og
stunda oft fallhlífarstökk þar um
helgar. Hann segir að nokkur
vitni hafi verið að slysinu og að
rætt hafi verið við þau eftir slysið
og þeim veitt áfallahjálp.
Fólk fari varlega
Almannavarnadeild ríkislög
reglustjóra vekur athygli á veður
spá næstu daga. Veðurstofa Ís
lands gerir ráð fyrir óvenju öflugri
lægð miðað við árstíma í dag,
þriðjudag, sem fer yfir landið
á miðvikudag. Almannavarna
deildin biður fólk um að fara var
lega á ferðum sínum og ganga vel
frá öllum lausamunum utandyra.
Þá er vakin athygli á því að Veð
urstofan uppfæri veðurspár sínar
reglulega og má finna þær á vefn
um vedur.is. Auk þess má fylgjast
með veðurmælingum og færð
á vegum á vef Vegagerðarinnar,
vegagerdin.is.
Ákærður eftir kæru
frá Jóni Ásgeiri
n Fékk óvart tölvupóst um Iceland-keðjuna n Jón Ásgeir svaraði ekki
Í
slenskur karlmaður á sextugsaldri
hefur verið ákærður af lögreglunni
á höfuðborgarsvæðinu fyrir brot á
lögum um fjarskipti á grundvelli
kæru frá Jóni Ásgeiri Jóhannes
syni, fjárfesti og fyrrverandi eiganda
fjölmiðlafyrirtækisins 365. Maðurinn
fékk óvart sendan tölvupóst frá Jóni
Ásgeiri síðla árs 2012 og áframsendi
póstinn á einhvern, eða einhverja,
sem tengdust honum. Á endanum
rataði tölvupósturinn til DV sem gerði
frétt um efni hans.
Maðurinn vill ekki koma fram
undir nafni en honum hefur verið tjáð
að hann hafi verið ákærður í málinu
og þurfi að mæta fyrir dóm til að svara
til saka fyrir að áframsenda tölvupóst
inn. Pósturinn var sendur á nokkra
einstaklinga sem tengdust Jóni Ásgeiri
og rekstri Icelandkeðjunnar og virð
ist tölvupóstfang þessa manns, sem
hafði engin tengsl við Jón Ásgeir eða
Iceland, hafa slæðst með fyrir slysni.
Í 47. grein laga um fjarskipti segir,
og má ætla að ákæran byggi á meintu
broti á því lagaákvæði, að sá: „… sem
fyrir tilviljun, mistök eða án sérstakr
ar heimildar tekur við símskeytum,
myndum eða öðrum fjarskiptamerkj
um og táknum eða hlustar á símtöl
má ekki skrá neitt slíkt hjá sér eða not
færa sér það á nokkur hátt. Jafnframt
ber honum að tilkynna sendanda að
upplýsingar hafi ranglega borist sér.
Skylt er að gæta fyllsta trúnaðar í slík
um tilfellum.“
Tölvupóstur um rekstur Iceland
Í tölvupóstinum ræðir Jón Ásgeir
um fjármögnun matvöruverslunar
innar Iceland en hún var stofnuð til
höfuðs Bónus og Krónunni. Í opin
berri umræðu kom fram að Jón Ásge
ir kæmi ekki að rekstri Icelandkeðj
unnar. Meðal annars sagði faðir hans,
Jóhannes Jónsson, á Beinni línu DV.is:
„Jón kemur ekki að rekstri Iceland.“
Í umræddum tölvupósti kemur
skýrt fram að Jón Ásgeir stýrði hluta
fjáraukningu keðjunnar og var hann
í honum að gefa skipanir um hvern
ig að aukningunni skyldi staðið. Með
al þess sem Jón Ásgeir sagði í tölvu
póstinum var að hann væri með
„krosslagða fingur“ um að 160 millj
ónir króna bærust frá eigendum
Iceland í Bretlandi þann 10. nóvem
ber 2013. Jón Ásgeir ræddi líka um að
breyta þyrfti samþykktum Iceland
keðjunnar á Íslandi til að gera ráð fyrir
hinum nýju hluthöfum. Af þessum
tölvupóstsamskiptum að dæma var
alveg ljóst að Jón Ásgeir kom að rekstri
Icelandkeðjunnar.
Spurði en fékk ekki svar
Í samtali við DV segir maðurinn að
hann hafi fengið tölvupóstinn sendan
og í kjölfarið hafi hann svarað og spurt
Jón Ásgeir af hverju hann hefði feng
ið þennan tölvupóst sendan. Mað
urinn segir að hann hafi einnig spurt
hvað hann ætti að gera við póstinn,
hvort hann ætti að eyða honum og
svo framvegis. Við þeirri spurningu
fékk hann ekkert svar. Hann segir að
honum hafi fundist dónaskapur að fá
ekki svar við fyrirspurninni sem hann
sendi Jóni Ásgeiri. Hann segir jafn
framt að þegar hann sendi tölvupóst
inn frá sér þá hafi markmið hans ekki
verið að hann rataði til fjölmiðla.
Maðurinn er einn ákærður en
Jón Ásgeir kærði fleiri aðila í málinu,
meðal annars Inga F. Vilhjálmsson,
fréttastjóra DV, sem skrifaði fréttina
um málið. Lögreglan felldi niður mál
ið gegn Inga og öðrum manni sem til
rannsóknar var.
„Lítilsháttar mistök“
Í gegnum tíðina hafa komið upp sam
bærileg mál á Íslandi þar sem ein
hver sendir óvart tölvubréf á rangan,
eða ranga, aðila. Þekktasta dæmið er
sennilega af þáverandi þingmanni
Framsóknarflokksins, Bjarna Harðar
syni, sem óvart sendi póst um Valgerði
Sverrisdóttur á alla fjölmiðla lands
ins í nóvember árið 2008. Bjarni hafði
ætlað að senda aðstoðarmanni sínum
harðort bréf um Valgerði frá tveim
ur framsóknarmönnum með það fyr
ir augum að fá hann til að senda bréf
ið nafnlaust á alla fjölmiðla landsins.
Umræddur tölvupóstur Bjarna rataði
hins vegar til helstu fjölmiðla lands
ins.
Bjarni reyndi að lagfæra mistök sín
með því að senda eftirfarandi orð á
fjölmiðla landsins:
„Mér urðu á lítilsháttar mistök
áðan við sendingu á bréfi til aðstoðar
manns míns.
Bréf þetta sem átti aðeins að
fara milli okkar tveggja lenti óvart á
hópsendingarlista fjölmiðla ég vil því
vinsamlegast fara þess á leit við ykk
ur að þið eyðið þessu bréfi og nýtið
hvorki efni þess né þessi mistök mín
sem urðu til þess að bréfið rataði rang
lega í ykkar hendur á nokkurn hátt í
miðlum ykkar.“
Fjölmiðlarnir urðu hins vegar ekki
við þessari beiðni Bjarna og gerðu
fréttir um málið. Bjarni sagði af sér
þingmennsku í kjölfarið.
Engir eftirmálar
Öfugt við mál Jóns Ásgeirs Jóhannes
sonar höfðu fréttaskrifin um mál
Bjarna ekki þá eftirmála að lögð væri
fram kæra hjá lögreglu á hendur til
teknum fjölmiðlum og enn síður að
einhver yrði ákærður fyrir brot á lög
um um fjarskipti. Lögreglan tók mál
Bjarna heldur ekki til rannsóknar hjá
sér af sjálfsdáðum líkt og hún hefði
sjálfsagt heldur ekki gert með mál
Jóns Ásgeirs en ákæruvaldinu ber
hins vegar að taka afstöðu til kæra
sem því berast og er maðurinn þess
vegna ákærður. n
„Skylt er að gæta
fyllsta trúnaðar í
slíkum tilfellum.
Engin kæra Bjarni Harðarson gerði þau mis-
tök í nóvember 2010 að senda einkapóst um
Valgerði Sverrisdóttur á fjölmiðla. Gerðar voru
fréttir úr póstinum þrátt fyrir beiðni Bjarna um
annað en hann aðhafðist ekkert í því.
Mörg nauðgunarmál
Fjölmörg kynferðisbrotamál
koma upp í tengslum við
útihátíðir á ári hverju.
Mynd SrphoTo@frodI.IS
Sýknaður af nauðgunarákæru
Sakaður um kynferðisofbeldi í tjaldi á Þjóðhátíð
H
éraðsdómur Suðurlands
hefur sýknað karlmann sem
ákærður var fyrir nauðgun
á Þjóðhátíð í Vestmanna
eyjum árið 2012. Var hon
um gefið að sök að hafa með ofbeldi
þröngvað stúlku til samræðis, rifið í
hár hennar, haldið höndum hennar
niðri, bitið hana í neðri vör og reynt
að setja getnaðarlim sinn í enda
þarm hennar.
Stúlkan lýsti málsatvikum þannig
að maðurinn hefði löðrungað hana,
elt hana inn í tjald, rifið niður buxur
hennar, tekið harkalega í hár henn
ar og nauðgað henni. Allan tímann
hafi hún barist um og kallað á hjálp.
Á meðal þeirra sem báru vitni í mál
inu var læknir sem tók á móti stúlk
unni á neyðarmóttöku umrædda
nótt. Hann kvaðst ekki muna hvern
ig andlegu ástandi stúlkunnar hefði
verið háttað, en hún hefði grátið og
verið reið. Líkamlegir áverkar hafi
ekki verið sjáanlegir, en við þreifingu
hafi þó fundist eymsli í hársverði.
Ákærði neitaði sök og hefur allt
frá því að málið kom upp staðið fast
á því að gagnkvæmt samþykki hafi
verið fyrir hendi, enda hafi stúlkan
tekið þátt í samræðinu. Héraðsdóm
ur Suðurlands taldi að skynsamleg
ur vafi léki á að ákærði hefði með
ofbeldi þröngvað brotaþola til sam
ræðis, og sýknaði manninn. n
Sendi óvart póst
á rangan mann Jón
Ásgeir Jóhannesson
sendi óvart tölvupóst
á rangan mann og
hefur þessi maður nú
verið ákærður fyrir að
áframsenda póstinn.
Mynd SIgTryggur ArI
NÝ SENDING AF SÓFASETTUM
Teg. Giulia 3 - 1 - 1 og 3 - 2 - l leður.
Reykjavíkurveg 66 220 Hafnarfirði sími 565 4100