Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2014, Blaðsíða 34
34 Menning Sjónvarp Vikublað 1.–3. júlí 2014
Sjónvarpsdagskrá
RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport
Kemur út á næsta ári
Gerð heimildarmynd um Daft Punk
Miðvikudagur 2. júlí
13.40 HM í fótbolta (16 liða úrslit)
Upptaka frá leik í 16 liða
úrslitum á HM í fótbolta
sem fram fer í Brasilíu.
15.30 HM í fótbolta (16 liða úrslit)
Upptaka frá leik í 16 liða
úrslitum á HM í fótbolta
sem fram fer í Brasilíu.
17.20 Disneystundin (22:52)
17.21 Finnbogi og Felix (22:26)
17.43 Sígildar teiknimyndir
17.50 Nýi skólinn keisarans (1:18)
18.12 Hrúturinn Hreinn
18.20 Táknmálsfréttir
18.30 Njósnari (4:10) (Spy II)
Bresk gamanþáttaröð þar
sem fylgst er með Tim
sem er njósnari hjá MI5 og
togstreitu hans milli njósn-
astarfs og einkalífs. Meðal
leikenda eru Darren Boyd,
Robert Lindsay og Mathew
Baynton. e
18.54 Víkingalottó
19.00 Fréttir
19.20 Veðurfréttir
19.25 Íþróttir Íþróttir dagsins í
máli og myndum.
19.30 David Beckham fer
ótroðnar slóðir
(David Beckham: Into the
Unknown) Fótboltahetjan
David Beckham bregður sér
í hlutverk ævintýramans í
mótórhjólaferð um regn-
skóga Amazon. BBC fylgist
hér með 12 daga ferðalagi
kappans um lendur þar
sem nafn hans er lítið sem
ekkert þekkt.
21.00 Óbærilegur léttleiki
Laufskálaréttar Heim-
ildarmynd um fjölmenn-
ustu stóðrétt Íslands,
Laufskálarétt í Skagafirði.
Umsjón og dagskrárgerð:
Árni Gunnarsson. 888
22.00 Tíufréttir
22.15 Veðurfréttir
22.20 Blásið í glæður (6:6)
(Schmokk) Norsk gaman-
þáttaröð um par sem reynir
að kynda undir ástarbloss-
anum sem virðist hafa
dofnað í hversdagsleikan-
um. Aðalhlutverk: Axel Au-
bert og Ine Finholt Jansen.
Atriði í myndinni eru ekki við
hæfi ungra barna.
22.50 Marsalis og Clapton
(Wynton Marsalis & Eric
Clapton: Play the Blues)
Blues eins og hann gerist
bestur þar sem Wynton
Marsalis og Eric Clapton
leiða saman hesta sína á
skemmtilegan hátt. Lögin
voru valin af Clapton en
útsett af Marsalis og fóru
tónleikarnir fram í Freder-
ick P. Rose Hall, hjarta
jazztónlistarinnar í New
York árið 2011.
00.25 Fréttir Endursýndar
Tíufréttir.
00.40 Dagskrárlok
Bíóstöðin
Gullstöðin
Stöð 3
07:00 HM 2014 (16 liða úrslit)
08:40 HM 2014 (16 liða úrslit)
12:50 Premier League Legends
13:20 HM 2014 (16 liða úrslit)
15:00 HM 2014 (England - Ítalía)
16:45 Destination Brazil
17:15 Football Legends
17:40 HM 2014 (Spánn - Holland)
19:20 HM 2014 (16 liða úrslit)
21:00 HM Messan
22:00 HM 2014 (Brasilía - Chile)
23:40 HM 2014 (Kólumbía -
Úrúgvæ)
17:55 Strákarnir
18:25 Friends (20:24)
18:50 Seinfeld (18:23)
19:15 Modern Family
19:40 Two and a Half Men (6:16)
20:05 Örlagadagurinn (8:30)
20:35 Heimsókn
21:00 Breaking Bad (9:13)
21:50 Chuck (1:22)
22:35 Cold Case (10:23)
23:20 Without a Trace (17:24)
00:05 Harry's Law (8:12)
00:50 Örlagadagurinn (8:30)
01:25 Heimsókn
01:50 Breaking Bad (9:13)
02:35 Chuck (1:22)
03:20 Cold Case (10:23)
04:05 Tónlistarmyndbönd frá
Popptíví Hér hljóma öll
flottustu tónlistarmynd-
böndin í dag frá vinsælum
listamönnum á borð við
Justin Timberlake, Rihönnu,
Macklemore, Pink, Bruno
Mars, Justin Bieber, One
Direction og David Guetta.
12:10 Mary and Martha
13:45 Moonrise Kingdom
15:20 Limitless
17:05 Mary and Martha
18:40 Moonrise Kingdom
20:15 Limitless
22:00 The Place Beyond the
Pines
00:20 Lincoln
02:50 Game of Death
04:25 The Place Beyond the
Pines
18:15 Malibu Country (13:18)
18:40 Bob's Burgers (21:23)
19:00 H8R (5:9)
19:40 Baby Daddy (16:16)
20:05 Sullivan & Son (1:10)
20:25 Revolution (18:22)
21:10 Tomorrow People (20:22)
21:55 Damages (5:10)
22:35 Ravenswood (4:10)
23:20 The 100 (5:13)
00:00 Supernatural (21:22)
00:45 H8R (5:9)
01:25 Baby Daddy (16:16)
01:50 Sullivan & Son (1:10)
02:10 Revolution (18:22)
02:55 Tomorrow People (20:22)
03:35 Damages (5:10)
04:15 Tónlistarmyndbönd frá
Popptíví
07:00 Barnatími Stöðvar 2
08:05 Malcolm In the Middle
08:30 Wipeout
09:15 Bold and the Beautiful
09:35 Doctors (6:175)
10:15 Spurningabomban
11:05 Touch (9:14)
11:50 Grey's Anatomy 7,7 (20:24)
Tíunda sería þessa vinsæla
dramaþáttar sem gerist
á skurðstofu á Grey Sloan
spítalanum í Seattle-borg
þar sem starfa ungir og
bráðefnilegir skurðlækn-
ar. Flókið einkalíf ungu
læknanna á það til að gera
starfið ennþá erfiðara.
12:35 Nágrannar
13:00 Cold Feet (2:7)
13:55 Veistu hver ég var?
14:40 2 Broke Girls (22:24)
15:05 Sorry I've Got No Head
15:35 Tommi og Jenni
16:00 Frasier (19:24)
16:25 The Big Bang Theory
16:45 How I Met Your Mother
17:10 Bold and the Beautiful
17:32 Nágrannar
17:57 Simpson-fjölskyldan
18:23 Veður
18:30 Fréttir Stöðvar 2
18:47 Íþróttir
18:54 Ísland í dag
19:06 Veður
19:15 Ástríður (1:12)
19:40 The Middle (7:24)
20:00 How I Met Your Mother
(11:24) Níunda og jafnframt
síðasta þáttaröðin um
vinina Lily, Robin, Ted,
Marshall og Barney og
söguna góðu af því hvenig
Ted kynntist barnsmóður
sinni.
20:25 Dallas (6:15)
21:10 Mistresses (4:13)
21:55 Believe (12:13) Glænýjir
þættir sem fjalla um unga
stúlku sem fæddist með
einstaka hæfileika. Hún er
orðin 10 ára og óprúttnir
aðilar ásælast krafta
hennar. Hugmyndasmiður,
höfundur og leikstjóri
þáttanna er Alfonso Cuarón
sem leikstýrði m.a. Gravity
og Harry Potter and the
Prisoner of Azkaban.
Aðalframleiðandi þáttanna
er J.J. Abrams.
22:40 Enlightened (1:10) Þátta-
röð frá HBO sem fjallar
um konu sem er á barmi
taugaáfalls og er komin
á endastöð. Þá fær hún
skyndilega andlega upp-
vakningu. Með aðalhlutverk
fara Laura Dern, Diane
Ladd og Luke Wilson.
23:10 NCIS (18:24) Stórgóðir og
léttir spennuþættir sem
fjalla um Leroy Jethro Gibbs
og félaga hans rannsóknar-
deild bandaríska sjóhersins
sem þurfa nú að glíma við
eru orðin bæði flóknari og
hættulegri.
23:55 Person of Interest (21:23)
00:40 Those Who Kill (4:10)
01:25 The Blacklist (1:22)
02:10 One For the Money
03:40 Ninja
05:05 Fréttir og Ísland í dag
Fréttir og Ísland í dag
endursýnt frá því fyrr í
kvöld.
06:00 Pepsi MAX tónlist
08:00 Everybody Loves
Raymond (25:26)
08:25 Dr. Phil
09:05 Pepsi MAX tónlist
16:00 Dogs in the City (5:6)
16:45 Psych (9:16) Bandarísk
þáttaröð um ungan mann
með einstaka athyglisgáfu
sem aðstoðar lögregluna
við að leysa flókin sakamál.
Það getur verið sárt þegar
einhver bregst trausti þínu
verulega. Sérstaklega
þegar viðkomandi hefur
stolið uppáhalds leikjatölv-
unni þinni.
17:30 Catfish (2:12)
18:15 Dr. Phil
18:55 The Good Wife (21:22)
Þessir margverðlaunuðu
þættir njóta mikilla
vinsælda meðal áhorfenda
SkjásEins. Það er þokkadís-
in Julianna Marguilies sem
fer með aðalhlutverk í þátt-
unum sem hin geðþekka
eiginkona Alicia sem nú
hefur ákveðið að yfirgefa
sína gömlu lögfræðistofu
og stofna nýja ásamt fyrr-
um samstarfsmanni sínum.
Þetta er fimmta serían af
þessum vönduðu þáttum
þar sem valdatafl, rétt-
lætisbarátta og forboðinni
ást eru í aðalhlutverkum.
19:40 America's Funniest Home
Videos (37:44)
20:05 Save Me (6:13)
20:30 America's Next Top
Model (3:16) Bandarísk
raunveruleikaþáttaröð
þar sem Tyra Banks leitar
að næstu ofurfyrirsætu.
Þetta er í fyrsta sinn sem
fleiri en 14 þátttakendur fá
að spreyta sig í keppninni
enda taka piltar líka þátt í
þetta sinn.
21:15 Emily Owens M.D (6:13)
22:00 Ironside 5,5 (4:9) Hörku-
spennandi lögregluþættir
sem fjalla um grjótharða
rannsóknarlögreglumann-
inn Robert T. Ironside, sem
bundinn er við hjólastól í
kjölfar skotárásar. Ironside
lætur lömun sína ekki aftra
sér þegar hann eltist við
glæpamenn borgarinnar
með teymi sínu. Með
aðalhlutverk fer hinn
sykursæti Blair Underwood
sem sló í gegn í L.A. Law.
Ungur nemendi í New York
háskóla finnst myrtur og
keppist Ironside við að
leysa morðgátuna á meðan
lögfræðingar undirbúa
málsvörn sem mun leysa
hinn grunaða úr haldi.
22:45 Green Room With Paul
Provenza (2:8)
23:10 Leverage (9:15)
23:55 House of Lies (3:12)
00:20 Ironside (4:9)
01:05 Pepsi MAX tónlist
Stöð 2 Sport 2
14:45 Pepsí deildin 2014
(Fram - FH)
16:30 Hestaíþróttir á Norður-
land
17:00 Sumarmótin 2014
17:35 NBA (Oklahoma City Thund-
er: Heart of the City)
18:00 Meistaradeild Evrópu
(Juventus - Real Madrid)
19:45 Pepsí deildin 2014
(Fjölnir - Fylkir)
22:00 Pepsímörkin 2014
23:15 Pepsí deildin 2014
(Fjölnir - Fylkir)
01:05 Pepsímörkin 2014
Af ástríðuleysi og
fótboltalýsingum
Nekt í raunveruleika-
sjónvarpi vinsæl
A
lgjör nekt virðist ætla að
verða það vinsælasta á
markaði raunveruleikasjón-
varpsþátta komandi miss-
eri ef marka má framboð. Sjón-
varpsstöðvar í Bandaríkjunum
hafa fengið ótal sýnishorn send af
stefnumótaþáttum þar sem þátt-
takendur eru naktir í von um að
gerð verði úr þeim raunveruleika-
þáttasería.
Þessi sprenging er til komin
vegna vinsælda þáttanna Naked
and Afraid sem Discovery-sjón-
varpsstöðin sýndi í vor. Þeir þættir
fjölluðu um karl og konu sem þurfa
að lifa af 21 dag í óbyggðum án fata,
matar og vatns. Þau mega einung-
is taka með sér eitt vopn til þess að
lifa af. Áhorfendur fá því að fylgjast
með þeim bjarga sér í óbyggðum
nakin og vakti þetta mikla lukku
vestanhafs.
Ný útgáfa þáttanna er sem fyrr
segir í formi stefnumótaþáttanna
þar sem báðir aðilar þurfa að vera
allsberir. Allir snúast þeir um þá
hugmynd að kona og karl hittist
nakin, berji hvort annað augum og
ákveða hvort þau vilji kynnast nán-
ar á stefnumóti.
Sjónvarpsstöðin VH1 hefur
þegar samþykkt að sýna seríu af
slíkum stefnumótaþáttum. Þar
munu persónulegu líkamshlut-
ir bæði karlsins og konunnar vera
í móðu, fyrir utan rassinn sem fær
að vera í fullri ásýnd. n salka@dv.is
Nekt er vinsæl, hvort sem er í óbyggðum eða á stefnumótum
B
BC hefur staðfest að gerð verð-
ur heimildarmynd um franska
tvíeykið Daft Punk. Myndin
á að skyggnast undir grímu
Thomas Bangalter og Guy-Manuel
de Homem-Christo, mennina á bak
við Daft Punk. Þeir félagar koma yfir-
leitt alltaf fram í búningum og með
geimhjálma. Þeir láta þannig sjálfir
ekki mikið á sér bera.
BBC Worldwide Productions ger-
ir heimildarmyndina í samstarfi
við frönsku sjónvarpsstöðina Canal
Plus. Leikstjóri verður hinn franski
Hervé Martin Delpierre.
Hljómsveitin, sem þekktust er
fyrir raftónlist, hefur gefið út fjórar
gríðarvinsælar plötur á tónlistarferli
sínum. Meðal annars vann plata
þeirra, Random Access Memories,
Grammy-verðlaunin fyrir bestu
plötu ársins á þessu ári. Sú plata
innihélt hið geysivinsæla lag, Get
lucky.
Heimildarmyndin kemur út á
næsta ári og munu aðdáendur á
einni klukkustund fá að kafa dýpra
ofan í tónlistarsköpun Daft Punk
og líf mannanna á bak við hljóm-
sveitina. n salka@dv.is
Með hjálmana
Sjaldan má sjá Daft
Punk án búninga.
Nakin í óbyggðum Vinsældir Naked
and Afraid hafa valdið sprengju í nekt í
sjónvarpsefni.
Í
slenskum knattspyrnuáhuga-
mönnum er tamt að tjá sig um
lýsingar á knattspyrnuleikjum í
sjónvarpinu. Kverúlantar hafa
farið mikinn á netinu undanfarna
daga vegna lýsingar íþróttafrétta-
manna RÚV af leikjum á HM, sér-
staklega eftir leik Brasilíu og Chile
sem fór fram á á laugardag. Mörg-
um þótti lýsing íþróttafréttamanns
RÚV á leiknum rislítil, leiðinleg og
bera vott um þekkingarleysi frétta-
manns á leiknum.
Sérstök umræða skapaðist um
þetta í hópnum Fjölmiðlanördar á
Facebook. Illugi Jökulsson, spark-
spekingur og rithöfundur, hóf um-
ræðuna og beindi orðum sínum að
íþróttadeild RÚV: „… ástríðuleysið
í ykkar manni var slíkt að jafnvel
þegar allar líkur voru á Brasilíu-
menn væru í stórhættu að detta
út þá var ástríðuhitinn svona álíka
og ef hann hefði verið að lýsa pílu-
keppni á hverfiskránni í Sundon
Park í Luton – fyrstu umferð!“
Undirritaður horfði á umrædd-
an leik og tekur undir orð Illuga –
að hluta til. Það er ljóst að það er
ekki gefið hverjum sem er að lýsa
fótboltaleik í sjónvarpinu. Góð-
ur lýsandi þarf að mata áhorfand-
ann á réttum upplýsingum, hafa
afburðaþekkingu á leiknum, hafa
ástríðu fyrir íþróttinni og hæfileika
til að koma hlutunum skýrt og skil-
merkilega til skila. Þó að til dæmis
Einar Örn Jónsson sé best þekkt-
ur fyrir hæfileika sína á handbolta-
vellinum skín það í gegn hjá hon-
um að hann hefur mikla ástríðu
fyrir knattspyrnu. Og það skilar sér
heim í stofu.
Íþróttafréttamönnum RÚV til
varnar, þeim sem gagnrýnin bein-
ist gegn, má geta þess að fótbolta-
lýsingar eru sjaldnast hluti af þeirra
daglegu verkum. RÚV sýnir örsjald-
an beint frá knattspyrnuleikjum og
því er kannski eðlilegt að lýsingarn-
ar séu ekki eins skemmtilegar og
stútfullar af fróðleik og menn eiga
að venjast. Það efast enginn um
að þessir menn hafi ástríðu fyrir
HM, en hún verður að skína í gegn.
Þegar öllu er á botninn hvolft er
það á ábyrgð yfirmanns íþrótta-
deildar RÚV að sjá til þess að hans
fólk standi undir því að lýsa fót-
boltaleikjum.
Hvað sem öllu þessu líður hefur
HM í Brasilíu verið stórkostleg
skemmtun. Ég veit ekki með ykkur
en ég ætla að njóta ferðarinnar sem
tekur enda 13. júlí – burtséð frá því
hver lýsir leikjunum á RÚV. n
einar@dv.is
„Það efast
enginn um
að þessir menn hafi
ástríðu fyrir HM, en hún
verður að skína í gegn.
Ástríða Íþróttafréttamenn RÚV
hafa mátt þola nokkra gagnrýni
að undanförnu, sérstaklega eftir
leik Brasilíu og Chile um helgina.