Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2014, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2014, Blaðsíða 19
Vikublað 1.–3. júlí 2014 Skrýtið 19 Bölvun á tökustað n 7 kvikmyndir þar sem allt gekk á afturfótunum við framleiðslu n Dauðsföll og hamfarir Leikstjórinn varð fyrir bíl The Omen Útgáfuár: 1976 Leikstjóri: Richard Donner n Það kann svo sem ekki góðri lukku að stýra að framleiða yfirnáttúrulega mynd um bandarískan sendiherra, sem kemst að því að barnið hans er Antikristur. Enda er ekki hægt að segja að lukkan hafi leikið við framleiðendur myndarinnar. Við upphaf framleiðslunnar gerðist það að leikarinn Gregory Peck og handritshöfundurinn, David Seltzer, urðu báðir fyrir því að fljúga með flugvélum (hvor sinni vélinni) sem urðu fyrir eldingum á leið á áfangastað. Leikstjórinn varð fyrir því að IRA gerði árás á hótelið sem hann dvaldi á auk þess sem hann varð svo fyrir bíl. The Silver Screen Critic hefur greint frá því að nokkrir lykilmenn úr tökuliðinu hafi lifað af alvarlegt bílslys á fyrsta tökudegi og flugvélin, sem tökuliðið hafi upphaflega ætlað að fara með, hefði farist með þeim afleiðingum að allir sem voru um borð létust. En þrátt fyrir allt þetta meiddist enginn úr hópnum alvarlega. Það var lán í óláni. Costner nærri drukknaður Waterworld Útgáfuár: 1995 Leikstjórn: Kevin Reynolds og Kevin Costner n Strax frá fyrsta degi varð ljóst að fjármagnið sem hafði verið ætlað til verksins myndi hrökkva skammt. Myndin átti að kosta minna en fimm milljónir dollara en kostaði á endanum í kring um 200 milljónir dollara. Ekki bætti úr skák að kvikmyndin féll ekki í kramið hjá gagnrýnendum og aðsóknin var dræm. Tekjurnar námu aðeins 88 milljónum dollara, árið 1995. Bókhaldið er eitt. Tökurnar annað. Eins og flestir vita var myndin tekin upp á hafi úti. Sjóveiki reyndist tökuliði og leikurum erfiður ljár í þúfu og margir urðu mjög veikir. Einn flekinn (hluti sviðsmyndarinnar) sökk auk þess sem vindur gerði það að verkum að vatnaveröldin rak ítrekað langt á haf út. Leikarar urðu fyrir árás marglyttna og starfsfólkið fór á endanum í hart. Lög um vinnuaðstæður voru þverbrot- in. Það alvarlegasta sem gerðist var þó líklega þegar aðalleikarinn, Kevin Costner, var hársbreidd frá drukknun í einu atriðanna. Jesús varð fyrir eldingu Passion of the Christ Úgfáfuár: 2004 Leikstjóri: Mel Gibson n „Þremur sekúndum áður en atriðið átti að hefjast varð ég fyrir eldingu,“ sagði leikarinn Caviezel í viðtali við Fox News, eftir að hafa orðið fyrir eldingu við tökur á atriðinu Sermon on the Mount, einni þekktustu senu Jesú Krists. „Ég var búinn að finna á mér að þetta myndi gerast.“ Þetta er ekki eina ógæfan sem helltist yfir leikarann við tökur á myndinni. Hann varð fyrir ofkælingu, fór úr axlarlið, fékk sýkingu í lunga og lungna- bólgu, að því er vefsíðan Movie Fone greinir frá. Caviezel þurfti einnig að gangast undir átta tíma förðun fyrir hlutverk sitt. Við það fékk hann höfuðverk og sýkingar í húð. Að auki varð hann í nokkur skipti fyrir svipum og öðrum verkfærum við tökur á myndinni; sem varð til þess að hann fékk sár víðs vegar um líkamann. Flóð eyðilögðu búnaðinn The Man Who Killed Don Quixote Útgáfuár: Óútkomin Leikstjóri: Terry Gilliam n Hversu mikið þarf að ganga á svo framleiðslu kvikmyndar sé einfaldlega hætt? Svarið er að finna hér. Þegar ákveðið var að festa ævintýri Don Kíkóta á filmu óraði leikstjórann, Terry Gilliam, ekki fyrir því sem í vændum var. Hann réði Jean Rochefort í aðal- hlutverkið og Johnny Depp til að leika Sancho Panza. Miklar væntingar voru gerðar til myndarinnar, en segja má að allt hafi farið á versta veg. Fyrst gerð- ist það að Rochefort meiddist á baki og þurfti að draga sig út úr verkefninu. Því næst kom það upp úr krafsinu að tökustaðurinn reyndist vera í næsta nágrenni við virkt æfingasvæði herdeilda NATO. Á löngum köflum var ekki hægt að heyra mannsins mál. Til að bæta gráu ofan á svart urðu flóð til þess að stærsti hluti búnaðarins, sem nota átti við tökurnar, eyðilagðist. Það var þá sem framleiðendur fengu nóg og ákváðu að leggja árar í bát. „Ég trúi eiginlega enn þann dag í dag ekki því sem gerðist. Verkefnið var krefjandi frá fyrsta degi en það sem gekk á var súrrealískt. Ég er enn í öngum mínum.“ The Hollywood Reporter hefur reyndar greint frá því að Gilliam sé til í slaginn á nýjan leik. Tökur eigi að hefjast í lok september, á Kanaríeyjum. Vonandi gengur það eftir. Borguðu leikurum tvöfalt Town and Country Útfáfuár: 2001 Leikstjóri: Peter Chelsom n Þegar tökur hófust á þessari rómantísku gamanmynd voru við hana bundnar nokkrar væntingar. Í henni léku stjörn- ur á borð við Warren Beatty, Goldie Hawn, Diane Keaton, Garry Shandling og Andie MacDowell. Tökur hófust í árs- byrjun 1998 en illa gekk að ljúka við handritið. Uppkast eftir uppkast var skrifað og framleiðslan dróst sífellt lengur. Beatty var þess utan erfiður á tökustað og krafðist þessa að hver senan á fætur annarri yrði tekin upp aftur. Ári síðar bólaði ekkert á myndinni. Leikararnir hrökkluðust hver af öðrum frá borði og illa gekk að skipuleggja tökurnar, eftir alla seinkunina. Framleiðandinn þurfti á endanum að borga leikurunum launin í tvígang. Myndin leit loksins dagsins ljós árið 2001 og hafði þá farið gróflega fram úr fjárhagsáætlunum. Hún floppaði algjörlega og þótti misheppnuð. Time segir að tapið hafi numið 124 milljónum dollara. Hjartaáfall og offita Apocalypse Now Útgáfuár: 1979 Leikstjóri: Francis Ford Coppola n Allt gekk á afturfótunum við tökur á Apocalypse Now, sem hófust árið 1976. Harvey Keitel átti upphaflega að fara með aðalhlutverkið í myndinni. Coppola ákvað í miðjum klíðum að reka hann og ráða Martin Sheen. Sheen varð svo fyrir því að fá hjartaáfall við tökur á myndinni, að því er MSN Entertainment hefur greint frá. Coppola var svo öllum lokið þegar Marlon Brando mætti á staðinn, miklu feitari en ráð hafði verið fyrir gert. Coppola neyddist til að nota aðdráttarlinsur við tökurnar á atriðum þar sem Brando kom fyrir, svo andlitið sæist bara. Grennri staðgengill var svo notaður til að þykjast vera Brando í fjarlægð. Tökum lauk árið 1977 en eftirvinnslan varð svo mikil að hún var ekki sýnd fyrr en tveimur árum síðar. Dauðsföll og veikindi The Matrix Útgáfuár: 1999 Leikstjórn: Wachowski-bræður n Það er óhætt að segja að mikið hafi gengið á þegar þessi vinsæla kvikmynd var framleidd. Keanu Reeves missti konu sína og barn. Á meðan tökur stóðu yfir fæddi Jennifer Syme, kærasta hans, andvana barn. Parið skildi eftir það og í kjölfarið lést Syme í hræðilegu bílslysi. Það er ekki allt, þótt nóg sé. Aaliyah, leikkonan sem fór með hlutverk Zee í kvikmyndinni, lést í flugslysi á meðan myndin var í framleiðslu. Það seinkaði útgáfu hennar um nokkra mánuði. Ógæfunni voru engin takmörk sett því Gloria Foster, sem lék véfréttina (The Oracle) lést einnig nokkru síðar. Reeves, sem átti um sárt að binda eftir áföllin, lenti á sjúkrahúsi eftir að hafa slasast í mótorhjólaslysi. Þegar hann sneri aftur á tökustað meiddist hann á fæti og þurfti aftur á sjúkrahús. Til að bæta gráu ofan á kolsvart, greindist systir leikarans á ný með hvítblæði, sem seinkaði tökum enn frekar. Kostnaðurinn sem hlaust af öllum þessum áföllum var kominn úr öllu hófi og Reeves féllst á að afsala sér 24 milljónum dollara af launum sínum, til þess að hægt væri að ljúka við myndina, að því er vefsíðan List Verse greinir frá. Myndin gekk hins vegar vel og varð vinsæl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.