Hagskýrslur um atvinnuveg

Útgáva

Hagskýrslur um atvinnuveg - 01.04.1972, Síða 16

Hagskýrslur um atvinnuveg - 01.04.1972, Síða 16
14 Togarar (Töflur merktar T ; T 2.1, T 2.2 o.s.frv.) Rekstrarreikningurinn 1970 er byggður á úrvinnslu Fiski- félagsins á reikningum 19 togara og áætlunum Fiskifllagsins og Hagrannsóknadeildar fyrir þá 3 togara, sem rekstrarreikningar fengust ekki fyrir. Framreikningur Hagrannsóknadeildar til áranna 1971 og 1972 byggist á mati verðbreytinga og áætlunum um aflamagn. Áætlun 1971 m.v. magn þess árs er byggð á því aflamagni og þeirri skiptingu milli heimalandana og landana erlendis, sem raun varð á það ár. Sýndar eru tvær spár um aflamagn 1972, það er spá 1 og spá 2. Báðar spárnar sýna minni ársafla en árið 1970, þar eð tekiö er tillit til minnkandi afla á úthalds- dag og togtíma. Spá 1 sýnir ársaflaskilyrðin miðað við þann afla á úthaldsdag og þá skiptingu milli heimalandana og landana erlendis, sem raun varð á síðari helmingi ársins 1971. Spá 2 sýnir ársaflaskilyröin miðaö viö þann afla á úthaldsdag, sem raun varð í allt árið 1971, en lítið eitt hærra hlutfall landana erlendis af ársaflanum en þá varð. Verðgrundvöllur spánna 1972 er, hvað tekjuhliðina snertir, verðlag við upphaf ársins eftir fiskverðsákvarðanir Verðlagsráðs. Reiknaö er með 8% hækkun fiskverðs erlendis frá meðalveröi 1971. í gjaldahlið spánna 1972 er reiknað með almanaksársverölagi. Frvsting (Töflur merktar F ; F 2.1, F 2.2 o.s.frv.) Rekstrarreikningurinn 1970 er byggður á úrvinnslu Hagrannsóknadeildar á reikningum 73 frystihúsa. Tekjuhliö reikninganna hefur þó verið endurskoðuð £ samrasmi við upp- lýsingar frá sölusamtökum, útflutningsaöilum og fyrirtækjunum sjálfum. Afskriftir hefur Hagrannsóknadeild einnig endurmetið. Framreikningur Hagrannsóknadeildar til áranna 1971 og 1972 byggist á mati verðbreytinga og áætluöum breytingum á framleiðslumagni. í áætlun 1971 m.v. magn þess árs hefur verið reiknað með um 0,6% heildarmagnaukningu frystiafurða- framleiðslunnar frá fyrra ári, sem nú virðist nokkuö of lágt áætlaö. 1 spá 1972 m.v. magn þess árs er reiknaö með 4% magn- aukningu framleiðslunnar frá áætluðu magni 1971.

x

Hagskýrslur um atvinnuveg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um atvinnuveg
https://timarit.is/publication/1124

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.