Hagskýrslur um atvinnuveg - 01.04.1972, Blaðsíða 18
16
Síldar- og fiskimiðlsvinnsla (Töflur merktar M 3.1 og M 3.2)
Rekstrarreikningarnir 1969 og 1970 eru byggðir á
úrvinnslu Hagrannsóknadeildar á reikningum fyrirtækjanna.
Afskriftir hefur Hagrannsóknadeild endurmetið, en tekjuhlið
reikninganna hefur ekki verið endurmetin, þar eð fullnægjandi
upplýsingar frá fyrirtækjum og útflytjendum eru ekki fyrir
hendi.
Afkoman þessi tvö ár hefur verið mjög mismunandi eftir
landshlutum og er rekstrarreikningum beggja ára því skipt í
tvennt, það er Noröur- og Austurland ("síldarsvæöið" fyrrum),
þar sem afkoman var lökust, og svo aðra landshluta.
Engar rekstraráætlanir eru sýndar fyrir verksmiðjurnar
árin 1971 og 1972. Á grundvelli fremur lauslegra rekstrar-
áætlana, sem Hagrannsóknadeild hefur gert, má hins vegar gera
ráð fyrir því, að hreinn hagnaður verksmiðjanna sunnanlands
og vestan hafi verið röskar +2 m.kr. áriö 1971 samanboriö
við +63,7 m.kr. árið áður. Hreinn hagnaöur verksmiðjanna
norðanlands og austan árið 1971 hefur á sama hátt verið
áætlaður um -80 m.kr. (þ.e. tap) samanborið við -37,3 m.kr.
árið áöur. 1 þessum áætlunum hefur verið reiknað með endur-
metnum afskriftum og óbreyttu framleiöslumagni á báöum svæöum
frá árinu 1970, en á árinu 1971 var mun minna loðnumagni landað
austanlands en árið áöur eöa um 43 þús. tonnum samanborið við
98 þús. tonn árið 1970. Aukning varð hins vegar á því loönu-
magni, sem landaö var sunnanlands og vestan, um 47 þús. tonn.
Þess er því að vænta, aö afkoman 1971 veröi í reynd nokkru
hagstæðari sunnanlands og vestan en áætlað er hér aö framan
en afkoman noröanlands og austan verði enn óhagstæðari en hér
er áætlaö.