Hagskýrslur um atvinnuveg

Issue

Hagskýrslur um atvinnuveg - 01.04.1972, Page 17

Hagskýrslur um atvinnuveg - 01.04.1972, Page 17
15 Verðgrundvöllur spánna er, hvað tekjuhliöina snertir, byggður á hugmyndum um áætlaö skilaverð til framleiðenda á árinu 1972. Verðlag á frystum og blokkfrystum fiskflökum og heilfrystum fiski er sýnt sárstaklega í töflu F 3.4. 1 gjalda- hlið spánna 1972 eru sýnd tvö kostnaöartilvik þ.e. miöað við vetrarvertíðarverölag og almanaksársverðlag. 1 báðum tilvikum er reiknað með hráefniskostnaði eins og hann var £ upphafi ársins eftir hinar almennu fiskverösákvarðanir Verðlagsráös. Ekki er reiknað með neinni verðbreytingu annarra fisktegunda eins og humars, skelfisks og kola frá síöustu verðákvörðunum fyrir þessar tegundir. Söltun og herzla (Töflur merktar S ; S 2.1, S 2.2 o.s.frv.) Rekstrarreikningurinn 1970 er byggöur á úrvinnslu Kagrannsóknadeildar á reikningum 27 saltfisk- og skreiðar- fyrirtækja og að auki á 15 saltfisk- og skreiðardeildum frysti- húsa. Reikningurinn hefur sxðan veriö færöur upp í heildar- stærðir eftir áætluðu framleiösluverömæti á öllu landinu. Tekjuhlið reikninganna hefur verið endurskoöuð í samræmi við upplýsingar frá sölusamtökum, útflutningsaðilum og fyrir- tækjunum sjálfum. Afskriftir hefur Hagrannsóknadeild einnig endurmetið. Framreikningur Hagrannsóknadeildar til áranna 1971 og 1972 byggist á mati verðbreytinga og áætluðum breytingum á framleiðslumagni. I áætlun 1971 m.v. magn þess árs er reiknaö með um 16% heildarmagnminnkun framleiðslunnar frá fyrra ári. Reynslan nú bendir til þess, að samdráttur framleiðslunnar hafi ekki orðið svo mikill eða tæplega meiri en 11-12%. I spá 1972 m.v. magn þess árs er ekki reiknað meö neinni magn- breytingu frá áætluðu magni 1971. Verögrundvöllur spánna 1972 er, hvað tekjuhliðina snertir, byggður á hugmyndum um væntanlegt verðlag á árinu 1972. Verðlag og verðspár á óverkuöum saltfiski eru sýndar sérstaklega í töflu S 3.3. I gjaldahlið spánna 1972 eru sýnd tvö kostnaöartilvik þ.e. miðað við vetrarvertíðarverö- lag og almanaksársverölag.

x

Hagskýrslur um atvinnuveg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hagskýrslur um atvinnuveg
https://timarit.is/publication/1124

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.